Morgunblaðið - 04.01.2018, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2018
Frá og með janúar 2018 hækkar
verð á áskrift að Morgunblaðinu.
Full mánaðaráskrift, sem felur í sér
sjö blöð í viku, aðgang að vefútgáfu
Morgunblaðsins, aðgang að Hljóð-
mogganum, auk snjalltækjaútgáfu,
kostar nú 6.597 kr.
Blað í lausasölu kostar 608 kr. á
virkum dögum, en helgarblöðin
kosta 1.050 kr. í lausasölu.
Áskriftarverð
Bláu húsin v/Faxafen
Sími 553 7355 • www.selena.is • Selena undirfataverslun • Næg bílastæði
t
Bikiní - Tankini
Sundbolir
Söfnum í neyðarmatar-
sjóð fyrir jólin til matarka
hjá Fjölskylduhjálp Íslands
fyrir þá fjölmörgu sem lægstu
framfærsluna hafa.
Þeim sem geta lagt okkur lið
er bent á bankareikning
0546-26-6609,
kt. 660903-2590.
Fjölskylduhjálp slands, Iðufelli 14 Breiðholti
og Baldursgötu 14 í Reykjanesbæ.
Neyðarsöfnun í
fyrir jólin
Guð blessi ykkur öll
Við erum á Facebook
Laugavegi 82 | 101 Reykjavík
Sími 551 4473
Hlýleg ullar-
og silkinærföt
//////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////
Ungur maður, sem réðst á tvo
eldri borgara á níræðisaldri við
Sléttuveg á nýársdag, hefur verið
úrskurðaður í gæsluvarðhald til
31. janúar. Óskað var eftir gæslu-
varðhaldi á grundvelli almanna-
hagsmuna og féllst héraðsdómari
á beiðni lögreglunnar. Maðurinn
var í annarlegu ástandi er hann
réðst inn í íbúð konunnar síðdegis
á nýársdag og veitti henni
áverka. Samkvæmt. upplýsingum
frá lögreglunni kom nágranni
konunnar henni til aðstoðar en
ungi maðurinn veitti honum einn-
ig áverka. Gestir sem staddir
voru í húsinu náðu að halda of-
beldismanninum þangað til lög-
regla kom, handtók hann og
færði í fangageymslur.
Árásarmaðurinn úr-
skurðaður í gæslu-
varðhald út janúar
„Við munum ekki sjá faraldra hér,
nema eitthvað sérstakt gerist, en við
megum alveg búast við að hér komi
áfram upp stök tilfelli, á meðan svona
mikið er um mislinga í Evrópu og
heiminum öllum,“ segir Þórólfur
Guðnason, sóttvarnalæknir hjá emb-
ætti Landlæknis. Mislingafaraldur
geisar nú í Gautaborg í Svíþjóð.
Tólf einstaklingar hafa smitast í far-
aldrinum í Gautaborg en hann er
mesti mislingafaraldur sem upp hefur
komið í Svíþjóð í mörg ár. Hans varð
fyrst vart í byrjun desembermánaðar
eftir að óbólusettur einstaklingur leit-
aði til heilbrigðisstofnunar. Hann
reyndist smitaður af mislingum. At-
huganir hafa sýnt að allmargir hafa
smitast, þar á meðal starfsmaður á
Sahlgrenska sjúkrahúsinu. Þar hefur
verið beitt einangrun og gripið til ým-
issa ráðstafana til að hindra útbreiðslu
smitsins.
Bólusetning besta vörnin
„Þetta er angi af því sem hefur verið
að gerast undanfarin ár í Evrópu. Það
er svo mikið flæði af fólki að það koma
upp mislingafaraldrar. Það kemur
ekki á óvart. Við erum heppin að hafa
sloppið svona vel,“ segir Þórólfur.
Hér hafa komið upp stök mislinga-
tilfelli síðustu ár
eftir að ekki hafði
orðið vart við misl-
inga í mörg ár. Á
síðasta ári komu
upp þrjú tilfelli
sem öll eiga upp-
runa sinn erlendis.
Þórólfur segir
að vegna þess
hversu vel þjóðin
sé bólusett sé ekki
hætta á mislingafaraldri hér. Bólu-
setning sé langbesta vörnin og henni
verði að halda áfram. Hún nái ekki að
verja alveg alla og því geti einhverjir
sýkst. Bólusetningin dragi hins vegar
mjög úr hættunni á faraldri.
Allir séu fullbólusettir
Alltaf er alvarlegt þegar
heilbrigðisstarfsfólk sem er í beinum
samskiptum við sjúklinga smitast af
mislingum, eins og gerðist í Gauta-
borg. Hætta er á að sjúklingar og
starfsmenn smitist. „Við höfum verið
að leggja áherslu á að allir heilbrigð-
isstarfsmenn sem eru í sambandi við
sjúklinga hér séu fullbólusettir. Það
skiptir öllu máli því það er svo mikið
flæði inn á þessar stofnanir,“ segir
Þórólfur. helgi@mbl.is
Ekki talin hætta
á faraldri hér
Þórólfur
Guðnason
Mislingafaraldur sem geisar í
Gautaborg vekur ugg þar í landi
Hámark greiðslna úr Fæðing-
arorlofssjóði til foreldra í fæðing-
arorlofi hefur verið hækkað um 20
þúsund krónur á mánuði og fer í
520 þúsund krónur. Það var gert
með reglugerð sem Ásmundur Ein-
ar Daðason, félags- og jafnrétt-
ismálaráðherra, hefur gefið út. Tók
hún gildi nú um áramótin.
Í frétt á vef stjórnarráðsins segir
ráðherra að þarna sé stigið fyrsta
skrefið í áformum stjórnvalda um
aukinn stuðning við barna-
fjölskyldur í
landinu með
hækkun orlofs-
greiðslna og
lengingu fæðing-
arorlofsins. Til
standi að endur-
skoða kerfið sem
haldi utan um
þessi mál.
Breytingarnar
fyrrnefndu ná til
foreldra barna sem fædd eru, ætt-
leidd eða tekin í varanlegt fóstur 1.
janúar eða síðar. Þannig hækka
lágmarksgreiðslur fyrir 25-49%
starf úr 118.335 kr. í 123.897 kr.
Lágmarksgreiðsla fyrir 50-100%
starf hækkar úr 164.003 kr. í
171.711 kr. Fæðingarstyrkur for-
eldra utan vinnumarkaðar eða í
minna en 25% starfi hækkar úr
71.563 kr. í 74.926 kr.
Fæðingarstyrkur til foreldra í
fullu námi hækkar úr 164.003 kr. í
171.711 kr.
Hámarksgreiðslur hækka
Fæðingarorlofsgreiðslur fara í 520 þúsund krónur
Ásmundur Einar
Daðason