Fréttablaðið - 04.06.2018, Síða 18
best. Ég gaf líka mikið af plássinu til
NYIÞ, sem er ritúalhópur sem var
með athöfn við opnun sýningarinn-
ar,“ segir Hafsteinn. „Á sýningunni
getur fólk séð mikið blóð, reyk og
myrkur. Það er svona aðalþemað.
Myndirnar eru alls konar, stundum
eru þetta uppstilltar myndir, sumar
eru af tónleikum og aðrar eru af
þeim að hanga í æfingahúsnæðum
eða baksviðs. Mér finnst eiginlega
augnablikin sem eru á milli takna
áhugaverðust, þannig að það er líka
mikið af þeim.
Allar hljómsveitirnar hafa sinn
innri heim og heimspeki, sem eru
oftast með grunn í alls kyns dul-
speki. Ég skoða textana og hlusta á
tónlistina og reyni að spegla það,“
segir Hafsteinn. „Þeir hafa kannski
verið að pæla í textunum og útlitinu
í einhver ár og ég vil bara þjóna
þeirra innri heimi.“
Hafsteinn vildi halda sýninguna
til að vekja meiri athygli á þessari
senu á Íslandi. „Fólk virðist almennt
ekki vita hvað hún er stór erlendis
og hvað það er lögð mikil vinna
og metnaður í þetta,“ segir hann.
„Nýlega var til dæmis Vánagandr
hópurinn, sem er útgáfu- og
dreifingaraðili fyrir íslenskan
svartmálm, pantaður til Hollands
og spilaði fyrir 4.000 manns, sem
er næstum hálf Laugardalshöll, en
hérna heima vissi eiginlega enginn
af því. Mér finnst mikilvægt að fólk
viti hvað er að gerast og vonandi
hefur þetta áhrif á einhverja sem
þekkja ekki til þessarar stefnu.“
Nóg fyrir stafni
Hafsteinn hefur í nógu að snúast,
fyrir utan myndatökur. „Ég er
líka með plötufyrirtæki, sem
heitir Mystískaos, sem er eigin-
lega hálfgerð tónlistarkommúna.
Við vinnum í tónlist hvers annars
og erum staddir í fjórum ólíkum
löndum. Þetta er spennandi verk-
efni og alltaf eitthvað í gangi,“ segir
Hafsteinn. „Ég er líka örugglega
með svona fimm breiðskífur á
biðlínunni og hef verið að vinna
í næstu plötu hljómsveitarinnar
minnar, Wormlust, í svona fimm
ár.“ Wormlust gaf út eina breið-
skífu árið 2013 sem fékk afar góðar
viðtökur.
„Ég ætla bara að spila hlutina eftir
eyranu og dembi mér örugglega í
tónlistina næst,“ segir Hafsteinn.
„En ég held að það sé alveg pláss
fyrir bæði tónlistina og ljósmynd-
unina. Núna er ég bara að reyna að
átta mig á því hvert er næsta skref
í ljósmyndun, því það er ekki hægt
að gera það sama endalaust og ég
hef eiginlega sagt allt sem ég vildi
segja á þessu sviði,“ segir Hafsteinn.
„Það á eftir að ýta mér svolítið út
fyrir þægindarammann, því ég hef
svo lengi verið í þessari svartmálms-
senu.“
Hafsteinn efast um að hann haldi
áfram að mynda hljómsveitir. „Ég
held að það verði frekar að fara til
Suður-Ameríku í Ayahuasca eða
til Ameríku til einhvers snákasér-
trúarsafnaðar eða hvað sem er. Mig
langar til að sjá heiminn,“ segir
Hafsteinn.
MÚR- OG STEYPUVIÐGERÐIR
Hafðu samband
info@husavidgerdir.is
Sími 565-7070
Finndu okkur á
ALHLIÐA MÚRVERK
ÞAKVIÐGERÐIR
GLUGGASKIPTI
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um-
fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar-
efni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 512 5349 | Ragnheiður Tryggvadóttir,
heida@frettabladid.is, s. 512 5367 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is, s. 512 5368
| Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@frettabladid.is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@
frettabladid.is, s. 512 5358 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is s. 512 5338
Útgefandi:
365 miðlar
Ábyrgðarmaður:
Elmar Hallgríms Hallgrímsson
Sölumenn: Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 512 5457 | Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 512 5429 |
Ólafur H. Hákonarson, olafurh@frettabladid.is, s. 512 5433 |
Hafsteinn Viðar Ársælsson ákvað að byrja að skrásetja íslenskan svartmálm með
myndatökum árið 2014. Nýlega
gaf hann afrakstur þeirrar vinnu
út í bók sem heitir „Svartmálmur“
og í tengslum við útgáfuna stendur
hann fyrir ljósmyndasýningu undir
sama nafni í Skoti Ljósmynda-
safns Reykjavíkur sem var opnuð
fyrir helgi. Þar má sjá ljósmyndir af
mörgum þeim íslensku svartmálms-
sveitum sem hafa verið áberandi í
þessari senu, sem er mjög metn-
aðarfull, en nokkrar íslenskar sveitir
hafa náð langt á þessu sviði erlendis.
