Morgunblaðið - 04.01.2018, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.01.2018, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2018 Kona tekur mynd af öldu skella á varnargarði í New Brighton á Norðvestur-Englandi þegar stormurinn Eleanor gekk þar yfir í gær. Stormurinn raskaði flug- umferð og lestasamgöngum í Frakklandi, Belgíu og Hollandi eftir að hafa farið yfir England og Írland. T.a.m. þurfti að fresta um 60% brottfara á Charles de Gaulle-flugvelli í París. 220.000 heimili í Frakklandi og 27.000 á Írlandi voru án rafmagns vegna óveðursins. Stomurinn Eleanor olli usla í Evrópulöndum AFP Raskaði flug- og lestasamgöngum Norðurfloti rússneska sjóhersins hyggst auka verulega umfang eftir- litsflugs véla sinna yfir hafsvæðum á norðurslóðum í ár, að því er fram kemur á fréttavef Arctic Now. Nýir flugvellir og miklar endurbætur á eldri völlum á síðustu árum gera Norðurflotanum kleift að halda uppi reglulegu eftirlitsflugi á stærri svæðum en áður. Fram kemur í fréttatilkynningu frá Norðurflotanum að herflug- vélar af gerðunum Tu-142 og Il-38 fóru í meira en 70 eftirlitsferðir yf- ir hafsvæði á norðurslóðum á ný- liðnu ári. Ráðgert sé að halda þessu flugi áfram og auka umfang þess verulega, m.a. með því að nota endurbættan flugvöll á Nýju- Síberíueyjum. Á meðal annarra valla sem hafa verið endurbættir er Severomorsk-1, aðalflugvöllur Norðurflotans. Hann hefur verið endurbættur svo rækilega að líta má á hann sem alveg nýjan flugvöll. Nýr flugvöllur á Franz Jósefs landi verður tekinn í notkun fyrir her- flugvélar af gerðinni MiG-31 og Su-34. Að sögn sjóhersins er mark- miðið með auknu eftirlitsflugi m.a. að auka öryggi skipa á siglingaleið- inni norðan við Rússland. Rússar auka eftirlitsflug á norðurslóðum 30% afsláttur af rafdrifnum skrifborðum Bæjarlind 8-10 201 Kópavogur sími 510 7300 www.ag.is ag@ag.is Verð frá 68.947 kr. Hæðarstillanleg rafdrifin borð stuðla að betri líkamsstöðu og bættri líðan í vinnunni. STOFNAÐ 1956 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is SKODAOCTAVIA TDI COMBI nýskr. 02/2017, ekinn 49 Þ.km, 2,0L dísel, sjálfskiptur.Verð 3.680.000 kr. Raðnúmer 257239 HYUNDAI SANTA FE PREMIUM2.2 TDI 09/2017, nýr og óekinn bíll, dísel (200 hö), sjálfskiptur, leður, glerþak o.fl. Verð 7.650.000 kr. Raðnúmer 230680 Þú finnur bílinn á bilo.is Auglýstir bílar eru á staðnum Skráðu bílinn á bilo.is AUDI A6 2,0 TDI nýskr. 03/2013, ekinn 103 Þ.km, dísel, sjálfskiptur, S-line sæti, 19“ álfelgur o.fl.Verð 4.440.000 kr. Raðnúmer 256375 M.BENZ C 220D AVANTGARDE Árg. 2016, ekinn aðeins 8 Þ.km, dísel, sjálfskiptur, mjög vel búinn! Verð 5.690.000 kr. Raðnúmer 255217 LAND ROVER DISCOVERY 3 S G4 nýskr.10/2007, ekinn 163 Þ.km, dísel, sjálfskiptur, 7manna, leður. Toppeintak! Verð 2.990.000 kr. Raðnúmer 257247 Yfirmaður Byltingarvarðarins, úr- valssveita klerkastjórnarinnar í Ír- an, sagði í gær að liðsmönnum hans hefði tekist að binda enda á götumót- mælin sem hófust í landinu á fimmtudaginn var. Hann tilkynnti þetta þegar tugir þúsunda manna tóku þátt í göngum víða um landið til stuðnings klerkastjórninni. Yfirmaður Byltingarvarðarins sagði að um 15.000 manns hefðu tek- ið þátt í mótmælum í þremur hér- uðum og allt að 1.500 í þeim fjöl- mennustu. Margir þeirra hefðu verið handteknir. Hann lýsti þeim sem gagnbyltingarsinnum og sagði að meðal mótmælendanna væru menn sem vildu að stofnað yrði nýtt kon- ungsríki í Íran. Hermt er að 21 mað- ur hafi látið lífið í mótmælunum. AFP Klerkum hampað Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar halda á myndum af Ali Khamenei erkiklerki og forvera hans, Ruhollah Khomeini, í borginni Qom. Segjast hafa bundið enda á mótmælin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.