Morgunblaðið - 08.12.2017, Side 25

Morgunblaðið - 08.12.2017, Side 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2017 margar ánægjustundir og við nutum við þess að vera í ná- grenni við frændfólkið og gerum enn. Við frændi vorum sammála um að það ætti að skrifa ævisögu hans en náðum bara að ræða málin. Í viðskiptum náði hann hæð- um og lægðum og stundum var ekki sanngjarnt hvernig hlutun- um var fyrirkomið. Hver veit nema að sú saga verði sögð einn daginn. Trausti var farsæll í einkalífi, en lífsförunautur hans, hún Erla, var dásamleg kona. Þau eignuð- ust fjögur elskuleg og góð börn og er ættgarður þeirra orðinn ansi stór. Ég kveð frænda minn með söknuði og þakklæti fyrir allt. Hann hafði jákvæð áhrif á líf mitt og ég var hrifin af lífspeki hans. Hann gerði heiminn betri. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Ingigerður Sæmundsdóttir. Trausti minn, þar sem ég get ekki kvatt þig á hefðbundinn hátt langar mig til að senda nokkrar línur. Ég geri það því þú ert einna eftirminnilegasta foreldri sem ég kynntist á æskuárum mínum. Því á ég seint eða aldrei eftir að gleyma þér. Ég var svo heppin að kynnast þér í gegnum Dísu dóttur þína, en þið bjugguð í þarnæsta húsi við okkur. Það sem mér finnst standa upp úr þegar ég hugsa um þig og ykkur Erlu er hvað það var notalegt að koma inn á heimili ykkar hjóna. Mér fannst ég alltaf vera svo vel- komin, andrúmsloftið var ljúft og þægilegt. Það var tekið á móti mér með jákvæðni og virðingu. Slíkt var alls ekki sjálfsagt gagn- vart börnum á þessum tíma og ég met það mikils. Það sem stendur sérstaklega upp úr í minningunni um þig er þegar þú bauðst okkur vinkon- unum Dísu, Sibbu og mér tæp- lega 14 ára gömlum að vinna við að reisa heljarmikla blokk við hliðina á Stapanum. Þú varst búin að ráða nokkra stráka í sumarvinnu, meðal ann- ars bræður Dísu. Af hverju var þá ekki líka hægt að ráða Dísu og leyfa okkur vinkonunum að fljóta með? Við vorum jú á svipuðu reki og þeir. Fyrir nær hálfri öld var það vafalaust ekki algengt að stúlkur væru ráðnar í slík störf. En þú tókst af skarið og lést okkar æðstu drauma rætast. Þú ætlaðir að kanna hvort nægilegur dugur væri í okkur. Meginverkefni okkar voru að járnbinda og hreinsa timbur. Við lögðum okkur allar fram til að klúðra ekki svona einstöku tæki- færi. Ég gleymi aldrei hvað við urðum glaðar þegar við spurðum þig síðar hvort þú sæir eftir að hafa ráðið okkur. Þá sagðist þú alltaf geta treyst okkur þremur því við ynnum áfram þótt hann hyrfi okkur sjónum. Þú sagðir jafnframt að þú værir ekki alveg jafnviss um að þetta ætti við um strákana. Þetta var mikill sigur fyrir okkur vinkonurnar í fyrstu alvöruvinnunni okkar. Til að kór- óna allt réðstu okkur aftur næsta sumar á eftir. Þessi lífsreynsla hefur án efa verið okkur afskap- lega dýrmæt. Hún kenndi okkur til dæmis að við stelpur værum ekkert síðri en strákar, meira að segja í mjög óhefðbundnu kvennastarfi. Hún gaf okkur einnig sjálfstraust fyrir fram- tíðarstörf okkar. Elsku Trausti minn, ég vil þakka þér og ykkur hjónum fyrir alla þá athygli og hlýju sem þið sýnduð mér í heimsóknum mínum. Ég veit að þú áttir við erfið veikindi að stríða í mörg ár en stóðst þig eins og hetja í þeirri baráttu, þótt þú þyrftir að lokum að játa þig sigraðan. Þetta er víst lífsins gangur fyrir okkur öll. Elsku Dísa, Ein- ar, Smári, Trausti