Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.12.2017, Side 35

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.12.2017, Side 35
með ráðherrasætum. Klofningsbrotið það hafði aldrei virt ákvarðanir mikils meirihluta síns gamla flokks í ESB-málum og talið sig hafa dularfullan rétt til þess að þvinga 8⁄9 af flokknum til að beygja sig fyrir sér- sinnum, sem tekið höfðu upp einsmálsstefnu Sam- fylkingar, án þess að sýna þá kurteisi að koma sér þangað. En varðandi Framsóknarflokkinn og átökin þar horfir málið öðruvísi við. Miðflokkurinn er ekki flís úr flokknum. Hann fékk meira fylgi í kosningunum en móðurflokkurinn, þótt atkvæði hans féllu betur að kosningareglunum. Vissulega er ekki allt það fylgi sem flokkur Sigmundar Davíðs fékk runnið frá Fram- sókn. En það breytir ekki því, að svo lengi sem núver- andi ástand varir verður Framsóknarflokkurinn smá- flokkur. Það er ekki æskilegt. Haft var eftir formanni flokksins að um leið og fjöl- miðlar höfðu eftir, að formennirnir tveir hefðu rætt saman og ekki í illu, hafi allt logað í flokki Sigurðar Inga. Ekkert af því barst þó til fjölmiðla né sáust marktæk sýnishorn um þetta í netumræðu. Hitt er því sennilegra að það hafi verið „kalt mat“ Sigurðar að flokkur Sigmundar Davíðs þyrfti að hafa meira fyrir lífinu í stjórnarandstöðu, og óþarft að ýta undir framhaldslíf hans með aðild að ríkisstjórn. Úr- slit þessa velta á því hvernig núverandi ríkisstjórn muni farnast. Þar er miklu fleira laust í hendi en margur ætlar nú. Tíðindi, sögulegar sættir eða vopnahlé Það þykir sæta tíðindum að Sjálfstæðisflokkur og VG skuli saman í ríkisstjórn. Það skrítna er að sjálfsagt þykir að það sé Sjálfstæðisflokkurinn sem þurfi að kaupa samstarfið dýru verði, fremur en hinn, sem fær þó í sinn hlut bæði forsætisráðherrann og forseta þingsins, tvö helstu virðingarsæti íslenskra stjórn- mála. Ýmsir tala um söguleg tíðindi í þessu sambandi og vitna til þreifinga frá árunum 1978 en þó einkum frá haustdögum 1979. Morgunblaðið, sem þá var mjög handgengið Geir Hallgrímssyni, formanni Sjálfstæð- isflokksins, ræddi hugsanlegar „sögulegar sættir“ á síðum sínum og fóru þar helstu stjórnmálaskríbentar þess, þeir Styrmir Gunnarsson og Björn Bjarnason. Fullyrt var að Geir hefði ekki verið frábitinn þess- um áherslum blaðsins, þótt hann teldi rétt að halda sig til hlés. Sennilega hefði verið nær að tala þá um sögulegt vopnahlé en sættir, sem eru hugsaðar til lengri tíma. Sovétríkin voru enn að þegar þetta var. Tengsl Al- þýðubandalags og áður Sósíalistaflokks við Kreml- verja voru ekki þau sömu og var. Ungverjaland og síðar Tékkóslóvakía skiptu miklu og almenn þróun einnig. Engu að síður féllu stefna og erindisrekstur íslensku foringjanna í utanríkis- og varnarmálum landsins enn að hagsmunum Sovétríkjanna. Látið var eins og sú staðreynd væri í besta falli aðeins tilviljun. Flokkurinn lagðist hart gegn veru varnarliðs í Kefla- vík og jafnvel aðild Íslands að NATO. Vopnahléð hið fyrsta En það höfðu áður náðst „sögulegar sættir“ eða vopnahlé á milli þessara höfuðandstæðinga fjór- flokkakerfisins, og það þegar harkan var miklu meiri en þegar þarna var komið. Fyrsta stjórn íslenska lýð- veldisins, sem var á ábyrgð þingsins, hafði báða þessa flokka innanborðs, auk Alþýðuflokksins, en þá var síst betra ástand á milli hans og sósíalista. Dæmin um það eru mörg, en nægjanlegt að nefna aðild að NATO og atlöguna að Alþingi Íslendinga árið 1949. Nýsköp- unarstjórnin (eins og hún var kölluð) sat í tvö ár. Hún hélt að auki áfram í rétt tæpa fjóra mánuði sem starfsstjórn. Það er eftirtektarvert, vegna umræð- unnar nú, að sú starfsstjórn sat frá 10. október 1946 og allt þar til ný ríkisstjórn var mynduð 4. febrúar 1947. Ólafur Thors vildi gjarnan rjúfa einokun Fram- sóknar á því að vinna til beggja átta. Tvennt auðveld- aði honum sennilega að setja stjórn þessara flokka á í það sinn. Það fyrra var að Sovétmenn voru þá vopna- bræður Bandaríkjamanna og Breta. Hitt var að mik- ill stríðsgróði hafði safnast upp í landinu, svo það var mun léttara fyrir fæti en verið hafði t.d. áratuginn á undan, þegar mjög þröngt var í þjóðarbúinu. Þannig vill til að þetta síðara atriði á einnig við núna og bend- ir mjög margt til þess að núverandi stjórnarflokkar ætli sér að ganga fremur óvarlega um hinn opinbera fjárhag og jafnvel nota fjármuni sem ekki munu falla til aftur. Virðist vera hvað best samkomulag um þetta. Gera má ráð fyrir því, þótt það sé ekki fallega sagt á þessari stundu, að timburmenn muni fyrr en síðar verða tilþrifamiklir og ógurlegastir þegar verst gegn- ir. Timburmenn eru næmari en flestir aðrir og kvikir mjög, og þekkja það sumir af sjálfum sér og sumir af öðrum. Verða þá margir illir af litlu. Nú er vitað fyrir víst að ekki er öll framtíð Björt. Því er rétt að farga ekki kjörkössunum. Ekki í bráð. Morgunblaðið/RAX 3.12. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.