Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.05.2018, Qupperneq 14

Víkurfréttir - 03.05.2018, Qupperneq 14
14 UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM f immtudagur 3. maí 2018 // 18. tbl. // 39. árg. BÍLAÞJÓNUSTA SUÐURNESJA (ÁÐUR LAGHENTIR) HEFUR OPNAÐ Í GRÓFINNI 19 KEFLAVÍK, ÞAR SEM SKIPTING VAR ÁÐUR TIL HÚSA. BÍLAÞJÓNUSTA S U Ð U R N E S J A GRÓFIN 19 • KEFLAVÍK • SÍMAR 456 7600 • 861 7600 Bjóðum upp á alla r almennar bílaviðge rðir, hjólbarða-, smur- o g varahlutaþjónustu . NÝTT NAFN OG NÝR STAÐ UR MEÐ REYNSLU ! VORFERÐ Félags eldri borgara á Suðurnesjum 2018 Farin verður dagsferð um Hvalfjörð og Borgarfjörð þriðjudaginn 29. maí n.k. Lagt af stað frá Nesvöllum kl. 9:30 og gert ráð fyrir að koma til baka um kvöldmat. Hádegismatur innifalinn í verði, sem er kr. 3.500 á mann. Skráning og nánari upplýsingar hjá: Margréti: 8963173 og Elínu: 8456740/4216010. Skráningu lýkur 23. maí og þá tekið við greiðslu fyrir ferðina, kl.16:00, að Nesvöllum. Ljósleiðara heim til þín Með þeirri mikilvægu ákvörðun fyrir tíu árum síðan að byggja upp stærsta gagnaveraiðnað landsins í Reykjanesbæ var nauðsynlegt að fá fjarskiptafyrirtæki til að leggja ljósleiðara á stofnleiðum. Þessa kosti getum við nú nýtt okkur til að tengja heimili í Reykjanesbæ við há- hraða netsamband með ljósleiðara inn á hvert heimili. Því er spáð að hvert heimili muni hafa sex nettengd tæki á hvern íbúa strax árið 2020. Hefðbundnir hlutir eins og tölvur, farsímar, spjaldtölvur og nú sjón- vörp, leikjatölvur og hljómflutningstæki eru öll nettengd og notkun á þessum tækjum er mest í gegnum þjónustur á Internetinu. „Internet hlutanna“ eða Internet of Things (IoT) byltingin er löngu hafin og enn fleiri tæki inni á heimilum, í fyrirtækjum og stofn- unum eru að nettengjast. Þannig eru til dæmis ljósastýringar, dyrabjöllur, öryggiskerfi, þvottavélar, kaffikönnur og ýmis heimilistæki nú tengd við Internetið til að gera okkur kleift að nýta ýmiskonar þjónustur eins og að fjarstýra, vakta og framkvæma aðgerðir hvaðan og hvenær sem er yfir Internetið. Nettengingar nútíma heimila þurfa því að vera afkastamiklar, áreiðanlegar og öruggar. Alvöru ljósleiðaratengingar meira en tífaldar hraða og afkastagetu þeirra kopartenginga sem flest heimili nota í dag. Á næstu tveimur árum er stefnt að lagningu á slíkum tengingum inn á öll heimili í Reykjanesbæ og því markmiði ætlum við að ná. Til þess þurfa bærinn og fjarskiptafyrirtæki að vinna saman. Andri Örn Víðisson, skipar 5. sæti á lista Sjálfstæðis­ flokksins í Reykjanesbæ. Börnin áfram í fyrsta sæti Öll viljum við tryggja börnum okkar farsæla framtíð. Það er þó ekki alltaf þannig að börn hafi sömu tækifæri þegar kemur að námi, æfa íþróttir eða stunda aðrar tómstundir. Fjárhagsstaða foreldra er mjög misjöfn en við teljum mikilvægt að öll börn njóti sömu réttinda. Í upphafi kjörtímabilisins var bæjar- sjóður Reykjanesbæjar í mjög slæmri stöðu. Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga var við það að taka yfir rekstur bæjarins. Til að takast á við fjárhagslegan vanda bæjarfélagsins var nauðsynlegt að beita ströngu aðhaldi í rekstri. Óhætt er að segja að núverandi bæjarstjórn hafi tekist á við þetta verk- efni af miklum metnaði og festu. Gjaldfrjáls skólagögn Þrátt fyrir kröfu um niðurskurð í rekstri var velferð íbúa bæjarins sett í forgang. Eitt af helstu baráttumálum Samfylkingarinnar er einmitt velferð barnafjölskyldna. Öll börn eiga rétt á jöfnum tækifærum