Feykir


Feykir - 17.11.2011, Blaðsíða 4

Feykir - 17.11.2011, Blaðsíða 4
4 Feykir 43/2011 Iþróttafréttir Feykis > www.feykir.is/ithrottir Tindastólsmenn báru sigurorð af Val Fyrstu stigin í hús ICELAND EXPRESS DEILDIN TINDASTÓLL 89 VALUR 82 Það kom að því að Tindastóll landaði sigri í Iceland Express- deildinni en útlendingaher- sveit Valsmanna gaf sig ekki fyrr en á síðustu mínútu í Síkinu sl. fimmtudagskvöld. Bæði lið voru án sigurs íyrir leikinn. Valsmenn komust yfir í byrjun leiks en fljótlega náðu heimamenn forystu og höfðu þeir sex stiga forystu að loknum fyrsta leikhluta. Stólarnir voru 5 stigum yfir í hálfleik, 46-41 og höfðu síðan frumkvæðið fram á síðustu mínútur en Valsmenn voru aldrei langt undan. Þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum komust Valsmenn yfir á ný en Stólarnir bitu í skjaldarrendur og snéru leiknum sér í hag og sigruðu 89-82. Sigurinn var kannski ekki fallegur en hann var kærkom- inn. Miller átti í heildina góðan leik, gerði 21 stig og lét boltann ganga betur en oft áður. Þá var Trey Hampton ágætur og var með 69% vítanýtingu sem er gott á þeim bænum. Þá var Rikki seigur, gerði nokkrar fínar gegnum- brotskörfur og var öryggið uppmálað á vítalínunni. LENGJUBIKARINN STJARNAN 102 TINDASTÓLL 80 Tindastóll spilaði við Stjörn- una í Garðabæ sl.sunnudags- kvöld í Lengjubikarnum. Stólarnir voru að spila ágætlega gegn sterkum and- stæðingi, voru yfir 42-41 í leikhléi en fjórði leikhluti var eign heimamanna og urðu lokatölur 102-80. Munurinn var aðeins tvö stig, 66-64, þegar fjórði leikhluti hófst, en á 150 sekúndna kafla gerði Stjarnan út um leikinn þegar þeir gerðu 18 stig í röð. Stigahæstir hjá Stólunum voru þeir frændur Svabbi (19) og Rikki (16)./Ó48 Skylmingar Hilmar Örn meistari Skagfirðingurinn og skylmingarkappinn Hilmar Öm Jónsson átti góða helgi á íslandsmeistara- mótinu í skylmingum með höggsverði. Hilmar Öm varð íslands- meistari í þremur flokkum en hann sigraði í flokki Junior (17-21 ára) Opnum flokki (21- 40 ára), Kadett (15-17 ára) og einnig var hann í sigurliði liðakeppninnar sem er Opinn flokkur. Þettamunveraífyrsta sinn ísöguskylmingaálslandi sem einn og sami maður nái að sigra í öllum þessum flokkum en Hilmar verður 17 ára í næsta mánuði. /PF ( ÁSKORENDAPENNINN ) berglindth@feykir.is Sigrún Dögg Pétursdóttir skrifar frá Hvammstanga Frábært þegar ungt fólk drífur sig út Þegar ég var 17 ára fengum ég og Brynja Ósk vinkona mín þá hugmynd að fara eitthvert út að vinna. Þetta byrjaði allt í janúar 1998, við vorum báðar hættar í skóla, höfðum verið á Króknum, og vissum svo sem ekkert hvað við ættum að fara að gera. Þá fer Regína, mamma hennar Brynju, að benda okkur á að fara eitthvert út að vinna. Við slógum til og fórum að sækja um á netinu. Svo var haft samband við okkur frá hóteli í Noregi og við gátum fengið vinnu þar. Um það bil viku seinna vorum við komnar tíl Noregs. Hótelið sem við unnum á er Scandic Hotel í Asker og unnum við þar við herþergisþrif, þetta var ágætís vinna og launin mjög góð, fannst okkur. Fyrst um sinn bjuggum við á hótelinu en fengum svo fljótíega leigt í kjallara hjá gömlum hjónum sem fannst mjög merkilegt að við værum frá Islandi. Það kom okkur mikið á óvart hvað fólki fannst merkilegt að við værum frá íslandi. Það var mjög gott að vera í Noregi, auðvelt að ferðast og ekki var það verra að það var