Morgunblaðið - 04.01.2018, Page 23

Morgunblaðið - 04.01.2018, Page 23
þess að við hittumst síðast fyrir aðeins rúmum mánuði hressar og kátar að búa okkur undir jóla- stússið. Nú er hún farin og við harkalega minntar á hverfulleika lífsins. Sigurveigu kynntumst við allar vel í Blóðbankanum þar sem við unnum saman í mörg ár. Hún var mikill göngugarpur og oftar en ekki gekk hún í vinnuna frá Ot- rateignum en var samt mætt fyrst allra á morgnana. Við vinkonurnar fórum alloft í gönguferðir eftir vinnu eða um helgar og fundum nýjar og skemmtilegar leiðir í nágrenni Reykjavíkur. Þetta kölluðum við „litla gönguklúbbinn“ okkar. Á haustin bauð Sigurveig okkur gjarnan í berjaferð í sveitina sína, Kolbeinsstaðahreppinn, og fund- um við þá sterka tengingu hennar við heimaslóðirnar. Nú erum við allar hættar að vinna en samveran slitnaði ekki. Undanfarin ár höfum við hist reglulega yfir kaffibolla og spjalli og ósjaldan farið í sveitaferðir á sumrin að skoða eitthvað skemmtilegt. Þessar stundir hafa verið okk- ur dýrmætar og elskulegu Sigur- veigar verður sárt saknað, en minningin um góða vinkonu mun lifa. Birni, Svanhvíti og Sigrúnu sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Auður Ágústsdóttir, Halldóra Halldórsdóttir og Svala Karlsdóttir. Það var ekki mulið undir Sigurveigu Sigurðardóttur frá Brúarhrauni þegar hún var að alast upp vestur á Snæfellsnesi um miðja síðustu öld. Ennþá var farskóli og kennt til skiptis á bæj- unum í sveitinni. Skólagangan hófst við 10 ára aldur og ef við- komandi gekk vel í skólanum var sá hinn sami sendur heim ári fyrr en skyldan bauð með lokapróf í vasanum. Sigurveig var í hópi okkar þriggja sem spöruðum samfélaginu og heimilum okkar eins árs skólagöngu með þessu. Á þessum árum var það ríkjandi viðhorf í sveitinni að börn sem færu til frekara náms skiluðu sér ekki aftur. Húsmæðraskólar og bændaskólar voru í besta falli látnir duga. En Veiga lét þetta viðhorf ekki stöðva sig. Fór í Hér- aðsskólann í Reykholti og síðar í Hjúkrunarskólann og skilaði sínu með miklum sóma. Síðan tók við farsæll starfsfer- ill til áratuga sem ekki verður rakinn hér, en fleira kallaði. Veiga bjó yfir mannkostum sem kölluðu á hana til félagsþátttöku af ýmsu tagi. Þar réð ekki síst réttlætis- kenndin. Vandaðri og traustari félagi var vandfundinn. Ég kveð jafnaldra minn og sveitunga úr Kolbeinsstaða- hreppnum með mikilli virðingu. Ég þakka henni það að hafa rutt brautina til frekari skólagöngu og víðari sýn yfir lönd og álfur. Í látlausri stöku í Snæfellinga- ljóðum eftir Sigurð Hallbjörns- son, föður Sigurveigar, er óður til fegurðarinnar og lífsins: Ó, lifðu í fegurð. Lífið er ljósgeisli hverfull veittur hér. Láttu því beztu blómin þín blómgast, á meðan sólin skín. Reynir Ingibjartsson. „Hefur fundist hérna blár páfagaukur?