Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.12.2017, Síða 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.12.2017, Síða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.12. 2017 LESBÓK M ikið hefur gengið á í þríleik Lilju Sigurðardóttur eins og unnendur bókanna þekkja mætavel, en ekki verður upplýst nánar um það hér, þeirra vegna sem eiga Gildruna, Netið og Búrið ólesnar. Komið er að sögulokum en þegar spurt er hvort þau Agla séu þar með horfin fyrir fullt og allt, eða skjóti mögulega upp kollinum síðar meir, segir Lilja: „Þetta er dálítið erfið spurn- ing! Það fylgir því sérkennilegur léttir að leggja svona bókaþrenningu að baki en um leið kemur sár söknuður. Persónurnar eru orðnar hluti af manni og ég get ekki að mér gert að hugsa dálítið til þeirra áfram þó að ég sé byrj- uð á nýrri bók með nýjum persónum. Ég held að þessu sé lokið í bili en hins vegar bíður „týndi tíminn“ frá lokum Netsins fram að byrjun Búrsins upp á ýmsa möguleika.“ Miklar vinsældir erlendis Hún er á sömu nótum í Búrinu og fyrri bók- unum tveimur. „Þó er fókusinn ólíkur. Til dæmis varðandi eiturlyfjabransann þá beinist athygli Gildrunnar að smyglurunum, Netsins að fjármögnunaraðilunum sem standa á bak við bransann og í Búrinu er fókusinn síðan á fórnarlömbunum. Fíklunum.“ Lilja er menntuð í uppeldisfræði og uppeld- is- og menntamál hafa lengi verið aðaláhuga- mál hennar. Hún fékkst við skrif á þeim vett- vangi, auk þess að vera verðlaunað leikskáld, en Stóru börnin, sem sett var á svið 2014 hlaut Grímuverðlaunin. „Nú er svo komið að vinsældir bókanna minna erlendis eru orðnar það miklar að ég er á stöðugum ferðalögum svo að nú er ég hætt í dagvinnunni, og vinn eingöngu sem rithöf- undur. Það krefst talsverðrar andlegrar orku að sinna tveimur hlutum af heilindum í einu og fyrir mig þá gekk það ekki lengur upp.“ Hvar er mestur áhugi fyrir bókunum? Var strax mikill áhugi eftir að Gildran kom út? „Já, það má segja að Gildran hafi breytt mjög miklu fyrir mig. Mig dreymdi lengi um að skrifa meira fyrir leikhús, þar sem Stóru börnin og öll velgengnin sem fylgdi þeirri upp- setningu var algjör draumur. En það er ekki markaður fyrir mörg leikskáld á Íslandi. Ástríða mín felst í því að segja sögur, að skemmta fólki, og glæpasagan á því formi sem ég nota; spennusaga – „thriller“ – hentar mér vel. Svo er svo einkennilegt að þegar allt byrj- ar allt í einu að vinna með manni, þá fær mað- ur sterkt á tilfinninguna að maður sé á réttri leið. Mér hefur þótt mjög gaman að skrifa þessa trílógíu, ég er líka stolt af henni og svo þegar viðtökurnar verða svona góðar þá er það æðislegt. Ég er komin á mitt form, held ég, spennusögustíllinn hentar mér vel, ég kann vel við hraðan frásagnartakt og léttleikandi texta.“ Fyrsta bók þríleiksins hefur verið gefin út víða um heim. „Gildran er komin út í Noregi, Tékklandi, Frakklandi, [hinu frönskumælandi fylki] Que- bec [í Kanada] og víða í enskumælandi heim- inum, Englandi, Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Svo kemur hún út í Danmörku eftir jól. Það er verið að þýða bók númer tvö, Netið, og útgefendur í flestum þessum löndum eru búnir að ganga frá samn- ingum um allar bækurnar. Nú þegar enska út- gáfan er komin þá opnar það ýmsar dyr og nú eru fleiri samningar að rúlla inn. Þetta er al- gjört ævintýri og mikil forréttindi að fá að skrifa fyrir svona margt fólk. Ég minni mig staðfastlega á að vera þakklát fyrir þessa vel- gengni þar sem hún er alls ekki sjálfsögð.“ Veistu hvort það er eitthvað sérstakt við sögurnar þínar sem heillar fólk erlendis? Skiptir ef til vill máli hve Ísland er vinsælt um þessar mundir? „Já. Ísland er í tísku og það vissulega hjálp- ar menningarútflutningi okkar líka. Fólk er áhugasamt um Ísland, sérstaklega í Frakk- landi, finnst mér, og spyr mikið um land og þjóð. En ég held að það sem geri þessar bækur vinsælar sé ef til vill óvenjulegt sjónarhorn, við fáum sjónarhorn þeirra sem fremja glæpina, svo og kannski hraðinn í frásögninni. Margir segja mér að þeir geti ekki lagt bókina frá sér og þá verð ég hrikalega ánægð því að það er einmitt markmiðið! Að skapa spennu og skemmta fólki.