Morgunblaðið - 18.12.2017, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. DESEMBER 2017
Sogavegi við Réttarholtsveg og Miklubraut
Opið kl. 9-18 virka daga | Sími 568 0990 | gardsapotek.is | appotek.is
Lágt lyfjaverð - góð þjónusta
Einkarekið apótek
Nú einnig netapótek: Appotek.is
Melania Trump, forsetafrúBandaríkjanna, bregðurekki út af hefðinni og sérum og stjórnar jólahaldi
Hvíta hússins. Hver forsetafrú setur sitt
mark á skreytingar hvers árs þar sem
ekkert er sparað til. Í ár hefur for-
setafrúin auk sjálfboðaliða og starfsfólks
hússins sett upp 53 jólatré, yfir 12 þús-
und skreytingar, tæpan fimm og hálfan
kílómetra af jólaseríum, 71 jólakrans og
fjöldann allan af piparkökuhúsum. Sjálf-
boðaliðar alls staðar að úr Bandaríkj-
unum koma til að skreyta húsið.
„Þetta er húsið okkar allra,“ sagði
Melania þegar hún þakkaði sjálf-
boðaliðum og starfsfólki við opnun húss-
ins eftir skreytingu.
Frá 1. desember hvert ár til 1. janúar
eru haldnir jólaviðburðir í húsinu og það
fallega skreytt.
Þetta verða fyrstu jól Trump-fjölskyld-
unnar í Hvíta húsinu en Melania
Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, hefur
haldið utan um og skipulagt skreytingar
hússins. Hver forsetafrú setur sinn svip á
jólaskreytingarnar.
Hvíta húsið Skreytingarnar þykja stílhreinar og fallegar. Á hverju ári er mikið lagt í að skreyta herbergi og ganga Hvíta hússins fyrir jólahátíðina líkt og myndirnar sýna.
AFP
Hvíta húsið komið í jólabúninginn
Allt frá árinu 1923 hafa forsetar
Bandaríkjanna tendrað ljósin á þjóð-
arjólatrénu (e. national Christmas
tree) í garði Hvíta hússins. Calvin
Coolidge var fyrstur til að tendra ljós
trésins en upphaflega var ætlunin að
ýta undir sölu rafmagnslýsinga á
jólatré. Fljótlega skapaðist þó sú
hefð að forsetinn tendraði ljós trés-
ins en það var ekki fyrr en í forsetatíð
Franklin D. Roosevelt að forsetinn
hélt stutta tölu í tilefni þess að ljósin
á trénu væru kveikt.
John F. Kennedy setti einnig mark
sitt á viðburðinn en sá glæsileiki og
kannski hátíðleiki sem fylgir tendrun
jólaljósa trésins er rakinn til forseta-
tíðar hans. Mögulega hefur Jacquel-
ine Kennedy haft eitthvað um það að
segja.
Í dag eru mikil hátíðarhöld í kring-
um tendrun jólatrésins og markar
hún mánaðar langa jólahátíð Hvíta
hússins en þangað sækja margir til
að sjá og upplifa jólastemninguna í
húsinu.
Donald Trump, 45. forseti Banda-
ríkjanna, tendraði ljós trésins ásamt
eiginkonu sinni, Melania Trump,
börnum og barnabörnum í byrjun
mánaðarins en þetta eru fyrstu jól
hans sem forseta í Hvíta húsinu.
Forsetinn sér um að tendra jólaljósin
Jólaskraut Hvíta húsið og þjóðartréð í forsetatíð Johns F. Kennedy.
Þjóðarjólatré Bandaríkjanna
Forsetafrú Melania
Trump stjórnaði jóla-
skreytingum í ár.