Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.12.2017, Page 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.12.2017, Page 16
VIÐTAL 16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.12. 2017 aðilar koma að stórum verkefnum. Ég tók ekki þátt í þessari grein til að efla heiður minn eða frama, enda var þáttur minn veigalítill. Ég hafði á þessum tímapunkti skrifað rúmlega 150 vísindagreinar og nú eru þær rúmlega 200, sem er allnokkuð fyrir lækni í fullu klínísku starfi. Ég hef aldrei áður fengið ámæli fyrir mín vísindastörf og nemendur mínir og samstarfsmenn í rannsóknum, sem skipta hundruðum, geta vitnað um þær miklu kröfur sem ég geri til sjálfs mín þar. Ég tel líka mikilvægt að benda á að eftir 26 ára feril sem skurðlæknir, þar sem ég hef að- allega sinnt hjarta- og lungna- aðgerðum, hef ég aldrei fengið ákúr- ur fyrir mín störf, hvorki hér á landi né í Svíþjóð eða Bandaríkjunum. Við Óskar höfum komið því á framfæri, í byrjun þessa árs, að við vildum taka nöfn okkar sem meðhöf- unda af greininni. Það gerðum við eftir að ég átti viðtöl við sænsku rannsakendurna, Asplund og Heckscher, sem komu hingað til lands í byrjun árs til að kynna skýrslur sínar. Þeir staðfestu að leyfi siðanefndar í Stokkhólmi hefði skort, jafnvel þótt Macchiarini hefði maldað í móinn og reynt að koma með leiðréttingar í Lancet. Eftir að hafa leitað ráðgjafar í Svíþjóð var mér tjáð að orðalag í greininni um útlit öndunarþekjunnar eða lýsing á einkennum sjúklingsins, sem gagn- rýnt er í íslensku og sænsku skýrsl- unum, væru ekki nægilega haldbær ástæða til að segja sig frá greininni. En þegar það fékkst staðfest að leyf- in hefði vantað taldi ég mig hafa traustari grundvöll til þess að taka skrefið. Það skrítna er að þótt nokkrum öðrum höfundum hafði áð- ur verið leyft að segja sig frá grein- inni, að því er virtist án ástæðu, var bón okkar að hálfu Lancet hafnað og það án skýringa.“ Nefndin finnur að rannsóknum sem gerðar voru á Andemariam fyr- ir greinina í Lancet á Landspít- alanum og segir að til dæmis hafi vantað samþykki sjúklings og leyfi vísindasiðanefndar. Þeir segja að þessi leyfi hafi þó ekki verið snið- gengin af þér af ásetningi – hvernig geturðu útskýrt það? „Í fyrsta lagi stóðum við í þeirri trú að öll leyfi væru til staðar í Stokkhólmi. Það var jú tekið skýrt fram í greininni, en reyndist síðar ekki rétt. Eftir 10 ára setu í ritstjórn Læknablaðsins get ég með góðri samvisku sagt að á Íslandi hefur ekki verið venja að sækja um svona leyfi, þ.e. sem ná til eins sjúklings eða fárra. Ég er ekki þar með að segja að ég telji að þetta sé röng nið- urstaða hjá nefndinni, en ég hafði ekki ástæðu til að áætla að verklagið væri með öðrum hætti. Þetta kemur líka skýrt fram í skýrslunni, þ.e. að mér hafi ekki gengið annað en gott til. En þetta er mikilvægt að hafa í huga fyrir framtíðina þannig að öllu regluverki sé fylgt og þessar reglur þarf klárlega að kynna betur meðal íslenskra lækna.