til náms. Gjaldfrjáls skólagögn er dæmi um ákvarðanir sem teknar voru í átt til jöfnuðar barna í skólum Reykjanesbæjar og reyndist sú ákvörðun mikil búbót fyrir margar fjölskyldur. Hvatagreiðslur þrefaldaðar Hvatagreiðslurnar voru hækkaðar úr 9.000 kr í 28.000 kr. Hefur þetta gefið fleiri börnum tækifæri til að stunda íþróttir og á þessu ári voru hækkaðar niðurgreiðslur til dagforeldra. Mikill áhugi er á að gera enn betur í þessum málaflokki. Þá má einnig nefna að fast- eignaskatturinn var lækkaður til að koma á móts við hækkandi fasteigna- mat. Það hefur ekki síst komið sér vel fyrir barnafjölskyldur. Við höfum möguleika á að gera enn betur. Höldum áfram að setja velferð fjölskyldunnar í fyrsta sæti. Sigurrós Antonsdóttir, Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir, Guð­ rún Ösp Theodórsdóttir og Þórdís Elín Kristinsdóttir. Höfundar skipa allir sæti á lista Samfylkingarinnar og óháðra í Reykjanesbæ Bæta þarf Heilbrigðisstofnun Suðurnesja með nýjum lausnum Á vormánuðum 2017 var gerð úttekt á gæðum og öryggi Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, fyrir til- stuðlan embættis Landlæknis. Niðurstöðurnar voru á þá leið að Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja væri í miklum vanda vegna skorts á stefnumörkun, engin heildræn gæðastefna né umbótastarf ætti sér stað innan veggja stofnunar- innar. Ekki hafði verið gerð þjónustu- könnun síðan árið 2012. Fagmönnun er alls ekki góð, biðtími eftir læknum of langur og ekki hægt að bjóða upp á fasta lækna, biðtími fyrir þjónustu frá geðteymi væri óásættanlega langur og teymið ekki nógu vel mannað fagað- ilum svo eitthvað sé nefnt. Landlæknir lagði til eða hvatti framkvæmdastjórn HSS til að setja fram skýra stefnu- mörkun og tímasetta aðgerðaráætlun til að sporna við þessum vanda. Þá að vinna skipulega að því að stytta bið- tíma og aðgengi að læknisþjónustu á dagvinnutíma. Að endurskipuleggja verkferla og taka upp teymisvinnu. Einnig að grípa til að- gerða hið fyrsta í því skyni að styrkja geð- teymið faglega. Hver er staðan nú ári síðar? Íbúar hafa alla vega ekki fundið fyrir því að eitthvað hafi breyst því enn tekur of langan tíma að fá læknisþjónustu á dag- vinnutíma og gæðastefna er ekki sýnileg. Hvað ef Reykjanesbær tæki yfir rekstur HSS? Þá væri hægt að fara í heildstætt ferli og endurskipulagningu með hlið- sjón af skýrslunni. Nú er heilsugæslan og aðrar sjúkrastofnanir einkareknar á nokkrum stöðum á landinu, það er gerður stofnana samningur frá ríkinu um einkareksturinn þar sem fjármagn fylgir frá ríkinu. Væri hægt að snúa þessu ömurlega ástandi við, sem við íbúar stöndum frammi fyrir er kemur að Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Árin í kringum 1987 áttum við frábæra fæðingardeild þar sem konur flykktust að, alls staðar af landinu til að fæða börn sín á fæðingardeild HSS vegna þess að fæðingardeildin bauð upp á nýjungar í fæðingum og sængurlegu. Væri það ekki frábært ef hægt væri að bjóða upp á slíka þjónustu í fram- tíðinni þar sem konur gætu fætt börn sín í heimabyggð þar sem öryggi þeirra væri tryggt. Væri ekki frábært að við gætum boðið upp á faglega og góða þjónustu á HSS. Væri það ekki frábært ef við ættum fastan heimilislækni. „Ég á mér draum,“ sagði Martin Luther King og það er gott að eiga drauma því þar fæðast hugmyndir sem gætu kannski leitt til lausna á einhverju vandamáli til framþróunar. Ég er líka viss um að íbúar hér í Reykjanesbæ eiga sér draum um betri