Morgunblaðið - 08.12.2017, Síða 35

Morgunblaðið - 08.12.2017, Síða 35
Árið 2005 hóf Jón störf á skipulags- sviði Hafnarfjarðarbæjar og var þar til ársins 2008 þegar hann réð sig til Orkuveitu Reykjavíkur sem verk- efnastjóri á verkfræðideild. Jón lauk MSc-námi í framkvæmdastjórnun við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík árið 2012. Jón starfar í dag sem viðskipta- stjóri hjá Orku náttúrunnar (ON) og hefur umsjón með rekstri götulýs- ingar á höfuðborgarsvæðinu. „Nýtt verkefni er uppbygging innviða fyrir rafbíla á Íslandi. Fjöldi rafbíla á Ís- landi var innan við 100 árið 2014 þeg- ar ON setti upp fyrstu hraðhleðsluna en í dag eru rafbílarnir yfir 4.000 og hleðslumöguleikar víða um landið. Hröð orkuskipti í samgöngum stuðla að minnkun gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið og má líkja við heitavatnsbyltinguna upp úr 1960. Um síðustu áramót var ákveðið að gera eitthvað skemmtilegt í tilefni 60 ára afmælisins og ákváðum við hjón- in að setja okkur markmið að ganga á 60 mismunandi fjöll á árinu. Við hvöttum fjölskyldu og vini að taka þátt í þessu heilsusamlega verkefni á nýju ári og var viðburðurinn kynntur á fésbókinni. Vinir, ættingjar, börn og barna- börn hafa verið dugleg að ganga með okkur á árinu og lukum við þessu skemmtilega fjallaverkefni þegar við toppuðum fjall nr. 60 25. nóvember. Lokafjallið var Skálafell á Mosfells- heiði og var þar að sjálfsögðu tekin sigurskál á toppnum. Í heildina gengum við um 400 km á fjöllum og hæðarklifur var um 25 km.“ Þetta verkefni passaði vel við áhugamál af- mælisbarnsins því hann hefur alltaf haft gaman af útivist, hlaupum, hjól- reiðum og annarri hreyfingu. Jón hefur meðal annars tekið þátt í WOW hjólreiðakeppninni, Lauga- vegshlaupinu og tekið þátt í 33 mara- þonhlaupum víða um heim, þar á meðal á Kínamúrnum og í Tíbet- maraþoninu þar sem hlaupið er í 3.800-4.000 metra hæð. Fjölskylda Jón kvæntist 10.7. 2010 Ingibjörgu Þóru Arnarsdóttur, starfsmanni hjá RSK, f. 31.1. 1958. Foreldrar Ingi- bjargar: hjónin Arnar Valdimarsson f. 8.7. 1928, d. 4.7. 1970, vélvirki, og Valgerður Einarsdóttir, f. 4.11. 1930, verslunarmaður. Börn Jóns eru Karen Amelía, f. 15.6. 1979, verkfræðingur og MSc í fjármálum; Daði Rúnar, f. 20.5. 1982, viðskiptafræðingur og MSc í log- istics, Heiða Rún, f. 23.10. 2000, nemi og Ásta María, f. 5.5. 2002, nemi. Börn Ingibjargar eru Arnar Ström f. 27. 2 1981, byggingariðnfræðingur og húsasmíðameistari, og Sólveig Lilja Ström f. 1.11. 1983, nemi. Barnabörn Jóns og Ingibjargar eru nú samtals níu. Systkini Jóns eru Júlíus Sigurðs- son, f. 5.2. 1943, d. 18.11. 2017, pípu- lagningameistari og tónlistarmaður; Sigurður Sigurðsson, f. 16.3. 1945, MPh í verkfræði; Jórunn Sigurðar- dóttir, f. 22.1. 1951, sjúkraliði; Sigrún Sigurðardóttir, f. 22.3. 1955, hjúkr- unarfræðingur; Hilmar S. Sigurðs- son, f. 1.4. 1963, MBA-viðskiptafræð- ingur. Foreldrar Jóns: hjónin Sigurður F. Jónsson frá Syðri-Grund í Svarf- aðardal, f. 12.10. 1914, d. 3.1. 2003, búfræðingur og lögregluþjónn í Reykjavík, og Magnhildur Sigurðar- dóttir frá Efstadal í Laugardal, f. 4.12. 