Morgunblaðið - 18.12.2017, Síða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. DESEMBER 2017
DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is
GÆÐI OG ÞÆGINDI
SÍÐAN 1926
DUX 6006 - SVÆÐISMEÐFERÐ
Í örfáum einföldum skrefum geturðu sett upp rúmið þitt til að mæta þörfum þínum.
BAKSVIÐ
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Stór og ljótur bolti byrjaði að rúlla í
byrjun október, þegar New York Tim-
es og New Yorker sviptu hulunni af
brotum bandaríska kvikmyndamó-
gúlsins Harvey Weinstein. Fljótlega
virtist eins og flóðgáttir hefðu opnast
og konur um allan heim – þar á meðal
á Íslandi – stigu
fram til að segja
frá alls kyns kyn-
ferðislegri áreitni
og ofbeldi sem
þær höfðu orðið
fyrir á vinnustað.
Eflaust er það
mörgum stjórn-
endum núna ofar-
lega í huga að
tryggja að þannig
hlutir gerist ekki á
þeirra vinnustað en eins og Jakob
Gunnlaugsson bendir á er um flókið
vandamál að ræða og ekki hægt að
benda á neinar töfralausnir til að finna
og uppræta áreitni og ofbeldi á milli
starfsmanna. „Það er ekki til nein al-
tæk lýsing á þeim sem gerast uppvísir
að svona hegðun, eða þeim fyrirtækj-
um þar sem áreitni og ofbeldi viðgang-
ast.“
Vitni láti í sér heyra
Jakob er sálfræðingur hjá Vinnu-
vernd og segir hann vænlegast til ár-
angurs að skapa vinnumenningu þar
sem samskipti eru opin og traust, og
bæði stjórnendur og starfsmenn finna
fyrir sameiginlegri ábyrgð við að finna
lausnir á verkefnum dagsins. Hann
bendir á að það sé í höndum allra
starfsmanna að skapa gott og upp-
byggjandi vinnuumhverfi: „Það hvílir
líka á þeim sem verða vitni að einelti,
áreitni eða ofbeldi að láta vita og láta í
sér heyra, því með því að gera ekki
neitt er í raun verið að samþykkja
þessa hegðun.“
Áríðandi er, að sögn Jakobs, að
stjórnendur viti líka hvernig á að
bregðast við ef starfsmaður kvartar
yfir óviðeigandi hegðun vinnufélaga
eða viðskiptavinar. „Sú skylda hvílir á
stjórnendum að innleiða viðbragðs-
áætlun, þannig að hægt sé að fást við
þessi mál á skjótan og faglegan hátt
þegar og ef þau koma upp. Viðbragð-
sáætlunin ætti m.a. að tiltaka hvaða
ferli fara í gang, og innan hvaða tíma-
ramma á að komast að niðurstöðu í
málinu og grípa til aðgerða.“
Oft er stjórnendum vandi á hönd-
um, enda um viðkvæm mál að ræða.
Þeir þurfa að fara gætilega enda verð-
ur að bregðast við á sanngjarnan hátt,
grípa til skjótra aðgerða en líka lág-
marka neikvæð áhrif á daglegan
rekstur. Jakob bendir á að þolendur
geti jafnvel stundum ákveðið að bíta á
jaxlinn og láta slæma hegðun yfir sig
ganga til að setja ekki starf deildarinn-
ar eða jafnvel fyrirtækisins alls í upp-
nám. „Þegar kvörtun berst þarf að
taka hana alvarlega, og kanna vand-
lega hvað liggur að baki. Ræða þarf
vandlega við þolandann og fara yfir
hans hlið á málinu, þá ræða við ger-
andann og möguleg vitni.“
Stundum óviljaverk
Stundum má leysa málin hratt og
vel, með afsökun og áminningu og seg-
ir Jakob að vissulega geti óæskileg
hegðun eins starfsmanns í garð annars
verið óviljaverk eða misskilningur. Er
gerandinn þá oftar en ekki fús að biðj-
ast afsökunar og leiðrétta hegðun sína.
„Í öðrum tilvikum þarf strax að grípa
til ráðstafana á borð við að gefa ger-
anda eða þolanda kost á að vinna ann-
ars staðar í fyrirtækinu, eða vinna að
heiman á meðan rannsókn stendur yf-
ir, og jafnvel setja gerandann strax í
frí frá störfum. Mismunandi er hvaða
áhrif svona mál hafa á þolandann;
sumir geta haldið áfram að sinna störf-
um sínum eins og áður en aðrir þurfa
að fara út úr því umhverfi þar sem
brotið átti sér stað.“
Starfsmenn sem telja á sér brotið
geta fengið aðstoð víða, og segir Jakob
að það geti verið gott fyrsta skref að
ræða við kollega eða næsta yfirmann.
„Ef yfirmaðurinn er gerandinn má
leita til mannauðsstjóra eða annarra
stjórnenda, ella til vinnuverndarfull-
trúa eða trúnaðarmanns stéttar-
félags.“
Ekki meiri skrifstofurómantík?
Sumum þykir það hluti af góðu and-
rúmslofti á vinnustað ef vinnufélagar
geta strítt hver öðrum, deilt klúrum
bröndurum inni á kaffistofunni eða
jafnvel stundað saklaust daður sín á
milli. Þá getur það alltaf gerst að neisti
kvikni á milli starfsmanna, og hafa ófá
farsæl sambönd byrjað á laumulegum
augnagotum yfir á næsta skrifborð.
Getur verið að skrifstofurómantíkin
eða góðlátlegur groddaskapur þurfi
núna að heyra sögunni til?
Jakob segir að vinnustaðir þurfi
ekki að vera með öllu litlausir en það
sé gott ef allir hafi það hugfast að
koma fram við bæði vinnufélaga og
viðskiptavini af virðingu og nærgætni.