“ var spurt í bakaríi í Svíþjóð. Spyrjandi var Sigurveig Sigurðardóttir hjúkrunarfræð- ingur, sem hugðist að námi loknu flytjast heim til Íslands og var á leið með bíl sinn á bílasölu, þegar hún því miður mætti strætis- vagni. Komin út blasti við henni bílflakið og lögreglumenn að bjástra við að finna ökumanninn. En Sigurveig var á lífi, heil og óbrotin. Með létta pyngju komst hún heim og réðst sem hjúkrun- arkona að Laugarvatni og lauk þaðan stúdentsprófi. Í þýskutíma bar fundum okkar saman og vin- átta hófst sem entist þar til yfir lauk. Á þessum tíma lá ekki vel á Sigurveigu og ekki hlaupið að því að kynnast henni. Þegar komið var inn úr skelinni duldist engum að þar fór öndvegiskona. Hún var greind, bókhneigð og hafði brenn- andi áhuga á pólitík. Réttlætis- kennd hennar skipaði henni á vinstri væng stjórnmálanna. Við vorum fimm ár samtíða á Laugarvatni, sem var merkilegt sveitarfélag og íbúar eftirminni- legir. Andi Ólafs Briem sveif yfir vötnunum, en það var eðli hans að mynda um sig akademíu. Forrétt- indi voru að snæða hádegisverð ásamt kollegunum með Ólaf í öndvegi. Þetta var „sympósion“ eins og í Grikklandi hinu forna, jafnvel þótt borðstofan væri gluggalaus kytra og í leysingum draup vatn ofan í hamsatólgina. Í þessum selskap naut Sigurveig sín vel. Húsnæðisekla ríkti á Laugar- vatni sem og sú skoðun að ein- hleypt fólk þyrfti ekki að eiga heimili. Ófremdarástand. Loksins fékk hún inni í „höll sumarlands- ins“, sumarhlýtt, en á vetrum mikill kuldi, dragsúgur og þak- leki. Á þessu heimili sínu bauð Sigurveig til aðventuveislu. Gest- ir voru Ólafur, Mínerva Jónsdótt- ir og undirrituð. Þetta kvöld var norðanhríð og í mestu hviðunum vildi slokkna á kertunum. Veislu- föng voru á borðum, en það sem skipti máli var selskapurinn og samtalið. Þetta varð veisla í mínu farteski. Sigurveig sótti félagsmála- námskeið sem Framsókn stóð fyrir í Hveragerði. Að Laugar- vatni var borgarafundur og átti að keyra mál í gegn, sem ýmsum hugnaðist ekki. Óspart var vitnað í látna laugvetnska höfðingja. Okkur vinkonum opinberaðist að dauðir menn stjórnuðu sveitar- félaginu. Í krafti þekkingar sinn- ar á fundarsköpum bar Sigurveig fram breytingartillögu sem fól í sér að fresta atkvæðagreiðslu til næsta fundar. Málið gufaði upp. Sigurveig hafði mikið yndi af ræktun og í nokkur vor unnum við í skógrækt á Laugarvatni. Svo fór hver sína leið. Sigur- veig keypti sér íbúð og sé ég hana ljóslifandi fyrir mér gangandi um gólf með frumburð sinn. Síðar keypti hún ásamt Birni hús á Otrateigi 3 og þar ól hún upp sín börn. Þar leið henni vel og þaðan sagðist hún ekki fara fyrr en með fæturna á undan sér. Við Sigurveig vorum saman í BISER – klúbbi sem rekur þrjá skóla fyrir konur í Bosníu. Sá fé- lagsskapur er hinn skemmtileg- asti og umræðuefnin víðfeðm. Hann hæfði Sigurveigu vel. Ég kveð Sigurveigu með sökn- uði en jafnframt með þakklæti fyrir að hafa átt hana að vinkonu. Ásamt BISER-hópnum votta ég fjölskyldu hennar dýpstu samúð. Vilborg Auður Ísleifsdóttir. Það eru nokkrar vikur síðan við sátum saman „hollsysturnar“. Við ræddum lífsins gang og göspruðum eins og við höfum gert alla tíð síðan 1962, þegar við kynntumst í Hjúkrunarskóla Ís- lands. Elsku Veiga, þú varst hress og kát. Að við værum að hitta þig í síðasta skipti hvarflaði ekki að okkur. 