Morgunblaðið - 18.12.2017, Síða 6
Allt að 191 íbúð
» Samkvæmt tillögu að
breyttu deiliskipulagi er heim-
ilt að byggja allt að 191 íbúð á
Hlíðarenda 9-15, F-reit.
» Þá var byggingarmagn á A-
reit aukið í 17.500 fermetra,
auk 4.600 fermetra af sameig-
inlegu rými og 12.000 fer-
metra bílakjallara, alls 34.100
fermetrar.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Borgarráð hefur samþykkt beiðni
Valsmanna hf. um að fá að þinglýsa
tryggingarbréfi að fjárhæð 4,4 millj-
arðar króna á fyrsta veðrétt lóðarinn-
ar Hlíðarenda 9-15. Þar er áformað
að byggja allt að 191 íbúð.
Málið varðar breytingu á veð- og
tryggingarstöðu veðskuldar Vals-
manna hf. gagnvart borginni. Fjár-
hæðin vitnar um áætlað verðmæti
fyrirhugaðrar uppbyggingar.
Fram kemur í umsögn borgar-
lögmanns að veðskuldabréf í eigu
borgarinnar að fjárhæð 385 milljónir,
útgefið 29. júní 2013, hvíli nú á 1. veð-
rétti umræddrar lóðar. Óskuðu Vals-
menn sem áður segir eftir að fá að
þinglýsa 4,4 milljarða bréfi á þennan
veðrétt.
„Til að tryggingarstaða Reykja-
víkurborgar verði ekki lakari bjóða
Valsmenn hf. til tryggingar fyrsta
veðrétt á lóðinni Hlíðarenda 2, svo-
kallaðan A-reit sem veðandlag til
tryggingar framangreindu veðskulda-
bréfi að fjárhæð kr. 385.000.000,“
skrifar Ebba Schram borgar-
lögmaður.
Lóðin sé sambærileg
Borgarlögmaður vísar svo til þess
mats skrifstofu eigna og atvinnuþró-
unar borgarinnar að þessir veðflutn-
ingar rýri „á engan hátt tryggingu
Reykjavíkurborgar fyrir skuldabréf-
inu“. Lóðin Hlíðarendi 2 sé enda að
„öllu leyti sambærileg að gæðum sem
veðandlag og lóðin Hlíðarendi 9-15“.
Fram kom í bréfi Brynjars Harð-
arsonar, framkvæmdastjóra Vals-
manna, til borgarlögmanns að Ís-
landsbanki hefði sett það „ófrá-
víkjanlega skilyrði að tryggingarbréf
þeirra á bak við framkvæmdafjár-
mögnun hvíli frá byrjun á 1. veðrétti“.
„Í ljósi þess trausta, góða og ár-
angursríka samstarfs sem ríkt hefur
milli Valsmanna hf. og Reykjavíkur-
borgar er það von mín að hægt sé að
verða við þessari beiðni, enda er hér
tryggt að veðstaða skuldarinnar
verður síst lakari en nú er,“ skrifaði
Brynjar í beiðni sinni til borgarinnar.
Samkvæmt fasteignaskrá er
Knattspyrnufélagið Valur skráður
eigandi lóðarinnar Hlíðarendi 2. Fé-
lagið Valsmenn hf. er hins vegar
skráður eigandi Hlíðarenda 9-15. Þar
verða tæplega 200 íbúðir.
Nýjustu tillögur gera ráð fyrir 880-
930 íbúðum við Hlíðarenda. Þar af
yrðu 100-150 þeirra ætlaðar stúdent-
um. Þær yrðu á A-reit.
Valsmenn fá 4,4 milljarða króna veð
Var „ófrávíkjanlegt skilyrði“ Íslandsbanka F-reitur Vals hluti af tugmilljarða króna uppbyggingu
Morgunblaðið/Hanna
Hlíðarendi Fjölbýlishús í smíðum.
