Morgunblaðið - 04.01.2018, Síða 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2018
SJÓNMÆLINGAR
Tímapantanir:
Optical Studio í Leifsstöð, 4250500
Optical Studio í Smáralind, 5288500
Optical Studio í Keflavík, 4213811
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Talsmaður Mahmouds Abbas, for-
seta heimastjórnar Palestínu-
manna, sagði í gær að Jerúsalem
væri „ekki til sölu“ eftir að Donald
Trump, forseti Bandaríkjanna, hót-
aði að stöðva árlega fjárhagsaðstoð
landsins við Palestínumenn.
„Við greiðum Palestínumönnum
HUNDRUÐ MILLJÓNA DOLL-
ARA á ári og fáum engar þakkir og
enga virðingu,“ hafði Trump tíst á
Twitter. „Við höfum tekið Jerú-
salem, erfiðasta hluta viðræðnanna,
af samningaborðinu, en fyrir það
hefði Ísrael þurft að greiða meira.
En hvers vegna ættum við að láta
Palestínumenn hafa þessar miklu
framtíðargreiðslur úr því að þeir
vilja ekki lengur taka þátt í friðar-
viðræðum?“
Trump skírskotaði til viðbragða
Abbas við þeirri ákvörðun hans í
desember að viðurkenna Jerúsalem
sem höfuðborg Ísraels. Abbas sagði
ákvörðunina sýna að Palestínu-
menn gætu ekki litið á Bandaríkja-
stjórn sem hlutlausan sáttasemjara
og myndu ekki fallast á neinar
friðartillögur frá henni.
„Jerúsalem er eilífðarhöfuðborg
Palestínuríkis og er ekki til sölu,
hvorki fyrir gull né milljarða,“
sagði talsmaður Abbas í gær eftir
hótun Trumps. „Við erum ekki á
móti því að hefja samningaviðræð-
ur að nýju, en þær þurfa að byggj-
ast á þjóðarétti og ályktunum
öryggisráðsins sem hefur viður-
kennt sjálfstætt Palestínuríki með
austurhluta Jerúsalem sem höfuð-
borg þess.“
Verði leyst í friðarviðræðum
Ísraelar hernámu austurhlutann
í sex daga stríðinu 1967 og síðan
hefur öll borgin verið undir stjórn
Ísraels. Austurhlutinn var innlim-
aður í landið árið 1980 með lögum
þar sem Jerúsalem var lýst sem
„eilífri og óskiptri höfuðborg Ísr-
aels“. Öryggisráð Sameinuðu þjóð-
anna fordæmdi innlimunina, sagði
hana vera brot á þjóðarétti, og
samtökin hafa aldrei viðurkennt
hana.
Palestínumenn vilja að Austur-
Jerúsalem verði höfuðborg ríkis
þeirra þegar fram líða stundir.
Bandarísk stjórnvöld hafa hingað
til fylgt þeirri stefnu að leysa eigi
deiluna um Jerúsalem í friðarvið-
ræðum, eins og kveðið er á um í
samningi Ísraela og Palestínu-
manna frá árinu 1993. Ummæli
Trumps um að hann hefði tekið
Jerúsalem af samningaborðinu með
ákvörðun sinni í desember benda til
þess að hann hafi lagt þessa stefnu
fyrir róða, þótt hann og bandarískir
stjórnarerindrekar hafi áður neitað
því.
Mikilvæg aðstoð
Bandaríkin hafa lengi veitt
heimastjórn Palestínumanna fjár-
hagstoð og hún nam 319 milljónum
dollara á nýliðnu ári, að sögn
fréttaveitunnar AFP. Þar að auki
hafa Bandaríkin lagt fram 304
milljónir dollara til hjálparstarfs
Sameinuðu þjóðanna í flóttamanna-
búðum á Gaza-svæðinu og Vestur-
bakkanum. Sendiherra Bandaríkj-
anna hjá Sameinuðu þjóðunum
hefur sagt að Trump vilji stöðva
greiðslur til hjálparstarfsins þar til
leiðtogar Palestínumanna samþykki
að taka þátt í friðarviðræðum fyrir
milligöngu Bandaríkjanna.
Margir fréttaskýrendur, þeirra á
meðal Ísraelar, telja hjálparstarfið
mikilvægan þátt í því að stuðla að
friði á svæðum Palestínumanna.
Ákvörðun Trumps um að viður-
kenna Jerúsalem sem höfuðborg
Ísraels torveldar friðarviðræður og
mikill meirihluti aðildarríkja SÞ
hefur fordæmt hana. Stöðvi hann
fjárhagstoð við heimastjórn Palest-
ínumanna og framlög til hjálpar-
starfsins gæti það orðið vatn á
myllu íslamskra öfgamanna í
Hamas-samtökunum, leitt til nýrr-
ar hrinu hryðjuverka og kveikt nýtt
ófriðarbál í Mið-Austurlöndum.
Segja Jerúsalem ekki til sölu
Trump hótar að stöðva fjárhagsaðstoð Bandaríkjanna við Palestínumenn Kveðst hafa tekið Jerú-
salem af samningaborðinu Stefna hans gæti orðið vatn á myllu öfgamanna og kveikt nýtt ófriðarbál
Fyrirhuguð aðstoð við lönd og svæði Palestínumanna í ár
Ísrael
Gaza
Úkraína
Vesturbakkinn
Sýrland
Afganistan
Pakistan
Bangladess
Kenía
Nígería
Fílabeinsströndin
Malaví
A-Kongó
Kólumbía
Rúanda
Suður-Súdan
Tansanía
Úganda
S-Afríka
Mósambík
Simbabve
Sambía
Jórdanía
Írak
Eþíópía
Sómalía
Egyptaland
3.100 milljónir dollara
1.381,3
639,4
419,1
200,8
251,4
140,3
161,3
110
105
1.000
191,5
535,3
436,4
428,9
782,8
344,6
138,5
347,9
235,4
146,7
177,4
251
203,8
251
Erlend fjárhagsaðstoð Bandaríkjanna
Heimild: https://www.foreignassistance.gov/explore
310,5
274,7