Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.12.2017, Side 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.12.2017, Side 15
hafði stuttu áður þurft að fara til Stokkhólms vegna bakslags sem hægt var að leysa þar með berkju- speglun. Við ræddum það hvort við ættum að halda málþingið án hans, það hefði vel verið hægt en hann vildi það ekki. Það sést á myndum, og fleiri hafa bent á sem stóðu í kringum þetta, að þótt hann hafi fengið þetta bakslag hafi hann verið orðinn mun hressari og þetta var að- allega hans ákvörðun að kýla á mál- þingið. Mér hefur fundist mjög sárt að heyra þær getgátur í gegnum tíð- ina að ég hafi verið að troða vini mín- um upp á svið mér til framdráttar.“ Á þessum tíma, árið 2012, voru siðferðislegir og lagalegir ann- markar á aðgerðinni ekki komnir í ljós. Hvort Tómas hafi í fyrirlestri sínum þar talað um fylgikvilla að- gerðarinnar og heilsufarsvanda sem Andemariam glímdi við gat nefndin ekki metið því upptökur voru ekki til. Fórstu yfir vandamálin sem höfðu komið upp? „Já, það gerði ég, enda vissi And- emariam sjálfur af öllum þeim vandamálum sem höfðu komið upp og hefði verið fáránlegt ef ég hefði haldið fyrirlestur á ensku fyrir fram- an hann og fjölskyldu hans og ekki sagt sannleikann. Eftir málþingið í háskólanum bað Andemariam mig um að koma upp á ÍSOR (innsk. blm: vinnustaður Andemariams sem sér- hæfir sig í orkurannsóknum) og halda fyrirlestur þar um aðgerðina fyrir samstarfsfólk hans. Það var sama þar, það var ekkert verið að segja að þetta hefði verið frábær að- gerð og bara beina brautin. En það má heldur ekki gleymast að And- emariam náði góðum tíma um hríð fyrst eftir aðgerðina , hann lauk meistaranámi og hitti fjölskyldu sína, sem auðvitað var honum afar mikilvægt.“ Nefndin dregur ekki í efa að í huga Tómasar hafi málþingið m.a. verið í þeim tilgangi að hjálpa And- emariam. Það orki þó tvímælis að Tómas hafi verið milligöngumaður um að koma spurningalistum til Andemariams frá framleiðanda plastbarkans, Harvard Bioscience, sem var með fjölmiðlamann á mál- þinginu. Tómas hafi sett ámæl- isverða pressu á Andemariam við að aðstoða fyrirtækið við að svara spurningalistum. „Eftir á að hyggja var það misráð- ið, og tilgangurinn alls ekki að aug- lýsa Harvard Bioscience, enda hafði ég engin tengsl við fyrirtækið og hafði engra hagsmuna að gæta. Ég setti heldur ekki pressu á And- emariam með spurningalista sem þeir höfðu sent okkur báðum. Ég spurði í tölvupósti hvort hann væri búinn að svara. Það var hins vegar misráðið að íslenskur fjölmiðla- fulltrúi plastbarkaframleiðandans væri á þessu málþingi. Þetta vís- indamálþing snerist jú ekki síst um stofnfrumur almennt og notkun þeirra í skurðlækningum.“ Greinin afdrifaríka Lýsing á heilsufari Andemariams sem birtist í vísindagrein Macchiar- inis í tímaritinu Lancet hafði ekki verið rétt eða nægilega nákvæm að mati skýrsluhöfunda. Meðhöfundar að greininni voru 28, þeirra á meðal Tómas Guðbjartsson og Óskar Ein- arsson. Tekið er fram í skýrslunni að Tómas hafi reynt að tóna niður há- stemmdar lýsingar á bata And- emariams og lagt til að tekinn yrði meiri tími í að vinna vísindagreinina. Honum varð ekki ágengt í því. Þegar þér er ljóst að þú fengir ekki hljómgrunn fyrir athugasemdir þínar, af hverju varð niðurstaðan ekki sú að segja þig þá strax frá greininni? „Í dag er ljóst að ég hefði betur átt að draga nafn mitt af greininni en við vorum í erfiðri og flókinni stöðu – sem sennilega er erfitt fyrir fólk að skilja. Það er rétt að ég var ekki fyllilega ánægður með greinina og er það staðfest með fjölda tölvu- pósta í skýrslunni. Ég mat það hins vegar svo að með því að segja mig frá frekari greina- skrifunum og draga nöfn okkar af henni hefði velferð sjúklings okkar getað borið skaða af. Páll Hreinsson, formaður nefndarinnar, lýsti þessari stöðu sem við vorum í ágætlega og sagði „að svona stöðu mættu læknar ekki lenda í.“ Að þurfa hreinlega að óttast að það komi niður á sjúklingn- um að halda faglegum ábendingum til streitu. Í þessu sambandi er rétt að taka fram að ég leit svo á að þátt- ur minn í greininni, sem fólst í að lýsa ástandi sjúklingsins fyrir að- gerðina, væri ekki það viðamikill og að Macchiarini væri höfuðábyrgur fyrir greininni. Þetta voru jú 28 höf- undar, margir mjög virtir fræði- menn, og greinin því augljóslega samvinnuverkefni margra vísinda- manna. Ég tek fram að mér fannst aldrei að ég hefði verið að falsa neitt eða beinlínis segja ósatt. En ég var ekki sáttur við sumt í greininni – en þannig er það jú oft þegar margir 3.12. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 Hefðbundin heyrnartæki hækka talmál frá einum viðmælanda sem snýr að þér og loka á önnur hljóð. Nýju Opn heyrnartækin skanna hljóðumhverfið 100 sinnum á sekúndu til að aðgreina talmál frá hávaða og koma jafnvægi á hljóð í kringum þig. Þannig verður hljóðmyndin eðlilegri og þú nýtur þess betur að hlusta og taka virkan þátt í samræðum. Prófaðu nýju Opn heyrnartækin í 7 daga Heyrnartækni | Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Sími 568 6880 Hefðbundin heyrnartæki Nýju Opn heyrnartækin Tímapantanir í síma 568 6880 www.heyrnartaekni.is 

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.