Morgunblaðið - 04.01.2018, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.01.2018, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2018 )553 1620 Lauga-ás hefur frá 1979 boðið viðskiptavinum sínum upp á úrval af réttum þar sem hráefni, þekking og íslenskar hefðir hafa verið höfð að leiðarljósi. Laugarásvegi 1, 104 Reykjavík laugaas@laugaas.is • laugaas.is Við bjóðum m.a. upp á: Súpur Grænmetisrétti Pastarétti Fiskrétti Kjötrétti Hamborgara Samlokur Barnamatseðil Eftirrétti Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Þ örfin fyrir svona hjálpar- tæki er það sem rak mig áfram við að fara út í það að búa til þessi spjöld. Ég hef kennt ís- lensku sem annað mál nokkuð lengi og þekki þetta því af eigin raun. Ég kenndi lengi við Verkmenntaskól- ann á Akureyri en hjá Mími sí- menntun undanfarin sex ár,“ segir Rakel Sigurgeirsdóttir, en hún gaf nýlega út námstæki í formi nafn- orða- og sagnorðaspjalda með myndum, sem hún kallar Íslensku- námuna. „Ég veit hversu hamlandi það getur verið þegar kennari og nem- endur hafa ekkert sameiginlegt tungumál, þá vantar þetta sem við köllum stundum brúartungumál. Það getur verið snúið að kenna þeg- ar maður hefur ekkert tungumál til að útskýra með. Við notum vissu- lega oft enskuna til að útskýra, en ekki nærri allir nemendur okkar tala ensku. Þar fyrir utan hafa nem- endur mjög misjafnan menntunar- grunn, og sumir eru ekki læsir á lat- neskt stafróf. Þetta var stóra vandamálið sem ég stóð frammi fyr- ir þegar ég var farin að kenna ís- lensku sem annað mál einvörðungu, og þá fór ég að velta fyrir mér hvernig ég gæti mætt þessum nem- endum.“ Hefur prófað á nemendum Rakel segir að vissulega hafi verið til ýmis spjöld og námstæki sem hún gat nýtt sér í kennslunni, en þau hafi ekki verið hugsuð á sama hátt og myndorðaspjöldin Þegar vantar sam- eiginlegt tungumál Rakel þróaði myndorðaspjöld fyrir kennara sem kenna íslensku sem annað tungu- mál. En þau geta einnig nýst öðrum hópum en erlendum nemendum, til dæmis börnum sem glíma við málþroskaraskanir, fullorðnum alzheimersjúklingum og einstaklingum sem hafa orðið fyrir málstoli m.a. vegna heilablóðfalls. Ljósmynd/Getty Images Tungumál sameinar fólk Þegar við getum talað saman á tungumáli sem báðir skilja, þá verður allt auðveldara. Málleysi er einangrandi. Fullorðinssýningar Reykjavík Kabar- ett slógu heldur betur í gegn á ný- liðnu ári. Þau byrjuðu smátt en vin- sældir hafa vaxið svo að ýmsir úr hópnum hafa farið í sýningarferðalög og fleiri ku vera bókuð á nýju ári. Engar sýningar eru eins hjá Reykjavík Kabarett og því geta sömu gestir komið oft til að sjá og njóta. Erlendir gestir sem kenna sig við burlesque- og jaðarsviðslistir kepp- ast nú um að koma til Íslands og fá að taka þátt í sýningum með Reykja- vík Kabarett. Eftirspurnin er slík að gestalistamenn eru bókaðir langt fram í tímann. En nú er komið að nýárssýningum þessa litríka hóps, kabarettfjölskyld- unnar, og verða þær í Tjarnarbíói, í kvöld fimmtudag 4. janúar, á morgun föstudag 5. janúar og á laugardag 6. janúar. Uppselt er á sýningarnar föstudag og laugardag en enn eru til miðar á sýninguna í kvöld. Á nýárssýningunum verða nokkrir erlendir gestir og um þá segir á síðu kabarettflokksins:  Tiger Bay var kjörin Miss Coney Island í ár. 2016 hlaut hún „WTF“- verðlaunin á Alternatease-hátíðinni, og 2015 fékk hún „Huh?“-verðlaunin á New York Burlesque Festival. Eins og sést á verðlaununum ein- beitir hún sér að frekar furðulegum atriðum og með í för í þetta sinn er rafmagnsáll í brúðulíki og kúreka- hattur.  The Saint Edgard, Sigurður Edgar Andersen er íslenska burles- que-undur Stokkhólms. Hann er fastalistamaður á 1920-barnum Melt Bar. Þetta er í annað sinn sem Edgar kemur fram með kabarettinum.  Jezebel Express – „Curves in Places other People don’t even have Places“ – er yfirkennari í New York School of Burlesque. Hún var kjörin Miss Coney Island 2010 og er fast- ráðin á The Slipper Room í New York og á Wassabasco.  Matthew Holtzclaw er töfra- maður sem kemur reglulega fram á Slipper Room og Bathtub Gin. Hann er bæði þekktur töframaður og MC í burlesque-senu New York borgar og er með þeim bestu í bransanum. Þessar sýningar verða þær síðustu í Reykjavík í bili, en þær næstu verða í febrúar í Samkomuhúsinu á Ak- ureyri og í júní í Tjarnarbíói. Myndir á www.reykjavikkabarett.com/photos. Vefsíðan www.reykjavikkabarett.com Reykjavík Kabarett Sýningar þeirra eru afar litríkar og sjóðheitar, fullorðins. Erlendir gestir á nýárssýningum hjá Reykjavík Kabarett Fleiri en sjósundssjúkir Íslendingar fagna nýju ári með því að synda í köldum sjó í ýmsum búningum. Í henni Ameríku, nánar tiltekið í Brooklyn í stóra eplinu New York, fór á fyrsta degi ársins flokkur sjósunds- fólks sem kennir sig við ísbjörn (Pol- ar Bear Club-Swimmers) í jökul- kaldan sjóinn. Fólk mætti sumt til þessa árvissa viðburðar í afar skraut- legum búningum og gleðin og sprell- ið var við völd, eins og sjá má á með- fylgjandi myndum. Hitastig Atlantshafsins daginn þann við þessa strönd var mínus átta gráður og því ekki að undra að sumir kveinkuðu sér og kviðu fyrir ofanídýf- ingunni. En allir þeir sem prófað hafa á eigin skinni vita að ískalt sjóbað er sérdeilis hressandi og fyllir fólk nýrri orku. Hvað er betra en hlaupa inn í nýtt ár með slíka krafta í æðum? Fjöldi fólks mætti í kuldaúlpum og með húfu á haus til að fylgjast með hetjum hafsins, tók myndir og naut þess að fylgjast með fólki við þennan gjörning. Og hlusta á öskrin, því kuld- inn losar um frumópið. Nýárssjósund í Ameríkunni Fólk fór í sjóinn í búningum AFP Skræfur Húðflúraður maður í jakkafötum gekk kátur til hafs en hinum var kalt. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Sagnir Rakel flokkaði sagnirnar, til að auðvelda nemendum málfræðina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.