Fréttablaðið - 04.06.2018, Blaðsíða 8
Skráning stendur yfir í síma
564 4030 og á tennishollin.is
BYRJENDANÁMSKEIÐ Í
TENNIS FYRIR FULLORÐNA
eru að hefjast
Upplýsingar & skráning í síma
564 4030 og á tfk.is
TENNISÆFINGAR
FYRIR 13-18 ÁRA
byrjendur í sumar
virka daga kl. 16.30-18
Tennisfélag Kópavogs
Bíldshöfði 12 · 110 Rvk · 5771515 · skorri.is
Er vagninn rafmagnslaus
Frístunda rafgeymar í miklu úrvali
?
ATVINNULÍF „Norðurlöndin eiga að
verða samþættasti byggingamark
aður í heimi“, segir í yfirlýsingu
norrænna ráðherra sem fara með
málefni byggingariðnaðarins. Lagt
er til að byggingarreglugerðir og
staðlar landanna verði samræmd
enn frekar frá því sem nú er.
Með því að fjarlægja viðskipta
hindranir verði fyrirtækjum gert
auðveldara að starfa á milli landa og
markmiðið að Norðurlöndin verði í
raun einn byggingamarkaður. Með
þessu verði hægt að lækka bygging
arkostnað. Þá verður lögð áhersla
á samnorrænar rannsóknir á sviði
byggingariðnaðarins.
Björn Karlsson, forstjóri Mann
virkjastofnunar, segir lög og reglur
í byggingariðnaði geta verið mjög
mismunandi milli landa. Þótt
grundvallarreglurnar séu tiltölu
lega líkar sé samt heilmikill munur
á regluverkinu, jafnvel milli Norður
landanna þar sem regluverkið hafi
þróast sértækt í hverju landi fyrir
sig.
„Ég fagna auknu og þéttara nor
rænu samstarfi á þessu sviði. Við
hittum norræna kollega okkar
reglulega þar sem við skiptumst á
upplýsingum og skoðum hvar við
getum samræmt reglur. Þannig
erum við að sigla hægt og rólega í
átt að meiri samræmingu tækni
legra reglna.“ Björn bendir líka á að
við gerð byggingarreglugerðarinnar
frá 2012 hafi verið horft mikið til
Norðurlanda sem fyrirmyndar.
Sigurður Hannesson, fram
kvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins,
segist fagna öllum umbótum sem
auki samkeppnishæfni Íslands.
„Samtök iðnaðarins líta því yfir
lýsingu ráðherranna jákvæðum
augum. Við höfum talað fyrir því að
einfalda þurfi regluverk og gera alla
framkvæmd skilvirkari en nú er og
leggjum mikla áherslu á að atvinnu
lífið komi líka að þessari vinnu.“
Sigurður segir fyrirmyndir hægt
að sækja til Norðurlandanna og
nefnir Noreg sem dæmi. Þar séu
gerðar mismunandi kröfur út frá
flokkun mannvirkja og umfang
eftirlits sé háð eðli byggingarinnar.
„Aukið svigrúm í byggingarreglu
gerð gæti hvatt til frekari nýsköp
unar og dregið úr kostnaði. Í reglu
gerðum sumra Norðurlandanna
er almennt meiri sveigjanleiki en í
okkar regluverki sem getur stuðlað
að lægri byggingarkostnaði.“
Í yfirlýsingu ráðherranna kemur
fram að fyrsta verkefnið verði að
skoða aðgengismál sérstaklega.
Bergur Þorri Benjamínsson, for
maður Sjálfsbjargar og stjórnar
maður í Öryrkjabandalagi Íslands,
segir stöðuna hér sambærilega við
hin Norðurlöndin og jafnvel betri
en til dæmis í Noregi.
„Það var mjög stórt skref stigið
með byggingarreglugerðinni 2012
sem hafði lengi verið beðið eftir. Við
þurfum bara að fá það á hreint frá
umhverfisráðherra hver útgangs
punkturinn í þessari vinnu eigi
að vera.“ Hann segir mikilvægt að
markmiðum um lækkun byggingar
kostnaðar verði ekki náð með því
að draga úr kröfum um aðgengi að
byggingum. sighvatur@frettabladid.is
Reglurnar verði líkari
reglum á Norðulöndum
Framkvæmdastjóri SI lítur yfirlýsingu norrænna ráðherra um að Norðurlöndin
eigi að verða samþættasti byggingamarkaður í heimi jákvæðum augum. For-
maður Sjálfsbjargar vill fá á hreint hver útgangspunktur vinnunnar eigi að vera.