“ Erfitt að hafa ekki getað tjáð sig fyrr Nú kunna margir að spyrja af hverju þú rekur atburðarásina svona nákvæmlega fyrst núna. Af hverju ekki að tala fyrr? „Stór hluti af vandamálinu hefur verið skortur á upplýsingum frá Sví- þjóð. Fjölmiðlar hafa krafist svara þegar fréttir hafa birst um eitthvað sem við vissum hreinlega ekki nóg um og vorum að lesa í sömu fjöl- miðlum og þeir. Ég hef líka verið bundinn af trúnaði gagnvart sjúk- lingi og þær reglur eru mjög skýrar, bæði á Íslandi og í Svíþjóð. Það er hins vegar hægt í gegnum þessa skýrslu núna að tjá sig því ekkja Andemariams gaf til þess leyfi sér- staklega. En það hefur oft verið gríðarlega erfitt að geta ekki tjáð sig, ekki síst þegar rangar fréttir hafa ítrekað birst af málinu og sögusagnir farið af stað. Að þurfa að sitja undir ein- hverju sem var auðvelt að sýna fram á að stóðst ekki, en mega hreinlega ekki tjá sig. Ein þessara frétta var t.d. að Andemariam hefði í raun ekki verið með krabbamein í barka held- ur aðeins sýkingu. Stundum finnst mér hafa skort á skilning fjölmiðla á hvað það getur verið erfitt fyrir okk- ur lækna að tjá okkur um málefni skjólstæð- inga okkar.“ Ertu sáttur við skýrsluna? „Páll Hreinsson er mjög vandvirkur mað- ur og hið sama á við um læknana tvo sem unnu skýrsluna með honum. Þetta er afar ítarlegur texti og ítarlega farið í flest atriði þessa máls á næstum 300 blaðsíðum. Ég hef þó komið því á framfæri við nefndina að mér finnst hún of gild- ishlaðin og of mikið af vangaveltum um siðferðileg álitaefni. Einnig tel ég vera í henni atriði sem eru lög- fræðilega umdeilanleg. Þetta álit hef ég fengið staðfest hjá lögfræðingum. Íslenski þátturinn er síðan bara eitt púsluspilið í þessu öllu en það kæmi mér ekki á óvart að það yrðu einhver eftirmál af henni í Svíþjóð.“ Finnst þér að þú hefðir getað gert hlutina öðruvísi? „Enginn er fullkominn og ég hef lagt mikla áherslu á það í minni kennslu sem prófessor í skurðlækn- ingum. Ég segi alltaf að góður skurðlæknir sé sá sem horfist í augu við vandamálin þegar þau koma upp. Það er auðvelt að taka við þakklæti fyrir aðgerð sem gekk vel, en það sést hversu góður læknir þú ert þeg- ar þú lendir í flóknum tilfellum og mótlæti sem þeim fylgir. Þá verður ekki aðeins að sýna læknisfræðilega hæfileika heldur færni í mannlegum samskiptum. Ég held að And- emariam og fjölskylda hans geti bor- ið vott um að ég hafi lagt mig allan fram í samskiptum við þau.“ Hvernig tilfinningar eru það sem hafa komið upp eftir allt þetta mál? „Þær eru mjög flóknar og hafa reynt mikið á mig. Þetta snýst jú ekki um peninga, verðbréf eða eitt- hvað efnislegt. Þetta snýst um mannslíf og tilfinningar fólks sem á um sárt að binda. Þetta hefur verið mér sérlega erfitt vegna þess hve við And- emariam vorum tengdir. Ásakanir sem ég hef fengið að heyra um að ég hafi sent hann í tilraunaaðgerð til þess að öðl- ast sjálfur frægð, þær nísta djúpt. Ekkert mál sem ég hef komið að á mínum læknisferli hefur haft jafn- mikil áhrif á mig, bæði sem lækni og persónu. Þar skiptir líka máli að þetta hefur verið langt ferli, erfitt að geta ekki tjáð sig, vera ásakaður um að halda einhverju leyndu og jafnvel beinlínis ljúga. Þetta hefði e.t.v. ver- ið mér eitthvað léttbærara ef ég hefði getað tjáð mig jafnóðum um það sem var að gerast. Það hefur ekki liðið sá dagur í þrjú ár þar sem málið hefur ekki minnt á sig. Sumir segja nú að mál- inu sé lokið. Með hönd á hjarta, myndi ég fyrstur manna óska þess. Því miður er ég ekki sannfærður um að svo sé, en sjálfur hef ég ekki miklu við að bæta. Ég tel mig hafa gert allt sem í mínu valdi stendur til að upplýsa málið. Þetta mál hefur einnig haft mikil áhrif uppi á Land- spítala og ekki síður á mína nánustu fjölskyldu og vini. Persónulega hefur mér fundist erfiðust þau viðbrögð sem sumir kollegar mínir á spítalanum hafa sýnt mér og félögum mínum án þess að hafa í raun forsendur til að meta hvernig málið er vaxið. Ég vil þó taka fram að