Morgunblaðið - 08.12.2017, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.12.2017, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2017 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Íslenska kalkþörungafélagið á Bíldudal hefur tekið niður og gefið Áhugamannafélaginu Gyðu það sem eftir var af Bullhúsinu svokall- aða, gömlu pakkhúsi sem stóð á at- hafnalóð félagsins. Með gjöfinni fylgdu mjög nákvæmar teikningar og ljósmyndir sem fyrirtækið lét útbúa áður en húsið var tekið nið- ur. Gyða er áhugamannafélag um varðveislu menningarminja á Bíldudal og hefur félagið í hyggju að láta endursmíða Bullhúsið og reisa á ný á Bíldudal fáist til þess nægilegt fjármagn, að því er fram kemur í frétt frá Íslenska kalkþör- ungafélaginu. Bullhúsið var elsta atvinnuhúsnæði Bíldudals, hluti menningarsögu bæjarins og friðað samkvæmt lögum. Það var tekið niður í samræmi við leiðbeiningar og kröfur Minjastofnunar Íslands. Var reist á Stekkeyri 1894 Bullhúsið var upphaflega flutt til Bíldudals frá Noregi af Brödr- ene Bull sem reistu það 1894 við hvalveiðistöð sína á Stekkeyri í Jökulfjörðum. Um aldamótin 1900 keypti athafnamaðurinn Pétur Tor- steinsson húsið og reisti á Bíldudal. Þar var það notað sem aðgerðar- og pakkhús, en einnig sem leikhús og til dansleikjahalds eftir því sem fram kemur í gögnum Minjastofn- unar. Þar var einnig saltfiskur þveginn innandyra í fyrsta sinn hér á landi vegna þeirrar framsýni að leiða vatn inn í húsið sem gerði þvottinn þar mögulegan. Áður en húsið var tekið niður skoðuðu sérfræðingar á vegum Minjastofnunar húsleifarnar ítar- lega og sú skoðun leiddi í ljós að timburverk þess er nær ófúið þótt ýmsar stoðir vanti og ýmsar séu brotnar. Burðarbitarnir voru t.d. víða lásaðir saman að frönskum sið. Skoðun sérfræðinga á vegum Minjastofnunar var engu að síður sú að húsnæðið væri í heild mjög bágborið auk þess sem slysahætta stafaði af því, að sögn Einars Ís- akssonar, minjavarðar Vestfjarða hjá Minjastofnun. Því hafi ekki verið um annað að ræða en að heimila niðurtöku þess að lokinni mjög nákvæmri uppmælingu á því og gerð samsvarandi teikninga. Einar Sveinn Ólafsson, nýfjár- festingastjóri Marigot, eiganda Kalkþörungafélagsins, hér á landi, segir að fyrirtækið hafi lagt í tæp- lega þriggja milljóna króna kostn- að til að láta mæla húsið mjög ná- kvæmlega upp, alveg upp á millimetra til að hægt væri að gera teikningar af húsinu og endurreisa á ný. Gaman væri fyrir Bíldudal að húsið yrði endurreist af Gyðu og því fundið nýtt hlutverk í þorpinu. Einar Sveinn segir að þar sem gamla pakkhúsið stóð verði reist ný 1.400 fermetra bygging samföst núverandi verksmiðjuhúsnæði þar sem lager Kalkþörungafélagsins verði geymdur. Að lokinni þeirri framkvæmd verði allur afurðalager fyrirtækisins kominn undir þak sem verði til mikilla bóta. Fyrirtækið hefur gengið frá samkomulagi við hafnarstjórn og bæjarstjóra Vesturbyggðar um þessar framkvæmdir. Hyggjast endurreisa Bullhúsið á Bíldudal Ljósmyndir/Bolli Valgarðsson Bullhúsið Bíldudal Brödrene Bull reistu það fyrst 1894 við hvalveiðistöð sína á Stekkeyri í Jökulfjörðum.  Húsið tekið niður og gefið Áhugamannafélaginu Gyðu Innanstokks Timburverk Bullhússins er nær ófúið þótt ýmsar stoðir vanti og einhverjar séu brotnar. Húsnæðið var metið bágborið af sérfræðingum. Íslenska kalkþörungafélagið ehf. var stofnað að frumkvæði At- vinnuþróunarfélags Vestfjarða ár- ið 2001. Félagið stóð fyrir því að gerð var matsskýrsla á námi kalk- þörungaseturs í Arnarfirði. Um- hverfisáhrif voru metin og niður- stöður rannsókna voru jákvæðar. Vinnsluleyfi var veitt í desember 2003. Bygging kalkþörungaverksmiðj- unnar hófst haustið 2005 og fram- leiðsla hófst í september 2007. Af- urðir verksmiðjunnar eru steinefnafóður og jarðvegs- bætiefni og eru þær nær allar fluttar út. Í byrjun var gas notað til að þurrka hráefnið en frá miðju ári 2010 hefur verksmiðjan notað raf- magn. Söluskrifstofa fyrirtækisins er á Cork á Írlandi og fara afurðirnar til viðskiptavina um allan heim. Starfsmenn fyrirtækisins eru 24 og auk þess eru nokkur afleidd störf, að því er fram kemur á heimasíðu þess. Áætlað magn kalkþörungasets á þeim svæðum sem könnuð hafa verið í Arnarfirði er um 21,5 milljón rúmmetrar. Vinnsluleyfi verk- smiðjunnar gildir til 1. desember 2033. Starfsleyfi verksmiðjunnar heimilar allt að 50 þúsund tonnum á ári og gildir leyfið til 1. nóvember 2018. Kalkþörungaverksmiðjan og fiskeldisfyrirtækið Arnarlax eru burðarásar í blómlegu atvinnulífi sem nú er á Bíldudal. Kalkþörungavinnsla mikilvæg BLÓMLEGT ATHAFNALÍF Á BÍLDUDAL Morgunblaðið/Kristinn Bíldudalur Kalkþörungaverksmiðj- an er búin mjög fullkomnum tækjum. