Morgunblaðið - 18.12.2017, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. DESEMBER 2017
www.gjofsemgefur.is
PIPA
R\TBW
A
•
SÍA
•
133567
Þorgerður Anna Gunnarsdóttir
thorgerdur@mbl.is
Bandaríska varnarmálaráðuneytið
eyddi um 22 milljónum Bandaríkja-
dala, sem samsvarar um 2,3 milljörð-
um króna, í verkefni sem sneri að
rannsóknum á fljúgandi furðuhlutum.
Verkefnið, sem nefndist The Advan-
ced Aviation Threat Identification
Program, stóð yfir í fimm ár, eða frá
2007 til ársins 2012, þegar fjárveit-
ingum var hætt vegna annarra mikil-
vægari verkefna.
Takmarkaður fjöldi embættis-
manna vissi af verkefninu, en það var
hugarfóstur demókratans og þáver-
andi öldungadeildarþingmannsins
Harrys Reids, sem á þeim tíma fór
fyrir meirihluta þingsins. Bandaríska
dagblaðið New York Times afhjúpaði
verkefnið, en í samtali við blaðið sagð-
ist Reid ekki skammast sín fyrir að
hafa sett verkefnið af stað. Þvert á
móti hefur hann lýst því yfir að hann
sé stoltur af því og að hann hafi gert
nokkuð sem enginn hafi gert áður.
Þrátt fyrir að fjárveitingum til
verkefnisins hafi verið hætt árið 2012
segir Luiz Elizondo, sem stjórnaði
verkefninu, að starfsmenn varnar-
málaráðuneytisins hafi haldið rann-
sóknum sínum á furðuhlutunum
áfram samhliða öðrum störfum und-
anfarin fimm ár. Elizondo sagði upp
starfi sínu í október síðastliðnum og
gagnrýndi leyndina og andstöðuna
sem verkefnið hefur fengið. Í upp-
sagnarbréfi sínu spurði hann hvers
vegna ekki væri lagður meiri tími og
vinna í málið. Hann staðfesti að annar
fulltrúi hefði tekið við verkefninu en
vildi ekki greina frá því hver það hefði
verið.
Handviss um tilvist geimvera
Mestur hluti fjármagnsins sem
verkefnið hlaut fór til loftrýmisrann-
sóknarfyrirtækis sem rekið er af
milljarðamæringnum og góðvini
Reids, Robert Bigelow. Bigelow, sem
nú er í samstarfi við NASA, sagði í
viðtali fyrr á árinu að hann væri hand-
viss um tilvist geimvera og að fljúg-
andi furðuhlutir hefðu heimsótt jörð-
ina.
Í samstarfinu við fyrirtæki Bige-
lows var framleiddur fjöldi skýrslna
sem lýsa fljúgandi fyrirbærum sem
ferðuðust á miklum hraða með engum
sjáanlegum drifkrafti. Í höfuðstöðv-
um Bigelows í Las Vegas voru einnig
rannsakaðir ýmsir hlutir sem talið er
að hafi komið úr fljúgandi furðuhlut-
um, auk þess sem myndbönd af atvik-
um þar sem bandarískar herflugvélar
rákust á óskilgreinda hluti á ferðum
sínum voru skoðuð.
Efasemdir sérfræðinga
Stjarneðlisfræðingurinn Sara
Seager segir að þrátt fyrir að uppruni
hluta sé ókunnur þýði það ekki endi-
lega að þeir komi frá annarri plánetu
eða öðru sólkerfi. Þrátt fyrir það segir
hún mikilvægt að rannsaka óútskýrð
fyrirbæri vandlega, en að raunin sé sú
að oft séu slíkar ráðgátur óleysanleg-
ar.
James E. Oberg, fyrrverandi geim-
skipaverkfræðingur hjá NASA, sagði
að slíkir „fljúgandi furðuhlutir“ ættu
sér oft eðlilegar og „mannlegar“ skýr-
ingar. Sumir vildu fara óséðir um loft-
in.
Aðrar getgátur eru uppi um það
sem gæti hafa legið að baki rannsókn-
unum. Fyrrverandi starfsmaður
bandaríska þingsins, sem ekki vildi
koma fram undir nafni, segir í samtali
við Politico að þær hafi snúið að því að
kanna hvort erlend öfl, einkum rúss-
nesk eða kínversk, hefðu þróað nýja
kynslóð tækni sem ógnað gæti
Bandaríkjunum.
