Morgunblaðið - 04.01.2018, Page 10

Morgunblaðið - 04.01.2018, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2018 Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt Guðni Einarsson gudni@mbl.is Aldursgreining vængja af rjúpum sem veiddar voru á liðnu hausti sýnir að viðkoma rjúpna var góð í fyrra á Norðausturlandi og á Vest- fjörðum en lakari annars staðar. Í byrjun þessa árs var Nátt- úrufræðistofnun Íslands búin að aldursgreina 2.487 rjúpnavængi og var búist við að stofnuninni myndu berast 500 til 1.000 vængir til við- bótar. Samkvæmt aldursgreiningunum vegnaði rjúpunni best á Norðaust- urlandi og voru þar 11,9 ungar á hvern kvenfugl í fyrra. Staðan var næstbest á Vestfjörðum þar sem voru 7,7 ungar á hvern kvenfugl eins og sést í meðfylgjandi töflu. Flugfjaðrir sýna aldurinn Hægt er að greina á milli rjúpna sem eru á fyrsta ári og eldri fugla af lit flugfjaðranna. Þá er borinn saman litur á flugfjöður númer 2 og flugfjöður númer 3, talið frá fremstu flugjöður á vængnum. Fjaðurstafur á flugfjöðrum ís- lenskra rjúpna er alltaf dökkur en við aldursgreiningu er litur fananna út frá stafnum skoðaður. Hjá fugl- um á fyrsta ári er flugfjöður númer 2 dekkri en fjöður númer 3. Hjá fullorðnum fuglum, þ.e. fuglum á öðru ári eða eldri, eru fjaðrir númer 2 og 3 jafn dökkar eða fjöður númer 3 dekkri. Hjá sumum fullorðnum fuglum eru engin litarefni í fönum flugfjaðra númer 2 og 3. Rjúpnaveiðimenn eru hvattir til að senda Náttúrufræðistofnun Ís- lands annan vænginn af veiddum rjúpum ásamt upplýsingum um nafn veiðimanns og tölvupóstfang, veiðistað og veiðidag. Veiðimað- urinn fær svo til baka upplýsingar um aldursgreiningu fengsins. Viðkoma rjúpna var góð á NA-landi og Vestfjörðum  Greina má aldur rjúpnanna af lit vængfjaðra þeirra Ljósmynd/Erling Ólafsson Rjúpnavængir Lesa má úr flugfjöðrum rjúpna hvort þær eru á fyrsta ári eða eldri. Aldurshlutföll veiddra rjúpna 2017 Heimild: Náttúrufræðistofnun Íslands Landshluti Fullorðnir Ungfuglar Samtals % ung- fuglar Ungar á kvenfugl Vesturland 122 305 427 71% 5,0 Vestfirðir 73 282 355 79% 7,7 Norðvesturland 86 221 307 72% 5,1 Norðausturland 126 751 877 86% 11,9 Austurland 52 136 188 72% 5,2 Suðurland 89 244 333 73% 5,5 Samtals 548 1.939 2.487 78% 7,1 Hafin er skoðun á því innan VR hvort hag stéttarfélagsins sé betur borgið utan ASÍ en innan þess. „Við erum að fara í stefnumótunar- vinnu þar sem við ætlum að ræða stöðu okkar innan ASÍ, hvort okkur sé betur borgið sem stéttarfélag utan Alþýðusambands- ins eða hvort við breytum félaginu okkar í landsfélag, þar sem við gæt- um þá tekið á móti fleiri félögum sem eru í verslunar- geiranum eða hreinlega að mynda bandalag með öðrum stétt- arfélögum, vegna þess að skatturinn á VR var hækk- aður á síðasta ASÍ-þingi. Eftir því sem skatturinn til ASÍ hækkar dreg- ur úr getu okkar og styrk til að þjón- usta félagsmenn okkar,“ segir Ragn- ar Þór Ingólfsson, formaður VR, í samtali við Morgunblaðið. Ragnar Þór hefur margoft gagn- rýnt forystu ASÍ en hann greindi fyrst frá því í viðtali við Útvarp Sögu skömmu fyrir áramót að innan VR væri nú til alvarlegrar skoðunar hvort hag félagsins sé borgið innan ASÍ. Fór hann hörðum orðum um forystu ASÍ og forseta sambandins, sagði ein- ræði ríkja í forystu ASÍ og ekki væri hlustað á félögin. Gæti orðið kosningamál í stjórnarkjöri VR í vor VR er stærsta stéttarfélag landsins og segir Ragnar Þór að fjölgað hafi ört í félaginu að undanförnu. Félags- menn séu orðnir um 35 þúsund tals- ins. „Að mínu mati höfum við ekki haft nægilega sterka rödd inni í ASÍ og það er ekki