Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.11.2017, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.11.2017, Blaðsíða 33
elberg-kastalann sem er frá 13. öld, háskólann sem er sá elsti í Þýska- landi og ganga yfir gömlu löngu brúna, þræða hliðargötur og svo framvegis. Útsýninu frá kastalanum lýsti Mark Twain sem „fullkomnun fegurðar“. Heidelberg er bær sem er hreinlega endalaust hægt að rölta um og detta inn hér og þar á kaffi- hús og litlar verslanir. Enda er lengsta göngugata alls Þýskalands, Hauptstrasse, í Heidelberg. Það eru mjög margar skemmtilegar verslanir í Heidelberg, algjör sér- vöruparadís. Ekki láta súkkulaði- búðina Chocolaterie St Anna No1 fara framhjá ykkur eða góðgætis- verslunina Heidelberger Bonbon Manufaktur. ● Það tók 150 ár að byggja Heil- iggeistkirche, kirkju heilags anda, en vinnan við hana hófst í lok 14. ald- ar. Búðu þig undir að ganga 200 tröppur upp að henni, en það er þess virði. ● Í desember fer jólamarkaðurinn í Heidelberg ekki framhjá neinum en hann er einn sá elsti í landinu. Þar er allt til alls, og gaman að kaupa fallegt handverk og góðgæti. ● Í Heidelberg er stígur sem kennd- ur er við heimspekinga fyrri tíma sem röltu þessa leið, spjölluðu sam- an og fylltust andagift. Hún kallast því einfaldlega „Heimspekinga- leiðin“ en stígurinn liggur upp á hæðina Heiligenberg, sem er í um 400 metra hæð. Verið vel skóuð og hafið með ykkur nesti og drykki og búið ykkur undir að það geti verið kalt. Gangan byrjar við enda gömlu brúarinnar, þar er skilti sem á stendur Schlangenweg/Philosopher- weg og liggur ljóst fyrir hvar fara skal upp. Það eru margir fallegir út- sýnisstaðir á leiðinni og garðar til að skoða. Hægt er að vera þarna uppi allan daginn en líka snúa við en vara skal við að það er ekki salerni að finna á leiðinni. ● Í dýragarðinum í Heidelberg má sjá hin klassísku dýr en hann er samt ekki alveg dæmigerður dýra- garður. Hann er fremur lítill og vinalegur og margt annað fallegt að sjá en dýr. Upplagt fyrir barna- fjölskyldur að kíkja þangað. ● Kurpfalzisches Museum er safn sem heldur utan um fornmuni tengda Heidelberg, svo sem búta úr gömlu rómversku brúnni sem lá yfir Neckar og fleiri merka muni, merk málverk og höggmyndir og einnig er þar að finna mjög skemmtilegt svæði sem er helgað fatatískunni og hvernig hún breyttist frá 1795-1920. ● Í hafi allra þessara gömlu bygg- inga og merku minnismerkja að skoða má ekki gleyma að fara í Deutsches Apotheken Museum, eða þýska apótekarasafnið. Þar inni má læra allt um hvernig lyflækn- ingar þróuðust í Evrópu og komast að því hvernig náttúrulækningar byrjuðu, hvernig jurtirnar voru not- aðar. Safnið er í kastalarústunum sjálfum. Kemur virkilega á óvart. ● Nær okkur í tíma er sögulegur staður í Heidelberg, svokallað Thingstätte, útileikhús sem nas- istar byggðu en þeir ráðgerðu að byggja 400 slíka samkomustaði í Þýskalandi en enduðu á að byggja aðeins 40. Þar kom fólk saman og varð vitni að ýmiss konar viðburðum og áróðri Þriðja ríkisins. Fyrir- myndina að Thingstätte sóttu nas- istar til grísku hringleikahúsanna. Umhverfi Heidelberg er sveipað forneskjulegri dulúð. Auðvelt er að gleyma sér við að þramma Heidel- berg fram og aftur. Vinsælustu verslanir Heidelberg eru súkkulaðibúðir. Verður að gera Mjög auðvelt er að komast til Heid- elberg. Eftir beint flug til Frankfurt er aðeins klukkustundar greiður akstur á áfangastað. Þegar þangað er komið má ekki missa af þessu í borginni: ● Þrátt fyrir að borgin sé vinsæl meðal ferðamanna eru margir veit- ingastaðir sem eru ekki dýrir og með góðan mat, sem innfæddir sækja. Seppl er staður sem má ekki missa af, þar inni fangar fólk and- rúmsloft háskólalífsins í Heidelberg þar sem stúdentar drekka öl og fá sér að borða. Rétt hjá er Red Ox, annar vinsæll háskólastaður. Allra besta cappuccino í Heidelberg finnið þið á Casa del Caffe við Stein- gasse. Prófið epla-panini með. ● Fyrir þýskt schnitzel með öllu til- heyrandi er Schnitzelbank langbesti veitingastaðurinn af sinni tegund. Raunar eru meira en 400 veitinga- staðir í Heidelberg, svo þar er af nægu að taka. Skammtarnir á Schnitzelbank eru afar stórir svo far- ið mjög svöng þangað! Veitingastað- urinn er í lítilli hliðargötu í gamla bænum, Bauamtsgasse 7. Athugið að það er flæðandi borðhald þarna inni, ekkert víst að þú fáir eigið borð held- ur sitjir á stærri borðum þar sem mismunandi hópar flæða saman, sem er bara gaman. Sumir vilja helst bara borða á Schnitzelbank. ● Það þarf ekki að taka það fram að það er algjör skylda að rölta gamla bæinn fram og til baka, skoða Heid- 19.11. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 33

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.