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. DESEMBER 2017
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Fólk úti á landi væntir jafnan
margs af þingmönnum sínum sem
það vill að gæti sinna hagsmuna í
svo mörgu. Ég fór víða um Norð-
vesturkjördæmi í haust og þótt
áherslur séu mismunandi milli
svæða er þráðurinn þó jafnan
hinn sami; dreifbýlið sé jafnsett
öðrum um til dæmis heilbrigðis-
þjónustu og samgöngur og at-
vinnulífið hafi skilyrði til sóknar,“
segir Halla Signý Kristjánsdóttir,
nýr þingmaður Framsóknar-
flokks.
Mikill ávinningur
Halla Signý er úr hópi tíu
systkina sem ólust upp á Brekku á
Ingjaldssandi. Þar á bæ var hlust-
að á alla fréttatíma og spáð í póli-
tík hvers dags.
„Þegar fréttirnar voru í út-
varpinu mátti ekki heyrast púst.
Og svo kom sá tími að maður fór
að hlusta með eftirtekt og mynda
sér skoðanir og ég man enn þegar
þingmaður okkar Vestfirðinga,
Steingrímur Hermannsson, kom
heim til að tala við fólkið í sveit-
inni. Faðir minn, Kristján Guð-
mundsson, sagði oft við mig að
konur ættu að taka þátt í þjóðmál-
unum til jafns við karla og þegar
ég var sextán ára og Vigdís Finn-
bogadóttir kjörin forseti Íslands
var eins og allir vegir yrðu færir,“
segir Halla Signý, sem um tvítugt
hóf búskap í Önunarfirði með
manni sínum. Fór þá að láta til sín
taka í félagsmálum bænda og svo
fleiri verkefnum.
„Á síðustu árum hafa Vest-
firðingar verið í sókn, svo sem
með fiskeldi á sunnanverðum
Vestfjörðum. Ávinningurinn af
því er mikill og íbúar á svæðinu
því farnir að gera áætlanir til
framtíðar. Núna hafa vísinda-
menn sett ákveðna fyrirvara um
að fiskeldið verði aukið með tilliti
til umhverfisins og því ber okkur
að taka mark á. Allt verður að
vinna í sátt við umhverfið; ef ekki
fáum við það í bakið síðar,“ segir
þingkonan og heldur áfram:
Öll verk marka vistspor
„Oft vantar inn í mengið og
umræðuna að maðurinn er hluti
af umhverfinu og öll okkar verk
marka vistspor. Hér verður að
finna meðalveg, til dæmis í sam-
göngumálum því það gengur ekki
að úrbætur í vegagerð á sunnan-
verðum Vestfjörðum séu í bið-
stöðu áratugum saman vegna
deilna um hvort leggja megi veg
um Teigsskóg. Að þarna sé ekki
bætt úr skapar mikinn vanda, til
dæmis fyrir sjávarútveginn og
fiskeldisfyrirtækin á svæðinu sem
þurfa að koma afurðum sínum á
markað. Oft eru flutningabílarnir
fastir þvers og kruss á vegunum
sem gerðir voru fyrir 50 til 60 ár-
um og ekki gerðir fyrir umferð
dagsins í dag.“
Hálsbólga og hæsi valda því
að Halla Signý hefur enn ekki
flutt jómfrúræðuna á Alþingi. Af
því verður væntanlega í vikunni
enda um margt að ræða þegar
fjárlagafrumvarp fyrir komandi
ár er til umfjöllunar og af-
greiðslu. „Í meginatriðum er ég
sátt við frumvarpið, enda eru
framlög til heilbrigðiskerfisins
aukin verulega, svo og til vega-
mála og háskóla. Vissulega nást
markmiðin ekki strax en það mun
takast enda ætlar ný ríkisstjórn
sér að sitja heilt kjörtímabil.“
Kallað eftir stöðugleika
Fólk í kjördæminu er duglegt
að hafa samband og kynna sín
sjónarmið, sem er vel, segir þing-
konan og bætir við að lokum:
„Stjórnmálamenn eiga að
vinna í þágu fólksins. Ný ríkis-
stjórn hefur fengið góðar við-
tökur, sem ég þakka því að þau
Katrín, Bjarni og Sigurður Ingi,
sem öll njóta víðtæks trausts,
vönduðu til verka í stjórnarmynd-
unarviðræðunum og fengu full-
trúa ýmissa samtaka og stofnana
að borðinu með sitt álit. Stjórnin
hefur breiða skírskotun frá
vinstri til hægri enda þótt þær
skilgreiningar á þjóðmálunum
séu á margan hátt að hverfa.