„Ég byrjaði að stunda ljósmyndun
til að mynda hljómsveitirnar. Það
var enginn að gera það,“ segir Haf-
steinn. „Hugmyndin þróaðist út frá
því að ég sá bók frá 1968-69 eftir
Sigurgeir Sigurjónsson sem skrásetti
íslensku psychedelic-senuna og var
eins og tímahylki frá þeirri senu.
Þetta fékk mig til að hugsa um svart-
málmssenuna hérna, sem er svolítið
vanmetin. Það var enginn að skrá-
setja þetta, þannig að ég ákvað bara
að taka að mér það verkefni.“
Hafsteinn hefur verið viðriðinn
senuna síðan hann var 15 ára,
þegar hann byrjaði að spila með
svartmálmssveitinni Myrk. „Það
var eiginlega fyrsta hljómsveitin
mín. Síðan eru liðin 17 ár, þannig
að ég hef verið í þessu í meira en
helminginn af lífi mínu og held að
ég verði í þessu alla ævi.“
Fór í nám fyrir verkefnið
„Fyrir þetta kunni ég ekkert á
myndavél, þannig að ég skráði mig
í Ljósmyndaskólann með þetta í
huga og bókin „Svartmálmur“ sýnir
í rauninni afraksturinn,“ segir Haf-
steinn. „Bókin byrjaði í desember
2014 á Andkristnihátíð og gerð
hennar lauk svo í febrúar á þessu
ári. Ég lærði á meðan ég var að gera
hana.
Ég vildi búa til hálfgert tímahylki
fyrir þennan tíma í þessari senu,“
segir Hafsteinn. „Mér finnst mikil-
vægt að skrásetja þetta, því þetta er
mikilvægt menningarlegt tímabil.
Senan er líka mjög áhugaverð
fagurfræðilega. Fagurfræðin bindur
þetta saman án míns innleggs og
hljómsveitirnar eru allar hrifnar af
myndrænu táknmáli,“ segir Haf-
steinn.
Hafsteinn hefur unnið verkefnið
undir nafninu Verði ljós. „Nafnið
kemur úr Biblíunni og er vísun í
tenginguna við dulspeki,“ segir
hann. „Þú færð líka ekki neitt á
myndina nema það sé ljós. Það er
líka smá kaldhæðni á bak við að
gefa þessu nafn úr kristni.“
Vill vekja athygli á senunni
Á ljósmyndasýningunni „Svart-
málmur“, sem var opnuð síðast-
liðinn fimmtudag í Skoti Ljós-
myndasafns Reykjavíkur og verður
opin til 15. ágúst, er hægt að sjá brot
af myndunum í bók Hafsteins, en
aðgangur að sýningunni er ókeypis.
„Þetta eru myndirnar sem mér
fannst henta sýningunni og rýminu
Hafsteinn ákvað
að fyrst enginn
væri að skrá
setja íslensku
svartmálmssen
una myndi hann
gera það. MYND/
SIGTRYGGURARI
Á sýningunni má sjá alls kyns forvitnilegar myndir sem eru teknar við ólík
tækifæri. MYND/HAFSTEINN
Svartmálms
senan hefur
alltaf lagt mikla
áherslu á fagur
fræði.
MYND/HAFSTEINN
Dulspeki af ýmsu tagi hefur áhrif á myndir Hafsteins. MYND/HAFSTEINN
Íslenska svart
málmssenan
hefur fengið
mikla athygli
erlendis. MYND/
HAFSTEINN
Oddur Freyr
Þorsteinsson
oddurfreyr@frettabladid.is
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 4 . J Ú N Í 2 0 1 8 M Á N U DAG U R
0
4
-0
6
-2
0
1
8
0
4
:3
2
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
F
C
-4
7
9
4
1
F
F
C
-4
6
5
8
1
F
F
C
-4
5
1
C
1
F
F
C
-4
3
E
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
5
6
s
_
3
_
6
_
2
0
1
8
C
M
Y
K