Morgunblaðið - 04.01.2018, Qupperneq 25
strax tekið opnum örmum. Smám
saman varð Hrísey partur af
mínu lífi og með okkur tengda-
pabba tókst góð vinátta. Hann
kenndi mér margt og æði oft fékk
maður að snúast með honum í
kringum útgerðina á Darra og
veiðitúrar í fisk eða fugl urðu
margir.
Eftir að synir okkar Gunnhild-
ar fæddust áttu þeir mikilvægt at-
hvarf hjá afa og ömmu í Hrísey og
fengu þar góða leiðsögn og hald-
gott veganesti út í lífið. Ottó var
barngóður og alltaf tilbúinn að
leiðsegja þeim og margar stundir
brösuðu þeir með honum í skúrn-
um við smíðar og önnur verkefni,
hossuðust með honum á Gamla
rauð, út í kaupfélag eða austur á
eyju.
Það er eftirminnilegt hvað Ottó
var mikill fuglavinur. Hann laðaði
að sér þrestina og gaf þeim rús-
ínur úr lófa sínum. Þeir vöppuðu
óhræddir inn í bílskúrinn til að
vita hvort hann ætti ekki eitthvað
gott í gogginn ef skammturinn úti
á stéttinni var uppurinn. Rjúpan
fékk líka að borða hjá honum þar
sem hún leitaði skjóls undan fálk-
anum við runnana í garðinum og
fuglafóðrið var keypt inn í stórum
sekkjum. Það var alltaf passað vel
upp á fuglarnir fengju sitt. Ottó
hermdi líka listavel eftir bæði
hrafni og rjúpu og fékk ávallt svör
um hæl.
Þó Ottó væri dýravinur og mik-
ið náttúrubarn var hann samt
veiðimaður í eðli sínu. Hann
veiddi bæði á stöng og skaut sér
til matar og eftirminnilegir eru
margir svartfuglstúrar sem við
fórum á Darra milli jóla og nýárs.
Hann kenndi mér ekki bara rétta
meðferð skotvopna heldur einnig
að bera virðingu fyrir bráðinni og
hvernig ætti að hantera hana og
ganga frá að lokinni veiði. Bíl-
skúrnum var umsvifalaust breytt
í litla vinnslustöð þar sem gert var
að aflanum, hvort sem um var að
ræða fisk eða fugl. Fyrsta byssan
sem ég fékk afnotaleyfi af var
Remington-haglabyssan hans
Ottós sem núna þjónar mér ein-
um. Ottó lifði þá tíma þegar lax-
veiði á Íslandi var á ráði almenn-
ings að stunda. Ýmsar veiðisögur
sagði hann mér úr slíkum túrum
sem gáfu góðan afla, eins og til
dæmis mokveiðiferð sem hann fór
með félögum sínum í Laxá á Ás-
um. Ekki síður eru eftirminnileg-
ar tjaldútilegur á sumrin þar sem
veiðistöngin var með í för. Litlar,
tærar sprænur hér og hvar gáfu
fallegan fisk í soðið og fyrir kom
að sérstaklega skilvirkar veiðiað-
ferðir væru notaðar ef á þurfti að
halda.
Bílskúrinn á Sólvallagötunni
var ekki bara geymsla, vinnslu-
stöð og verkstæði, hann var líka
vettvangur langra umræðna um
lífið og tilveruna, stjórnmál og allt
hitt sem var í deiglunni hverju
sinni. Ótal kvöld og langt fram
eftir nóttu höfum við tengdasyn-
irnir setið í skúrnum með Ottó og
tekið stöðuna í heimsmálunum.
Það voru góðar stundir.
Ég kveð þig, kæri vinur, með
góðar minningar í farteskinu.
Elías.
Afi vekur mig klukkan fimm.
Það er sumar og orðið bjart.
Veðrið er stillt og gott í sjóinn. Ég
skófla í mig súrmjólkinni yfir
morgunskeytunum. Afi hallar sér
fram á eldhúsbekkinn á Sólvalla-
götunni og hlýðir á af athygli. Vel
snyrt skeggið er orðið grátt fyrir
mörgum misserum og það rennur
saman við burstaklippt hárið á
rjóðu og útiteknu andlitinu. Við
leggjum í hann niður á bryggju,
enda útlitið gott fyrir daginn.
Töltum yfir túnið hjá Selaklöpp
með samlokur í poka. Amma
smurði mínar með sinnepi. „Noh,
er nafni bara á sérfæði?“ hafði afi
spurt ömmu sposkur, ekki vanur
slíkur trakteringum þegar hann
var einn á ferð. Við prílum ofan í
Darra, fjögurra tonna trillu með
færeysku lagi, bláa á kinnunginn.