Már og aðrir ættingjar og vinir. Ég votta ykk- ur öllum innilega samúð mína vegna fráfalls Trausta og vona að þið geymið ljúfa minningu í brjósti ykkar um yndislegan mann og mikinn dugnaðarfork. Sigurlaug Hauksdóttir. Þegar líður að þeim tíma sem við köllum efri ár gerist það að við horfum á eftir fleiri vinum og nákomnum inn í svefninn langa. Kvaddur er Trausti Einarsson og þakkað fyrir mörg litrík og góð ár. Ég kynntist Trausta fyrst almennilega eftir að ég flutti til Keflavíkur 1977. Ástæða þess að kynni hófust var sú að ég leit á Erlu eiginkonu hans sem mína stóru fóstursyst- ur og tók til við að heimsækja hana nokkuð reglulega meðan ég bjó á Suðurnesjum. Trausta sá maður oftast á fullri ferð, mann sem vann mikið og heilsaði glað- lega. Hann var höfðingi heim að sækja og gestrisinn. Síðasta heimsókn mín yfir til nágrannans í Steinásnum var aðeins klukku- stundu áður en hann var lagður inn á sjúkrahúsið þar sem eigin- konan kvaddi fyrir um einu og hálfu ári. Það fóru fá orð á milli okkar, hann orðinn illa farinn af veikindum sínum og heyrði mjög illa. Hann spurði samt: „Eruð þið flutt inn aftur?“ Ég svaraði ját- andi og Trausti brosti svo glaður með svarið. Hann vildi að fólk gæti byggt hús og búið í þeim og liðið vel. Í helgri bók segir um þá sem munu byggja hús. Þar munu þeir búa óhultir, byggja hús og gróðursetja víngarða. ... Þeir munu skilja að ég er Drottinn, Guð þeirra. (Esekíel 28:26) Ég trúi því sem heilagt Orð Guðs segir svo ég bæti við þess- ari tilvitnun: Í húsi föður míns eru margar vistar- verur. Væri ekki svo hefði ég þá sagt yður að ég færi burt að búa yður stað? (Jóhannesarguðspjall 14:2) Þegar Jesús uppfyllir loforð sitt sem er öllum loforðum sterk- ara og sannara mun enginn þurfa að hafa áhyggjur af húsnæði né leigu. Enginn mun þá geta tekið hús- næði af neinum né heimtað leigu eða skatta. Ég horfi með von og tilhlökkun til þess tíma þegar ég get heimsótt vini mína í fögur hí- býli, þar sem ríkir friður og vel- sæld. Engir sjúkdómar, engar áhyggjur, engir glæpir. Það gamla sem var er horfið og Guð segir svo sjálfur í orði sínu: mun hann afmá dauðann að eilífu. Drottinn Guð mun þerra tárin af hverri ásjónu og afmá smán lýðs síns af allri jörðinni því að Drottinn hefur talað. (Jesaja 25:8) Vissulega finnst mörgum Bibl- ían flókin, við erum svo vön því að vera mötuð af myndrænu efni en í síðustu bókinni eru huggun- arrík orð sem eru jafngild í dag og þau voru fyrir nærri tvö þús- und árum, því þúsund ár eru sem dagur í eilífð Guðs. Því að lambið, sem er fyrir miðju há- sætinu, mun vera hirðir þeirra og leiða þá til vatnslinda lífsins. Og Guð mun þerra hvert tár af augum þeirra. (Opinberunarbókin 7:17) Og hann mun þerra hvert tár af augum þeirra. Og dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein né kvöl er framar til. Hið fyrra er farið. (Opinberunarbókin 21:4) Með því að minna á þessi gömlu loforð Frelsarans okkar og að hann er vegurinn, sannleik- urinn og lífið, vil ég votta börn- um, barnabörnum og ástvinum Trausta og Erlu innilega samúð. Megi nýtt heimili á nýjum stað í framtíðinni fyllast af gleði og endurfundum. Ég sakna vina minna Erlu og Trausta mikið en vonin huggar og styrkir. Þórdís Ragnheiður Malmquist. Geðprúða glæsimennið Trausti Einarsson er fallið frá. Foreldrar hans, Einar Ögmunds- son og Sigríður