Morgunblaðið - 08.12.2017, Side 34

Morgunblaðið - 08.12.2017, Side 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2017 Hjalti Ástbjartsson, fjármálastjóri fiskútflutningsfyrirtækisinsNastar, á 50 ára afmæli í dag. Hann er endurskoðandi aðmennt og stofnaði Nastar ásamt tveimur félögum sínum árið 1999. „Við erum markaðsfyrirtæki sem kaupir ferskan, frosinn og salt- aðan fisk af innlendum framleiðendum og seljum til Evrópu, Banda- ríkjanna og Kanada.“ Hjalti rekur síðan fyrirtækið Heimsborgir ásamt konu sinni, Bryndísi Emilsdóttur. „Við leigjum út íbúðir og rekum gistiheimilið Brú í Austur-Landeyjum, en við opnuðum það í ágúst. Gistiheimilið er tólf smáhýsi þar sem eru svefnpláss fyrir tvo til fjóra, alls 48 svefn- pláss. Þetta hefur byrjað alveg ágætlega hjá okkur á Brú, sérstaklega ef tekið er mið af því að við erum bara nýbyrjuð. Mest af mínum frítíma undanfarna mánuði hefur farið í uppbygg- inguna á Brú. Áhugamálin eru annars golf, göngur og almenn útivist. Ég spila mest golf úti á Nesi og svo er farið í golfferðir erlendis með eiginkonunni eða góðum félögum.“ Hjalti heldur afmælisveislu í kvöld fyrir vini og fjölskyldu heima á Seltjarnarnesi. Börn Hjalta og Bryndísar eru Emil 24 ára, Hjalti Már 21 árs og Ingibjörg 15 ára. Feðgar Staddir á toppi Sauðhamarstinds í Lónsöræfum. Var að opna gisti- heimili í Landeyjum Hjalti Ástbjartsson er fimmtugur í dag J ón Sigurðsson fæddist 8. desember 1957 í Reykjavík og ólst upp í Skaftahlíð og gekk í Ísaksskóla og síðar í Hlíðaskóla. „Góðar minn- ingar frá þessum tíma eru margar og þegar hugsað er til baka þá er helst að minnast þess þegar olíubíllinn kom heim til að fylla á tankinn við húsið til að hita ketilinn, en það breyttist fljótt upp úr 1960 þegar Reykvíkingar fengu heitt vatn í hvert hús og losuðu sig við olíu- kyndinguna, svo ekki sé minnst á mengunina. Hesthús voru á Klambratúni, á lóð Kringlunnar var skautasvell á veturna og leiksvæði okkar krakkanna var í hæðum Öskjuhlíðar með gömlum minjum frá stríðsárunum.“ Jón lauk BSc-námi í byggingar- tæknifræði við Tækniskóla Íslands árið 1984 og flutti ásamt fjölskyldu sinni til Grindavíkur og réð sig sem bæjartæknifræðing og byggingar- fulltrúa hjá Grindavíkurbæ. „Mikil uppbygging var í Grindavík á þess- um árum og fráveituframkvæmdir mjög miklar, endurnýjun vatnsveitu, íbúðabyggingar, stækkun skóla, leik- skóla, malbikun gatna, græn svæði o.s.frv.“ Jón flutti aftur til höfuðborgar- innar árið 1999 og réð sig þá til starfa sem verkefnastjóri hjá Ríkiskaupum og síðar Framkvæmdasýslu ríkisins. Jón Sigurðsson byggingartæknifræðingur – 60 ára Á Lambafelli Jón með Daða Rúnari og Karen Amelíu, ásamt bræðrunum Þorgeiri og Ingvari Daðasonum. Gengið á sextíu fjöll á afmælisárinu Á skíðum Frá vinstri: Ingibjörg, Ásta María, Heiða Rún og Jón. Hafnarfjörður Hrólfur Bragi Sveinsson fæddist 8. desember 2016 kl. 0.18 og á því eins árs afmæli í dag. Hann vó 4.680 g og var 54 cm langur. Foreldrar hans eru Ástríður Þórey Jóns- dóttir og Sveinn Ómar Sveinsson. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Meira til skiptanna Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.