Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.11.2017, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.11.2017, Blaðsíða 35
irminnilegast er að Jóhanna sagði hvað eftir annað: „Mér þykir þetta svo leiðinlegt. Mér þykir þetta svo leiðinlegt. En ég verð. Ég verð.“ Miðað við ágætt samstarf þessa fólks í ríkisstjórn og alveg bærilegt eftir að Jóhanna var komin í stjórnarandstöðu þótti viðmælandanum Lundúnamegin ekki erfitt að leggja í þessi orð þá merkingu að Jóhanna hefði neyðst til að taka þátt í þessu athæfi sem skilyrði fyrir forsætis- ráðherrastólinn. En auðvitað verður ekkert meira um það fullyrt. Ekkert er til í því sem sagt er að hringt hafi verið fyrirvaralaust einn daginn. Það var gert strax að morgni 2. febrúar. Eina sem var algjörlega fyrirvaralaust var hið dæmalausa bréf Jóhönnu sem verður henni ævinlega til minnkunar. Nú er engin ástæða til þess fyrir Jóhönnu að vera að skrökva til um þetta og því verður að flokka þessa rangfærslu undir rugl. Síðar hafa fengist margvíslegar upplýs- ingar um framgöngu þessa máls og atbeina ólíkleg- ustu manna að því. Örlítið brot af því hefur þegar birst opinberlega. En ýmsu öðru verða gerð skil síð- ar. En ef frásögnin um viðskiptin við seðlabanka- stjórana er til marks um annað í bókinni er ekki víst að sú bók verði neinum til gagns. Það er miður. Fleiri samtöl og fjörugt ímyndunarafl En það er ekki nýtt að miklu sé skáldað um samtöl manna. Sá söngfugl sem flutti þeim dýrðardrápur sem áttu drýgstan hlut í óförum þjóðarinnar fyrir áratug, upplýsti nýlega að á meðan á viðræðum um stjórnarmyndun stóð hefði ritstjóri Morgunblaðsins hringt í Lilju Alfreðsdóttur á hverjum degi, jafnvel oft á dag. Hvernig vissi Hallgrímur það? Lætur hann ekki nægja að lemja bílrúður, hlerar hann síma þess á milli? Þessi ómerkingur, fyrr og nú síðar, skal upp- lýstur um það, að ritstjórinn hefur á þessum tíma hringt jafn oft í hann og Lilju. Aldrei. Aldrei í hann vegna þess að það gæti hann ekki hugsað sér. Og aldrei í hana af því hann er frábitinn því að trufla önn- um kafið fólk. Svo enn sé rætt um samtöl eða meint samtöl bréfrit- ara skal þess getið að í heilan vetur ræddi fjár- laganefnd undir forystu Björns Vals Gíslasonar um það hvort ekki væri brýnasta mál þjóðarinnar að fá birt samtal á milli Geirs H. Haarde forsætisráðherra og formanns bankastjórnar Seðlabankans. Þessi tveir áttu auðvitað ótal samtöl á örlagatímum. Sum þeirra tveggja manna tal í síma eða á fundi og sum þar sem fleiri komu að. Um margt var að ræða. Eitt af þessum samtölum hafði þá sérstöðu að það var fyrir tilviljun tekið upp. Allan þennan vetur mættu pótintátar fyrir fjárlaganefnd til að fjalla um hugsanlega birtingu samtalsins, sem svo mikið hafði verið fjallað um af þeim sem ekki höfðu heyrt það eða séð. Fyrrverandi formaður bankastjórnar SÍ var aldrei boðaður til þessarar þrotlausu umræðu. Hann var þó annar af að- eins tveimur sem örugglega vissi eitthvað um þetta samtal. Hvers vegna var hann aldrei boðaður? Var það vegna þess að hann hefði aðeins þurft að stoppa í fimm mínútur til að segja að sjálfsagt væri að birta þetta samtal. Fjölmargir aðilar hafa haft það undir höndum. Sumir í endurritaðri hljóðupptöku og aðrir í uppskrift. Það er merkilegt á tímum, þegar svo mörgu ómerki- legu er lekið að þetta stutta samtal hafi ekki birst. Forvitni svalað Nú hefur Morgunblaðið loks birt þetta samtal. Það var kominn tími til. Þá kemur væntanlega í ljós að samtalið er ekki sú sprengja sem menn voru búnir að ímynda sér. Augljóst er að formaður bankastjórn- arinnar hefur ekki verið meðvitaður um að samtalið var tekið upp. Hann hefði þá verið fágaðri í talmáli sínu en hann var a.m.k. á einum stað. Annað sem aug- ljóst er að þarna er um framhaldssamtal tveggja manna að ræða, sem þekkst hafa í áratugi. Það þriðja er að bankastjórinn hefur miklar efasemdir um að bankinn, sem lánið fái, sé að segja satt um það, að hann muni endurgreiða lánið innan nokkurra daga. Þess vegna megi alls ekki lána honum nema mjög öruggt veð fáist (það var á endanum allsherjarveð, sem skipti máli). Þannig veð að bankinn og ríkis- sjóður standi óskaddaðir eftir þótt lántakandinn svíki allt sem hann geti svikið. Veðið var í banka, sem dönsk yfirvöld staðfestu að væri a.m.k. þrefalt virði lánsins. Bankinn nyti að auki danskrar ríkisábyrgðar næstu fjögur árin. Öruggara gat það ekki verið. Á þessum tíma var betra veð ekki fáanlegt. Hvernig haldið var á sölu þessa banka síðar er önnur og mun dapurlegri saga. Hvaða fugl Og þá er það svarið við spurningunni hér að framan. Hver var uppáhaldssöngfugl Mozarts. Svarið við því er að finna í nýútkominni bók eftir Lyanda Lynn Haupt: Mozart’s Starling. Það var starri! Þessi starri, þetta litla tónskáld, sem bókin segir frá, deildi húsum með Mozart í þrjú ár og hann samdi tónverk þessum kollega sínum til heiðurs. Hafi þeir skrifað hvor öðr- um bréf ætti að reyna að fá þau birt. Fá Björn Val í það? Morgunblaðið/Árni Sæberg ’ Miðað við ágætt samstarf þessa fólks í ríkisstjórn og alveg bærilegt eftir að Jó- hanna var komin í stjórnarandstöðu þótti viðmælandanum Lundúnamegin ekki erfitt að leggja í þessi orð þá merkingu að Jóhanna hefði neyðst til að taka þátt í þessu athæfi sem skilyrði fyrir forsætisráðherrastólinn. En auðvitað verður ekkert meira um það fullyrt. 19.11. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.