Hafliðadóttir voru bæði Snæfellingar og stofn- uðu sitt heimili á Hellissandi á Snæfellsnesi og fæddist Trausti 1. september 1935 í Keflavík á Hellissandi og ólst þar upp til ársins 1939, er hann fluttist með foreldrum sínum og þremur systkinum til Ytri-Njarðvíkur og þar bættust þrjú systkini í hóp- inn. Flest systkinin settust síðan að nánast á sömu torfunni í Ytri- Njarðvík. Samheldni fjölskyld- unnar var mikil og eru mér eftir- minnilegar heimsóknir til stór- fjölskyldunnar. Þar ríkti ávallt glaðværð og mikill samhugur með þeim yngri sem eldri og á góðum stundum létti sönggleðin lundina. Miklir kærleikar voru með móður minni og Sigríði móður- systur og sem ungur drengur dvaldist ég oft í hlýjum faðmi fjölskyldunnar þar syðra og það- an á ég margar góðar minningar. Börn Siggu frænku voru þá búin að stofna sín heimili á sinni heimaslóð nema þau tvö yngstu. Dáðist ég þá strax að samheldni þessarar stórfjölskyldu í leik og starfi. Trausti lærði múrverk í Kefla- vík, stundaði síðan nám í bygg- ingatæknifræði í Kaupmanna- höfn og síðan í Meistaraskóla Iðnskólans. Hann stundaði síðan lengst af sjálfstæðan atvinnu- rekstur sem afkastamikill bygg- ingameistari. Hann var kapp- samur verkmaður, fylgdi fast eftir metnaðarfullum bygging- aráformum sínum, oftast við góð skilyrði, en lét ekki hugfallast þó að horfur væru ekki bjartar á fasteignamarkaðnum. Hann var vandvirkur og úrræðagóður í sínu starfi og með honum þótti gott að starfa. Trausti var afar geðþekkur maður, léttur í lund, rólegur í fasi og mikið glæsimenni á velli. Hann bar óblandna virðingu fyrir sínu samferðafólki og öll nær- vera hans smitaði umhverfið af velvild og kærleika. Með honum var gott að vera. Æðruleysi þessa góða frænda míns var aðdáunarverð. Hann barðist lengi við illvígt mein, en með sínum sterka vilja háði hann sigursæla baráttu við þann vá- gest. Þegar þessi vágestur hafði knúið dyra fórum við saman ásamt Sólmundi bróður hans í nokkurra daga veiðiferð í Haga í Staðarsveit þar sem móðursystir okkar hafði búið á árum áður. Eftir fengsæla sjóbirtingsveiði gerðum við gjarnan vel við okkur í mat og drykk og sátum síðan drykklangar stundir og ræddum um lífið og tilveruna. Þar náði ég að kynnast þessum frænda mín- um vel, hans uppbyggjandi lífs- viðhorfum, jákvæðu skapgerð og þeim mikla krafti sem með hon- um bjó. Hann hafði stælt líkama sinn afar vel svo hann væri sem best í stakk búinn að taka við þolraun- um í aðgerð sem hann var að búa sig undir í Svíþjóð. Þetta var í eina skiptið sem við ræddum veikindi, öll hans sam- skipti við samferðafólkið miðuðu að því að upplifa og benda á já- kvæðar hliðar þessa jarðlífs og upplifanir þess, enda sendi hann manna mest og best frá sér já- kvæða strauma til að bæta sitt umhverfi. Hann skilaði sínu, og það vel. Þessa góða drengs verður saknað af mörgum. Fjölskyldu hans sendi ég hug- heilar samúðarkveðjur og veit að þar lifir áfram sá góði andi sem Trausti lagði góðan grunn að. Þorsteinn Jónsson. ✝ Jón Jónsson fráStóru-Ávík í Árneshreppi fædd- ist 31. júlí 1948. Hann lést á sjúkra- húsi í Kristiansand í Noregi 16. nóvem- ber 2017. Foreldrar hans voru Jón Guð- mundsson, bóndi í Stóru-Ávík f. 13.9. 1910, d. 25.1. 1974, og Unnur Aðal- heiður Jónsdóttir, f. 1.8. 1917, d. 8.9. 1991. Systkini Jóns eru: Anna, f. 16.10. 1938, maki Karl Hallbertsson, Margrét, f. 15.11. 