Morgunblaðið - 04.01.2018, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.01.2018, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2018 Guðrún Erlingsdóttir Ingveldur Geirsdóttir Útsölur eru hafnar í verslunum að lokinni góðri jólaverslun. Fram- kvæmdastjóri Kringlunnar, Sigur- jón Örn Þórsson, segir að útsölur hafi hafist formlega í Kringlunni 2. janúar og þær standi til sunnudags- ins 4. febrúar. Hinn 5. febrúar verði svo útsölulok á göngum Kringlunn- ar. „Fram að þeim tíma verður bull- andi útsala í gangi í húsinu með af- slátt í byrjun frá 30-50% sem mun aukast þegar nær dregur útsölulok- um,“ segir Sigurjón, verslanirnar auglýsi oft þegar frekari verðlækk- anir verða. Gjafakort eiga að gilda allt árið í Kringlunni en eitthvað er breytilegt milli verslana þegar kemur að því að nýta innleggsnótur á útsölum, að sögn Sigurjóns. Uppsveifla Tinna Jóhannsdóttir, markaðs- stjóri Smáralindar, segir að útsölur hafi byrjað af fullum krafti 2. janúar og standi fram í febrúarbyrjun. „Mér sýnist afslátturinn vera allt að 50% í flestum verslunum. Við end- um á gangamarkaði og þá hefur verðið lækkað töluvert,“ segir Tinna. Hún segir að góð aðsókn hafi verið í húsið fyrir jólin og virðist ætla að halda áfram á útsölunum. „Árið 2017 var í heild virkilega gott. Ég held að breytingar á húsnæðinu undanfarin ár og nýjar verslanir sem komið hafa í húsið hafi haft sitt að segja um auknar heimsóknir í Smáralindina, auk þess sem nú er greinilega ákveð- in uppsveifla.“ Á Glerártorgi á Akureyri hófust útsölur í fyrradag eins og víðar og standa fram til fyrstu helgarinnar í febrúar. Koma, vera og njóta Útsölur eru líka farnar af stað í miðborginni og verða þær kynntar markvisst til leiks í kringum langan laugardag um næstu helgi, að sögn Jakobs Frímanns Magnússonar, framkvæmdastjóra Miðborgarinnar okkar. „Útsölurnar eru með vaxandi þunga að bresta á núna. Það eru bæði útsölur og sértilboð með af- slætti á bilinu 15 til 50%.“ Lengri afgreiðslutími er alltaf í verslunum miðborgarinnar fyrsta laugardag hvers mánaðar og verður það líka næsta laugardag. Jakob Frí- mann segir að verið sé að skoða að hafa sérhvern laugardag langan hér eftir vegna breyttra aðstæðna frá því að byrjað var að hafa lengur opið á laugardögum fyrir 25 árum. Kaupmenn í miðborginni eru sátt- ir við jólaverslunina. „Það er almenn ánægja meðal rekstraraðila yfir jóla- vertíðinni og hvernig það gekk allt saman upp. Þorláksmessa líka aldrei verið stærri og öflugri en núna og þá þökkum við veðurguðunum pent fyr- ir okkur,“ segir Jakob Frímann. „Miðborgin er staður til að koma, vera og njóta í einstöku og lifandi umhverfi.“ Morgunblaðið/Hanna Búðarferð Útsölur taka nú við af jólaversluninni sem gekk vel í ár að sögn kaupmanna á höfuðborgarsvæðinu. Útsölur bresta á núna með vaxandi þunga  Allt að 50% afsláttur í verslunarmiðstöðvum og miðborg Morgunblaðið/Hari Líflegt Útsöluskiltin lífga upp á Kringluna ásamt jólaskrautinu. Útsölur standa víðast hvar fram í byrjun febrúar og enda með götumarkaði. Umhverfisstofnun (UST) varaði í gær við svartri starfsemi þar sem ýmiskonar snyrtiþjónusta o.fl. er auglýst án þess að viðkomandi hafi fengið starfsleyfi. Hvetur stofnunin neytendur til að vera á varðbergi gagnvart þessum auglýsingum en þetta er vandamál sem hefur færst í vöxt með aukinni notkun samfélags- miðla og snjallsímaforrita, að sögn Gunnars Alexanders Ólafssonar, sérfræðings hjá UST. Margir hafa ekki tilskilið leyfi „Við vildum benda fólki á að marg- ir þeir sem eru að auglýsa svona þjónustu eru ekki með tilskilið leyfi fyrir