Þórr - 01.12.1910, Blaðsíða 9

Þórr - 01.12.1910, Blaðsíða 9
9 að vita það, að eg sem hafði svo oft hjálpað þeiin, skyldi vera neyddur til að gera slikt óhappaverk. Samt get eg eigi sagt að eg iðrist þess, sem eg hefi gert; en játa verð eg yfirsjón mína fyrir einhverjum þeim, sem eg trúði að vildi biðja guð um náð og fyrir- gefning handa mér. »Og nú?« spurði presturinn blíðlega. »Nú fer eg til Ameríkn. Anettu og Camillo þori eg aldrei að sjá framar. Hér er hinn litli gullkross, sem hún vildi eigi taka á móti, þegar eg færði henni hann á afmælisdag hennar. Seljið liann, faðir, og látið þá hina litlu upphæð, er þér fáið fyrir hann, í fátækrakistuna«. Veitti presturinn honum syndafyrirgefning. Einn hlut veit eg, þann að hinn góði prestur seldi eigi krossinn. Hina litlu upphæð, sem hann var verður, lagði hann í fátækrakistuna; en gullkrossinn hengdi hann upp á altarið sem stóð í leyniherbergi hans, og hvert sinn er hann rendi augum sínum á kross- inn, þá bað hann guð um náð og miskunn fyrir Jean Melnot. Hárlokkurinn. Lausþýtt. Fangavörður nokkur segir frá eftirfylgjandi at- burði: »Það var á jóladagsmorgun, veðrið var napur- lega kalt, og eg gekk út í fangelsisgarðinn. Fyrir

x

Þórr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þórr
https://timarit.is/publication/1280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.