Þórr - 01.12.1910, Side 5

Þórr - 01.12.1910, Side 5
o »Já, en eg verð að segja frá öllu saman«, sagði maðurinn hægt, jafnhliða því sem stór tár runnu niður kinnar hans. »Eg er fátækur múrari. Fyrir 20 árum kom eg til Parísar ásamt ungdómsvini mínum. Um þær ) mundir vorum við sem bræður. Hann Filip — en nafn mitt er Jean Melnot — var hár og grannur, en eg stuttur og ófagur. Hann var ágætur erviðismað- ur — við hlið hans var eg sem fúskari. Hann var vinalegur og gjöfull og þóttist eg af vináttu hans, eg elskaði hann af því að eg dáðist að honum, hjá honum fann eg alt sem mig vantaði. Alt sem hann innvann sér hvarf fljótt, því hann elskaði skemtanir, en eg þar á móti var neyddur til spársemi, vegna þess að hin gamla móðirmín, sem var upp til sveita, þarfnaðist allrar þeirrar hjálpar, sem eg gat veitt henni. Hjá ekkju einni, sem seldi ávexti, keypti eg húsnæði og fæði; það var einungis óbrotið, því kon- an var fátæk, og fæðispeningar þeir er hún fékk hjá mér, hjálpuðu henni eigi alllítið. Það, sem þó eink- anlega hélt mér við hús hennar, var einkadóttir hennar, sem hét Anetta. Eg fékk ást á henni, þó var eg 3 ár undir sama þaki sem hún, áður en eg áræddi að opna henni hjarta mitt. Um þær mundir dó móðir mín, þá áleit eg mig færan til að framfæra konu og bað því Anettu. Hún og móðir hennar vissu að eg var mjög sparsamur maður og eftir stuttan umhugs- unartíma játaðist Anetta mér. Sem eðlilegt var, bauð eg Filip einn dag heim; honum leizt vel á Anettu, og kom hann oítar; og á endanum mót hennar vilja—það er eg viss um, — hafði Filip, án þess að athuga það sjálfur, unnið ást hennar, sem eg aldrei hafði átt. Hún var hreinlynd og opinská, og þar

x

Þórr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þórr
https://timarit.is/publication/1280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.