Morgunblaðið - 08.12.2017, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.12.2017, Blaðsíða 2
„Það er langlífi í fjölskyldunni minni“ Líney Sigurðardóttir Þórshöfn „Já, það er langlífi í fjölskyldunni minni,“ segir Ingveldur Haralds- dóttir frá Þorvaldsstöðum á Langanesströnd sem fagnar ald- arafmæli í dag. „Ég veit ekki hverju skal þakka það, við höfum alltaf þurft að vinna frá því við vorum börn heima á Þorvaldsstöðum,“ segir afmælisbarnið Ingveldur. Hún býr á Hjúkrunar- og dval- arheimilinu Nausti á Þórshöfn og þar er í dag, 8. desember, haldin vegleg afmælisveisla til heiðurs þessum elsta borgara í Langanes- byggð. Hreina loftið í sveitinni Ég man ekki eftir mér öðruvísi en vera eitthvað að dunda og líka að gæta yngri systkinanna. Ætli það sé ekki hreina loftið hérna hjá okkur í sveitinni sem er svona hollt, heima var líka alltaf nægur og góður matur,“ segir hún. Ingveldur er elst fjórtán systk- ina svo það hefur verið í mörg horn að líta á æskuheimilinu Þor- valdsstöðum. Á Nausti segir hún gott að vera, hún ber sig vel þrátt fyrir háan aldur og hefur fulla fótaferð en með göngugrind til stuðnings. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir  Ingveldur Haraldsdóttir frá Þorvaldsstöðum á Langanesströnd fagnar 100 ára afmæli í dag  Elst fjórtán systkina  Alltaf nægur og góður matur Morgunblaðið/Eggert Ríkisstjórnin SA gagnrýna að auka eigi útgjöld ríkissjóðs talsvert. Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Bjarni Benediktsson, fjármálaráð- herra, segist ekki átta sig á því hvernig Samtök atvinnulífsins (SA) geti komist að þeirri niður- stöðu að árlegur útgjaldaauki rík- issjóðs vegna fjarskipta, sam- gangna og byggðamála verði 42,2 milljarðar króna. SA birti í gær á heimasíðu greinargerð og eigin útreikninga á því hver útgjaldaauki ríkissjóðs verði á ári, miðað við stjórnarsátt- mála ríkisstjórnarinnar. Orðrétt segir m.a. í greinargerð SA: „Komist allt til framkvæmda sem lofað er í stjórnarsáttmála má gróflega áætla að árleg útgjöld ríkissjóðs og ríkisfyrirtækja vaxi um 90 millj- arða króna.“ Birt er tafla með greinar- gerðinni þar sem m.a. er áætlað að vegna fyrirhugaðra skattalækkana muni tekjur rík- issjóðs skerðast um 15 milljarða króna, aukin framlög til heilbrigð- ismála muni kosta um 15 milljarða á ári, aukin framlög til mennta- og menningarmála þýði útgjaldaauka upp á 9,3 milljarða króna og al- stærsta póstinn telur SA vera fjar- skipti, samgöngur og byggðamál og reiknar það út að árlegur út- gjaldaauki ríkissjóðs vegna þess- ara liða verði 42,2 milljarðar króna. Fjármálaráðherra sagðist í gær sem minnst vilja segja um þetta plagg Samtaka atvinnulífsins, að svo stöddu. „Þó verð ég að segja að ég átta mig alls ekki á hvernig SA kemst að þeirri niðurstöðu að við verðum með varanlega útgjaldaaukningu í samgöngum, fjarskiptum og byggðamálum, upp á 42,2 milljarða króna á ári. Mér finnst þetta vera stærsta spurningin, sem Samtök atvinnulífsins þurfa að svara,“ sagði Bjarni Benediktsson fjár- málaráðherra í samtali við Morg- unblaðið í gær. Áttar sig ekki á útreikningum SA  Fjármálaráðherra vill á þessu stigi sem minnst segja um staðhæfingar Samtaka atvinnulífsins Bjarni Benediktsson 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2017 Íslensk hönnun og smíði síðan 1924 ERNA Skipholti 3 – Sími 552 0775 – erna.is GULL- OG SILFURSMIÐJA Fallega jólaskeiðin frá ERNU Smíðuð á Íslandi úr 925 