rekstrinum,“ segir hann. Þetta geti verið mjög alvarlegt öryggismál í sumum tilfellum ef um leyfislausan rekstur er að ræða þar sem er t.d. boðið upp á húðflúr eða snyrtingu á nöglum o.fl. og gera verði sjálfsagða kröfu um að tilskilin þekking og reynsla sé til staðar og að unnið sé eftir ákveðnu verklagi sem fram komi í starfsleyfi. Í viðvörun UST er bent á að ef þjónusta er sótt til snyrtistofu, til dæmis naglaásetning, er ekki unnt að tryggja að kröfur um aðbúnað, hreinlæti og sóttvarnir séu uppfyllt- ar ef ekki hefur verið sótt um starfs- leyfi. Rakarastofur, hárgreiðslustof- ur, nuddstofur og aðrar snyrtistofur s.s. naglaásetningarstofur og stofur þar sem fram fer húðgötun, húðflúr og húðrof, falla undir ákvæði laga um hollustuhætti og mengunarvarn- ir. Gunnar minnir á þá grundvallar- reglu að þegar menn fara á rakara- stofu eða snyrtistofu þá á starfs- leyfið að blasa við á áberandi hátt upp á vegg. Ef það er ekki sýnilegt getur hver og einn beðið um að fá að sjá starfsleyfið. Komi ljós að það vantar ætti enginn að leggja leið sína inn á slíkan stað. omfr@mbl.is Vara við svartri snyrtiþjónustu  Alvarlegt öryggismál, segir Umhverfisstofnun  Óvíst að kröfum um hreinlæti og sóttvarnir sé fylgt ef starfsleyfi vantar T́hinkstock.com Handsnyrting Varað er við að svört starfsemi finnist í snyrtiþjónustu. ÚTSALA 38 ÞREP Laugavegi 49 / sími 561 5813 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Alls fengu 1.507 einstaklingar úr- skurðað 75% örorkumat á Íslandi í fyrra, eða um 16% færri en 2016, samkvæmt bráðabirgðatölum sem Morgunblaðið fékk frá Trygginga- stofnun. Alls fékk 1.791 einstaklingur slíkt mat úrskurðað árið 2016 sem var það mesta í sögunni. Virðist því hafa dregið úr nýgengi örorkumats. Árið 2017 var svipað og árið 2015 í þessu tilliti. Þá voru um 1.470 manns úrskurðaðir með 75% örorkumat. Heldur færri fengu slíkt mat árin 2010 til 2014. Alls 18.912 einstaklingar Á mánudag, nýársdag 2018, voru 11.340 konur með 75% örorkumat en 7.572 karlar, samtals 18.912 einstak- lingar. Það er óveruleg aukning frá janúar í fyrra. Þá voru 11.241 kona og 7.546 karlar með slíkt mat. Það voru samtals 18.787 einstaklingar. Hjá Tryggingastofnun fengust þær upplýsingar að taka skyldi þess- um tölum með fyrirvara. Til dæmis ætti eftir að leiðrétta þær fyrir aftur- virkni réttinda hjá umsækjendum. Tölurnar væru því ekki endanlegar. Minna hlutfall af íbúafjölda Þessi þróun bendir til að hlutfall einstaklinga með 75% örorkumat af íbúafjöldanum hafi lækkað. Hinn fyrsta janúar í fyrra voru landsmenn alls 338.349 talsins. Hlutfallið var þá 5,55%. Til samanburðar bjuggu 346.750 manns á landinu í lok þriðja fjórðungs í ár. Miðað við þann íbúa- fjölda er hlutfall fólks með 75% örorkumat komið niður í 5,45%. Lík- legt er að landsmönnum hafi fjölgað á fjórða fjórðungi í fyrra og hlutfallið þá lækkað enn frekar frá 2016. Fjöldi með 75% örorkumat 2008-18 eftir kyni Allir sjúkdómsgreiningaflokkar, í janúar hvert ár Heimild: Tryggingastofnun 20 17,5 15 12,5 10 7,5 5 2,5 0 þúsund Konur Karlar 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 15,4 15,9 16,2 16,2 16,6 17,0 17,4 17,8 18,5 18,8 18,9 Nýgengi örorku 2007 til 2017 Fjöldi þeirra sem fengu 75% örorkumat Heimild: Tryggingastofnun 1.600 1.200 800 400 0 1.247 1.342 1.525 1.243 1.162 1.272 1.254 1.233 1.469 1.791 1.507 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 Mikil fækkun nýrra öryrkja  Nýgengi öryrkja minna 2017 en 2016 Ljósmynd/Ómar Óskarsson Borgin Nýjum öryrkjum fækkar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.