Morgunblaðið - 18.12.2017, Síða 19

Morgunblaðið - 18.12.2017, Síða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. DESEMBER 2017 Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, bróðir og mágur, VILHJÁLMUR VILHJÁLMSSON húsasmíðameistari frá Brekku, Garði, lést sunnudaginn 10. desember. Hann verður jarðsunginn frá Útskálakirkju í Garði fimmtudaginn 21. desember og hefst athöfnin klukkan 13. Súsanna B. Vilhjálmsdóttir Tómas H. Jóhannsson Auður Ósk Vilhjálmsdóttir Davíð Arnórsson Halldór Vilhjálmsson barnabörn og aðrir aðstandendur Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, afi og langafi, BIRGIR ÖRN BIRGIS, Dalalandi 11, lést á Borgarspítalanum þann 11. desember síðastliðinn. Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 21. desember klukkan 13. Guðrún Hulda Birgis Kristján Þór Gunnarsson Birgir Svanur Birgis Ragnheiður H. Ragnarsdóttir Kristjana R. Birgis Mikael Fransson Tölgyes Anna Birgis Hjálmar W. Hannesson Margrét Birgis barnabörn og barnabarnabörn Móðir okkar og tengdamóðir, UNNUR KRISTJÁNSDÓTTIR frá Lambleiksstöðum, lést á Hjúkrunarheimilinu Skjólgarði þriðjudaginn 12. desember. Útför hennar fer fram frá Hafnarkirkju fimmtudaginn 21. desember klukkan 11. Jarðsett verður í Brunnhólskirkjugarði. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningasjóð Hjúkrunarheimilisins Skjólgarðs. Börn, tengdabörn og aðrir ástvinir Eiginkona mín, ELÍSABET GUTTORMSDÓTTIR frá Hallormsstað, andaðist fimmtudaginn 14. desember. Jarðarförin auglýst síðar. Páll Skúlason Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HERTHA MARÍA TÓMASDÓTTIR, Múlavegi 18, Seyðisfirði, lést á hjúkrunarheimilinu Fossahlíð Seyðisfirði 13. desember. Jarðsett verður frá Seyðisfjarðarkirkju fimmtudaginn 21. desember klukkan 14. María Richardt Jónsdóttir Ragnheiður Jónsdóttir Jóna Bára Jónsdóttir Sigurður Halldórsson barnabörn og barnabarnabörn  Fleiri minningargreinar um Kristbjörgu Sigjóns- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.  Fleiri minningargreinar um Nönnu Láru Peder- sen bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Kristbjörg Sig-jónsdóttir hjúkrunarfræð- ingur fæddist 26. maí 1925 í Héðins- höfða í Vest- mannaeyjum. For- eldrar hennar voru Sigjón Halldórsson, vélstjóri og tré- smiður frá Bakka á Mýrum í A-Skaft., f. 31. júlí 1888, d. 19. apríl 1931, og kona hans, Sigrún Runólfsdóttir frá Króki í Flóa, húsfreyja, f. 26. maí 1889, d. 11. ágúst 1991. Kristbjörg var tíunda í röð tólf systkina sem nú Jónsdóttir húsfreyja, f. 23. júlí 1886, d. 23. júlí 1975. Kristbjörg starfaði sem hjúkrunarfræð- ingur á Kleppsspítala, Sjúkra- húsi Hvítabandsins, sjúkrahúsi Sólheima, Grensásdeild, Öldr- unardeildinni í Hátúni og Hjúkr- unarheimilinu Skjóli. Börn Gísla og Kristbjargar eru: 1) Sigrún, f. 6. september 1953, gift Herði Geirlaugssyni og eiga þau fjögur börn, Gísla Geir, Guðna Má, Ernu Björk og Kristbjörgu Heiðrúnu, og níu barnabörn. 2) Tómas, f. 11. ágúst 1956, kvæntur Ingibjörgu Magnúsdóttur og eiga þau tvær dætur, Elínu Maríu og Guðnýju, og þrjú barnabörn. 