1922, húsfreyja í Reykjavík. Jón Sigurðsson Magnhildur Magnúsdóttir húsfreyja í Efsta-Dal Ásmundur Einar Þorleifsson bóndi í Efsta-Dal í Laugardal Jórunn Ásmundsdóttir húsfreyja í Efsta-Dal Sigurður Sigurðsson bóndi í Efsta-Dal Magnhildur Sigurðardóttir húsfreyja í Reykjavík Margrét Þorláksdóttir húsfreyja í Eystri-Dalbæ Sigurður Sigurðsson bóndi í Eystri-Dalbæ í Landbroti, V-Skaft. Guðjón Anton Sigurðsson garðyrkjubóndi í Gufudal í Ölfusi Sigurður Haukur Guðjónsson prestur í Reykjavík Anna Friðrika Daníelsdóttir húsfreyja í Tjarnargarðshorni og Grund Sigurður Halldórsson hákarlaskipstjóri og bóndi í Tjarnargarðshorni og á Grund í Svarfaðardal Sigrún Sigurðardóttir húsfreyja á Fagranesi og Syðri-Grund Jón Þorsteinsson útvegsbóndi á Fagranesi á Langanesi og Syðri-Grund í Svarfaðardal Jónína Þorbjörg Jónasdóttir húsfreyja á Blikalóni Þorsteinn Jónsson bóndi á Blikalóni á Melrakkasléttu Úr frændgarði Jóns Sigurðssonar Sigurður Friðrik Jónsson lögregluþjónn í Reykjavík Loftur Guttormsson prófessor í sagnfræði við KHÍ Hanna Loftsdóttir selló- og gömbu- leikari í Khöfn Hrafn Loftsson dósent við tölvunarfræði- deild í HR Hjörleifur Guttormsson rith. og fv. ráðherra og alþm. Guðrún Pálsdóttir húsfr. á Hall orms- stað Gyðríður Pálsdóttir húsfr. í Segl- búðum í Land broti Jón Helgason b. í Seglbúðum, fv. ráðherra og alþm. Páll Sigurðsson b. í Þykkvabæ í Landbroti Arnaldur Loftsson frkvstj. Frjálsa lífeyris sjóðsins Gunnar Guttormsson fv. forstj. Einka leyfa- stofunnar ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2017 Ármúla 24 • S. 585 2800Opið virka daga 10 -18, laugardaga 11- 16 – www.rafkaup.is LUNKI frá 100 ára Ingveldur Haraldsdóttir 90 ára Baldur H. Aspar 80 ára Björn Blöndal Kristmundsson Jóhanna Auður Árnadóttir Rose Anyango Sewe Þórir Gíslason 75 ára Inga Rósa Sigursteinsdóttir Ingibjörg Jónsdóttir Jakobína Úlfsdóttir Margrét Örnólfsdóttir Ragnhildur J. Sigurdórsdóttir Rita Jóhannesdóttir Rósmundur Jónsson 70 ára Guðni H. Sigurjónsson Guðný Elínborgardóttir Helgi Bjarnason Kolbrún Sigurbjörnsdóttir Oddný Guðmundsdóttir Þórdís Guðmundsdóttir 60 ára Ása María Björnsdóttir Drífa Hilmarsdóttir Elísabet Sigríður E. Kjerúlf Guðmundur Sigmarsson Hallur Ármann Ellertsson Ingibjörg Hauksdóttir Jón Sigurðsson Oddur Gunnarsson Ómar Valgeirsson 50 ára Anna Sveinsdóttir Geir Eðvarðsson Golnaz Naimy Guðrún Elísabet Bentsdóttir Hanna Sigríður Sigurðardóttir Hjalti Ástbjartsson Joanna Malgorzata Harok Pétur Viðarsson Úlfhildur Ösp Ingólfsdóttir 40 ára Auður Harpa Andrésdóttir Ásgeir Guðbjartur Guðbjartsson Brynhildur Stefánsdóttir Dedik Ajus Ariana Erla Björk Gunnarsdóttir Friðsemd Dröfn Guðjónsdóttir Guðlaugur Ingi Steinarsson Guðmundur Örn Sigurðarson Hrefna Fanney Matthíasdóttir Jón Karl Ágústsson Jón Sigurðsson Kristín Guðmundsdóttir Paulo Jorge Branco Martinho Ævar Örn Guðjónsson 30 ára Abdelkarim Bennasri Arnar Stefánsson Arna Þorsteinsdóttir Árni Þór Þorsteinsson Harpa Jóhannsdóttir Hrafnhildur Magnadóttir Jakob Pálmi Pálmason Máni Ingólfsson Michal Rapkiewicz Stefanía Fanney Jökulsdóttir Til hamingju með daginn 40 ára Brynhildur er fædd og uppalin á Akra- nesi og rekur snyrtistofu þar, en býr á Ytra-Hólmi. Maki: Daníel Ottesen, bóndi á kúabúinu Ytra- Hólmi. Börn: Anton Teitur, f. 2005, Stefanía, f. 2007, og Oddur, f. 2009. Foreldrar: Stefán Magn- ússon, f. 1951, húsasmið- ur, og Kristjana Kristjáns- dóttir, f. 1951, hjúkrunarfr. Þau eru bús. á Akranesi. Brynhildur Stefánsdóttir 30 ára Árni Þór er fædd- ur í Reykjavík en ólst