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Á næstunni verður gengið formlega frá stofnun velferðarsjóðs fyrir börn í bænum Uummannaq á Grænlandi, þar sem í dag búa flestir þeir sem urðu að yfirgefa heimaslóðir sínar þegar flóðbylgja skall á eyjaþorpið Nuugaatsiag síð- astliðið sumar. Fjórir fórust í flóðinu og ellefu hús eyðilögðust svo fólk snýr ekki aftur til búsetu í þorpinu í náinni framtíð. Höfuðstól sjóðsins mynda fjármunir úr söfnuninni Vinátta í verki, alls um 40 milljónir króna. Styrkja byggðina félagslega Það var jarðskjálfti sem hratt flóð- bylgjunni af stað og bárust öldur hennar langt inn á land í Nuugaatsi- ag með þeim hrikalegu afleiðingum sem fyrr getur. Þorpið er á vestur- strönd Grænlands – um 600 kíló- metra fyrir norðan heimsskautsbaug – og voru íbúarnir sem voru um 200, þar af um 70 börn, fluttir á brott með þyrlum til Uummannaq sem er 1.300 manna bær. Hrafn Jökulsson sem var upphafsmaður söfnunarinnar síðasta sumar segir mikilvægt að mikilvægt sé að styrkja byggðina í Uummannaq félagslega með hags- muni barnanna þar að leiðarljósi. „Vinir okkar á grænlenskri lög- mannsstofu í höfuðstaðnum Nuuk, eru nú að skrifa stofnskrá sjóðsins og útbúa regluverk sem þarf að vera til staðar,“ segir Hrafn. „Forsjá sjóðsins verður svo falin heimafólki í Uummannaq, enda þekkir það best hvað þarf. En við sjáum fyrir okkur að sjóðurinn gæti komið að ýmsum verkefnum er lúta að menntun, af- þreyingu og tómstundastarfi barnanna á þessum slóðum, auk þess sem listafólk eða aðrir sem vilja gera skemmtilega hluti fyrir ungt fólk á þessum slóðum og vill koma á stað- inn gæti fengið stuðning úr sjóðnum. Það verður að segjast að Uum- mannaq er um margt gleymdur stað- ur á Grænlandi, enda utan allra al- faraleiða.“ Hrókurinn fór á staðinn Söfnunin Vinátta í verki var sam- starfsverkefni á vegum skákfélags- sins Hróksins, Kalak – vináttufélags Íslands og Grænlands og Hjálpar- starfs kirkjunnar. Síðastnefndu samtökin gæta þess fjár sem safn- aðist og það án nokkurs tilkostnaðar, eins og Hrafn Jökulsson getur sér- staklega. Munaði þar mjög um fram- lög allra sveitarfélaga á Íslandi, 73ja að tölu, auk þess sem fólk og fyr- irtæki lögðu lið. Þá má geta þess að Hróksfélagar voru á dögunum í heimsókn í Uummannaq og stóðu þeir fyrir ýmsum uppbyggjandi menningarviðburðum fyrir börnin í bænum og voru móttökur hinar bestu. Stofna velferðar- sjóð barnanna  Íslensk vinátta í verki í Uummannaq Uummannaq Um 1.300 búa á staðn- um, þar af margir frá flóðaeyjunni. Hrafn Jökulsson ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS Íslensku þjónustufyrirtækin eru á finna.is VEISTU UM GÓÐAN RAFVIRKJA? Kosið var í stjórn þingflokks Sam- fylkingarinnar nú í vikunni. Formaður var kjörin Oddný G. Harðardóttir, varaformaður Guðmundur Andri Thorsson og ritari Albert- ína Friðbjörg Elíasdóttir. Oddný G. Harðardóttir hefur verið þingmaður Samfylking- arinnar síðan 2009 og gegnt þing- flokksformennsku 2011–2012, 2012–2013 og síðan 2016. Oddný var formaður Samfylk- ingarinnar og var hún fyrsta kon- an á Íslandi til að verða fjár- málaráðherra og fyrsta konan í hlutverki formanns fjárlaganefnd- ar. Guðmundur Andri Thorsson og Albertína Friðbjörg Elíasdóttir taka sæti á þingi í fyrsta skipti og taka þau við af Guðjóni S. Brjáns- syni og Loga Einarssyni í stjórn þingflokksins. Frá þessu segir í til- kynningu frá þingflokki Samfylk- ingarinnar. Oddný G. Harðardóttir kjörin formaður Oddný G. Harðardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.