Morgunblaðið - 04.01.2018, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 04.01.2018, Qupperneq 19
19 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2018 Morgunroði Veðrið hefur verið gott að undanförnu, þrátt fyrir nokkurt frost á stundum, og sólarupprásin, sem blasti við íbúum á höfuðborgarsvæðinu í gær, var sem fegursta listaverk. RAX Fáir málaflokkar eru jafn erfiðir viðfangs og barnaverndarmál. Það er einfaldlega svo eðli máls samkvæmt. Upp koma mál sem varða réttindi barns, foreldra og fleiri aðila sem að- komu hafa haft að upp- eldi barnsins og lífi þess. Þegar deilur rísa eða álitamál koma fram eru gráu svæðin fleiri og stærri á þessu sviði en flest- um öðrum. Þarna er því þörf á reynslu, yfirvegaðri fagmennsku og innsæi sem á henni byggist. Til stjórnvalda þarf síðan að gera þá kröfu þegar kerfisbreytingar eru á döfinni í þessum málaflokki að þar séu engin vanhugsuð skref stigin. Það verður því miður að segjast eins og er að víða í stjórnsýslunni hafa stjórnvöld misstigið sig með van- hugsuðum ákvörðunum. Slíkt getur verið dýrkeypt og valdið tjóni til frambúðar. Kredda og veruleiki Að undanförnu hafa komið fram ályktanir um skipulag barnaverndar og hugsanlegar breytingar á því. Þær hafa borið keim af nokkru fljót- ræði og það sem verra er, deilur sem risið hafa innan kerf- isins virðast að ein- hverju leyti marka far- veg fyrirhugaðra áforma. Hugmyndin virðist að öðru leyti vera gam- alkunnugt módel, að eftirlitsaðili megi ekki jafnframt vera ráðgef- andi aðili, hvað þá ann- ast framkvæmd. Þessi formúla hefur leitt til þess að í okkar agn- arsmáa samfélagi hafa einu sérfræðingar landsins á tilteknum sviðum ekki nýst til ráðgjafar vegna þess að þá kallist það að þeir hafi eftirlit með eigin ráðgjöf. Slíkt kann að hljóma ósköp vel í fjarlægu skipuriti en í samfélagslegum veruleika þar sem heildarfjöldi barnaverndarstarfs- manna losar rúmlega hundrað manns er þetta fráleitt. Þá má það ekki gleymast að samkvæmt stjórn- sýslulögum hvílir leiðbeiningaskylda á stjórnvöldum og þegar af þeirri ástæðu verða eftirlit og ráðgjöf ekki aðskilin. Um skilin á milli eftirlits og fram- kvæmdar get ég nefnt fjölmörg dæmi um kreddubundna nálgun. Þetta var til dæmis ein meginhugs- unin að baki uppstokkun samgöngu- stofnana landsins fyrir fáeinum ár- um. Leit svo út fyrir um skeið að Vegagerðin missti alla sína sérfræð- inga til Samgöngustofu vegna þessa. Áður en yfir lauk varð skynsemin þó kreddunni yfirsterkari. Vil ég taka fram að sjálfur var ég fylgjandi upp- stokkun á stjórnsýslu samgöngu- kerfisins en á allt öðrum forsendum, en það er önnur saga. Barnaverndarstofu á ekki að veikja heldur styrkja Nú virðist mér vera uppi raddir um að leika þennan leik gagnvart Barnaverndarstofu. Færa allt eft- irlitsstarf á hennar vegum yfir til nýrrar stofnunar, ráðuneytisstofn- unar, sem áformað er að koma á fót nánast án umræðu ef undan eru skildir þröngir hópar hagsmuna- aðila. Vera má að slík stofnun kunni að eiga rétt á sér hvað varðar ýmis önnur málefni en barnaverndina sér- staklega. En þar eru líka önnur sjón- armið sem huga verður að. Barnaverndarstofu má ekki undir nokkrum kringumstæðum veikja með framangreindum hætti. Minnist ég erindis sem Bragi Guðbrandsson, forstjóri stofnunarinnar, flutti á ráð- stefnu á vegum Rauða kross Íslands árið 2006 sem hann nefndi: „Sá veit gjörst hvar skórinn kreppir sem hef- ur hann á fæti.“ Lagði hann út af þessari fyrirsögn á þann veg að til að skilja vanda fólks í erfiðleikum þyrfti að hlusta á það, það ætti ekki síst við um börn. Til að barnavernd skili sér þurfi að vera til staðar frá fyrstu hendi skilningur á öllum hliðum þess vanda sem upp kynni að koma. Ég leyfi mér að bæta því við að til þess að fyrir hönd samfélagsins sé stigið inn á hin gráu svæði barnaverndar þarf að vera fyrir hendi öflug stofn- un með fjölmennt teymi reyndra sérfræðinga. Þeirrar reynslu er afl- að í meðferð og ráðgjöf og síðan eft- irliti með öllum þeim úrræðum sem eru í framkvæmd utan veggja stofn- unarinnar. Ísland í leiðandi hlutverki Ástæðan fyrir því að ég kveð mér hljóðs um þetta málefni er sú að mér hefur bæði í starfi mínu sem innan- ríkisráðherra og í starfi mínu á al- þjóðavettvangi sem ráðherra og þingmaður á þingi Evrópuráðsins gefist kostur á fylgjast með því hve mikils metið framlag Íslands á þessu sviði er. Almennt er litið á Barnahúsin, sem nú spretta upp um heim allan að íslenskri fyrirmynd, sem eitt stærsta framfaraskref sem stigið hefur verið í réttindamálum barna. Í stuttu máli þá hefur orðið bylting í þessum málaflokki á síðasta aldarfjórðungi eða frá samþykkt Barnasamningsins á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Grundvallarbreytingin speglast í þeirri áherslu sem nú er á rétt barnsins til verndar og til þess að á það sé hlustað og vilji þess virtur. Engar tilviljanir Svokölluð Lanzarote-samþykkt frá árinu 2007, sem öll 47 aðild- arríkja Evrópuráðsins hafa und- irritað, myndar grunn að hug- myndafræði mannréttindasviðs Evrópuráðsins um hvernig verja beri börn gegn kynferðisofbeldi. Sérstök nefnd bestu sérfræðinga fylgist með framkvæmd sáttmálans og er ráðgefandi um þróun í mála- flokknum. Íslandi hefur verið treyst til að leiða þetta starf en forstjóri Barnaverndarstofu, Bragi Guð- brandsson, var formaður þessarar nefndar um árabil. Það er engin til- viljun. Enda eiga tilviljanir ekki að ráða för í þessum málaflokki. Eftir Ögmund Jónasson »Ég leyfi mér að bæta því við að til þess að fyrir hönd samfélagsins sé stigið inn á hin gráu svæði barnaverndar þarf að vera fyrir hendi öflug stofnun með fjöl- mennt teymi reynslu- mikilla sérfræðinga. Ögmundur Jónasson Höfundur er fyrrverandi innanríkisráðherra. Ekkert óðagot í skipulagi barnaverndar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.