Morgunblaðið - 04.01.2018, Blaðsíða 13
Morgunblaðið/Hari
hennar, en þau byggjast á því að
Rakel hefur flokkað orðin.
„Fullorðnu nemendurnir sem
ég kenni eru oft mjög uppteknir af
íslensku málfræðinni, sem þeir eiga
erfitt með að skilja og tileinka sér,
en myndorðaspjöldin mín eru ein-
mitt tæki sem allir sem læra ís-
lensku sem annað mál geta nýtt sér.
Ég hef prófað þetta á mínum nem-
endum og komist að því að þetta
virkar vel. Það er hægt að nýta
þetta á fjölbreyttan hátt, til dæmis
til að byggja upp orðaforða á fyrsta
stigi, síðar er hægt að nota þetta inn
í einfaldar setningar og svo áfram
stig af stigi, til að æfa nútíð og þátíð,
sem og öll þau málfræðiatriði sem
tengjast sagnorðunum og nafnorð-
unum. Ég var búin að prufukeyra
sagnirnar meira en nafnorðin og
það var frábært að sjá hversu vel
þetta virkaði, því hluti af tungu-
málanáminu er að búa til sínar eigin
setningar. Ef ég væri að læra rúss-
nesku eða annað mál gjörólíkt ís-
lensku, þá er ekki víst að ég væri
með þær sagnir og orð á takteinum
sem ég væri búin að læra á fyrsta
stigi, hvað þá hvernig ég ætti að
beygja orðin. Myndorðaspjöldin
henta vel við slíkar aðstæður, ég læt
nemendur til dæmis draga spjöld og
þá gefst þeim tækifæri til að læra
nýjar sagnir,“ segir Rakel og bætir
við að nemendur taki stundum
myndir á símana sína af spjöldunum
og þannig geti þeir æft sig heima.
Að tala ekki sama og skrifa
Rakel segir að það geti tekið
langan tíma að ná tökum á nýju
tungumáli þegar ekki er hægt að út-
skýra á öðru tungumáli og nemandi
er ekki læs á latneskt stafróf og
kann ekki heldur að skrifa það. „Það
seinkar mjög ferlinu, en það er
mjög persónubundið hvað það tekur
langan tíma. Ég hef verið að kenna
nemendum sem komast á fjórða til
fimmta stig á einu til tveimur árum,
sem er mjög góður námsárangur.
En það er annað að læra að tala
nýtt tungumál en að lesa og skrifa.
Sumir geta kannski tekið þátt í ein-
földum samræðum og gert grein
fyrir sjálfum sér á íslensku eftir eitt
til tvö námskeið, en hafa samt mjög
takmarkaðan orðaforða. Þetta tekur
allt sinn tíma.“
Nýtist í grunnskólunum
Rakel segir að fólk hafi nefnt
það við sig að myndorðaspjöldin
gætu einnig nýst öðrum hópum en
erlendum nemendum, til dæmis
börnum sem glíma við málþroska-
raskanir, fullorðnum alzheimer-
sjúklingum og einstaklingum sem
hafa orðið fyrir málstoli m.a. vegna
heilablóðfalls.
„Ég veit að til er efni, myndir
og annað, sem er verið að nota í
iðju- og þroskaþjálfun, svo ég giska
á að spjöldin mín gætu líka nýst á
þeim vettvangi. Og þó ég nýti þetta
efni til kennslu með fullorðnum, þá
er ég nú þegar búin að selja nokkra
kassa til grunnskóla, því þar eru
mörg börn sem læra íslensku sem
annað tungumál. Ég sé fyrir mér að
þetta námstæki kæmi sér vel þar,
því í grunnskólum á Íslandi eru er-
lendir nemendur sem hafa ekkert
annað tungumál en sitt eigið. Þetta
eru ungir krakkar sem eru fljót og
opin fyrir lærdómi og svona mynda-
spjöld hljóta að flýta töluvert fyrir
náminu.“
Ómældar vinnustundir
Rakel segist hafa unnið
undanfarin tvö ár að þróun
og gerð myndorðaspjald-
anna en hún fékk styrk til að
vinna að verkefninu hjá
Fræðslusjóði framhalds-
fræðslunnar. „Stór hluti
þeirra peninga fór í prentun-
ina, en það liggja ómældar
vinnustundir að baki þessu hjá
mér. Ég prófaði ýmislegt fleira
sem ekki var hægt að gefa út í
kassanum í þetta sinn, en ef til vill
geri ég síðar framhald, það fer eftir
viðtökunum.“
Myndorðaspjöldin fást ekki í
búðum, en hægt er að panta þau á
vefsíðunni islenskunaman.word-
press.com og þar er fjallað um
myndorðaspjöldin undir val-
hnappnum: Námsefni.
Myndorðaspjöldin Flokkar íslenskra nafnorða, kvenkyn, karlkyn og hvorugkyn.
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2018
Veit á vandaða lausn
Verið velkomin í verslun okkar
Opið virka daga kl. 8:30–17:00
Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is
fastus.is
MIKILVÆGUR
STUÐNINGUR
Bjóðum mikið úrval af vönduðum stuðningshlífum á góðu verði.
Kíktu til okkar og við aðstoðum þig við að finna réttu lausnina fyrir þig.
ÖKKLAHLÍF MJÓBAKSSPELKUR OLNBOGASPELKA
Vinnur á móti bjúgmyndun og bólgu.
Þægileg að vera í og gengur í flesta
skó. Notast eftir tognun og sem
fyrirbyggjandi.
Henta við miklum, langvarandi
bakverkjum og/eða óstöðugleika
í mjóbaki, útbungun á brjóski,
brjósklosi eða stenosu.
Olnbogaspelka sem vinnur á móti
bjúgmyndun. Notast m.a við tognun
í olnboga, tennis/golfolnboga eða
gigt í olnboga.
Nú í samn
ingi við
Sjúkratry
ggingar
Íslands
Ísbjörn Að sjálfsögðu mætti
einn ísbjörn til leiks, í úlpu.
Kalt Einhver hrollur var í þessari konu en hún brosti þó og geislaði af hreysti.
Svalur Þessi maður skartaði glæsilegri
glimmergrímu og ógnarflottum sundbol.
Myndorðaspjöldunum er skipt niður í alls níu beygingarflokka nafnorða
og sagnorða. Spjöldin eru alls 720; 306 sagnorðaspjöld í þremur
beygingarflokkum og 414 nafnorð í sex beygingarflokkum. Þau eru öll
saman í einum kassa en beygingarflokkunum haldið aðskildum hverjum í
sinni öskju. Aftan á spjöldunum kemur beygingin fram.
Aftan á sagna-spjöldunum er aðeins beygingin í nú-
tíðinni sýnd.
Hugmyndin að spjöldunum
er byggð á kennslu-
fræðihugmynd sem
mætti kalla athafna-
nám á íslensku (learn-
ing by doing) og svo
hinni rótgrónu hugmynd
að við lærum best með
endurtekningunni.
Lærist með endurtekningu
ÍSLENSKUNÁMAN GEYMIR MYNDORÐASPJÖLD
Kennari Rakel Sigurgeirsdóttir
hefur kennt íslensku sem annað
tungumál í mörg ár.