3) Gísli Frið- rik, f. 8. júní 1960, kvæntur Birgit W. Hansen. Útför Kristbjargar fer fram frá Grensáskirkju í dag, 18. des- ember 2017, klukkan 13. eru öll látin. Krist- björg nam við Iðn- skólann í Eyjum 1939-1941, lauk námi frá Hjúkr- unarskóla Íslands í mars 1952. Eig- inmaður Krist- bjargar var Gísli Tómasson, fram- kvæmdastjóri í Reykjavík, f. 19. júlí 1927, d. 20. apr- íl 1998. Foreldrar hans voru Tómas Gíslason, bókhaldari og kaupmaður á Sauðárkróki, f. 21. október 1876, d. 12. október 1950, og kona hans Elínborg Það eru margar minningar sem koma fram í hugann þegar við hugsum um ömmu Kriss. Á heim- ili ömmu og afa var kyrrð og lítill asi, oft tókum við í spil, lékum okk- ur með tölur og hnappa sem hún hafði safnað í gegnum árin sem og slæðurnar hennar. Amma keyrði aldrei en var dugleg að fara með okkur í strætisvagni niður í bæ að gefa öndunum. Henni var umhug- að um að við færum aldrei svöng frá borði. Ósjaldan eldaði hún kjötfars, bjúgu eða fiskibollur í dós og alltaf fannst henni ísblóm tilheyrilegur eftirréttur. Gjarnan vorum við send úr heimsókn frá ömmu með banana handa hinum systkinunum. Hún var dugleg að fara með okkur í bakaríið að kaupa snúða, vínarbrauð og hun- angskökur og í seinni tíð fóru hún oft með okkur á hamborgara- og pitsustaði sem hún hafði lúmskt dálæti á. Minnisstæðar eru jafn- framt sandkökurnar sem hún bak- aði og amerísku engiferkökurnar sem hún setti á jólaborðið sem hún dró fram á aðventunni. Amma fylgdist vel með okkur alla tíð, var forvitin og spurði gjarnan frétta af öllum vinum okk- ar og gleymdi engum. Stundum spurði hún svo mikið að manni þótti nóg um. Þessi áhugi dvínaði ekki með árunum og var fram á síðasta dag og vissi hún alltaf hver var í hvaða prófi, ferðalagi eða veislu. Það var gaman að sjá og heyra hversu vel hún ræktaði vin- konur sínar og var þeim vinur í raun. Hún lagði upp úr að fólk væri í vönduðum fatnaði og tók eftir og spurði ef eitthvert okkar var í nýrri flík, ef einhver mætti í götóttum sokkum laumaði hún nýju pari að manni, næst þegar maður kíkti við. Það var ömmu erfitt að missa afa fyrir 19 árum, hún hafði ung misst bróður og föð- ur með stuttu millibili og kannski vann hún aldrei úr þeim sorgum. Manni duldist ekki að ömmu þótti vænt um mann, en engu að síður átti hún til bitran streng, eins og hún gæti aldrei orðið alveg sátt, hún átti erfitt með að tjá tilfinn- ingar sínar og stundum var hún sjálfri sér og þeim verst sem hún unni mest. Amma átti margar góðar stundir og dró gjarnan fram setn- ingar og sögur sem hún hafði heyrt vini og ættingja segja þá vikuna og yljuðu henni um hjarta- rætur. Á elliheimilinu undir það síðasta voru hennar bestu stundir þegar langömmubörnin komu í heimsókn og sögðu fréttir af leik- eða grunnskólanum og sungu fyr- ir hana. Engu skipti hvernig heils- an lék hana, ef langömmubörnin birtust gleymdist allt mótlæti og birti yfir henni. Við systkinin er- um þakklát fyrir að hafa átt ömmu Kriss að svona lengi og það er gott að lifa í þeirri trú að hún og afi hafi nú sameinast í ljósfaðmi eilífðar- innar. Bænin má aldrei bresta þig, búin er freisting ýmisleg. Þá líf og sál er lúð og þjáð lykill er hún að drottins náð. (Hallgrímur Pétursson) Gísli Geir, Guðni Már, Erna Björk og Kristbjörg Heiðrún. Kristbjörg Sigjónsdóttir ✝ Nanna LáraPedersen fædd- ist í Reykjavík 7. júní 1931. Hún lést á Hjúkrunarheim- ilinu Eir 5. desem- ber 2017 Foreldrar henn- ar voru Níels Ped- ersen, f. í Dan- mörku 3. desember 1885, d. 4 janúar 1952, og Salvör Jónsdóttir, f. í Reykjavík 27. október 1903, d. 8. desember 1989. Alsystkin Nönnu eru: Anna Margrét Pedersen Ingerbertsen, f. 1922, d. 2005. Guðrún Hansína Pedersen Sundet, f. 1923, d. 2003. Karen Kristín Pedersen Nielsen, f. 1925. Jóna Ingibjörg giftur Karlínu Friðgeirsdóttur. 2) Níels Sigurður, f. 1953, giftur Ragnheiði Valdimarsdóttur. 3) Sigrún, f. 1955, gift Ásgeiri Árnasyni. 