20. desember, hjartaáfall og þú kvaddir þetta líf. Sárt og óskiljanlegt. Við fyrstu kynni varst þú frekar hlédræg sveita- stúlka. Gerðir talsvert í því að þannig væri litið á þig. Við vorum fljótar að sjá í gegnum það, þú hafðir skemmtilegan og mein- fyndinn húmor. Þú varst segull á allan fróðleik, mundir hann miklu betur en við. Þú varst víðlesin, hafðir áhuga á ljóðum og kunnir þau mörg. Áttir mjög gott með að læra fræði Hjúkrunarskólans. Það gekk nú á ýmsu á náms- tímanum. Þarna bjuggum við saman og unnum saman í rúm þrjú ár. Minningarnar eru marg- ar, bæði frá leik og starfi. Þú varst dugleg og samviskusöm. Það er ekki svo langt síðan að þú sagðir okkur eftirfarandi sögu. Þú varst hjúkrunarnemi á skurð- lækningadeild. Af einhverjum ástæðum varst þú part úr degi ein á vakt í stöðu hjúkrunarfræðings. Þú varst búin að fá skýr fyrir- mæli, um móttöku manns utan úr sveit. Hann átti að fara í upp- skurð daginn eftir. Inn á deildina gekk maður með litla ferðatösku í hendinni. Sú samviskusama bauð honum til sætis og hóf að spyrja hann persónulegra spurninga. Svaraði hann eftir bestu getu, þar til innskriftarblöð voru útfyllt. Næsta mál væri að fara í bað. Maðurinn varð hvumsa við. „Þarf ég þess? Ég er bara kominn til að heimsækja sveitunga minn sem liggur hér“. Fyrirmælunum fylgdi ekkert nafn. Ferðataskan gerði útslagið. Fljótt eftir útskrift úr HSÍ fórst þú til Svíþjóðar í framhalds- nám í svæfingahjúkrun. Við það starfaðir þú í mörg ár. Síðustu ár- in starfaðir þú í Blóðbankanum. Þú fylgdist með þjóðmálunum. Hafðir þínar pólitísku skoðanir á hreinu. Þú hafðir áhuga á fé- lagsmálum, starfaðir á fleiri en einum vettvangi. Varst öflug í kjaramálum hjúkrunarfræðinga svo og fleiru hjá Hjúkrunarfélag- inu. Þú hafðir áhuga á svo mörgu, það var ekki komið að tómum kof- unum hjá þér. Í hollinu varst þú óumdeilt besti penninn og mesti göngu- garpurinn. Fórst daglega langa göngutúra. Þú varst sterk kona og stóðst með þínum, þegar á þurfti að halda. Hollið okkar úr HSÍ hefur alltaf haldið vel saman. Við útskrifuðumst 1965. Höfum m.a. farið í ferðir saman með mökum. Síðustu árin höfum við hist mánaðarlega yfir vetrar- tímann. Minningabankinn er stútfullur. Þú ert sú þriðja í hópnum, sem kveður þetta líf. Við sendum okk- ar innilegustu samúðarkveðjur til Björns og fjölskyldu. Elsku Veiga, minningin um þig mun áfram lifa skýr með okkur. F.h. hollsystranna, Elinborg Ingólfsdóttir, Guðfinna Gunnarsdóttir. Nú hefur Sigurveig Sigurðar- dóttir kvatt okkur allt of fljótt. Okkar vinskapur hófst í árslok 1968, þegar skurðstofur Borgar- spítalans tóku til starfa. Hún hafði þá lokið framhaldsnámi í svæfingahjúkrun í Stokkhólmi og var meðal þeirra fyrstu sem það gerðu hér á landi. Í ársbyrjun 1971 réð hún sig sem skólahjúkrunarkona á Laugarvatn og hóf þá jafnframt að lesa menntaskólann utanskóla og varð stúdent 1975. Síðar starf- aði hún m.a. við svæfingar og í Blóðbankanum í Reykjavík. Sigurveig