Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.05.2018, Side 8

Víkurfréttir - 03.05.2018, Side 8
8 FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 3. maí 2018 // 18. tbl. // 39. árg. Rödd unga fólksins býður fram í Grindavík Rödd unga fólksins er nýr listi í Grindavík sem býður fram fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar, þar verður vettvangur fyrir ungt fólk til þess að taka sín fyrstu skref í bæjarmálum, óháð stjórnmálaskoðunum og einn- ig tækifæri til þess að læra inn á bæjarmálin án þess að svara fyrir sögu rótgróinna flokka. Þetta segir í tilkynningu frá framboðinu. Þar kemur einnig fram að þau sjái þetta sem hreyfingu til þess að málefni ungs fólks og þeirra sýn komist á borðið. „Fyrir jól hittumst við nokkur úr sama árgangnum og ræddum bæjarmál. Eftir miklar samræður komumst við að því að við höfðum sterkar skoðanir á ákvörðunartöku og málefnum sem snéru að okkar bæjarfélagi. Vorum öll sammála um að það væri gott að geta haft áhrif og tekið þátt en enginn af okkur var tilbúinn til þess að setjast á lista hjá núverandi stjórnmála- flokkum. Svo við ákváðum að stofna flokk til sveitarstjórnarkosninga 2018 og fengum fullt af flottu fólki með okkur sem gerðu flokkinn að veru- leika,“ segir Inga Fanney Rúnarsdóttir, formaður flokksins. Helga Dís Jakobsdóttir skipar efsta sæti listans, Helga Dís er 27 ára og hefur lokið viðskiptafræði frá Háskóla Íslands, hún er mastersnemi í HÍ í þjónustustjórnun. Helga Dís vinnur hjá Höllu þar sem hún sér m.a. um bókhald. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á pólitík, við ákváðum að stofna flokk fyrir ungt fólk til þess að taka sín fyrstu skref í pólitík, óháð rótgrónum flokkum,“ segir Helga Dís. Helga segir einnig að málefni ungs fólks og raddir þeirra skipti miklu máli þar sem það sé oft að gera upp við sig hvort það vilji setjast að í Grindavík eða ekki. „Ég legg mikla áherslu á að Grindavík verði þjónustumiðað bæjarfélag og að öll starfsemi og umgjörð bæjarins verði þjónustumiðuð.“ Sævar Þór Birgisson, hagfræðinemi skipar annað sæti listans. Hann er 26 ára nemi við hagfræðideild Háskóla Ís- lands og starfar sem umsjónarkennari í Háaleitisskóla á Ásbrú. Sævar segist vera mjög spenntur fyrir komandi tímum og hefur mikinn áhuga á því að gera góðan bæ betri. Listinn í heild sinni: 1. Helga Dís Jakobsdóttir, viðskipta- fræðingur og mastersnemi í þjónustustjórnun. 2. Sævar Þór Birgisson, hagfræði- nemi. 3. Sigríður Etna Marinósdóttir, tómstunda- og félagsmála- fræðingur. 4. Bjarni Þórarinn Hallfreðsson, sagnfræðingur. 5. Lilja Ósk Sigmarsdóttir, tækni- teiknari. 6. Ingi Steinn Ingvarsson, fram- haldsskólanemi. 7. Inga Fanney Rúnarsdóttir, stuðn- ingsfulltrúi. 8. Viktor Bergmann Brynjarsson, námsmaður. 9. Alexandra Marý Hauksdóttir, leiðbeinandi við leikskólann Laut og nemi í leikskólakennarafræði. 10. Kolbrún Dögg Ólafsdóttir, fram- haldsskólanemi. 11. Dagbjört Arnþórsdóttir, fram- haldsskólanemi. 12. Rósey Kristjánsdóttir, uppeldis- og menntunarfræðingur og um- sjónarkennari. 13. Milos Jugovic, knattspyrnu- þjálfari. 14. Kári Hartmannsson, eldri borgari. Þjónustan er opin öllum Allir ættu að fara reglulega til fótaaðgerðafræðings Býð uppá naglaspöng án skurðaðgerðar og margt fl. Verið hjartanlega velkomin! FÆTURNIR eru mikilvægasta faratækið! Ásta Nordegulen Þórarinsdóttir fótaaðgerðafræðingur hjá Snyrti Gallerý Hafnargata 27a - 2. hæð. Sími 699 1826 og 781 9696 Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Norðurvellir 42, Keflavík, fnr. 209-0193 , þingl. eig. Sigvaldi Arn- oddsson, gerðarbeiðandi Lands- bankinn hf., þriðjudaginn 8. maí nk. kl. 09:00. Hafnargata 24, Sveitarfélagið Vogar, fnr. 209-6405 , þingl. eig. Anna Gísladóttir, gerðarbeiðandi Borgun hf., þriðjudaginn 8. maí nk. kl. 10:00. Sýslumaðurinn á Suðurnesjum 30. apríl 2018, Ásgeir Eiríksson, staðgengill sýslumanns. UPPBOÐ Auglýsing vegna sveitarstjórnarkosninga 2018 Skil á framboðslistum Almennar