1939, maki Gunnsteinn Gíslason, Fanney Ágústa, f. 15.2. 1941, maki Jón Jónsson, Sólveig Stef- anía, f. 12.6. 1942, maki Guð- mundur Gísli Jónsson, Hrafn- hildur, f. 6.9. 1944, maki Elías 8.2. 1999, Kristofer Erik, f. 17.11. 2011. 3) Elísa, f. 3.10. 1981, sambýlismaður Þorsteinn Sigfús Hreinsson, börn þeirra eru Aría Ósk, f. 19.11. 2012, Ar- on Jón, f. 17.9. 2015. Jón ólst upp í Stóru–Ávík. Hann fór til Reykjavíkur til að stunda nám í rafvirkjun og kynntist þar Guðbjörgu. Þau giftust 28. desember 1974. Áríð 1977 fluttu þau til Kristiansand í Noregi, þar sem Jón vann lengst af á olíuborpalli á Norðursjó. Árið 1988 fluttu þau aftur til Ís- lands en Jón hélt áfram að vinna á Norðursjó og flaug á milli landa. Eftir að hann hætti að vinna þar ferðaðist hann mikið og vann um allan heim við að setja upp borpalla. Lengst af var hann í Suður-Kóreu. Minningarathöfn um Jón var í Oddernes-kapellu í Kristians- and 29. nóvember 2017. Jón verður jarðsungin frá Akraneskirkju í dag, 8. desem- ber 2017, klukkan 13. Magnússon, Guð- mundur, f. 16.10. 1945, d. 25.4. 2009, Kristín Guðrún, f. 27.6. 1950, sam- býlismaður Guð- mundur Gísli Sig- urðsson, Hörður, f. 8.3. 1953, d. 17.8. 2015, maki Guðný Geirsdóttir, Bene- dikt Guðfinnur, f. 8.9. 1954, d. 9.11. 1974, og Ólína El- ísabet, f. 27.9. 1955. Kona Jóns er Guðbjörg Jóna Elísdóttir, f. 21.4. 1944. Börn þeirra eru: 1) Margrét, f. 17.3. 1973, maki Heine Eik, börn þeirra eru Marcus Heine, f. 15.2. 2000, Gabriella Sól, f. 17.9. 2002. 2) Unnur Aðalheiður, f. 24.10. 1975, maki Jón Ásgeir Valsson, börn þeirra eru Karen Eva, f. Augun mín og augun þín, ó þá fögru steina. Mitt er þitt, og þitt er mitt, þú veist hvað ég meina. Þó að kali heitan hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa) Elsku Jón minn, ég sakna þín mikið og sit eftir með margar góðar minningar. Þakka þér fyrir öll árin okkar saman. Hvíldu í friði. Þín Guðbjörg. Elsku pabbi, erfitt er að hugsa til að við sjáum þig aldrei aftur. Þú varst alltaf til staðar fyrir okkur, við gátum alltaf treyst á þig. Við gátum alltaf hringt í þig hvar sem þú varst í heiminum og þú svaraðir okkur alltaf. Þú varst mikill gleðigjafi og það var alltaf stutt í hláturinn. Þú varst mikill stríðnispúki og hafðir sérstak- lega gaman af að stríða barna- börnunum þínum. Þú vissir allt og varst fullkominn að eigin sögn. Þú varst ekki bara besti pabbinn okkar heldur líka góður vinur og við gátum skemmt okkur saman. Þú varst ungur í anda og aldrei eldri en 28 ára í huga þér. Við er- um mjög þakklátar fyrir öll fríin og ferðalögin sem við fjölskyldan áttum saman. Hvort sem það var í Noregi, Spáni eða Tyrklandi, alltaf höfðum við það gaman sam- an. Þessar minningar munum við ávallt geyma í hjarta okkar. Við söknum og elskum þig. Hvíldu í friði, elsku pabbi. Margrét, Unnur og Elísa. Elsku besti fallegi afi minn, takk fyrir allt og allar minning- arnar okkar saman. Þú varst besti vinur minn, sterkasti maður sem ég þekkti og ég er svo þakk- lát fyrir að hafa fengið 18 ár með þér. Ég var alltaf svo stolt að eiga þig sem afa, leit alltaf upp til þín, allt sem þú gerðir fannst mér frá- bært og hlakkaði ég alltaf svo til að hitta þig. Ég mun aldrei gleyma öllum bröndurunum, allri gleðinni í kringum þig, söngvun- um, hvað þú varst stoltur af okk- ur, hvað þú varst góðhjartaður og öllum góðu