var mikil mann- kostakona, heiðarleg, fordóma- laus, áreiðanleg, samviskusöm og fór vel með það sem henni var trúað fyrir. Hún var frekar hlé- dræg að eðlisfari. Hún var húmoristi, góð íslenskumanneskja, vel hagmælt og sinnti af áhuga félagsmálum og einnig stjórnmálum sem jafn- aðarmaður. Var henni m.a. falið að flytja ávarp á Lækjartorgi á degi verkalýðsins 1. maí 1976. Við höf- um oft hlegið að því þegar okkur datt í hug að fara í bakpokaferða- lag vestur á firði. Það gerðist margt spaugilegt í þeim leiðangri, sem endaði með berjatínslu, sér- grein Sigurveigar. Síðast en ekki síst er ég henni ævinlega þakklát fyrir að hafa kynnt mig fyrir honum Stefáni mínum sem hefur verið minn ektamaki í meira en 40 ár. Ég samhryggist innilega Birni, Svanhvíti og Sigrúnu Sif og öðr- um ættingjum og vinum. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem) Helga Hrönn Þórhallsdóttir. MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2018 ✝ Anna MargrétÓlafsdóttir fæddist á Hellis- sandi 17. septem- ber 1928. Hún lést á dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Grund í Reykjavík 24. desember 2017. Foreldrar Önnu Margrétar voru Björg Guðmunds- dóttir, f. á Stóru- Hellu á Snæfellsnesi 17. mars 1890, d. í Reykjavík 25. febrúar 1985, og (Kristófer) Ólafur Jóhannesson, f. í Einarslóni á Snæfellsnesi 29. október 1889, d. í Reykjavík 13. desember 1955. Systkini Önnu Margrétar voru Guðmundur Pétur Ólafs- son, f. 1911, d. 1979, Eðalrein Magðalena Ólafsdóttir, f. 1914, d. 1999, Jóhannes Ingibjörn Ólafsson, f. 1919, d. 2004, Ing- ólfur Guðjón Ólafsson, f. 1924, d. 1974, og (Kristófer) Björg- ólfur Ólafsson, f. 1926, d. 1927. hannesi Karvelssyni, f. 1987. Börn þeirra eru: Stefán Karvel, f. 2009, Kristján Þorri, f. 2012, og Víkingur Kári, f. 2016. b) Þóra Björg, f. 1989, sambýlis- maður Andri Heiðar Ásgríms- son, f. 1988. Barn þeirra er Þór- katla María, f. 2015. c) Ásthildur Lára, f. 1994. 3 ) Anna Valbjörg, f. 1970, gift Óskari Jónssyni, f. 1969. Börn þeirra eru: Ólafur Már, f. 1994, Lára Sóllilja, f. 1998, Davíð Logi, f. 2001, og Fanney Helga, f. 2003. Um miðjan fjórða áratug tuttugustu aldar fluttist Anna Margrét með fjölskyldu sinni til Reykjavíkur. Fljótlega eignaðist fjölskyldan hús við Framnesveg. Anna Margrét hlaut hefð- bundna skólagöngu þess tíma. Veturinn 1948 til 1949 stundaði hún nám við Húsmæðraskólann Ósk á Ísafirði. Að því námi loknu stundaði hún ýmis störf, var m.a. matráðskona í veiði- húsum í Húnavatnssýslu. Við giftingu varð hún húsmóðir á heimili þeirra Ólafs Þorkels. Þegar börnin voru vaxin úr grasi vann hún við barnagæslu á leikskólunum Hagaborg og Vesturborg. Útför Önnu Margrétar fer fram frá Neskirkju í Reykjavík í dag, 4. janúar 2018, klukkan 13. Eiginmaður Önnu Margrétar var Ólafur Þorkell Jónsson, f. 7. júní 1931, d. 25. janúar 2010. Þau giftust 5. janúar 1956. Börn þeirra eru 1) Ólafur Kristófer, f. 1956, giftur Láru Gunnarsdóttur, f. 1956. Börn þeirra eru a) Georg Pétur, f. 1981, sam- býliskona hans er Eva Rut Ell- ertsdóttir, f. 1987. Börn þeirra eru Sölvi Freyr, f. 2012, og Sól- ey, f. 2016. b) Anna Margrét, f. 1985, sambýlismaður hennar er Árni Ásgeirsson, f. 1986. Börn þeirra eru Davíð Ágúst, f. 2012, og Katrín Lára, f. 2015. c) Jón Óskar, f. 1987, giftur Kristine Wendelbo Olsen, f. 1988. Barn þeirra er Arthúr Emil, f. 2014. 