Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.05.2018, Side 16

Víkurfréttir - 03.05.2018, Side 16
16 ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 3. maí 2018 // 18. tbl. // 39. árg. Reykjanesbær óskar eftir að ráða metnaðarfulla, öfluga og áhugasama leiðtoga í ný störf forstöðumanna frístundaheimila í grunnskólum Reykjanesbæjar fyrir næsta skólaár. Frístundaheimilin eru starfrækt í öllum grunnskólum Reykja- nesbæjar, Akurskóla, Háaleitisskóla, Heiðarskóla, Holtaskóla, Myllubakkaskóla og Njarðvíkurskóla. Frístundaheimilin bjóða upp á skipulagða og metnaðarfulla tómstundadagskrá þar sem allir nemendur geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Lögð er áhersla á að hver og einn nemandi fái notið sín. Starfshlutfall er misjafnt eftir skólum en nánari upplýsingar gefa skólastjórar í hverjum skóla. Helstu verkefni: • Umsjón og ábyrgð á starfsemi frístundaheimilis • Skipulag starfsins í samráði við skólastjórnendur og starfs- menn • Þátttaka í að móta stefnu og framtíðarsýn frístundaheimilis • Samskipti og upplýsingagjöf til foreldra/forráðamanna og skólasamfélagsins Hæfniskröfur: • Háskólapróf á uppeldissviði, s.s. tómstunda- og félagsmála- fræði eða sambærileg menntun • Reynsla af starfi með börnum • Hæfni í mannlegum samskiptum og sveigjanleiki í starfi • Sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum • Skipulags- og stjórnunarhæfileikar • Fjölbreytt áhugasvið sem nýtist í starfið • Góð tungumálakunnátta og almenn tölvukunnátta Umsóknarfrestur er til og með 17. maí 2018. Forstöðumenn frístundaheimila Laun eru samkvæmt stéttarfélagi viðkomandi starfsmanns og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sækja skal um starfið á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf NETTÓ GRINDAVÍK Allar nánari upplýsingar veitir: Brynja Jónsdóttir í síma 846-4610 Nettó Grindavík leitar að hressum og öflugum starfskrafti til að hafa umsjón með skipakosti Viðkomandi hefur umsjón með skipakosti, pöntunum, tiltekt og útkeyrslu ásamt almennum verslunarstörfum. Áhersla er lögð á styrkleika í mannlegum samskiptum, sjálf- stæð vinnubrögð, skipulagshæfni, reglusemi og árvekni í hvívetna. Umsóknir sendist á grindavik@netto.is Umsóknarfrestur er til og með 14. maí nk. Katla Ketilsdóttir tekur þátt í Crossfit-leikum fyrir unglinga í ágúst „Ég hef lengi stefnt að þessu“ – stefnir á heimsleikana í framtíðinni Katla Ketilsdóttir keppir á unglingaleikunum í Crossfit í ágúst en Sara Sigmundsdóttir, ein stærsta Crossfit-stjarnan í heiminum í dag og þjálfari Kötlu, hrósaði henni fyrir frábæran árangur á Instagram-síðunni sinni nýlega. Þar segir hún meðal annars að hún hafi strax séð hæfileika í Kötlu, alveg frá fyrsta degi. Það eru þó ekki aðeins hæfileikarnir sem hafa komið Kötlu svona langt, að mati Söru, heldur einnig það hversu dugleg Katla er og alltaf tilbúin að leggja hart að sér þegar kemur að æfingum. „Orð fá því ekki lýst hversu stolt ég er af Kötlu og hún er komin þetta langt því hún lagði sig alla fram í verkefnið,“ segir Sara meðal annars á Instagram- síðunni sinni. Katla svaraði nokkrum spurningum fyrir Víkurfréttir um Crossfit og hvað sé framundan hjá henni fram að keppni. Hvenær byrjaðir þú að æfa Crossfit? „Ég byrjaði í Crossfit fyrir þremur árum.“ Hefur þú stefnt lengi að unglinga- leikunum? „Já, ég hef alveg verið frekar lengi að stefna að þessu. Síðastliðin tvö ár hefur verið markmið mitt að komast inn og þetta hefur verið langur en skemmtilegur tími.