sterling silfri Hönnuð af Ragnhildi Sif Reynisdóttur gullsmið og hönnuði Verð 21.500,- Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is #metoo bylgjan hefur farið sem eldur í sinu um heim allan eftir að leikkonur í Bandaríkjunum stigu fram og sök- uðu kvikmyndaframleiðandann Har- vey Weinstein um kynferðislega áreitni og ofbeldi. Á sunnudag kl. 16, á lokadegi sex- tán daga átaks Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi, mun fjöl- breyttur hópur íslenskra kvenna koma saman á Nýja sviði Borgarleik- hússins og lesa frásagnir og reynslu- sögur kvenna hérlendis. Fram koma Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Steinunn Valdís Óskarsdóttir fyrrverandi borgar- stjóri, leikkonurnar Kristbjörg Kjeld, Halldóra Geirharðsdóttir og Ilmur Kristjánsdóttir, tónlistarkonurnar Hildur og Sigríður Thorlacius, Kol- brún Benediktsdóttir saksóknari, Hrafnhildur Lúthersdóttir ólympíu- fari, Björk Eiðsdóttir ritstjóri og fleiri, að því er segir í tilkynningu. 333 konur skrifa undir yfirlýs- ingu KÍTÓN sem birt var í gær Svipaðir viðburðir verða haldnir samhliða þessum í Samkomuhúsinu á Akureyri og í Herðubreið á Seyðis- firði. Frásagnirnar eru úr eftirfarandi #metoo hópum: Konur í sviðslistum og kvikmyndagerð, stjórnmálum, fjölmiðlum, íþróttum, tónlist, tækni- og hugbúnaðariðnaði, verkalýðs- hreyfingunni, vísindum og réttar- gæslu. Óviðeigandi hegðun, áreitni og ofbeldi virðast því láta fáar starfs- stéttir ósnortnar. Viðburðunum verð- ur streymt hjá RÚV. Nú hafa 333 konur skrifað undir yf- irlýsingu KÍTÓN, Félags kvenna í tónlist: „Við krefjumst þess að fá að vinna vinnuna okkar án áreitni, of- beldis eða mismununar,“ segir m.a. í yfirlýsingu þeirra. Úr réttarvörslu- kerfinu barst einnig yfirlýsing, þar sem segir m.a.: „Kvenfyrirlitning, kynbundið og kynferðislegt áreiti er vandamál í öllum lögum samfélagsins, einnig innan réttarvörslukerfisins,“ ásamt 45 frásögnum kvenna þaðan. Áður höfðu hátt í 300 konur í hug- búnaðar- og tækniiðnaði skrifað undir yfirlýsingu svipaðs efnis þar sem seg- ir m.a.: „Það er ólíðandi að ekki sé tekið á umkvörtunum ef sá sem áreit- ir er metinn „of verðmætur“. Þeir sem gera öðrum óbærilegt að sinna sínu starfi, eru ekki og geta aldrei verið, verðmætari en starfsandinn og fyrirtækið. Slíkt verðmætamat og vinnubrögð þarf að uppræta.“ #metoo í Borgarleikhúsinu  Frásagnir og reynslusögur kvenna verða lesnar upp „Þetta er bara algjört rugl, ég hef aldrei upplifað þetta áður,“ segir Helga Bryndís Ernudóttir framleið- andi sem búsett er nyrst í Norður- Hollywood í Los Angeles í Banda- ríkjunum. Hún vaknaði við þær fréttir í fyrradag að skógareldar sem geisað hafa í ríkinu frá því á mánudag væru að færast nær heim- ili hennar. Um er að ræða fimm skógarelda sem eiga sér mismunandi upptök. Einn hefur látið lífið í skógareldum í ríkinu það sem af er ári, en eldarnir eru þeir mannskæðustu í sögu Kali- forníu. „Mér leið rosalega illa, það var mikill reykur þar sem ég var, þannig að ég tók bara hundinn minn og tæmdi húsið af öllu mikilvægasta dótinu og fór bara í vinnuna. Bíllinn minn er núna fullur af dóti sem er mér mikilvægast, en ég er ekki að fara heim til mín í bráð,“ segir Helga sem gistir nú á hóteli. erla@mbl.is AFP Eldur Þéttbýl svæði í Kaliforníu eru í hættu vegna skógareldanna. Fór með hundinn og helsta dótið þegar eldur nálgaðist

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.