2) Kristjana Þórkatla, f. 1961, gift Stefáni Erni Stefánssyni, f. 1960. Börn þeirra eru: a) Ólöf Inga, f. 1986, gift Kjartani Jó- Aðfangadagur jóla er okkur Íslendingum svo helgur og kær. Í birtingu þann dag kvaddi tengdamóðir mín. Það var friður og ró í litla herberg- inu á Grund þar sem hún átti heimili síðasta misseri ævinn- ar. „Sjá, himins opnast hlið“ segir í jólasálminum fallega. Ég er viss um að þau hafi staðið upp á gátt þegar hana bar þar að og hún verið boðin velkomin í sæluríkið. Og hún og tengdapabbi átt þar góða endurfundi. Ég var 16 ára þegar ég kom fyrst á heimili þeirra á Hagamel 27. Ég man ekki betur en ég hafi verið vel- komin í hópinn hennar frá fyrstu tíð. Tengdamóðir mín var glæsileg kona, alltaf vel til fara og bar með sér þokka. Hún var fædd á Hellissandi og átti þar sín bernskuár. Síðan lá leið fjölskyldunnar til Reykjavíkur. Faðir hennar dó langt um aldur fram en móðir hennar hélt heimili í húsi þeirra að Framnesvegi 32 í áratugi. Í því húsi áttu börn þeirra og barnabörn heimili til langs eða skamms tíma. Og þar hófu þau sambúð hún og tengdapabbi. En þau voru stórhuga og keyptu hæð á Hagamel 27 sem þá var í byggingu og fluttu þangað með son sinn ungan. Seinna bættust tvær dætur í hópinn. Tengdamamma var húsmóðir. Það er fallegt starfsheiti. Og hún hafði undirbúið sig vel, verið í Húsmæðraskólanum Ósk á Ísafirði heilan vetur. Þar lærði hún allt sem góð húsmóðir þarf að kunna. En heilmikið hefur hún sennilega lært í foreldrahúsum, nægju- semi og ráðdeild. En líka að láta sig varða minni máttar. Hún var oftast aflögufær og lét af hendi rakna þar sem hún vissi að var þörf. Og hún gaf virkilega af sér þegar við gerðum hana að ömmu. Það var einlæg gleði í stofunni á Hagamel þegar við Óli mætt- um með fréttir um fyrsta barnabarnið. Þau urðu alls 10 að tölu og geta öll tekið undir hve gott var að koma til ömmu og afa á Lynghaga. Þangað fluttu tengdaforeldrar mínir eftir 25 ár á Hagamel. Og veitti ekki af stóru húsi undir barnaskarann. En þau áttu líka sælureit í sumarbústaðn- um við Álftavatn. Hann byggði tengdapabbi árið 1964 og þar leið öllum vel. Tengdaforeldr- ar mínir áttu alveg sérstakt samband barnabörnin sín. Ég er þakklát tengdamömmu minni fyrir það hvað þau tóku börnunum mínum alltaf opnum örmum. Það er gott fyrir þau að eiga allar góðu minning- arnar um lífið með afa og ömmu.Mikið breyttist við frá- fall tengdapabba fyrir nærri átta árum. Þá kom það í hlut barna hennar og barnabarna að gera henni lífið léttara. Hún hafði alla tíð þörf fyrir fé- lagsskap og hafði gaman af að vera innan um fólk. Síðustu árin hélt hún heimili að Afla- granda 40. Þar var hún í fé- lagsskap við mágkonu sína, Ingu. Ég