Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.12.2017, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.12.2017, Blaðsíða 48
SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 2017 „Við erum fyrst og fremst að leggja áherslu á fyr- irbyggjandi sjálfstyrkingu. Við sem samfélag erum orðin svo meðvituð um að fyrirbyggja það að sjálfs- mynd barnanna okkar þróist í neikvæða átt,“ segir Kristín Tómasdóttir sem stendur fyrir námskeiði í samstarfi við Bjarna Fritzson þar sem foreldrum er kennt að styrkja sjálfsmynd barna sinna. Bæði hafa þau einnig skrifað sjálfstyrkingarbækur fyrir börn og unglinga og standa fyrir reglulegum sjálfsstyrk- ingarnámskeiðum fyrir sama aldurshóp. Þetta er í annað sinn sem námskeiðið er haldið og er eftirspurnin mikil. Í fyrra var húsfyllir og komust færri að en vildu. „Námskeiðið fylltist í alvöru á einum sólarhring, en sal- urinn tekur 300 manns. Eftirspurnin kom mér mikið óvart,“ segir Kristín um aðsóknina nú. „Foreldrar leggja ýmislegt á sig til að sitja fyrirlestur um hvernig þeir geti verið betri foreldrar, leggja allt annað til hliðar og mæta. Það er bara frábært. Ekki bara einn eða tveir, heldur 300,“ segir hún. „Þetta er auðvitað ókeypis námskeið en mér finnst þetta sýna að foreldrar forgangsraða börn- unum sínum í vil. Það er heldur ekki lát á skrán- ingum á sjálfstyrkingarnámskeið hjá okkur báð- um, fyrir stelpur og stráka. Foreldranámskeiðið er hins vegar ekki sjálfsstyrkingarnámskeið, heldur er það fyrst og fremst námskeið þar sem við kennum foreldrum að styrkja börnin sín. Að stunda markvissa sjálfsrækt heima fyrir og fylgja þessu eftir. Fólk vill fá þessar upplýsingar.“ Fullt er á námskeiðið 5. desember og ákveðið hefur ver- ið að bæta við námskeiði hinn 18. desember en nánari upp- lýsinar er að finna á Facebook-síðunni: Út fyrir kassann. „Við sem samfélag erum orðin svo meðvituð um að fyrirbyggja það að sjálfsmynd barnanna okkar þróist í neikvæða átt,“ segir Kristín Tómasdóttir. Getty Images/iStockphoto Markviss sjálfsrækt heima Foreldrum er kennt að styrkja börnin sín á nýju námskeiði á vegum Út fyrir kassann sem Kristín Tómasdóttir og Bjarni Fritzson kenna Kristín Tómasdóttir „Klukkan að ganga fimm í gær- dag sigldi strandferðaskipið Esja inn á ytri höfnina hjer í Reykjavík. Vakti koma skipsins nokkra at- hygli, því með skipinu voru 130 þýskar konur og 50 karlar, sem í sumar starfa hjer á landi að land- búnaðarstörfum.“ Þannig hófst baksíðufrétt Morgunblaðsins frá 9. júní 1949 sem sagði frá komu þýsks verkafólks til landsins. „Fólkið er flest á aldrinum 19- 25 ára. Það lítur vel út, þó það skorti nokkuð föt. Það segir flest, að í Þýskalandi sje enn lítið um mat, og rómar mjög viðurværið á Esju. Annars hreppti skipið vonskuveður á leiðinni og þoldi fólkið volkið illa og er talið að það geti hafa staðið af vannær- ingu,“ stendur í fréttinni. „Fólkið trúir því, eftir dvölina á Esju, að á Íslandi muni verða gert vel til þess. Það langaði mikið til að fá sem greinilegastar frásagnir af því hvernig lífsskilyrðin væru á Íslandi og ekki verður því neitað að sumar stúlkurnar langi til að kynnast íslenskum piltum. Fólkið er ráðið til landsins í eitt ár. Ít- arleg læknisskoðun fer fram á því og verða allir gegnumlýstir. Það mun hafa komið í land klukkan fjögur í nótt en á föstudag verður það flutt út í sveitirnar,“ eru loka- orð fréttarinnar. GAMLA FRÉTTIN Þýskt verkafólk til landsins 130 konur og 50 karl- ar komu til landsins frá Þýskalandi. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon ÞRÍFARAR VIKUNNAR Brigitte Bardot leikkona Aníta Briem leikkona Anna Ewers fyrirsætaSkeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is Movie Star hvíldarstóll Verð frá 398.000,- Gjöf sem gleðu r

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.