Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.12.2017, Qupperneq 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.12.2017, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.12. 2017 F yrir rúmum mánuði brást eitt elsta vikurit í veröldinni, The Spectator, við sjálfsævisögu Gordons Browns, fyrr- verandi forsætisráðherra Breta. Í sannleika sagt Höfundurinn hafði sjálfur lýst bókinni sem heiðar- legum vitnisburði ærlegs manns (honest confessions of a decent man). Brown vann aldrei almennar kosn- ingar, ólíkt flokksbróður hans Blair, sem vann þrí- vegis. Brown gaf svipaðar skýringar á óförum sínum og Walter Mondale: „Ég náði aldrei sambandi við sjónvarpsmiðilinn og svo að miðlinum sé sýnd sann- girni þá náði hann heldur aldrei sambandi við mig.“ Þetta var óheppilegt fyrir Mondale, því að andstæð- ingur hans var Ronald Reagan en sá og miðillinn voru síamstvíburar. Reagan sigraði Mondale í 49 ríkjum Bandaríkjanna af 50 og Mondale vann aðeins heima- ríkið sitt. Í tilfelli Browns hlaut vandinn að liggja hjá miðl- inum því að hann taldi hafið yfir allan vafa að mál- efnaleg útlistun hans og „framtíðarsýn“ tækju öllu öðru fram. Spectator dregur þó upp aðra mynd en þá sem glansaði á að mati Browns og sú hafi verið ástæða þess að kjósendur treystu fremur Cameron fyrir fjöregginu en hinum frábæra, vitra og heiðar- lega Gordon Brown. Cameron hafi náð miklum árangri og þess vegna hafi hann í næstu kosningum sínum unnið hreinan meirihluta á þingi og það raunar óvænt. Það var svo Brexit sem bolaði leiðtoganum út ári síðar, sem er önnur saga. Skýringarnar Sem dæmi um árangur stjórnar Camerons segir vikuritið: „Enski seðlabankinn varð að endurskil- greina niður á við hið „náttúrulega atvinnuleysi“ því að skattalækkanir íhaldsmanna á atvinnulíf og laun- þega hafi kallað hærra hlutfall af fólkinu til vinnu en hagfræðingar bankans höfðu talið að gæti gerst. Skattalækkuninni var einkum beint að lægri launum, svo að meiri launajöfnuður náðist en tekist hafði í 30 ár þar á undan. En skattar við hærri mörk skattkerf- isins voru einnig lækkaðir. Það varð til þess að frá þeim hópi runnu mun meiri fjármunir í ríkiskassann en gert höfðu áður! Þeir fjármunir gerðu meira en að vega upp aðrar lækkanir. Niðurstaðan varð sú, að hið fræga „eitt prósent allra launþega sem hæstu tekjur hafa“ greiddi 28 prósent allra tekjuskatta og 0,01% hinna tekjuhæstu greiddi 4% þeirra. Sérkennilegt þótti að fjármálaráðuneytið flaggaði ekki þessum nið- urstöðum, þótt þessar tölur staðfestu að minnkandi skattpíning skilaði ríkissjóði auknu fé í kassann öfugt við skattpíninguna. Við þekkjum þetta Sú var einnig reynslan hér á landi. Forstokkaðir vinstrimenn telja sumir réttlætanlegt að nota skatta- reglur til að lemja á meintum óvinum hins réttláta þjóðfélags, þótt eina markmiðið sé að haga skatt- heimtu þannig að hún skili sanngjörnum hlut til sam- eiginlegra útgjalda og góðs hófs sé gætt í hvívetna. Nú er stefnt að því að hækka fjármagnstekjuskatt um tvö prósentustig til viðbótar. Eingöngu til að sýna að vinstristjórnarbastarður sé kominn til áhrifa. Skatturinn sá var færður niður í 10% á sínum tíma, en vinstristjórnin, sem tók við eftir að meginákvarð- anir um endurreisn þjóðfélagsins höfðu verið