upp á Sauðárkróki og býr þar. Hann er tæknimaður hjá Tengli. Systkini: Davíð Örn, f. 1990, Anna Rún, f. 1992, og Auður Ásta, f. 2006. Foreldrar: Þorsteinn Þor- steinsson, f. 1957, læknir, og Guðbjörg Árnadóttir, f. 1963, yfirhjúkrunarfræð- ingur. Þau starfa bæði á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks. Árni Þór Þorsteinsson 40 ára Ásgeir er Ísfirð- ingur og er stýrimaður á Júlíusi Geirmundssyni ÍS. Systkini: Sigrún Helga, f. 1976, Hákon Oddur, f. 1984, Jónína, f. 1986, Guðbjartur, f. 1988, d. 1988, Alberta, f. 1990, og Jóhann, f. 1992. Foreldrar: Guðbjartur Ás- geirsson, f. 1949, skip- stjóri, og Ragnheiður Há- konardóttir, f. 1954, leiðsögumaður. Þau eru búsett á Ísafirði. Ásgeir G. Guðbjartsson  Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch hefur varið doktorsritgerð sína í líf- og læknavísindum við Læknadeild Há- skóla Íslands. Ritgerðin ber heitið: Notkun útrunninna blóðflaga til fjölg- unar á mesenkímal stofnfrumum (Expired human platelets for mesenchymal stromal cell propa- gation). Umsjónarkennari og leiðbein- andi var dr. Ólafur Eysteinn Sigur- jónsson, klínískur prófessor við Læknadeild HÍ. Mesenkímal stofnfrumur úr bein- merg (MSC) lofa góðu fyrir notkun í vefjalækningum sökum hæfni þeirra til að mynda vefi stoðkerfisins og til að stýra ónæmissvari. Notkun þeirra er þó vandasöm vegna þess að kálfa- sermi þarf til að rækta þær. Kálfa- sermi er óæskilegt því það getur haft skaðleg áhrif í för með sér. Nauðsyn- legt er að finna aðra lausn sem er ekki upprunnin úr dýrum, leysir kálfasermi af hólmi og styður við MSC frumur í rækt. Blóðflögulausnir úr blóðflögum manna hafa verið ræddar í þessu sam- hengi sökum þess hve ríkar þær eru af vaxtarþáttum og frumuboðum sem finnast í seytiögnum þeirra. Í þessari rannsókn kom í ljós að blóðflögulausnir úr útrunnum blóð- flögum voru jafn- gildar eða betri en kálfasermi og blóðflögulausnir úr ferskum blóð- flögum þegar frumuvöxtur, tján- ing á yfirborðs- sameindum og vefjamyndun var skoð- uð hjá MSC og hES-MP frumum. Blóðflögulausnir hentuðu sérstaklega vel til að styðja við beinmyndun sem sást með aukinni virkni alkalísks fosfatasa, útfellingu steinefna í vef og aukinni genatjáningu fyrir bein- myndun. Sambærilegar niðurstöður komu fram við notkun á blóðflögu- lausnum úr útrunnum smithreins- uðum blóðflögum. Blóðflögulausnir úr útrunnum blóðflögum, smithreins- uðum eður ei, henta sem ræktunar- lausnir fyrir MSC og hES-MP frumur án þess að draga úr hæfni þeirra til frumufjölgunar, þátttöku í ónæm- issvari eða vefjamyndun. Útrunnar blóðflögur eru því ákjósanlegur efni- viður fyrir blóðflögulausnir sem nota má í stað kálfasermis. Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch lauk BS-gráðu í lífeindafræði frá HÍ árið 2011. Hún lauk viðbótardiplómanámi til starfsréttinda í sama fagi ári síðar og hóf þá jafn- framt MS-nám við Læknadeild sem hún síðan útvíkkaði í doktorsnám. Sandra er aðjúnkt við námsbraut í lífeindafræði við HÍ og er jafnframt framkvæmdastjóri Platome Líftækni, sem hún stofnaði ásamt Ólafi E. Sigurjónssyni, en það er byggt á doktorsrannsókninni. Platome var valið Sprotafyrirtæki ársins 2017. Sandra Mjöll er gift Þór Friðrikssyni, lækni og verkfræðingi, og dóttir þeirra er Birta. Doktor Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.