Vélin er mjúk í gang, við ýtum úr
vör og stímum út úr Hríseyjar-
höfn. Hann grípur í talstöðina og
sinnir tilkynningaskyldunni:
„6329, 6329, það er út frá Hrísey.“
Ég fæ að leyfi skipstjóra til að
skríða fram á bekkinn og dorma á
leiðinni út Eyjafjörðinn. Afi
stendur við stýrið og stýrir á mið-
in. „Nafni, við erum mættir.“
Betra að hafa sig á lappir og í stíg-
vélin. Krókarnir renna í sjóinn og
færarúllurnar keipa þar til eitt-
hvað bítur á. Dagurinn líður og
þorskurinn lætur ekki á sér
standa. Afi reytir upp. Ég læri að
flokka frá undirmálið og gef því
líf, blóðga og slægi. „Nafni, taktu
hendurnar útúr rassgatinu á þér.“
Betra að hafa hraðar hendur til að
halda í við afa. Múkkagerið garg-
ar á lifrina allt í kringum bátinn.
Kerin fyllast og síðdegis höldum
við aftur heim. Þá stend ég við
stýrið meðan afi leggur sig. Dýr-
mætur lærdómur það, fyrir 13 ára
gutta.
Afi kenndi mér margt gagn-
legt. Hvernig á að valda hamri og
nota hann til að reka nagla í fjöl
við bátasmíði eða til að berja
harðfisk og létta þannig verkið
fyrir tennurnar. Hvernig á að
keipa stönginni örugglega en ekki
of geyst til að eitthvað bíti á agnið.
Hvernig er gott að höggva snjó-
inn í köggla við snjómokstur en
honum gat sannarlega kyngt nið-
ur upp fyrir húsþök í Hrísey.
Hvernig á að gagga eins og há-
vella eða ropa einsog rjúpa. Svo
sýndi hann mér hvernig skógar-
þrestirnir átu rúsínur úr lófa
hans, af því að þeir treystu honum
eins og hluta af náttúrunni.
Hvernig maður ók 50 ára gömlum
og rauðmáluðum Massey Fergu-
son um götur Hríseyjar, kannski
suðrí Brekku eftir lottómiða á
laugardagseftirmiðdegi eða í búð-
ina eftir hálfpotti af rjóma. Hann
þeystist líka glaður með okkur
nýgift hjónakornin um alla eyju á
brúðkaupsdaginn okkar Kristínar
fyrir rúmum fimm árum, nokkuð
sem mér þykir ævinlega vænt um.
Hann kenndi mér líka nokkuð
síður áþreifanlegt, eins og þolin-
mæði og þrautseigju. „Þolinmæði
þrautir vinnur allar,“ sagði hann
oft og iðulega þegar viðfangsefnin
vildu illa þýðast mig. Allt vill sitt
lagið hafa og það hafðist ætíð fyrir
rest. Það er ómetanlegt vega-
nesti. Hann var alltaf tilbúinn að
leiðbeina. Ævinlega þolinmóður.
Ávallt hlýr. Takk fyrir það, elsku
nafni.
Ottó Elíasson.
Þolinmæði þrautir vinnur allar.
Óþreyjufull lítil stúlka á ferðalagi
með Dísu ömmu og Ottó afa í
aftursætinu á rauðu Mözdunni, sí-
spyrjandi: „Hvað er langt eftir?“
Að endingu sagðist afi myndu
skilja stúlkuna eftir út í vegkanti
ef hún héldi áfram að spyrja. Það
var ekki að spyrja að því, stúlkan
þagði það sem eftir var af þeirri
bílferð. Líklega var þetta í eina
skiptið sem hún sá reyna á þol-
inmæði afa síns. Lítil stúlka í
heimsókn hjá ömmu og afa í Sól-
vallagötu í Hríseynni fögru. Hún
baukaði þar ýmislegt með afa sín-
um. Eitt sinn batt hann spottenda
utan um lausa tönn, hinn endann
við hurðarhún og skellti svo aftur
hurðinni. Það endaði allt saman
farsællega. Hún barði harðfisk í
bílskúrnum, brýndi hnífa í eldhús-
inu, klippti grasið upp við hús-
vegginn og stéttina eftir slátt,
rembdist við að flaka fisk eftir
bátsferð, tók í stýrið á Gamla
Rauð og beið eftir því að skóg-
arþrestirnir kæmu og fengju sér
rúsínur úr lófanum hennar. Þol-
inmæði þrautir vinnur allar. Allt-
af fann afi tilefni til að koma þess-
um fjórum orðum að og inn í
hausinn á litlu stúlkunni. Fyrstu
árin skildi hún lítið hvað í þeim
fólst, eiginlega ekki neitt. En með
vaxandi viti fór merking þeirra
smám saman að skýrast og skipt-
in sem afi fann sig knúinn til að
þylja þau upp urðu færri og færri.