langflestir kollegar mínir og samstarfsfólk hafa sýnt mér ómetanlegan stuðning og hvatt mig áfram. En það eru líka læknar, jafnvel nánir samstarfsmenn, sem hafa verið gríðarlega dómharðir og látið stór orð falla opinberlega, oft án þess að kynna sér nægilega mála- vexti. Það tók mig 7 klukkustundir sleitulaust að lesa skýrsluna en hún var jú fyrst birt samtímis ágætri kynningu Páls Hreinssonar. Kynn- ingin var samt aðeins samantekt á helstu atriðum hennar og lítið komið inn á ýmsa hluti sem taldir eru mér til málsbóta. Samt virtust nokkrir kollegar geta staðið upp beint eftir kynninguna og farið í viðtöl við fjöl- miðla með vægast sagt ásakandi um- mæli í minn garð, og það án þess að lesa skýrsluna. Ég skil ekki á hvaða vegferð slíkir kollegar eru og ég upplifi þetta sem óeðlilega dóm- hörku, sérstaklega þegar forsendur sumra flókinna ákvarðana liggja ekki fyrir. Stundum upplifi ég að þessi dómharka hafi eitthvað með að gera hver ég er. Að ég hafi verið áberandi í fjölmiðlum í ýmsum mál- um, ekki síst tengt áhugamálum mínum eins og útivist og umhverf- isvernd, auk þess að hafa tjáð mig endurtekið skýrt um Landspítalann og málefni hans, gagnrýnt hús- næðis- og mygluvandamálin og skort á fjármagni og starfsfólki.“ Greint var frá því að þú hefðir ver- ið sendur í fjögurra vikna leyfi frá Landspítalanum samdægurs og skýrslan kom út. Hvað finnst þér um það? „Það kom mér verulega á óvart að lesa í fjölmiðlum að ég hefði verið sendur í frí og að yfirlýsingin frá spítalanum hefði verið orðuð með þessum hætti. Ég sýndi því þó skiln- ing að ég sé í leyfi á meðan ég svara atriðum í skýrslunni. Að því loknu stefni ég aftur í klíníska vinnu. Samhliða vinnu og álagi sem hefur fylgt úrvinnslu skýrslunnar hef ég notað tímann og passað afastrákinn minn, Hlyn Atla, sem er 8 mánaða, og hef náð að kynnast honum náið þar sem hann býr í kjallaranum. Þegar mín börn voru lítil var ég allt- af á spítalanum sem nemi eða kandí- dat. Þetta er dýrmæt reynsla þótt tilefni þess að ég sé svona mikið heima við sé ekki endilega ánægju- leg.“ Tómas hefur líka notað tímann til að ganga frá bæklingi með myndum af fossum og sömuleiðis ráðist í prentun á fossadagatali. Þá stendur hann fyrir tónleikum með Jan Lund- gren og Barbörukórnum í næstu viku, en þetta eru stærstu djass- tónleikar af mörgum sem Tómas hefur skipulagt í gegnum árin. „Í svona mótbyr er gott að sjá hverjir eru vinir manns og sem bet- ur fer á ég fjölmarga slíka. Nánir vinir hafa staðið þétt við bakið á mér og einnig hafa gamlir vinir stigið fram og verið mér ómetanlegir og hjálpað mér að fókusera á allt aðra og skemmtilegri hluti. Ég hef einnig náð að skoða sjálfan mig, en sennilega hefur mér stund- um hætt til að vera sjálfur óþarflega dómharður í garð annarra, en hef lært á eigin skinni hvað það getur verið sárt. Ég er þó almennt bjart- sýnn maður og trúi því að flestir hafi gott innræti og vilji vel. Annars væri ekki gaman að lifa.“ „Ekkert mál sem ég hef komið að á mínum læknisferli hefur haft jafnmikil áhrif á mig, bæði sem lækni og per- sónu. Þar skiptir líka máli að þetta hefur verið langt ferli, erfitt að geta ekki tjáð sig, vera ásakaður um að halda einhverju leyndu og jafnvel beinlínis ljúga. Þetta hefði e.t.v. verið mér eitthvað léttbærara ef ég hefði getað tjáð mig jafnóðum um það sem var að gerast. “ ’Stór hluti afvandamálinuhefur verið skort-ur á upplýsingum frá Svíþjóð.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.