„Með tímanum lærum við á annað fólk
og sjáum hvar það dregur mörkin. Það
sem einum getur þótt grín eða
skemmtilegt daður getur verið óvel-
komin áreitni í huga annars. Ef við för-
um óvarlega getum við meitt aðra án
þess endilega að ætla okkur það.“
Áreitnin tekin föstum tökum
Fyrirtæki þurfa að hafa viðbragðsáætlun svo tryggt sé
að rétt sé brugðist við ásökunum um áreitni eða ofbeldi
AFP
Reiði Kynferðislegri áreitni mót-
mælt í Hollywood í nóvember.
Jakob
Gunnlaugsson
David Cameron, fyrrverandi for-
sætisráðherra Bretlands, hefur
verið ráðinn til að stýra risasjóði
kínverskra stjórnvalda sem miðar
að því að bæta
flutningsleiðir á
milli Kína og
helstu viðskipta-
landa í Asíu,
Evrópu og Afr-
íku. Belt and
Road-verkefninu
(B&R) var
hleypt af stokk-
unum árið 2013
og en þá hét Xi
Jinping Kínaforseti því að verja
jafnvirði 124 milljarða dala í að
bæta samgöngur Kína við um-
heiminn.
Sjóðurinn sem Cameron mun
taka þátt í að stjórna hefur nú
þegar úr um það bil milljarði dala
að spila, að því er BBC greinir
frá. Standa vonir til að með B&R
takist að koma á betri lestar- og
vegasamgöngum svo að auðveld-
ara verði að flytja vörur frá Kína
eftir sex „gáttum“ sem liggja
munu inn í austur- og vesturhluta
Rússlands, vestur til Tyrklands og
suður til Singapúr, Indlands og
Pakistans. Jafnframt á að efla
siglingaleiðir frá Kína til Miðjarð-
arhafs.
Cameron sagði af sér á síðasta
ári þegar niðurstöður Brexit-
þjóðaratkvæðagreiðslunnar lágu
fyrir. Hann hefur ekki látið mikið
fyrir sér fara síðan þá og hefur
einkum beitt sér fyrir eflingu
rannsókna á heilabilun.
Í forsætisráðherratíð sinni lagði
Cameron ríka áherslu á bætt sam-
skipti Bretlands og Kína. Tilkynnt
var um ráðningu hans til B&R eft-
ir tveggja daga ferð fjár-
málaráðherrans Philips Hammond
til Kína um helgina. ai@mbl.is
AFP
Útrás Lestarmódel skoðað í Peking.
B&R er risastórt samgönguátak.
David Cameron í stjórn-
endahóp Belt and Road
Stórt og dýrt verkefni sem á að
bæta tengingar Kína við umheiminn
David
Cameron
Fyrrverandi starfsmaður skutlþjón-
ustunnar Uber sakar fyrirtækið um
að hafa starfrækt leynilega deild
sem hafði það verkefni að stela
leyndarmálum keppinauta og
stunda umfangsmiklar iðnaðar-
njósnir. Með þessu á fyrirtækið að
hafa sankað að sér miklu magni
gagna um tækni, ökumenn og
stjórnendur annarra fyrirtækja.
Þetta kemur fram í bréfi sem lagt
var fyrir dómstól í Kaliforníu sem
sönnunargagn í máli Waymo gegn
Uber. Waymo þróar tækni fyrir
sjálfakandi bíla sem fyrirtækið sak-
ar Uber um að hafa stolið.
Starfsmaðurinn sendi Uber um-
rætt bréf í maí á þessu ári en hann
hætti störfum hjá fyrirtækinu í febr-
úar eftir að hafa verið lækkaður í
tign. Starfsmaðurinn samdi síðar við
Uber um að fyrirtækið greiddi hon-
um 4,5 milljónir dala í bætur. Síðan
þá hefur hann sagt að sumt af því
sem kemur fram í bréfinu sé ekki
satt, þar á meðal ásakanir um stuld á
viðskiptaleyndarmálum Waymo.
Bréfið lýsir því m.a. hvernig Uber
lét starfsmenn sína þykjast vera
mótmælendur til að fá aðgang að
lokuðum nethópum andstæðinga
fyrirtækisins. Uber á einnig að hafa
sent útsendara sína á ráðstefnu sem
keppinautur hélt á ótilgreindu hót-
eli, til að hlera samtöl fólks, að því er
tækniritið Gizmodo greinir frá. Þá
er Uber gefið að sök að hafa fengið
starfsmenn keppinauta til að njósna
fyrir sig og leka til sín upplýsingum
um reksturinn.
Að sögn BBC á Uber að hafa sett
af stað rannsókn á ásökununum þeg-
ar þeim barst bréfið fyrr á árinu. Í
kjölfar þess að bréfið var gert op-
inbert á föstudag sendu stjórnendur
Uber frá sér yfirlýsingu þar sem
segir að ekki hafi tekist að sann-
reyna allar þær ásakanir sem fram
koma í bréfinu, og að nýjum stjórn-
endum fyrirtækisins sé mjög í mun
að stunda heiðarlega og sanngjarna
samkeppni.
Til stóð að hefja málflutning í máli
Waymo gegn Uber snemma í desem-
ber en réttarhaldinu hefur verið
frestað fram í febrúar vegna þeirra
ásakana sem fram koma í bréfinu.
ai@mbl.is
AFP
Áfall Bréf fyrrum starfsmanns Uber lýsir umfangsmiklum iðnaðarnjósnum.
Uber sakað um njósn-
ir og mútugreiðslur
Réttarhaldi hefur verið frestað fram
í febrúar í máli Waymo gegn Uber