endalausu minning- unum. Vildi að þú hefðir fengið lengri tíma með okkur en ég veit að þér líður betur núna. Elsku afi minn, ég elska þig svo mikið, takk fyrir að hafa verið þú. Hvíldu í friði afi, ég mun aldrei gleyma þér. Karen Eva, Marcus, Gabriella. Jón Jónsson ✝ Bjarni Harðar-son fæddist í Reykjavík 1. september 1954. Hann lést á heimili sínu í Bredebro í Danmörku 15. nóvember 2017. Foreldrar Bjarna voru hjónin Hörður Jónasson úr Reykjavík, starfsmaður Gjald- heimtunnar, en hann lést 46 ára að aldri í októbermánuði 1975, og Kristín Brynja Árnadóttir frá Akureyri, skókaupmaður og síð- ar starfsmaður á Borgarspít- alanum, og lifir hún son sinn. Systur Bjarna eru Hildur og Halldóra. Einkadóttir Bjarna er Ingunn. Móðir hennar er Helga Matthíasdóttir, en þau Bjarni slitu samvistir eftir fárra ára hjúskap. Sonur Ingunnar er Kristófer Jens Brynjólfsson. Bjarni bjó síðar með Ásdísi Sól Gunnarsdóttur, og gekk hann syni hennar, Kristni Inga Hrafns- syni, í föðurstað. Í Danmörku bjó Bjarni um tíma með Tove Grascher, sem lést 8. desember 2010. Yngsta dóttir hennar, Mel- anie, ólst upp hjá þeim Bjarna. Bjarni Harðarson verður jarðsunginn frá Áskirkju í dag, 8. desember 2017, klukkan 13. Í dag kveð ég bróður minn. Hann bróðir minn var meira en bara bróðir, við vorum líka vinir, góðir vinir. Við vorum mjög náin, allt frá því að við vorum börn. Ég fékk alltaf að vera með í leik og starfi hans, hvort sem það var með honum einum eða vinum hans á uppvaxtarárum okkar sem og í alvöru lífsins þegar fram liðu stundir. Við höfum því gengið í gegnum margt saman, bæði súrt og sætt. En skjótt skipast veður í lofti, ekki renndi mig grun í að kveðjustundin væri svona ná- lægt, minn kæri bróðir. Ég er svo ósátt að þú sért farinn úr lífi mínu. Ég finn fyrir mikilli sorg að þurfa að kveðja en ég reyni að hugga mig við minninguna um góðan dreng. Við vorum ákveðin í að eldast saman og ég að búa mig undir að hugsa um þig samhliða Árna eða ykkur gamlingjana saman. Við áttum svo margt ógert. Minningin um góðan dreng, hann bróður minn, mun ávallt vera með mér í hjarta mínu og hans verður sárt saknað. Þótt lífið oft á tíðum sýnist erfitt, er endalaust af gleði til í því. Elsku bróðir, þig ég missi. Ekki bara bróður, einnig besta vin en ég veit við munum hittast á ný. Þín systir Halldóra. Bjarni Harðarson var í mörg ár skólafélagi okkar í 1954 ár- gangi í Langholtsskóla. Flest okkar kynntust í sjö ára bekk og voru saman til fimmtán ára aldurs. Þessi ár mótuðu okkur og ár- gangurinn hefur verið samheld- inn og hefur hist reglulega undanfarna áratugi. Nýlega þegar Bjarni var síð- ast á Íslandi, hitti einn af okkur skólafélögunum hann og Bjarni sendi góðar kveðjur til skóla- félaganna sem tóku kveðju Bjarna mjög vel og minntust hvað allir hefðu góðar minningar um Bjarna og hlökkuðu til að hitta hann hvenær sem það yrði. En skömmu seinna fréttum við af andláti Bjarna og við 1954 árgangurinn í Langholtsskóla minnumst hans með sorg í hjarta. Við minnumst hans sem góðs drengs, góðs félaga með góða kímnigáfu og trausts vinar. Við sendum Ingunni dóttur Bjarna og öðrum fjölskyldumeð- limum samúðarkveðjur og þökk- um fyrir að hafa átt allar góðar stundir með Bjarna. Fyrir hönd Langholtsskóla- árgangs 1954, Óskar Jóhann Óskarsson. Bjarni Harðarson Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.