Reyndar er það nú svo að ég hitti
fólk sem kaus ekki stjórnarflokk-
ana en er samt ánægt með stjórn-
ina, sem segir mér að stöðugleiki í
stjórnmálunum er öðru fremur
það sem fólk kallar eftir.“
Nýr þingmaður Framsóknarflokks brennur fyrir hagsmunum dreifbýlis
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Stjórnmál Skilgreiningarnar vinstri og hægri eru að hverfa, segir Halla Signý Kristjánsdóttir.
Maðurinn í menginu
Halla Signý Kristjánsdóttir
fæddist árið 1964 og ólst upp á
Ingjaldssandi. Er viðskipta-
fræðingur frá Bifröst og stund-
ar framhaldsnám í opinberri
stjórnsýslu við HÍ.
Í tíu ár var Halla Signý bóndi
á Kirkjubóli í Bjarnardal í Ön-
undarfirði, var bankamaður og
fjármálastjóri Bolungarvíkur-
kaupstaðar frá 2005 fram á
nýliðið haust. Hefur sinnt ýms-
um félagsstörfum, svo sem í
þágu bænda.
Hver er hún?
Veðurstofa Íslands vekur athygli á
talsverðri hláku á landinu í dag og í
kvöld, en sunnan- og suðaustantil var
talsverð rigning í nótt og aftur er
von á mikilli rigningu í kvöld. Úr-
koman fellur að mestu á frostkalda
jörð sem getur valdið því að vatn
safnast fyrir á vegum og í dældum í
landslagi, auk vatnavaxtar í ám og
lækjum. Vestanlands verður hlákan
staðbundnari, einkum á norðanverðu
Snæfellsnesi og sunnanverðum Vest-
fjörðum.
Þrátt fyrir hlýindi á landinu í dag
segir Þorsteinn V. Jónsson, veður-
fræðingur á vakt, í samtali við
Morgunblaðið að kólna fari aftur í
vikunni. „Við getum alveg sagt að
það séu þokkalegar líkur á að það
verði hvítt víða um land um hátíð-
arnar. Það fer allur snjór á morgun
en svo bætist í éljaganginn í vikunni.
Síðan kemur sunnanátt á með rign-
ingu og hlýindum á föstudag, en það
er spurning hvað tekur mikið upp.
Svo um helgina virðist kólna aftur og
vegna kuldans og éljalofts þá er lík-
legt að það verði snjór á jörðu á jóla-
dagsmorgun.“ thorgerdur@mbl.is
Varað við hláku í
kjölfar hlýnunar
Þónokkrar líkur á hvítum jólum
Morgunblaðið/G.Rúnar
Hláka Vatn getur safnast saman á
vegum og í dældum í landslagi.
Karlmaður var á föstudag dæmdur
í þriggja ára langt óskilorðsbundið
fangelsi fyrir að hafa nauðgað
stúlku á heimili hennar árið 2016.
Auk þess var maðurinn dæmdur til
að greiða brotaþola sínum 1,5 millj-
ónir króna í miskabætur.
Í dómi Héraðsdóms Reykjaness
kemur fram að hinn dæmdi og
brotaþoli hafi þekkst síðan úr
grunnskóla, en hvorugt var orðið
18 ára þegar brotið átti sér stað.
Áður hafi hinn dæmdi króað brota-
þola af inni á salerni, þegar bæði
voru í 10. bekk, þar sem hann
nauðgaði henni.
Maðurinn mun hafa þrábeðið
konuna að fá að koma heim til
hennar í þeim tilgangi að sýna
henni teikningu og hún látið undan.
Hann hafi ekki verið með teikningu
meðferðis en byrjað strax að ganga
á hana. Konan streittist á móti í
tvær klukkustundir. Þegar hinn
dæmdi fór hafi hann sagt: „Þú vild-
ir þetta, þú veist það.“
Fékk 3 ára fangelsisdóm fyrir nauðgun