Furðuhlutir rannsakaðir
22 milljónum Bandaríkjadala varið í rannsóknir á fimm ára tímabili Standa
enn yfir þótt fjárveitingar hafi verið stöðvaðar Mikil leynd hvíldi yfir verkefninu
AFP
Pentagon Luiz Elizondo stjórnaði fljúgandi furðuhlutaverkefninu úr höfuðstöðvum varnarmálaráðuneytisins í Ar-
lington County í Virginíu. Rannsóknirnar standa enn yfir en fjárveitingar til þeirra hafa verið stöðvaðar.
Að minnsta
kosti átta létu
lífið og fjöldi
fólks særðist í
sjálfsmorðs-
sprengju- og
skotárás í
kirkju í Pak-
istan í gær.
Samtökin Ríki
íslams hafa lýst
árásinni á hendur sér.
Hún var gerð í borginni
Quetta, um 65 km frá afgönsku
landamærunum. Tveir árásar-
mannanna voru klæddir
sprengjuvestum og annar þeirra
sprengdi sig í loft upp en hinum
tókst það ekki.
PAKISTAN
Sjálfsmorðsárás í
miðri messu
Kirkjan í Quetta.
Hið minnsta 26
hafa látist í aur-
skriðum á eyj-
unni Biliran sem
tilheyrir Filipps-
eyjum í kjölfar
fellibylsins Kai-
Tak. Tuttugu og
þriggja er enn
saknað, auk þess
sem sjö til við-
bótar hafa látið
lífið á öðrum eyjum landsins.
Um 87.000 manns hafa þurft að
yfirgefa heimili sín vegna Kai-Tak,
en vindhviður fóru upp í allt að 80
km/klst. Fellibylurinn stefnir nú
frá Filippseyjum og töluvert hefur
dregið úr styrk hans.
FILIPPSEYJAR
26 manns létu lífið
í aurskriðum
Margir eiga erfitt
vegna veðursins.
Vladimír Pútín, forseti Rússlands,
hringdi í Donald Trump Bandaríkja-
forseta í gær, sunnudag, til þess að
þakka honum fyrir inngrip leyni-
þjónustunnar CIA sem kom í veg
fyrir hryðjuverkaárásir í Sankti Pét-
ursborg í Rússlandi.
Á föstudag gaf rússneska öryggis-
þjónustan FSB út yfirlýsingu þess
efnis að sjö meðlimir hóps á vegum
hryðjuverkasamtakanna sem kenna
sig við Ríki íslams hefðu verið hand-
teknir og hald lagt á töluvert magn
sprengiefna, vopna og áróðursritum
öfgahópa.
Mennirnir höfðu skipulagt árásir
á dómkirkju borgarinnar, sem og
önnur almenningssvæði. Árásin
hefði átt að eiga sér stað á laugar-
dag, en þökk sé gögnum sem CIA lét
FSB í té var mögulegt að koma í veg
fyrir hryðjuverkin.
Pútín lofaði Trump að ef Rússar
byggju yfir slíkum upplýsingum sem
gætu gagnast Bandaríkjunum
myndu þeir afhenda þær að sama
skapi. Auk þess bað hann Trump að
skila þökkum sínum til forstjóra
CIA og öðrum sem að málinu komu.
AFP
Forsetar Vladimír Pútín og Donald
Trump stinga saman nefjum.
Pútín þakkaði
Donald Trump fyrir
CIA kom í veg fyrir hryðjuverk
Ástralski ríkisborgarinn Chan Han
Choi hefur verið handtekinn vegna
gruns um viðskiptatengsl við
Norður-Kóreu. Maðurinn, sem er 59
ára gamall, er fæddur í Suður-Kóreu
en hefur verið búsettur í Sydney í
Ástralíu í um 30 ár.
Grunur leikur á því að maðurinn
hafi haft milligöngu um sölu á ýmsum
ólöglegum varningi tengdum vopna-
gerð og aflað yfirvöldum í Pjongjang
tuga milljóna Bandaríkjadala. Meðal
þess sem hann á að hafa stundað við-
skipti með eru tæki sem notuð eru við
gerð eldflauga. Vísbendingar eru um
að maðurinn hafi átt í samskiptum við
hátt setta embættismenn í N-Kóreu.
Á blaðamannafundi sem haldinn
var vegna málsins í gær sagði lög-
reglan að þrátt fyrir alvarleika máls-
ins þá ógnuðu aðgerðir mannsins ekki
íbúum landsins. Maðurinn gæti átt
yfir höfði sér allt að 10 ára fangelsis-
vist.
Handtekinn vegna
tengsla við N-Kóreu
Ástrali grunaður um viðskiptatengsl