“ Lilja hefur verið töluvert á ferðinni við kynningu bóka sinna erlendis. Hvert hún fer ræðst bæði af hefðum í hverju landi og hvers konar markaðssetningu forglögin beita. „Ég hef aðallega verið í Frakkandi og Eng- landi og mér sýnist það halda áfram næsta ár. Trúlega bætist Danmörk við, mér heyrist þau stefna á öflugar kynningar þar. Það er skemmtilegt að fá að ferðast vegna bókanna sinna; maður fær allt aðra sýn á land og þjóð, fer á staði sem maður myndi aldrei gera sem túristi og fær að hitta svo marga og ræða við fólk. Það er dásamlegt.“ Draumastarf Hvað með leikritaskrif, hefurðu lagt þau á hill- una eða má eiga von á fleiri slíkum verkum? Gætu vinsældir bókanna hugsanlega vakið at- hygli á t.d. Stóru börnunum? „Ég veit það ekki. Mig dreymir um að skrifa fleiri leikrit og mun gera það. Sérstaklega þætti mér gaman að skrifa barnaleikrit. En ég veit satt best að segja ekki hvort þetta styður hvað annað. Stóru börnin voru svo mikið öðru- vísi en það sem ég er að gera í spennusög- unum.“ En hvað sem öðru líður, má ekki segja að þú sért búin að finna draumadjobbið? „Svo sannarlega! Það eru ekki nokkrar ýkj- ur. Það er svo miklu meira en frábært að geta unnið við það að skemmta fólki og gleðja það með því sem maður hefur ástríðu fyrir.“ Þú segist byrjuð á nýrri bók. Er það hugs- anlega upphaf nýs þríleiks? „Ég hugsa nýju bókina sem grunn undir nýja seríu. Ég er þegar komin með hugmyndir að næstu bók þar á eftir; hausinn er fullur af hugmyndum að venju! En þetta á að verða pólitískur tryllir …“ Ástríða að skemmta „Það fylgir því sérkennilegur léttir að leggja svona bókaþrenningu að baki en um leið kemur sár sökn- uður,“ segir Lilja Sigurðardóttir. Morgunblaðið/Hari Búrið er lokaþáttur í þríleik Lilju Sigurðardóttur um athafnakonuna Öglu og fleira áhugavert fólk, heiðvirt og ekki; eiturlyf koma töluvert við sögu sem annar óþverri, en höfundurinn lokar síður en svo augunum fyrir því fallega í mannlífinu. Lilja er nú orðin rithöfundur að aðalstarfi. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Meðal þess sem mig langar að lesa um þessi jól og tengist mínu sviði, sagnfræðinni, er Erlendur landshornalýður?, bók Snorra G. Bergssonar um sögu flóttafólks á Íslandi á árunum 1853 til 1940. Þótt Ísland og heimurinn hafi að sönnu breyst mikið síðan þá kallast efnið mjög á við samtímann. Þarna eru átakanlegar frásagnir af fólki í neyð sem mætir kald- lyndi og fordómum. Ég hef fylgst með merki- legum klausturrannsóknum Steinunnar Kristjánsdóttur og ætla að lesa nýju bókina hennar Leitin að klaustrunum. Með rann- sóknum sínum hefur hún opnað fyrir nýja sýn á hlut klaustranna í þjóðfélaginu. Svo hefur Vilhelm Vilhelms- son birt rannsóknir sínar á vistarskyldunni í gamla sveitasamfélaginu, Sjálfstætt fólk: Vistarband og íslenskt samfélag á 19. öld. Þetta er forvitnileg bók. Vistarbandið reynist hafa verið margbrotn- ara fyrirbæri en margir hafa haft tilhneig- ingu til að halda á seinni árum. HVAÐ LANGAR HÖFUNDANA AÐ LESA? Guðmundur Magnússon Í fyrsta sinn á ævinni er ég svo spennt að lesa ævisögu. Um er að ræða bók Kristínar Jóhannsdóttur um námsár hennar handan járntjaldsins. Það sem vekur áhuga minn er uppgjör við persónur úr þeirri fortíð sem reyndust hafa vondan mann að geyma, nú eða ekki. Svo er það lokakafli á þríleik Lilju Sigurð- ardóttur um Öglu, bókin Búr- ið. Ég er mjög hrifin af snörp- um ritstíl Lilju sem hentar fullkomlega spennunni sem einkennir bækur hennar. Ég hef ekki lesið bók númer tvö en það gerir víst ekkert til, hver bók stendur fyrir sínu. Mér líst svakalega vel á söguþráðinn í bók Yrsu Þallar Gylfadóttur. Ég hef heyrt henni hrósað í hástert en bókin er sögð afar vel skrif- uð og spennandi. Ég elska að lesa um gömul leyndarmál sem brjótast upp á yfirborðið. Þess skal getið að við erum frænkur en lofið sem ég hef heyrt er ekki frá ættingjum. Mistur eftir Ragnar Jón- asson er klárlega ein þeirra bóka sem ég hlakka til að lesa. Það sem ég hef heyrt um hana lofar virkilega góðu. Yrsa Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.