heilsugæslu hér á Suðurnesjum. Draumar geta ræst ef fólk stendur saman, hefur kjark og þor til að stíga út fyrir boxið og horfa á framtíðarsýn með framtakssemi. Leita þarf allra lausna til þess að bæta Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Við Píratar viljum því leggja þessa óvenju- legu stefnu okkar upp á borðið um að kanna hvort Reykjanesbær gæti tekið yfir rekstur HSS. Margrét S Þórólfsdóttir skipar 3. sæti Pírata í Reykjanesbæ Af fólki og flokkum „Þú veist að fólk kemur til með að teng ja Framsókn við þína persónu- legu ímynd,“ sagði góð vinkona mín þegar ég sagði henni að ég hyggðist taka að mér verkefni sem kynningastjóri Framsóknarflokksins fyrir komandi bæjar- stjórnarkosningar. Já, ég gerði mér fyllilega grein fyrir því. Ég m.a.s. gerði oddvita flokksins ljóst að ég myndi senda frá mér opinbera tilkynningu á vefsíðunni minni og Facebook þar sem fram kæmi að þetta væri ekki stuðningsyfirlýsing við flokkinn sem slíkan. Ég vil að það sé á hreinu að ég hef aldrei verið flokkspólitísk og sé ekki fram á að það breytist nokkru sinni. Og svo er þetta jú líka vinnan mín. Ég er þó þannig gerð að ég tek aldrei að mér markaðssetningu á einhverju sem ég hef ekki trú á. Og það er nefnilega ekki flokkurinn sem slíkur sem ég hef trú á. Ég hef trú á því fólki sem skipar efstu sæti listans. Í sveitarstjórnar- málum sérstaklega skiptir fólk meira máli en flokkar. Maður er einfaldlega að kjósa fólk. Persónulega finnst mér löngu orðið tímabært að koma á per- sónukjöri, en það er önnur saga. Það mikilvæga við þennan hóp fólks sem þarna er í forystu er að þau eru velflest ný í stjórnmálum og því ekki sýkt af þessari pólitísku veiki sem virðist einkenna þá sem hafa verið í henni. Og ég hef ekki trú á að þau muni sýkjast, því þau tilheyra nýrri kynslóð. Kyn- slóð breytinga. Kynslóð heiðarleika og gegnsæis. Kynslóð sem trúir því að flóðið lyfti öllum bátum og vinnur með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Kynslóð sem að hlustar, tekur rökum, skoðar allar hliðar á málunum, kann að vinna með ólíku fólki með ólíkar skoðanir. Kynslóð sem kann gagnrýna hugsun og fylgir ekki foringjum og stefnum í blindni. Gagnrýnin hugsun er nauðsynleg í öllu í lífinu. Það á líka við bæði þegar maður starfar í pólitík en ekki síst þegar maður kýs. Sem kjósandi þarf maður að skoða málin gaumgæfilega, vega og meta en ekki falla í þá gryfju að kjósa bara það sem maður hefur alltaf kosið, eða það sem pabbi kýs eða jafnvel afi. Maður verður að hugsa sjálfur. Það er kominn tími á nýtt blóð, ný vinnubrögð og nýja tíma. Endurnýjun er bæði holl og góð. Það er hollt að fá inn fólk sem kann ekki reglurnar, hefur aldrei leikið leikinn, því öðruvísi breytast reglurnar og leikurinn aldrei. Reynsla verður ekki mæld í árum heldur lærdómi. Þú getur stundað sama starfið í 40 ár en samt í raun bara haft eins árs reynslu 40 sinnum. Og hvað segir það um manns innri mann? Þetta snýst ekki um flokka heldur fólk. Það fólk sem þú treystir til að vinna fyrir okkur öll. Þess vegna var ég til- búin til að taka þá áhættu að tengja mína ímynd við pólitík í þessu tiltekna verkefni. Því ég veit að þessi hópur fram- bjóðenda getur gert það sem þarf fyrir bæinn okkar. Þóranna K. Jónsdóttir er markaðsráð­ gjafi og kynningarstjóri Framsóknar­ flokksins í Reykjanesbæ fyrir sveitar­ stjórnarkosningar 2018 FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN 898 2222

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.