Morgunblaðið - 18.12.2017, Síða 8

Morgunblaðið - 18.12.2017, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. DESEMBER 2017 Efnahagur Íslands og Íslendingahefur almennt þróast með já- kvæðum hætti á nýliðnum árum. Ekki er náttúrulögmál að svo verði áfram og rangar ákvarðanir geta hæglega valdið niðursveiflu.    ÍMorgunblaðinu á laugardag ersagt frá því að atvinnuþátttaka mælist nú minnkandi og að það bendi til að atvinnuleysi hafi náð lágmarki og fari vaxandi. Mikill straumur útlendinga hefur verið til landsins vegna skorts á vinnuafli, en nú fjölgar mjög atvinnulausum út- lendingum. Það er afar óheppileg þróun og getur orðið skattgreið- endum kostnaðarsöm.    Sérfræðingur Vinnumálastofn-unar les út úr nýjum tölum að hægt hafi á vexti ferðaþjónustunnar úti á landi, sem er áhyggjuefni ef sú þróun heldur áfram.    Á sama tíma gerist það að flug-virkjar hjá stærsta fyrirtæki í ferðaþjónustu á Íslandi ákveða að leggja niður störf til að knýja fram kjarabætur. Land sem á orðið mikið undir ferðaþjónustunni getur ekki leyft sér að bjóða upp á ítrekuð verkföll eða verkfallshótanir lyk- ilstétta í ferðaþjónustu.    Og öllum má ljóst vera að at-vinnulífið er komið að þol- mörkum – og vel það – þegar launa- hækkanir eru annars vegar.    Þetta verður að hafa í huga í þeimkjarasamningum sem standa yfir og eru fram undan. Enginn yrði bættari með kröfugerð sem ylli koll- steypum. Og verkföll eru síst til þess fallin að bæta ástandið. Kollsteypurnar bæta ekki kjörin STAKSTEINAR Veður víða um heim 17.12., kl. 18.00 Reykjavík 2 alskýjað Bolungarvík 3 alskýjað Akureyri 2 skýjað Nuuk -5 léttskýjað Þórshöfn 5 heiðskírt Ósló -7 skýjað Kaupmannahöfn -1 þoka Stokkhólmur -4 heiðskírt Helsinki -2 snjókoma Lúxemborg 0 skýjað Brussel 3 léttskýjað Dublin 10 skýjað Glasgow 6 skýjað London 7 skúrir París 3 þoka Amsterdam 5 léttskýjað Hamborg 0 léttskýjað Berlín 1 skýjað Vín 2 skýjað Moskva 1 alskýjað Algarve 15 heiðskírt Madríd 9 léttskýjað Barcelona 11 léttskýjað Mallorca 12 léttskýjað Róm 7 heiðskírt Aþena 15 léttskýjað Winnipeg -8 léttskýjað Montreal -16 snjókoma New York 1 alskýjað Chicago 1 þoka Orlando 21 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 18. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:20 15:30 ÍSAFJÖRÐUR 12:07 14:53 SIGLUFJÖRÐUR 11:52 14:34 DJÚPIVOGUR 10:59 14:50 Mikið var um ölvun og akstur undir áhrifum á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Í tilkynningu frá lögreglu er greint frá mörgum slíkum málum sem upp komu, auk annarra verk- efna sem lögreglan þurfti að sinna. Í einu tilvikinu var óskað eftir aðstoð lögreglu á veitingastað í austurborg- inni, en þar neitaði viðskiptavinur að greiða fyrir þær veitingar sem hann hafði pantað. Á sömu slóðum var maður handtekinn í heimahúsi um miðja nótt, en sá hafði brotist inn á heimili og þegar húsráðandi kom fram í eldhús sat maðurinn þar og gæddi sér á afgöngum kvöldsins. Þá voru tveir ökumenn sem töluðu í símann án þess að nota handfrjálsan búnað við akstur stöðvaðir og ofan í kaupið voru þeir báðir með fíkniefni í pokahorninu. Mörg fleiri verkefni komu til kasta lögreglu á höfuðborgarsvæðinu á laugardagskvöld og aðfaranótt sunnudags eins og greint var frá á Twitter-síðu hennar í svokölluðu tístmaraþoni. Þar má nefna að lög- reglumenn fóru á heimili sem ólétt stúlka hafði flúið undan drukkinni móður. Þá var farið á veitingastað þar sem dyraverðir höfðu tak á manni sem þar hafði verið að áreita konur. Ekki er greint frekar frá málavöxtum en þó tiltekið að mað- urinn hafi aðeins verið í skó á öðrum fæti. sbs@mbl.is Áreitti konur í skó á öðrum fæti  Mikið um ölvun og læti í borginni  Braust inn og borðaði afganga í ókunnu húsi Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Forgangur Lögreglan á leið í útkall. Alls 300 milljónir króna vantar á næsta ári til rekstrar Heilbrigðis- stofnunar Suðurlands (HSu) og ósk- um um aukna fjármuni til rekstr- arins er ekki svarað í fjárlaga- frumvarpi. Þetta kemur fram í pistli sem Herdís Gunnarsdóttir forstjóri skrifar á vef stofnunarinnar. Skv. frumvarpinu fær Heilbrigðis- stofnun Suðurlands tæplega 4,1 milljarð kr. frá ríkissjóði á næsta ári. Hún er þó eigi að síður undir- fjármögnuð eins og aðrar sambæri- legar stofnanir úti á landi, segir for- stjórinn. Fyrir liggur nú að HSu fær 60 milljón kr. aukningu frá frum- varpinu sem lagt var fram í sept- ember af síðustu ríkisstjórn. Þeir peningar duga þó hvergi nærri til þess að halda í horfinu né til þess að gera raunhæfar rekstraráætlanir og því fylgja mikil vonbrigði. sbs@mbl.is Óskum er ekki mætt  Vill meira til HSu Velferð Sjúkrahúsið á Selfossi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.