Þórr - 01.12.1910, Blaðsíða 7

Þórr - 01.12.1910, Blaðsíða 7
/ um varð eg þess var, að hann ól hatur til mín; það kvaldi hann, þegar eg kom þangað og sá hversu alt var fátæklegt, og svo komst eg að því, að gremja hans yfir komum mínum kom niður á Anettu og þá hætti eg að koma þar. Þó misti eg eigi algerlega sjónar af þeim. Hinum litla syni þeirra, sem eg liélt undir skírn, mætti eg af og til, og lét eg hann aldrei tómhentan frá mér fara. Tuttugu ár liðu. í leyni hafði eg hjálpað An- ettu og hún hafði barist af öllum kröftum fyrir því, að sonur hennar fengi gott uppeldi. Hann var hneigð- ur fyrir málaralist, og innvann sér þá allgóð laun hjá mikilsvirtum málara. Filip, sem var múrari, vann af og til hjá sama verkstjóra sem eg, og við skiftumst eigi inörgum orðum. í fyrrakvöld mætti eg Camillo. Eg sá strax, að eitthvað var eigi með feldu. »Hvað er það?« spurði eg. Þá sagði hann mér, að hann hefði verið á hermannaskrifstofunni, að hann hefði dregið nr. 10 og ætti því víst að verða sendur sem hermaður til nýlendanna. Og þó hann ætti að koma að 5 árum liðnurn heim aftur, hvað ætti þá að verða af móður hans á meðan. »Hún að vera einsömul ineð mín- um grófyrta og sífulla föður. Ó! guð faðir minn, hún deyr«, kallaði hann og brjóst hans gekk upp og niður eins og það ætlaði að springa. Eg gekk heim, en kom ekki dúr á augu alla þá nótt. Eftir 20 ára harða baráttu var von móður- innar ej'ðilögð, — og lífsferill ungs manns stöðvað- ur — og fyrir hvað? Hefði hún verið ekkja og Camillo hennar einasti sonur, þá hefði hann verið laus við herþjónustu. Nokkrar vikur hafði Filip unnið að sömu bygg-

x

Þórr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þórr
https://timarit.is/publication/1280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.