stutt inn í Osló, þaðan sem við bjuggum. Eitt af því sem var svo gott við að vera í Noregi var auðvitað veðrið, það er miklu mildara og ég man bara ekki eftir að það hafi einhvem tímann verið vont veður þar miðað við okkar mælikvarða, meðan á dvöl okkar stóð. Það var hægt að fara og synda í sjónum og þegar sumarið kom, var þara hægt að vera úti á bolnum allan daginn, nánastalla daga. Við entumst nú ekkert voða lengi í Noregi, vorum komnarheim ílokjúlí þetta sama ár. Þó svo að þetta hafi verið stuttur tími þá hafði maður voðalega gott af þessu og mér finnst alltaf frábært þegar ungt fólk ákveður að drífa sig út, t.d. í skiptinám eða bara að vinna. Ég ætla að skora á Sigurbjörgu Þórunni Marteinsdóttur að koma með næsta pistil. Yngri flokkar Tindastóls í körfubolta Allt í jafnvægi Þrir yngri flokkar hjá Tindastóli í körfu skruppu suður yflr heiðar um síðustu helgi og kepptu í 2. umférð íslandsmótsins. Þetta voru 8. flokkur stúlkna, 8. flokkur drengja og 11. flokkur drengja. Stelpurnar í 8. flokki kepptu í Njarðvík í A-riðli. Þær eru ennþá án Lindu Þórdísar Róbertsdótt- ur sem verið hefur meidd í allt haust. Þær stigu þó vel upp að þessu sinni að sögn Hrafnhildar Sonju Kristjáns- dóttur þjálfara og allt annað að sjá til þeirra en í fyrsta mótinu. Strákarnir í 8. flokki kepptu í E-riðli í Heiðarskóla í Keflavík á laugardag og í Ásgarði Garðabæ á sunnudag. Leikin var tvöföld umferð þriggja liða og unnu strákarnir tvo og töpuðu tveimur. Þeir töpuðu báðum leikjunum fyrri daginn, en kvittuðu fyrir töpin með öruggum sigrum seinni daginn. Þá spilaði 11. flokkur í B-riðli í Smáranum í Kópavogi og voru þeir hársbreidd frá því að komast upp í A-riðil. Þeir unnu tvo og töpuðu tveimur naumlega. Því miður hefur stigaskor leikmanna ekki borist en verður sett inn um leið og það gerist. Nánar um úrslit leikjanna er að finna á Tindastóll.is. /PF ( LIÐIÐ MITT ) palli@feykir.is Zidane og Kristmar Geir W 3»!! ah 1 Nafn: Árni Einar Adolfsson. Heimili: Maltakur lb Garðabær. Starf: Hjá Fóðurblöndunni. Hvert er uppáhaldsliðið þitt í enska boltanum og af hverju? Tottenham, spila skemmtilegasta boltann og Kristján Baldursson (Danni sæti) heldur með þeim. Hefur þú einhvern tímann lent í deilum vegna aðdáunar þinnar á umræddu liði? Nei eiginlega ekki, nema þegar Aðalsteinn Arnarson er inní klefanum þá er hann eitthvað að reyna að tjá sig, heh:D. Hver er uppáhaldsleikmaðurinn fyrr og síðar? Zidane og Kristmar Geir Björnsson. Hefur þú farið á leik með liðinu þínu? Nei, því miður. Áttu einhvern hlut sem tengist liðinu? Já, ég á eina húfu. Hvernig gengur að ala aðra fjöl- skyldumeðlimi upp í stuðningi /orrENv\^ ^olspvjY- við liðið? Jónas bróðir er orðinn SPURSARI. Hefur þú einhvern tímann skipt um uppáhalds félag? Var United maður þegar ég var ungur og mikið í kringum Ingva Hrannar og co. Uppáhalds málsháttur? Margur er knár þótt hann sé smár. Einhver góð saga úr boltanum? Síðasta sumar var held ég bara nokkuð góð saga ; ) annað á beturheima íklefanum. Spurning frá Aðalsteini Arnar- syni. - Heldurðu að Tottenham nái Evrópusæti í ár eða eru þeir búnir að toppa undir stjórn Harry Redknapps? Svar... Já ég hef bullandi trú á þeim. Hvern viltu sjá svara þessum spurning- um? Hallgrím Inga Jónsson. Hvaða spurningu viltu lauma að við- komandi? Hvað ertu stór? ;)

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.