Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.12.2017, Page 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.12.2017, Page 2
Jæja, þá er þessi kjörglaða þjóð loksins undir stjórn á ný. Er það vel. Ekkisvo að skilja að óstjórn hafi ríkt í landinu undanfarnar vikur en þið vitiðhvað ég á við; starfsstjórnir eru umboðslausar og ber að sigla milli skers og báru. Full ástæða er til þess að óska nýrri ríkisstjórn góðs gengis á kom- andi kjörtímabili. Ekki mun veita af í ljósi þess sem gengið hefur á í pólitísku lífi þjóðarinnar síðustu misserin. Sumir segja að sá glundroði hljóti að hafa kallað á þessa óvenjulega sam- settu stjórn; að flokkarnir lengst til hægri og vinstri tækju saman höndum til að lægja öldurnar. Hvort sem það svo tekst. Fyrir liggur efi og óánægja inn- an raða Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og eflaust eru einhverjir sjálfstæðismenn líka hugsi yfir gangi mála enda þótt minna hafi borið á því. Framsóknarflokkurinn, kötturinn sem hann er, lenti sem fyrri daginn á fót- unum. Og það eftir kosningar, þar sem hætta virtist á því, alltént um stund, að hann gæti þurrkast út. En er þetta svo óvenjuleg stjórn eftir allt saman? Ef við leggjum til hliðar hugmyndafræðilegan ágreining um það hvernig best sé að draga björg í þjóðarbú (sem er reyndar ekki lítið mál) eru þessir þrír flokkar sammála um ansi margt, svo sem sýnt hefur verið fram á undanfarið. Það er líka mjög áhugaverð staða komin upp í þinginu í þeim skilningi að gömlu rótgrónu flokkarnir standa nú andspænis þeim nýju. Auðvitað ætti Samfylkingin þá að vera hinum megin við borðið, bendir þú réttilega á, lesandi góður, en staðreyndin er eigi að síður sú að ásýnd þess gam- algróna flokks (Samfylkingarinnar og Alþýðuflokksins á undan henni) hefur breyst talsvert í formannstíð Loga Más Einarssonar. Alltént er Samfylkingin lýðhippískari í tíð Loga en Jóhönnu. Stjórnmálaskýrendur spá því margir hverjir að nýja stjórnarand- staðan verði sundurleit; flokkarnir séu ekki bara margir, fimm talsins, heldur ekki síður ólíkir. En gerir það ekki þingið bara skemmtilegra og meira spennandi fyrir okkur úti í bæ sem höfum áhuga á stjórnmálum? Ég meina, Sigmundur Davíð er þegar byrjaður í stífri stjórnarandstöðu, vinstri, hægri snú … og þar fram eftir götunum. Sá á eftir að verða með vísi- fingurinn á lofti! Og eftir atvikum aðra fingur. Inga Sæland á örugglega eftir að taka rispur í ræðustól Alþingis – og brynna músum ef allt annað klikkar. Mesta nýjabrumið er farið af Pírötum en þar sem þeir eru í eðli sínu ólíkindatól er of snemmt að afskrifa þá, þegar kemur að því að hleypa upp þinginu. Þá er Helgi Hrafn snúinn aftur og í síð- ustu lotu var hann meira í pontu á Alþingi en heima hjá sér. Það er helst að vont sé að átta sig á því hvernig Viðreisn hyggst nálgast þetta nýja hlutskipti sitt enda flokkurinn ennþá að kasta mæðinni eftir lífróðurinn fyrir kosningar. Alltént. Það verður stuð í stjórnarráðinu, stuð í þingsal og stuð heima í stofu – fyrir framan Alþingisrásina. Nei, lagsi. Andaðu nú með nefinu! Morgunblaðið/Eggert Þingsköpuð til að skemmta Pistill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is ’Það er líka mjögáhugaverð staða kom-in upp í þinginu í þeimskilningi að gömlu rót- grónu flokkarnir standa nú andspænis þeim nýju. Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.12. 2017 Ritstjórn Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Mér líst alveg ljómandi vel á hana, ég held hún komi með ákveðinn stöðugleika, loksins. SPURNING DAGSINS Hvernig líst þér á nýju ríkisstjórn- ina? Gísli Marteinsson Ég held ég trúi á hana. Morgunblaðið/Ásdís Rósa Johansen Mér líst ágætlega á hana, fyrir utan að ég hefði ekki viljað sjá Sjálfstæð- isflokkinn með. Ísak Erlendsson Ég hef ekki mikla skoðun á henni, ég er ekki mikið inni í íslenskri póli- tík, því miður. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Morgunblaðið/Árni Sæberg Forsíðumyndina tók RAX Norðurljósin-jólatónleikar verða haldnir í Hofi á Akureyri 8. og 9. desember. Haldnir verða fernir tónleikar þar sem fram koma Andrea Gylfa, Erna Hrönn, Helga Möller, Magni, Óskar Pét- ursson, Stefán Jakobsson og Valdimar Guðmundsson. HELGA MÖLLER SITUR FYRIR SVÖRUM Hvaða hefðir heldur þú í við upphaf aðventu? Ég verð í Búðardal fyrsta sunnudag í að- ventu og syng í messu hjá góðri vinkonu minni, séra Önnu Eiríksdóttur. Þannig hef ég byrjað aðventuna síðastliðin fimm ár. Sungið í messu í Hjarðarholtskirkju, sem er ein af fallegustu kirkjum landsins. Ég syng einnig fyrir börn, eldri borgara og aðra í Búðardal og þar í kring. Þetta er mín gjöf til samfélagsins á aðventunni. Þú ætlar líka að syngja á ögn stærri tónleikum á Akureyri. Það verða fernir Norðurljósa-jólatónleikar í Hofi um næstu helgi. Þeir eru nú haldnir í fjórða sinn og í þriðja skipti sem ég syng með. Tónleikarnir eru afskaplega hátíðlegir og skemmtilegir með blöndu af tónlistarmönnum að sunnan og norðan heiða. Áhorfendur geta hlakkað til að heyra fjölbreytta jólatónlist þar sem meðal annars rokkarinn Stef- án í Dimmu og klassíski söngvarinn Óskar Pét- ursson syngja saman. Auk þeirra syngja Andrea Gylfa, Erna Hrönn, ég og Magni. Það er alltaf gaman syngja í Hofi sem er skemmti- legt tónlistarhús með góðum hljómburði og nánd við áhorfendur. En fyrst og fremst snúast þessir tónleikar um að koma gestum í jólaskap. Ertu að syngja á fleiri tónleikum? Já, ég syng á fleiri tónleikum á landsbyggðinni og erlendis. Syng á jólatónleikum í Osló og í Kaup- mannahöfn. Milli jóla og nýárs syng ég á tónleikum með Sigur Rós í Hörpunni. Hljómsveitin fær til sín gesti og auk mín koma fram Björgvin Halldórs, Sigga Beinteins, Svala og fleiri. Við munum syngja jólaperlurnar okkar í búningi Sigur Rósar. Hvaða plata kemur þér í jólaskap? Jólaplatan með Michael Bublé. Platan er rauð vínilplata sem ég spila í gamaldags plötuspilara. Hvað íslenska lag kemur þér jólaskap? Ef ég nenni, með Helga Björns, lagið sem fólk annað hvort elskar eða hatar. Aðventan hefst í Búðardal

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.