Þess í stað fór hann að tala um
stráka og ástarmálin og vildi
gjarnan fá að vita hvort einhver
væri farinn að gera hosur sínar
grænar fyrir stúlkunni.
Söknuðurinn er sár en á sama
tíma svo óskaplega ljúfur og fal-
legur. Minningin um lífsglaðan og
glettinn mann lifir. Mann sem
aldrei kvartaði og var í raun hold-
gervingur seiglunnar. Mann sem
faldi sig á bak við hurðir, spratt
svo fram til að láta fólki sem gekk
hjá bregða og hló dátt á eftir.
Mann sem dansaði alltaf eins
og enginn væri að horfa. Mann
sem minnti okkur á það með
reglulegu millibili hvað lífið er
dásamlegt og hvað það er gaman
að vera til.
Elsku afi minn. Takk fyrir
samfylgdina og ómetanlegt vega-
nesti. Skál fyrir þér og lífinu.
Þín
Olga.
Sit hér og hugsa um látinn
mann, þau eru mörg farin sem við
á mínum aldri ólumst upp með í
Hrísey. Ottó var einn af þeim,
hafði ekki kjark til að sjá hann
eftir að hann lagðist inn á Lög-
mannshlíð út af sínum veikindum,
ætlaði þó að gera það annan des-
ember síðastliðinn en fór ekki út
af öðru sem um var að vera í Hrís-
ey. Og nú er hann farinn og ég
þarf ekki að óttast lengur, hann
hefur fengið fyrri reisn, fullur af
lífi og fjöri eins og við munum
hann, sprettharður sundmeistari.
Já hann var alltaf tilbúinn að taka
sprettinn á eftir okkur strákun-
um þegar við héldum að við vær-
um að gera at í búðinni. Sé hann
fyrir mér setja undir sig hausinn
og segja „ég skal sko ná ykkur,
ormarnir ykkar“, en Ottó var
deildarstjóri í búðinni eftir að eig-
inlegum sjómanns- og útgerðar-
ferli lauk – aðrir munu segja frá
því betur en ég.
Búðin var og er enn á neðri
hæðinni þar sem við bræður ól-
umst upp og Ottó og pabbi voru
miklir vinir, veiddu og drukku
saman. Það eru margar sögur
sem rifjast upp, ein af mörgum er
þessi: Þeir félagarnir voru að
koma úr veiði í Mýrarkvísl, að ég
held, og mamma átti að sækja þá
um leið og hún næði í okkur
bræður í Bjarnarstaði eftir sum-
ardvöl þar. Þegar hún var að
sigra Bárðardalinn á norðurleið
vildi ekki betur til en svo að bíll-
inn festist í bremsu, hringsnerist
og endaði á hliðinni – við ekki í
beltum eins og í dag en ómeidd
vorum við. Þetta tafði för okkar
og á meðan höfðu félagarnir meiri
tíma til að fagna að ég held engri
veiði en í dag skil ég vinskap
þeirra og gleði. Þeir komust svo
um borð í Taunusinn en í honum
var bekkur þannig að þeir höfðu
aftursætið fyrir sig og þar söng
Ottó, sem söng ekki oft: „Ása
keyrir eins og engill, Ása keyrir
eins og ég.“ Mér þótti þetta hálf-
gerð öfugmæli þar sem við höfð-
um einu sinni tekið snúning með
honum á Land Rover og endað út
af án meiðsla, hann var alltaf að
stýra eins og úti á sjó. En hvort
það var þreyta mömmu eða söng-
urinn þá fórum við út af á Sval-
barðsströnd og þá var gott að
þeir voru slakir í aftursætinu,
bara hægt að opna réttum megin
og þeir rúlluðu út, bíllinn léttari
og ekkert mál að draga hann upp
á veg – man ekki hvað tók langan
tíma að ferma aftur en við náðum
heim í Hrísey fyrir rest eins og
alltaf.
Ottó var sjóari og hann átti
bátinn Dísu sína líka þar og feng-
um við Teiti að fara með honum
að vitja um net o.fl. Honum
fannst ekkert að því þótt það gæfi
á bátinn; Teita þótti gaman en ég
var sjóveikur. Já það var alltaf
fjör í kringum Ottó. Svo fórum
við að fara á böll í Sæborg og
bíddu við; hver var þar á fullu
hring eftir hring með Dísu sína og
allar þær sem kjark höfðu annar
en Ottó!
Lífið er yndislegt.
Blessaður sért þú, okkar kæri
Ottó.
Ég og Hanna sendum Dísu og
öllum hennar innilegar samúðar-
kveðjur.
Narfi Björgvinsson.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2018
Raðauglýsingar
Nauðungarsala
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni
sjálfri, sem hér segir
Laufás II, Svfél. Skagaströnd, fnr. 213-9164 , þingl. eig. Gréta Þorbjörg
Jónsdóttir, gerðarbeiðandi Lánasjóður íslenskra námsmanna, mið-
vikudaginn 10. janúar nk. kl. 14:00.
Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra
3. janúar 2018
Félagsstarf eldri borgara
Boðinn Nýársgleði Boðans kl. 14, allir hjartanlega velkomnir.
Garðabær Opið í Jónshúsi og heitt á könnunni alla virka daga frá kl.
9.30-16. Hægt er að panta hádegismat með dags fyrirvara í síma 617-
1503. Meðlæti með síðdegiskaffinu er selt frá kl. 14-15.45. Símar í
Jónshúsi / félags- og íþróttastarf: skrifstofa 512-1501/512-1502.
Gönguhópur frá Jónshúsi kl. 10. Handvinnuhorn í Jónshúsi kl. 13.
Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 10.50 jóga, kl. 13 hreyfi- og jafnvægis-
æfingar, kl. 14 hreyfi- og jafnvægisæfingar, kl. 19 brids.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16, morgunkaffi og
spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, opin vinnustofa frá
kl. 9, morgunleikfimi kl. 9.45, spilað botsía kl. 10. Nýársæfing Sinfóní-
unnar kl. 11.30, lagt af stað frá Hvassaleiti kl. 10.30. Matur kl. 11.30,
spiluð félagsvist kl. 13.15, kaffisala í hléi.
Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnuð kl. 8.50, við hringborðið kl.
8.50, listasmiðjan er opin, síðdegiskaffi kl. 14.30, enskunámskeið byrj-
ar þriðjudaginn 16. janúar, nánari upplýsingar í Hæðargarði eða í
síma 411-2790, allir velkomnir með óháð aldri.
Selið, Sléttuvegi 11-13 Selið er opið frá kl. 10-16 og upp úr kl. 10 er
boðið upp á kaffi þar sem fólk kemur saman í spjall og kíkir í blöðin.
Hádegisverður er kl. 11.30-12.30 og kaffi og meðlæti er selt á vægu
verði kl. 14.30-15.30. Allir eru hjartanlega velkomnir í Selið. Nánari
upplýsingar hjá Maríu Helenu í síma 568-2586.
Seltjarnarnes Óskum öllum gæfu og gleði á nýju ári með þökk fyrir
hið liðna. Vatnsleikfimi kl. 7.15, Billjard Selinu kl. 10, kaffispjall í krókn-
um kl. 10.30, jóga salnum Skólabraut kl. 11, áramóta-félagsvist í saln-
um á Skólabraut kl. 13.30, karlakaffi í safnaðarheimili kirkjunnar kl. 14.
Ath. ný dagskrá vegna félagsstarfsins janúar-júní 2018 verður borin í
hús í næstu viku til allra 65 ára og eldri.
Smáauglýsingar
Bækur
Hjólabækurnar - Allir út að hjóla!
Vestfirðir, Vesturland,
Suðvesturland, Árnessýsla,
Rangárvallasýsla.
Hver bók 2000 kr. Allur pakkinn 7,500
kr. Frítt með póstinum. Frábær
afmælisgjöf.
Vestfirska forlagið
jons@snerpa.is
456 8181
Hornstrandabækurnar
Allar 5 í pakka 7500
Hornstrandir og Hornstrendingar.
Ekkert annað á dagskrá í þessum
bókum. Frítt með póstinum. Enginn
aukakostnaður.
Vestfirska forlagið
jons@snerpa.is
4456 8181.
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Til sölu
KRISTALSLJÓSAKRÓNUR
Útsala er að byrja
Glæsilegar kristalsljósakrónur fyrir
falleg heimili. Handskornar kristals-
ljósakrónur, veggljós, matarstell,
kristalsglös til sölu.
BOHEMIA KRISTALL,
Grensásvegi 8.
Sími 7730273
Askalind 4, Kóp.
Sími 564 1864
www.vetrarsol.is
B&S mótor með rafstar, 249cc
Dreing 1 – 10 metrar
69cm vinnslubreidd
Með ljósum og á grófum dekkjum
Frábær í mikinn og erðan snjó
Snow Blizzard snjóblásari
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð-
viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
660 0230 og 561 1122.
Veiði
S. 892 8655 • heimavik.is
Þekking - Reynsla - Gæði
Grásleppuveiðimenn
12mm flottóg lækkað verð
10mm blýtóg
á gamla verðinu
grásleppunet, felligarn o.fl.
Bátar
Flatahrauni 25 - Hafnarfirði
Sími 564 0400
www.bilaraf.is
Mikið úrval í bæði
12V og 24V.
Ökukennsla
Vönduð, vel búin kennslubifreið
Subaru XV 4WD .
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
sími 696 0042,
Húsviðhald
Tek að mér
ýmiskonar
húsaviðhald.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
atvinna@mbl.is
Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á