Morgunblaðið - 04.01.2018, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 4. J A N Ú A R 2 0 1 8
Stofnað 1913 3. tölublað 106. árgangur
GUNNHILDUR
Í BANDARÍSKU
DEILDINA
FJÖLBREYTNI
Í ERLENDUM
FJÁRFESTINGUM
KRISTJANA SYNGUR
MEÐ STÓRSVEIT
REYKJAVÍKUR
VIÐSKIPTAMOGGINN TÓNLEIKAR 30ÍÞRÓTTIR KNATTSPYRNA
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Nýjar tölur Tryggingastofnunar benda til að dreg-
ið hafi úr nýgengi örorku á Íslandi milli 2016 og
2017. Um 1.500 fengu 75% örorkumat í fyrra en
tæplega 1.800 árið 2016. Það er 16% samdráttur.
Jafnframt voru rúmlega 18.900 manns með 75%
örorkumat á Íslandi í byrjun þessa árs. Það var
fjölgun um á annað hundrað milli ára. Hefur fólki
með slíkt örorkumat fjölgað um 3.500 frá 2008.
Árið 2016 virðist vera hápunkturinn
Sérfræðingar Tryggingastofnunar sögðu nýju
tölurnar bráðabirgðatölur. Afturvirkni bótaréttar
á þátt í að tölurnar kunna að breytast. Þær eru vís-
bending um að árið 2016 skeri sig úr í nýgengi 75%
örorku. Þá fengu sem fyrr segir 1.800 það mat.
Athygli vekur að mun fleiri konur en karlar eru
með 75% örorkumat. Það bil jókst enn milli áranna
2016 og 2017. Alls 11.340 konur og 7.572 karlar
voru með slíkt mat í fyrra. Flestar konurnar, eða
rúmlega 2.200, eru 60-64 ára. Fleiri karlar 16-29
ára hafa slíkt mat en konur. Svo taka þær fram úr.
Nýjum
öryrkjum
fækkar
1.500 með 75% örorku-
mat í fyrra en 1.800 2016
MMikil fækkun nýrra öryrkja »6
Fjöldi þeirra sem fengu 75% örorkumat
2013 til 2017
Heimild: Tryggingastofnun
2013 2014 2015 2016 2017
1.254 1.233
1.469
1.791
1.507
Morgunblaðið/RAX
Íslandsferðir Guy segir að Ísraelar
dveljist hér lengur en aðrir.
Guy Gutraiman, framkvæmdastjóri
og eigandi ferðaþjónustufyrirtæk-
isins Another Iceland sem vaxið hef-
ur með ævintýralegum hraða síð-
ustu ár og sérhæft sig í sölu
Íslandsferða til Ísraela, sér sam-
svörun með reynslu sinni af því að
selja fasteignir í New York á síðasta
áratug og ferðamennskunni á Ís-
landi, einkum hvað hraðan uppgang
greinanna varðar.
Hætti á réttum tíma
„Ég byrjaði þegar verðið var lágt
en hætti rétt áður en húsnæðisbólan
sprakk, og fjármálakerfið hrundi,“
segir Guy og bætir við að sem dæmi
þá hafi hann selt pósthússtarfs-
manni einum þrjú hús þegar æðið
stóð sem hæst.
„Hún vildi verða fjárfestir og
leigusali. Lánin voru svo ódýr. Við,
eins og aðrir á þessum tíma, seldum
fólki þá hugmynd að hægt væri að
kaupa hús, leigja það út, og leigan
myndi svo borga afborganir af hús-
inu og útborgunina,“ segir Guy, en
eins og frægt er orðið sátu margir
eftir með sárt ennið þegar fjár-
málakerfið sprakk.
Guy segir að ferðabransinn sé
hinsvegar allt öðruvísi. Hér þurfi þó
að gæta að því að hugsa ekki bara
um að reyna að græða sem mest á
gestunum sem hingað koma.
»ViðskiptaMogginn
Selur þúsundir Íslandsferða
Vann við fasteignasölu í húsnæðislánabólunni í New York
Ráðgert var að fyrstu loðnuskipin héldu til
loðnuleitar og -veiða í gær og í nótt og haga
þau ferðum sínum að nokkru í samráði við
Hafrannsóknastofnun. Ákvörðun um brott-
för rannsóknaskipanna Árna Friðrikssonar
og Bjarna Sæmundssonar verður síðan tekin
í kjölfar frétta frá veiðiskipunum af loðnu-
frá Reykjavík í nótt og Víkingur í dag. Búast
má við að fleiri skip haldi fljótlega til veiða
þar sem gagnkvæmir fiskveiðisamningar Ís-
lands og Færeyja hafa ekki tekist. Ein-
hverjar útgerðir höfðu hug á að stunda kol-
munnaveiðar í færeyskri lögsögu nú í
ársbyrjun.
miðunum. Þriðja skipið tekur þátt í leiðangr-
inum í samvinnu Hafrannsóknastofnunar og
útgerðanna eins og í fyrra, en þá var það
grænlenska skipið Polar Amaroq.
Vilhelm Þorsteinsson hélt frá Akureyri í
gær og í nótt var ráðgert að Polar Amaroq
færi frá Neskaupstað. Þá átti Venus að fara
Morgunblaðið/Hanna
Loðnuskipin gerð klár til leitar og veiða í samráði við Hafrannsóknastofnun
Fyrstu skipin farin á haf út
Pattstaða er í kjaraviðræðum Fé-
lags íslenskra náttúrufræðinga
(FÍN) og Samninganefndar ríkisins
en árangurslaus sáttafundur var
haldinn í gær.
Maríanna H. Helgadóttir, for-
maður FÍN, segir að ekkert nýtt
hafi komið fram á fundinum í gær.
Ekki er reiknað með öðrum sátta-
fundi fyrr en eftir tvær vikur.
FÍN stendur fast á kröfunni um
að lágmarkslaun félagsmanna verði
leiðrétt í 400 þús. kr. ,,Þessi krafa
okkar hefur verið rædd aftur og
aftur á fundum okkar með SNR og
ljóst að það er pattstaða hjá okkur
og engar lausnir í sjónmáli,“ segir
hún.
Katrín Sigurðardóttir, formaður
Félags geislafræðinga, segir að fé-
lagið horfi m.a. til breytinga sem
urðu á lífeyriskerfinu á nýliðnu ári.
„Við teljum að það hljóti að vera
kominn tími til að leiðrétta launin.
Það voru gerðar breytingar á
lífeyriskerfinu. Fyrir vikið eru líf-
eyrisréttindi opinberra starfs-
manna lakari en áður. Ef þau rétt-
indi hafa verið færð til jafns við
almennan markað hlýtur það að
skapa viðmið um laun,“ segir Katr-
ín. » 14
Pattstaða er í kjara-
deilu FÍN og ríkisins
Næsti sáttafundur eftir tvær vikur