4) Bryndís, f. 1956, sambýlismaður Þorvaldur Grét- ar Hermannsson. 5) Salvör Lára, f. 1961, gift Þorsteini Hilm- arssyni. Barnabörn Nönnu og Olgeirs eru 17 og barnabarnabörnin 30. Nanna starfaði í eldhúsi á Djúpavogi þegar þau Olgeir kynntust. Eftir að þau hófu bú- skap var Nanna heimavinnandi húsmóðir. Upp úr 1970 hóf hún störf hjá mági sínum, Stefáni Grími Olgeirssyni, sem var með mötuneyti í Hafnarhúsinu og mötuneyti fyrir Tollstjóra. Nanna tók við mötuneyti Tollstjóra fljót- lega og sá um það stærstan hluta starfsævinnar. Svo sá hún um mötuneyti kennara í Foldaskóla þar til hún fór á eftirlaun. Útför hennar fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 18. des- ember 2017, klukkan 13. Pedersen, f. 1928, d. 2010. Vilborg Ped- ersen, f. 1934, d. 2013. Guðgeir Ped- ersen, f. 1938. Auð- ur Pedersen, f. 1942. Systkini sam- feðra: Thora Karol- ine Marie Pedersen, f. 1910, d. 1921. Aage Kristinn Ped- ersen, f. 1921, d. 1961. Níels Hafsteinn Pedersen, f. 1913, d. 1973. Fjóla Pedersen, f. 1916, d. 2000. Kamilla Peder- sen, f. 1918, d. 1984. Nanna giftist árið 1952 Olgeiri Olgeirssyni, f. 29. mars 1929, d. 5. október 2017. Börn Nönnu og Olgeirs eru: 1) Reynir, f. 1951, Elsku mamma og pabbi. Nú er þessari jarðvist lokið. Það var stutt á milli ykkar, sléttir tveir mánuðir sem lýsir ykkar nána sambandi. Þetta er búið að vera nokkuð sérstakur ferill. Í tvígang vorum við systkinin kölluð á fund með læknum á Landspítalanum upp úr áramótum og látin vita að mamma lifði sennilega ekki dag- inn. En lífslöngunin var líffræði- legri stöðu sterkari og hún fékk nokkra ánægjulega mánuði til við- bótar. Þau voru bæði á hjúkrunar- heimilinu Eir en á sitt hvorri deild- inni. Pabbi með alzheimer sem versnaði mikið eftir að mamma lenti á spítala eftir áramótin. Mamma náði sér að einhverju leyti en honum hélt áfram að hraka. Mamma var mikið ein með okkur systkinin á okkar fyrstu árum því pabbi var sjómaður. Það voru áreið- anlega ekki alltaf rólegheitastundir því við gátum verið uppátækjasöm. Ég er mömmu mjög þakklátur fyrir hvernig hún leiddi mig og mótaði í gegnum fyrstur árin. Það er óborg- anlegt að hafa lært að bjarga sér með allt sem viðkemur heimilis- störfum. Mamma mundir alltaf eftir öllum afmælum hvort heldur það væru afmæli barna, barnabarna, barnabarnabarna, ættingja, vina eða atburða svo sem brúðkaupsaf- mæli og fleira. Hún einfaldlega elsk- aði veislur og var alltaf boðin og bú- in að leggja sitt af mörkum við að aðstoða þar sem tímamótum var fagnað. Það var í orðsins fyllstu merkingu að borðin svignuðu í þeim veislum sem hún hélt. Það var engin uppákoma það lítil að ekki væri rétt að halda veislu nema kannski þegar hún vildi fresta afmælunum mínum á nýársdag. En ég hafði sennilega fengið of mikið af genum frá henni og gaf það ekki eftir. Mamma og pabbi voru mjög vinnusöm og alltaf tilbúin að að- stoða þegar við systkinin stóðum í einhverjum framkvæmdum. Þegar ég var að byggja mættu þau alltaf bæði til þess að að- stoða, pabbi við smíðar, pípulögn eða múrverk og mamma sá um að allir fengju kaffi og mat á réttum tímum og hélt vinnusvæðinu hreinu. Elsku mamma og pabbi, það er að bera í bakkafullan lækinn að fara að fara yfir allar þær minn- ingar sem koma í hugann á stund sem þessari þannig að ég læt þetta nægja og þakka fyrir mig og mína. Ykkar verður minnst sem sam- rýmdra hjóna sem yfirleitt gerðu alla hluti saman og leiddust hönd í hönd. Hvílið í friði. Ykkar Níels Sigurður (Siggi). Nanna Lára Pedersen ✝ Ingibjörg Birnafæddist 28. jan- úar 1958. Birna varð bráðkvödd á heimili sínu 10. des- ember 2017. Blóðforeldrar hennar voru Svala Norðberg, f. 1936, d. 1987, og Viðar Alfreðsson, f. 1936, d. 1999. Stuttu eftir fæðingu var Birna ættleidd af Steingrími Þorsteins- Daniel Graves, f. 1963, og John Eric Graves, f. 1965. Fyrri maki og barnsfaðir Birnu var Jón Búason, f. 22. nóv- ember 1958. Barn þeirra er Svava María, f. 31. janúar 1982, eiginmaður Svövu er Kristján Árni Knútsson, f. 8. ágúst 1986. Birna Gekk í Menntaskólann við Hamrahlíð, svo fór hún í myndlistarnám og útskrifaðist sem grafískur hönnuður og vann lengi á auglýsingastofunni Auk við þá iðju. Birna vann í Noregi á hóteli í tvö sumur. Hún hóf svo störf á bókasafni Listasafns Ís- lands og starfaði þar til dauða- dags. Útför Birnu fer fram frá Foss- vogskirkju í dag, 18. desember 2017, klukkan 15. syni, f. 1917, d. 1988, og konu hans, Þuríði Svövu Stef- ánsdóttur, f. 1907, d. 1979. Fyrir áttu þau dótturina Helgu Fanný Ólsen. Hennar maki var Raymond Graves og saman áttu þau fjögur börn: Ameliu Svövu Graves, f. 1959, Katrínu Sig- rúnu Graves, f. 1961, Raymond Elsku fallega og góðhjartaða móðir mín, sem vildi allt fyrir alla gera og hjálpa öllum ef hún gat og mátti ekkert aumt sjá, er farin frá mér í hinsta sinn. Ég get ekki lýst sársaukanum sem fylgir því að missa móður sína, eina sem ég get sagt til að lýsa því er að líkja þessu við brotið hjarta. En hún móðir mín var algjör snilldarteiknari og skreytari, enda vann hún í mörg ár fyrir auglýsingastofuna Auk og var menntuð og útskrifuð sem auglýsingateiknari og grafískur hönnuður og henni fannst ekkert jafn skemmtilegt og að setjast nið- ur og teikna þótt það væri ekki nema eitthvert dútl og henni fannst æðislegt að dunda sér við að skreyta. Þegar ég var lítil fannst mér ekkert jafn skemmti- legt og heillandi og að horfa á hana teikna. En mamma gat ekki alltaf verið í góðu jafnvægi sökum þess að hún glímdi við þunglyndi og kvíða, stundum náðu þunglyndið og kvíðinn yfirhendinni í lífinu en hún gafst sko ekki upp og hætti aldrei að reyna að berjast á móti þessum veikindum og það komu tímar þar sem hún var alveg ofsalega glöð og hamingjusöm og það eru tím- arnir sem ég mun alltaf geyma í hjarta mínu. Lífið var ekki alltaf dans á rósum hjá okkur og það var stundum mjög erfitt að horfa upp á hana svona veika og geta ekki gert neitt til þess að hjálpa henni en ég reyndi mitt besta til að vera til staðar fyrir hana og hughreysta hana. Stundum náði ég að gleðja hana og koma henni í gott jafn- vægi en stundum var það bara ekki hægt og þá reyndi ég bara að vera hjá henni og segja henni að ég elskaði hana og knúsa hana eins mikið og hún þurfti á að halda. En núna get ég ekki knúsað þig, elsku mamma mín, þar sem þú ert orðin að fallegasta englin- um í himnaríki og mikið er hann Guð heppinn að hafa þig hjá sér. Skilaðu kveðju til allra hina fal- legu englanna sem eru fallnir frá og ég sendi ykkur knús frá öllum hér sem elska þig. Elsku mamma mín, ég elska þig meira en orð geta nokkurn tíma tjáð og ég sakna þín svo ofboðslega mikið að mig verkjar í hjartað en nú er tími til kominn að kveðja þig. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig, takk fyrir að berjast í öll þessi ár fyrir mig. Innilegar sakn- aðar- og ástarkveðjur. Þín dóttir, Svava María. Ingibjörg Birna Steingrímsdóttir  Fleiri minningargreinar um Ingibjörgu Birnu Stein- grímsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.