Stefnt er að því að gera Norðurlöndin að samþættasta byggingamarkaði heims. Markmiðið er að lækka byggingar-
kostnað og auðvelda fyrirtækjum að starfa á milli Norðurlandanna. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Við höfum talað
fyrir því að einfalda
þurfi regluverk og gera alla
framkvæmd skilvirkari en
nú er.
Sigurður Hannesson,
framkvæmdastjóri
Samtaka iðnaðarins
NORÐUR-KÓREA Forseti Sýrlands,
Bashar al Assad, áformar að hitta
Kim Jongun, leiðtoga Norður
Kóreu, að því er ríkisfréttamiðill í
NorðurKóreu greinir frá. „Ég ætla
að heimsækja NorðurKóreu og
hitta Kim Jongun,“ er haft eftir
Assad. Hann er sagður hafa greint
frá þessu á miðvikudaginn þegar
hann tók við trúnaðarbréfi frá
Mun Jong Nam, sendiherra Norður
Kóreu.
Breska Sky fréttastofan segir að
ekkert bendi til þess að slík ferð
hafi verið í undirbúningi né heldur
að stjórnvöld í Sýrlandi hafi stað
fest fréttirnar. Samkvæmt fréttum
norðurkóreska fréttamiðilsins á
Assad að hafa sagt að Kim Jongun
hefði sýnt mikla leiðtogahæfileika
og myndi takast að sameina Kóreu.
S k y f r é t t a
stofan segir
að ef af fund
i n u m y r ð i
þá væri það
fyrsti fundur
Kim Jong
un með leið
toga annars
r í k i s s e m
fram færi í
NorðurKóreu.
Góð samskipti hafa verið á milli
stjórnvalda ríkjanna tveggja. Banda
rísk stjórnvöld hafa jafnvel sakað
NorðurKóreumenn um að vinna
saman að þróun efnavopna, en
þeim ásökunum hefur verið hafnað.
Bæði ríkin hafa verið einangruð frá
öðrum ríkjum heims. NorðurKórea
hefur verið einangruð vegna efna
vopnatilrauna og Sýrland vegna
borgarastríðsins þar.
Allt frá því í ársbyrjun hefur Kim
Jongun sóst eftir samskiptum við
leiðtoga annarra ríkja, svo sem
Kína, SuðurKóreu og á fund með
Donald Trump þann 12. júní. – jhh
Segja Assad forseta ætla
að fara til Norður Kóreu
Sýrlensk stjórnvöld hafa ekki stað-
fest fréttir um að Assad ætli að
heimsækja Norður-Kóreu.
ÞÝSKALAND Lögregluþjónn skaut
Austurríkismann sem gekk ber
serksgang, vopnaður hnífi, í Dóm
kirkjunni í Berlín eftir hádegið í gær.
Karlmaðurinn, sem er 53 ára gam
all, var skotinn í fótinn, samkvæmt
upplýsingum sem fréttastofa breska
ríkisútvarpsins hafði eftir þýskum
fjölmiðlum. Um 100 manns voru í
byggingunni þegar atvikið varð.
Þýskir fjölmiðlar segja jafnframt
að maðurinn hafi lent í útistöðum
við annan einstakling í kirkjunni.
Fréttamiðillinn Tagesspiegel segir
að tveir hafi slasast; maðurinn sem
lögreglan skaut og maðurinn sem
hann átti í útistöðum við.
Lögreglan sagði jafnframt að
maðurinn hefði ekki verið grun
aður um að vera að skipuleggja nein
hryðjuverk. Þýskir fjölmiðlar hafa
eftir vitnum að maðurinn hafi verið
í annarlegu ástandi. Myndskeið frá
sjónvarvottum sýna hvernig vopn
aðir lögreglumenn stilla sér upp
fyrir utan kapelluna og svæðinu var
lokað af með lögregluborða. Vitnum
var boðin sálfræðileg aðstoð.
Dómkirkjan í Berlín er á safnaeyj
unni í miðhluta Berlínar og er einn
af helstu viðkomustöðum ferða
manna í borginni. – jhh
Þýska lögreglan skaut mann í Berlín
Þýska lögreglan lokaði af svæðinu við Dómkirkjuna í Berlín vegna mannsins
sem lét ófriðlega í kirkjunni. Hann var skotinn í fótinn FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
12.
júní er áformað að fundur
Kims Jong-un, leiðtoga
Norður-Kóreu og Donalds
Trump, forseta Bandaríkj-
anna, fari fram.
4 . J Ú N Í 2 0 1 8 M Á N U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
4
-0
6
-2
0
1
8
0
4
:3
2
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
F
C
-6
5
3
4
1
F
F
C
-6
3
F
8
1
F
F
C
-6
2
B
C
1
F
F
C
-6
1
8
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
0
5
6
s
_
3
_
6
_
2
0
1
8
C
M
Y
K