hlustað á okkur. Ein af ástæðum þess að ég bauð mig fram á sínum tíma var einmitt vantraust á forseta og þáverandi forystu ASÍ. Það hefur ekkert breyst. Við erum að fara af stað í stefnumótun og munum funda í janúar og eru tveir heilsdags- fundir fyrirhugaðir þar sem við ætl- um að fara í gegnum þessi mál,“ segir hann. Ragnar Þór segir félagið borga 150 milljónir kr. í skatt til ASÍ á þessu ári og margt sé hægt að gera við þann pening til að styrkja þjónustuna við félagsmenn VR. „Þessi spurning er ekki að koma upp í fyrsta skipti núna, heldur hefur þessu verið velt upp áður. Ég er að kalla eftir því að við förum að taka einhverja ákvörðun um hvernig þetta verður en það er alveg klárt mál að ég mun beita mér fyrir úrsögn úr ASÍ verði ekki breyting á æðstu embætt- um þar inni.“ Fyrirhugað er að ljúka vinnunni í núverandi stjórn félagsins í þessum mánuði að sögn hans og kveðst hann vonast til þess að í framhaldi af því verði gerð viðhorfskönnun til að kanna hug félagsmanna til framhalds málsins og hvort þeir telji hag sínum betur borgið innan ASÍ eða ekki. Ragnar Þór segir að á endanum séu það að sjálfsögðu félagsmennirnir sem ráði hver niðurstaðan verði en ekki hans persónulega viðhorf gagn- vart forystunni. Ársfundur VR fer fram í vor og fer fram kjör helmings stjórnarmanna eða sjö í félaginu. Ragnar Þór segir að þetta mál gæti hæglega orðið kosn- ingamál í stjórnarkosningunum í mars. „Ég á alveg von á því.“ omfr@mbl.is VR skoðar úrsögn úr ASÍ  Vinna að stefnumótun fyrir félagið Morgunblaðið/Árni Sæberg Verslun VR er stærsta stéttarfélag landsins með 35 þús. félagsmenn. Ragnar Þór Ingólfsson Guðni Einarsson gudni@mbl.is Þörungar á yfirborði Grænlandsjök- uls stuðla að hraðari bráðnun hans. Þetta sýndi rannsókn sem greint var frá í vísindatímaritinu Geophysical Research Letters í nóvember síðast- liðnum. Fréttavefurinn Arctic Now fjallaði nýlega um rannsóknina. Dökkar örður og ýmis óhreinindi á yfirborði íssins draga í sig heita sólargeisla og hraða bráðnun en hreinn ís endurkastar sólargeisl- unum. Vísindamennirnir fundu þör- unga sem uxu á yfirborði jökulsins á Suðvestur-Grænlandi og framleiddu dökkt litarefni. Rannsóknir vísinda- mannanna sýndu að dökkir þörung- arnir höfðu meiri áhrif á bráðnun íssins en óhreinindin. Hitageislun sólarinnar stuðlar líklega einnig að vexti þörunganna. Talið er að þessi uppgötvun muni bæta framtíðarspár um bráðnun jökulsins. Lengi hefur verið vitað að sót og rykagnir sem setjast á yfirborð jök- ulsins hafa stuðlað að hraðari bráðn- un hans. Áhrif þörunga á bráðnun jökulsins voru ekki þekkt fyrr en nú. Rannsóknin var gerð á suðvestur- hluta Grænlandsjökuls sumarið 2014. Vísindamennirnir rannsökuðu staði þar sem jökulísinn blasti við sólu og var ekki þakinn snjóhulu. At- hyglinni var beint að svæðum þar sem ísinn dökknaði á sumrin. Litar- breytingin var áður rakin til sóts og óhreininda en nú er ljóst að þör- ungavöxtur er helsta ástæða hennar. Einn af höfundum vísindagrein- arinnar, Marek Stibal, umhverfis- fræðingur við Karlsháskóla í Tékk- landi, sagði í tölvupósti til Arctic Now að fyrir óvana gætu þörung- arnir litið svipað út og sótagnir eða ryk á yfirborði jökulsins. Það væri ekki fyrr en þörungarnir tækju að vaxa í miklu magni að rauðleitur blær þeirra kæmi í ljós. Bráðnun Grænlandsjökuls stuðlar að hækkun sjávarborðs og mun því hafa áhrif víða utan Grænlands. Morgunblaðið/RAX Grænlandsjökull Þörungagróður á jöklinum dregur í sig sólarhitann. Þörungar flýta bráðn- un Grænlandsjökuls

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.