Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.11.2017, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.11.2017, Blaðsíða 28
HEILSA Í rannsókn frá 2016 kom í ljós að fólk í Tsjad og Síerra Leóne borðarhollasta matinn, þ.e. mest af ávöxtum, grænmeti, hnetum og grófu korni.Aftur á móti er mataræðið verst hjá Armenum, Ungverjum og Belgum sem innbyrða mikið af sætu gosi, fitu og salti. Afríkubúar borða hollast 28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.11. 2017 Marga langar til að hafa kraftalegribrjóstvöðva. Á körlum gefur vold-ugur brjóstkasssi hreystilegt útlit og ef konur þjálfa vövana á svæðinu geta þær mót- að og fegrað á sér barminn. „Þegar líkams- ræktarstöðvarnar eru heimsóttar sést oft að karlarnir eru mjög uppteknir af brjóstkass- anum en konur virðast gjarnari á að taka fyrir læri, rass og kvið og fara á mis við ávinninginn af að stækka brjóstvöðvann,“ segir Guðjón Örn Ingólfsson, íþróttafræðingur og eigandi Topp- þjálfunar. Guðjón bendir á að stæðilegir brjóstvöðvar geti m.a. látið fólk líta út fyrir að vera spengi- legra með því að ýta undir V-lögun búksins. „Ef við skoðum kraftlyftingakarla vandlega má oft sjá að þeir eru með smábumbu, en þeir eru svo stórir um sig um brjóstkassann að bumban skagar ekki fram.“ Bakvöðvanir toga á móti Algengustu mistökin þegar reynt er að stæla brjóstvöðvana er að gleyma vöðvunum sem toga á móti. „Það dugar ekki að djöflast á brjóstkassanum en vænrækja að styrkja vöðv- ana í bakinu,“ segir Guðjón. „Ef aðeins er ein- blínt á að æfa brjóstkassann er hætt við að fólk fái framdregnar axlir og missi þá glæsilegu lík- amsstöðu sem verið er að leita eftir.“ Það eru einkum fjórar tegundir æfinga sem Guðjón mælir með til að þjálfa brjóstvöðvana. Arnbeygjurnar standa alltaf fyrir sínu, og bekkpressan sömuleiðis, og með því að bæta við flugum og dýfum er hægt að þjálfa brjóst- kassann frá öllum hliðum. „Flugur eru gerðar með því að liggja á lyft- ingabekk með lóð í hvorri hendi. Hendurnar eru látnar vísa beint upp á við og síðan er faðm- urinn opnaður og hendurnar látnar síga hvor til sinnar hliðarinnar. Til að minnka álag á olnbog- um ættu þeir að hafa um 10-15° beygju á meðan þessi æfing er gerð,“ útskýrir Guðjón en flug- urnar þjálfa vöðvana sem liggja innarlega á brjóstinu. Guðjón mælir með að nota hallandi bekk þegar brjóstkassinn er þjálfaður, breyta hall- anum reglulega og skipta á milli æfinga með hæfilegu millibili. Breytilegur halli þýðir að reynt er á ný svæði í vöðvunum og breytilegar æfingar tryggja að vöðvarnir fara ekki að venj- ast því álagi sem þeir eru beittir. Til að æfa bakvöðvana sem verka á móti brjóstvöðvunum segir Guðjón t.d. hægt að gera róðraræfingar. „Einnig má nota æfingu sem kölluð er á íslensku „sundurtog“, þar sem tekin er teygja og tosað í báða enda til að virkja vöðva í herðablöðunum. Það er til fullt af góð- um æfingum sem styrkja bakið.“ Hægt og yfirvegað Eitt er svo að velja réttu æfingarnar og annað að framkvæma þær á réttan hátt. Ef mark- miðið er að fá vöðva til að stækka er þumalputt- areglan sú að gera hverja æfingu 8-12 sinnum og endurtaka þrisvar til fjórum sinnum. Álagið ætti ekki að vera svo lítið að gera megi æfing- arnar áreynslulaust en heldur ekki svo mikið að ekki takist að klára æfingarnar. „Þetta er frá- brugðið því þegar ætlunin er að auka kraftinn en þá er unnið með 1-5 endurtekningar og því sem næst við hámarksþyngd,“ útskýrir Guðjón. Ekki má heldur böðlast í gegnum æfing- arnar heldur á hver hreyfing að vera hæg og yfirveguð. „Þegar gerðar eru armbeygjur er t.d. hægt að fara þá leið að vera fimm sekúndur á leiðinni niður í armbeygjuna, halda svo stöð- unni í þrjár sekúndur og loks fara hratt upp. Með tíu endurtekningum gerir þetta um eina og hálfa mínútu sem vöðvinn er undir álagi,“ segir Guðjón. „Með því að fara hægt inn í æf- inguna er verið að lengja þræðina í vöðvanum og með því að klára hratt þjálfum við hröðu vöðvaþræðina.“ Guðjón Örn Ingólfsson segir vissara að gera endurtekningar hægt og rólega ef á að stækka vöðvana. Hraðar endurtekningar hafa ekki sömu áhrif. Morgunblaðið/RAX Lykillinn að stæðilegum brjóstkassa Það getur fegrað bæði karla og konur að stæla vöðvana á brjóstkassanum. Ekki er sama hvernig þetta svæði líkamans er þjálfað og þarf að muna að styrkja bakið um leið. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Ný rannsókn sem gerð var við háskólann í Glas- gow bendir til þess að öfum og ömmum hætti til að gefa barnabörnunum sínum of mikinn mat og of mikið af sætindum. Þá sýnir rannsóknin að af- ar og ömmur eiga það til að reykja fyrir framan barnabörnin og vanrækja að tryggja þeim nægi- lega hreyfingu. Að sögn BBC skoðuðu rannsakendurnir 56 rannsóknir og gögn frá 18 löndum, þar á meðal Bretlandi, Bandaríkjunum, Kína og Japan, og reyndu að greina hvort afar og ömmur sem taka virkan þátt í lífi barnabarna sinna hafa neikvæð eða jákvæð áhrif á mataræði þeirra og hreyfingu. Kom í ljós að afar og ömmur eiga það til að vera of eftirlátssöm við barnabörnin og nota mat til að stjórna hegðun og skapi barnanna. Benda niðurstöðurnar einnig til þess að foreldrar upp- lifi að þeir geti ekki gert athugasemdir við þessi óæskilegu áhrif enda reiða þeir sig á þá hjálp og umönnun sem afarnir og ömmurnar veita. Reyndust foreldrar líka eiga erfitt með að ræða við afa og ömmur um áhrif óbeinna reykinga á barnabörnin. Aftur á móti mátti greina tengsl á milli þess að barnabarn kæmi í heiminn og að afar og ömmur létu verða af því að hætta að reykja. Þrátt fyrir að eftirlátssemin geri börn- unum ekki beinlínis gott er ekki þar með sagt að það sé slæmt fyrir þau að vera í umsjá afa sinna og amma. Þvert á móti getur samveran verið gagnleg og bætandi á ýmsa vegu, en af- ar og ömmur ættu þó að bæta úr því ef þeim hættir til að gauka oft gotteríi að barna- barninu eða gefa því ekki tækifæri til að ærsl- ast og hreyfa sig. ai@mbl.isFreistandi er að gleðja litlu krúttin með sætindum en er þeim ekki endilega fyrir bestu. Morgunblaðið/Ómar EFTIRLÁTSSAMIR AFAR OG ÖMMUR ÆTTU AÐ HUGSA SINN GANG Ofdekrið hefur neikvæð áhrif á barnabörnin

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.