“ Sara Sigmundsdóttir hrósaði þér í hástert á Instagram-síðunni sinni, hvernig er að hafa hana sem þjálfara? „Sara er algjört yndi og alveg frábær manneskja, ég bráðnaði að innan þegar ég sá það sem hún setti á In- stagram og síminn stoppaði ekki hjá mér eftir það, hann fór á fullt og ég held að hann hafi ekki stoppað sóla- hring. Hún er mjög góður þjálfari, Ingi Gunnar, Eyþór og Andri eru líka í mínu teymi, eða þjálfararnir mínir, og ég held að ég sé ekki að gleyma neinum,“ segir Katla og hlær. Hvert stefnir þú í sportinu? „Ég stefni á eða stærsta markmið mitt er að komast inn á aðalleikana, það er frábært að hafa komist inn sem unglingur en aðalmarkmiðið er að komast inn sem fullorðinn keppandi en ekki sem „Crossfit Teen“.“ Hvað æfir þú oft í viku? „Ég æfi nokkuð mikið, ég æfi alla daga nema sunnudaga og svo er einn dagur sem er „Active Recovery“, þá syndi ég eða hjóla eða eitthvað slíkt og geri ekki mjög erfiðar æfingar á þeim degi.“ Skiptir mataræðið miklu máli? „Fyrir hálfu ári tók ég mataræðið í gegn en fyrir það þá borðaði ég eigin- lega bara það sem ég vildi en núna er ég komin á gott matarprógram og það hjálpar mér. Ég hef meiri orku yfir daginn og það skiptir frekar miklu máli að hafa mataræðið í lagi.“ Hvenær fara leikarnir fram og hvað er framundan fram að þeim? „Leikarnir fara fram 1.–5. ágúst 2018 og framhaldið er að æfa mikið og leggja áherslu á veikleikana, það er það sem að næstu 97 dagar eða svo fara í og þetta verður mjög skemmti- legt. Ég er spennt fyrir komandi tímum.“ Mynd: Þrekmótaröðin Rannveig Jónína Guðmundsdóttir rannveig@vf.is VIÐTAL Hjólamót í Sandgerði orðið eitt vinsælasta hjólamót landsins ❱❱ Reykjanesmót Nettó og 3N opnar hjólasumarið 2018 Reykjanesmót Nettó og 3N verður haldið í sjöunda skiptið þann 6. maí næstkomandi. Mótið sækir sífellt í sig veðrið og er nú orðið meðal vinsælustu hjólamóta á landinu en Íslendingar virðast sífellt áhugasamari um að taka þátt í slíkum mótum. Rúnar Helgason, varaformaður 3N, segir mikillar spennu gæti meðal hjólreiðamanna- og -kvenna í að- draganda mótsins. „Þeir hjólarar sem hafa verið á kafi í inniæfingum í vetur eru eðlilega mjög spenntir að komast út og verða því alltaf svolítið eins og beljur á vorin. En auðvitað eru líka harðjaxlar sem hjóla allan ársins hring úti – þetta er allt saman ákaflega skemmtilegt og mikið líf í kringum þessa fyrstu hjólreiða- keppni sumarsins,” segir hann. Mótið er þannig þannig uppbyggt að flestir hjólreiðagarpar ættu að geta fundið eitthvað fyrir sig, hvort sem um ræðir nýgræðinga eða þá sem lengra eru komnir. Boðið verður upp á þrjá valmöguleika þegar kemur að vegalengdum, 32, 63 og 106 kílómetra. Líkt og áður verða þrjú fyrstu sætin í hverjum aldursflokki karla og kvenna verðlaunuð Þess ber að geta að 106 kílómetra leiðin er jafnframt hluti af bikar- keppni, Íslandsbikars í götuhjól- reiðum, þ.e. liður í bikarmótaröð sem telur þrjú mót, bæði í karla- og kvennaflokki. „Leiðirnar sem farnar eru þykja ein- staklega skemmtilegar, enda nátt- úrufegurðin engu öðru lík á Suður- nesjunum. Keppnin verður ræst af stað í Sandgerði og lýkur í Sand- gerði, burtséð frá vegalengdum. Þeir sem lengst fara, alla 106 kíló- metrana, munu hjóla í átt að Hvals- nesi um Ósabotnaveg að Hafnarvegi, beygja í átt að Reykjanes, fara þar að Reykjanesvirkjun og þaðan til og í gegnum Grindavík eftir Suður- strandavegi og upp á Festarfjall þar sem snúið er við og farið aftur til baka sömu leið,” segir Rúnar. Hann segir aðsókninina sífellt vax- andi. „Við sjáum vöxt ár frá ári og í fyrra voru alls 340 þátttakendur. Við eigum ekki von á öðru en að sú tala verði toppuð í ár – enda hefur áhugi á hjólreiðum, sjaldan ef nokkurn tíma, verið meiri hérlendis.” Skráning fer fram á heimasíðu HRI, http://hri.is/keppnir. Allar frekari upplýsingar veitir Rúnar í síma: 894-4206. ❱❱

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.