teknar, hækkaði skattinn um helming, með þeirri skýringu, sem varð að kæk, að „það varð hér hrun“. Við þær að- stæður var einmitt fáránlegt að þjóna lund sinni og hægja á hjólum atvinnulífsins. Í heilabúi VG er samfellt hrunástand í landinu og tillögur þeirra taka mið af því. Áður en ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks lækkaði skattinn stóð hann allt að jafnfætis hæsta skattþrepi. Tekjurnar voru þó nánast engar. Þegar skattprósent- an var snarlækkuð hafði það strax jákvæð áhrif á efnahagslífið. Það tók fjörkipp þegar losnaði um fjötrana. Á þessu græddu allir, en enginn þó eins og ríkissjóður. Tekjustofn, sem áður hafði vart markað fyrir, dældi nú inn fé. Hófsemdin skilaði árangri. Við- brögð atvinnulífs og einstaklinga urðu mun betri en nokkur þorði að vona. Einn stjórnmálaforingi brást þó ekki ruglandanum. Hún horfði á fúlgur flæða í rík- issjóð. Þá góndi hún á gamla gjaldstofninn, sem engu hafði skilað, og margfaldaði svo tekjur ríkissjóðs af skattinum með fjórum og sagði að 75% hinnar reikn- uðu tölu hefðu verið „færð gróðaöflunum á silfurfati!“ Bábiljur fara illa í öndvegi Vinstristjórnin tvöfaldaði fyrrnefndan skatt og setti í 20 prósent. Þá eru greiðendur stundum að greiða á milli 40 og 50% af raunávöxtun sinni, eftir því hver verðbólgan er. Skatturinn leggst þannig ekki aðeins á raunvexti. Hann skattleggur verðbólguna jafnframt, rétt eins og hún sé á ábyrgð innstæðueignda, svo dæmi sé nefnt. Skatturinn er svo gerður óljósari með endurreikningum á lægri upphæðir. Aðferð, sem hafði sannað sig og gagnaðist best bæði þróttmiklu atvinnulífi og sparnaðarviðleitni al- mennings, er eitur í beinum þeirra sem setja sama- semmerki á milli skattaofstjórnar og réttlætis. Rifjast þá enn upp það sem Reagan sagði að væri fyrsta boðorð vinstrimanna í efnahags- og skatta- málum: „Ef það hreyfist, leggðu á það skatt. Ef það hreyfist enn, þrátt fyrir þetta, felldu það undir opinberar reglugerðir. Ef það hættir þá loks að hreyfast, veittu því þá styrki frá hinu opinbera.“ Var þetta það eina í kortunum? Ný ríkisstjórn hefur tekið við í landinu. Sú byggist á stuðningi þriggja flokka. Raunsæismönnum þótti lík- legt að niðurstaðan eftir kosningar hlyti að verða stjórn af þessu tagi eða fjögurra flokka stjórn Sjálf- stæðisflokks, Framsóknarflokks, Miðflokks og Flokks fólksins. Þeir sem töluðu fyrir seinni kost- inum sögðu að sá væri í raun um þriggja flokka stjórn eða jafnvel tveggja, en þá var nokkuð langt seilst. Markmið flokkanna sem eiga báðir sína rót algjör- lega eða einkum í Framsóknarflokki hljóta að snúast um að nýta kjörtímabilið til að líma flokkinn saman á ný. Það er auðveldara ef menn sitja sömu megin borðs. Flokkar eru vissulega sjaldnast viljugir til þess að leyfa klofningsflísum sínum að fá aðild að stjórn. Það var óæskilegt að verðlauna klofnings- brotið, sem kallaði sig Viðreisn þrátt fyrir litla reisn, Það er illt þegar timburmenn hitta naglann á höfuðið á sér ’ … bendir mjög margt til þess að nú- verandi stjórnarflokkar ætli sér að ganga fremur óvarlega um hinn opinbera fjárhag og jafnvel nota fjármuni sem ekki munu falla til aftur. Virðist vera hvað best samkomulag um þetta. Reykjavíkurbréf01.12.17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.