vil þakka henni alla ræktarsemi við tengdamömmu og þá aðstoð og umhyggju sem hún sýndi henni. Á vordögum síðasta árs tók heilsunni að hraka og tengdamamma flutti á Dvalarheimilið Grund. Þar var vel hugsað um hana og alltaf gott að koma þangað. Tengdamamma lifði ekki jólin. Hún skildi við þetta jarðlíf að morgni aðfangadags jóla. Ég trúi því að hún hafi verið hvíldinni fegin úr því sem komið var. Ég þakka henni allt sem hún var mér og mínum. „Dýrð sé, Drottinn þér.“ Lára Gunnarsdóttir. Amma á Lynghaga var mér góð amma. Við náðum alla tíð vel saman enda vorum við lík- ar að mörgu leyti og alnöfnur í þokkabót. Amma var húsmæðraskóla- gengin og matur var hennar sérgrein. Hún kunni á okkur barna- börnin og vissi hvaða réttir voru í uppáhaldi hjá hverju. Þess vegna gætti hún þess alltaf að eiga bláberjaskyr og flatkökur þegar hún vissi að von var á mér í heimsókn. Leiðin lá alltaf beint inn í eld- hús til ömmu, þar sem hún reiddi fram kræsingar og við sátum saman löngum stundum og spjölluðum. Amma fylgdist alltaf með tískunni, því sem var móðins, og hafði gaman af því að fræða sveitabarnið mig um nýjustu strauma og stefnur þegar ég mætti í borgina. Enda gætti ég þess vel að halda alltaf tískusýningu á Lynghaganum eftir vel heppn- aðar verslunarferðir. Það var einstaklega gott að gista á Lynghaganum. Kvöld- rútínan var meitluð í stein og minningin sem eftir lifir er einstaklega hlý og notaleg. Amma hugsaði vel um sig, sat lengi á rúmstokknum á kvöld- in og bar á sig krem, hátt og lágt. Um mig var búið í kósí- horninu við rúm ömmu og afa og það var amma mín sem kenndi mér að ganga fallega frá fötunum mínum fyrir svefninn. Hún gerði allt slíkt vel. Amma og afi sofnuðu iðu- lega út frá útvarpi eða kvöld- sögu, en slíku vandist ég að- eins hjá þeim. Afi var árrisull og vakti mig undantekningar- laust til þess að ég gæti skrið- ið upp í til ömmu og við lengt fegurðarblundinn. Bústaðurinn við Álftavatn hefur alltaf verið uppáhalds- staður minn. Þann litla bústað gátu amma og afi gert að notalegu heimili á sumrin og ég er viss um að við barna- börnin eigum öll ógleymanleg- ar minningar þaðan. Kuldinn þegar við læddumst út á kam- arinn þegar kvöldaði, kajak- ferðirnar í víkinni, ostabrauð- ið góða, sandkastalagerð, tímaleysið og arineldurinn. Sannkölluð draumaveröld barna. Ég mun sakna ömmu mikið en ég bý svo vel að eiga marg- ar góðar minningar til að ylja mér við. Guð geymi þig, amma mín. Anna Margrét Ólafsdóttir. Anna Margrét Ólafsdóttir Elsku Veiga okkar allra, SIGURVEIG MJÖLL TÓMASDÓTTIR, lést í faðmi fjölskyldunnar 25. desember. Útför hennar fer fram frá Selfosskirkju, laugardaginn 6. janúar klukkan 13. Jarðsett verður að Laugarvatni. Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna, reikningsnúmer 546-26-5810, kennitala 581096-2329. Tómas Tryggvason Þórdís Pálmadóttir Stefán Örn Óskarsson Heiða Björg Tómasdóttir, Michele Rebora og börn Dagný Tómasdóttir, Þórður Ármannsson og börn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.