sveitarstjórnarkosningar fara fram þann 26. maí 2018. Frestur til að skila framboðslistum er til kl. 12:00 á hádegi laugardaginn 5. maí 2018. Yfirkjörstjórn Reykjanesbæjar veitir framboðslistum móttöku á bæjarskrifstofum Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12 frá kl. 10:00 til 12:00 á hádegi laugardaginn 5. maí 2018. Mikilvægt er að skila framboðsgögnum á tölvutæku formi. Athygli er vakin á lögum um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998 með síðari breytingum, sérstaklega 21. gr., 22. gr. og 23. gr. Jafnframt er vísað til upplýsinga og leiðbeininga á kosningavef dóms- málaráðuneytisins, www.kosning.is, undir sveitarstjórnarkosningar 2018. Kosið er í Fjölbrautaskóla Suðurnesja (FS). Á kjördag mun yfirkjörstjórn hafa aðsetur í FS í stofu 221. Netfang hennar er yfirkjorstjorn@reykjanesbaer.is Yfirkjörstjórn Reykjanesbæjar, Hildur Ellertsdóttir, Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir og Kristján Friðjónsson REYKJANESBÆR REY KJANESBÆR Jóngeir Hjörvar leiðir L-listann í Vogum L-listinn, listi fólksins, býður fram í Sveitarfélaginu Vogum í þriðja skipti við sveitarstjórnarkosningarnar 26. maí 2018 en í dag hefur L-listinn einn bæjarfulltrúa. Helsta markmið L-listans er að vinna að hag íbúa í Vogum og gera gott mannlíf betra. Með stækkun bæjar- ins og fjölgun íbúa þarf að huga að stækkun leik- og grunnskóla. Skoða og meta þarf sérstaklega hvaða þýðingu breytingar á íbúasamsetningu hafa fyrir sveitarfélagið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá L-listanum. „Við viljum fullgilda barnasáttmála Sam- einuðu þjóðanna í Vogum sem felst m.a. í að námsgögn í grunnskóla verði án kostnaðar fyrir börnin. Tekju- tengingu afsláttar fasteignagjalda fyrir tekjulága einstaklinga þarf að hækka. Einnig viljum við skoða hvað er hægt að gera í viðhaldi hafnarinn- ar í Vogum,“ segir í tilkynningunni. L-listinn, listi fólksins 2018 1. Jóngeir Hjörvar Hlinason, hag- fræðingur og bæjarfulltrúi. 2. Rakel Rut Valdimarsdóttir, grunn- og framhaldsskólakenn- ari. 3. Eðvarð Atli Bjarnason, pípu- lagningarmaður. 4. Páll Ingi Haraldsson, leigubíl- stjóri. 5. Kristinn Björgvinsson, þjónustu- maður. 6. Anna Karen Gísladóttir, starfs- maður á leikskóla. 7. Gunnar Hafsteinn Sverrisson, tæknimaður. 8. Eva Rós Valdimarsdóttir, bókari. 9. Jakob Jörunds Jónsson, skip- stjóri. 10. Ásdís Dröfn Valdimarsdóttir, skólaliði. 11. Tómas Örn Pétursson, starfs- maður Kölku Vogum. 12. Elín Ösp Guðmundsdóttir, skólaliði. 13. Ryszard Kopacki, trésmiður. 14. Hanna Sigurjóna Helgadóttir, matráður. Björn Sæbjörnsson leiðir D-lista í Vogum D listi Sjálfstæðismanna og óháðra mun bjóða fram í annað skipti til sveita- stjórnarkosninga í Vogum í komandi kosningum. Í síðustu kosningum náði framboðið við inn tveimur kjörnum fulltrúum og stefnir að því að gera en betur núna, segir í tilkynningu. „Á listanum er góð blanda af hæfu fólki á breiðu aldursbili. Ánægjulegt er hversu mikið af ungu fólki var til- búið að ganga til liðs við okkur og taka á sig ábyrð,“ segir jafnframt í tilkynningunni. D - listi Sjálfstæðismanna og óháðra 1. Björn Sæbjörnsson, bæjarfulltrúi / sölu- og verslunarstjóri 2. Sigurpáll Árnason, verkefnastjóri 3. Andri Rúnar Sigurðsson, fisk- eldisfræðingur 4. Anna Kristín Hálfdánardóttir, nemi í hugbúnaðarverkfræði 5. Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir, flugverndarstarfsmaður 6. Kristinn Benediktsson, vara- bæjarfulltrúi / framkvæmda- stjóri 7. Sigurður Árni Leifsson,vara- bæjarfulltrúi/ söluráðgjafi 8. Drífa Birgitta Önnudóttir, félags- ráðgjafi 9. Hólmgrímur Rósenbergsson, bif- reiðastjóri 10. Sigurður Gunnar Ragnarsson, kerfisfræðingur 11. Hanna Stefanía Björnsdóttir, starfsmaður á leikskóla 12. Óttar Jónsson, skipstjóri 13. Sigríður A. Hrólfsdóttir, bókari 14. Reynir Brynjólfsson, eldri borgari FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN 898 2222

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.