Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.11.2017, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.11.2017, Blaðsíða 27
Einfaldast en jólalegast í heimi er að skera út mat með piparkökuformum. Hér er leik- ið með samlokur og ýmislegt fleira. Þetta er svona svolítið það sem hugmyndaflugið leyfir. Best er að nota hvítt samlokubrauð og setja saman í þriggja laga samloku. Gott er að hafa gvakamóle, rautt pestó, rjóma- ost, gúrkur, rauðan kavíar, graslaus tiltækt í samlokugerðina. Þá má mæla með að skera epli niður í báta og vefja parmaskinku utan um og bera fram með samlokunum. Útskorinn samlokubakki og fleira gúmelaði 19.11. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27 Jarðarberjasveinar Þessa ofurjólalegu og bragðgóðu jarðarberjasveina þyk- ir krökkum afskaplega gaman að gera og þrátt fyrir að þeir líti svona vel út er lítil fyrirhöfn að útbúa þá. Hægt er að nota þá sem skreytingu á til dæmis marensköku en einnig að gera þá bara eina og sér og bera fram á bakka. 1-2 box jarðarber, passa að þau séu vel útlítandi ½ box mascarponeostur ½ dl þeyttur rjómi ½ dós vanilluskyr Hrærið mascarponeost, þeyttan rjóma og vanilluskyr vel saman þar til blandan er slétt, mjúk og kekkjalaus. (Það er líka allt í lagi að sleppa vanilluskyrinu og nota í staðinn vanillustangir og skafa innan úr tveimur fræin til að nota.) Setjið í rjómasprautu með mjög mjóum stút. Hreinsið laufið af jarðarberinu og látið digurri hlutann snúa niður. Skerið toppinn af jarðarberinu (sjá stærð á mynd) og sprautið kremi þar á milli, setjið toppinn aftur á. Skreytið berið svo með nokkrum deplum fyrir jakka- hnappa sveinka og dúskinn á jólahúfunni. Mozzarella- jólatré Þetta salat er eitt það þægileg- asta fyrr og síðar en það getur gert gæfumuninn fyrir jólaskapið að raða því upp þannig að það myndi mynstur eins og þetta, fal- legt og gott. 1 dós litlar mozzarellakúlur 1 búnt basilíkulauf 8 miðlungsstórir tómatar balsamsíróp Byrjið á að sprauta balsamsír- ópi á fjóra litla diska þannig að það myndi jólatré eins og sjá má á myndinni. Skerið tómatana í tvennt og dreifið fjórum helm- ingum á hvern disk, ofan á bal- samsírópslínurnar ásamt basil- íkulaufum og mozzarellakúlum, eins og þið séuð að skreyta bal- samsírópsjólatréð. Þessar vefjur eru fullgildar sem kvöldmatur og örlítið jólalegri en þær sem við erum vön að gera. Þar gera útslagið rauðu þurrk- uðu trönuberin, sem gefa máltíðinni líka örlitla sætu. Hér má skipta túnfiskinum út fyrir afgang af kalkúni eða kjúklingi og nota má ýmislegt grænmeti ef vill. 200 g ricottaostur, má líka nota rjómaost 1 dós túnfiskur í vatni 4 stórar tortillakökur ½ bolli þurrkuð trönuber 1 poki ferskt spínat 1 búnt basilíkulauf (má sleppa) örlítið salt og pipar Hellið vatninu af túnfiskinum og hrærið saman við ricottaostinn (eða rjómaostinn), saltið og piprið. Saxið spínat og basilíkulauf gróft og blandið varlega saman við túnfisk- blönduna. Smyrjið blöndunni ofan á vefjuna og stráið trönuberjum yfir. Rúllið hveitikök- unni upp og skerið í nokkra bita. Fallegt er að skreyta diskinn með afgangs trönuberjum áður en borið er fram. Hátíðlegar túnfiskvefjur

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.