Morgunblaðið - 04.01.2018, Side 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2018
TWIN LIGHT GARDÍNUM
Betri birtustjórnun með
Álnabær
Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta.
Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 ■ Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 ■ Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 ■ alnabaer.is
Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu
Íslensk framleiðsla eftir máli
Hringdu núna og bókaðu tíma í máltöku
OPIÐ: VIRKA DAGA FRÁ 10-18
alnabaer.is
Steinar H. Geirdal er upphaflega Vesturbæingur, fæddur íReykjavík og ólst þar upp við Vesturvallagötu. Hann lauksveinsprófi í húsasmíði frá Iðnskólanum í Reykjavík, öðlaðist
meistararéttindi og lauk prófi sem byggingafræðingur frá Bygnings-
konstruktörskolen í Kaupmannahöfn árið 1966.
Steinar varð byggingafulltrúi hjá Keflavíkurbæ árið 1972: „Þá
flutti ég suðureftir og var lengst af búsettur í Reykjanesbæ en flutti í
Garðabæinn fyrir fáeinum árum. Ég stofnaði teiknistofuna Artik í
Keflavík 1984 og starfrækti hana þar til ég lét af störfum.“
Eiginkona Steinars er Vigdís Erlingsdóttir nuddkona en börn
þeirra eru Sverrir ráðgjafi, Snorri, þjónn í Kaupmannahöfn, og
Dagný, starfsmaður hjá Fasteignamati ríkisins.
Steinar hóf myndlistarnám árið 1976: „Ég lærði lengst af hjá Eiríki
Smith í Baðstofunni, félagi áhugafólks um myndlist í Reykjanesbæ, og
var þar í áratug. Ég sótti einnig námskeið hjá Myndlistarskóla
Reykjavíkur og naut þar leiðsagnar hjá Valgerði Bergsdóttur, Katr-
ínu Briem, Hring Jóhannessyni og Daða Guðbjörnssyni.“
Steinar tók þátt í samsýningum á vegum Baðstofunnar, nemenda-
sýningum á vegum Myndlistarskóla Reykjavíkur og hefur haldið
einkasýningar í Keflavík og Kaupmannahöfn. Hann hlaut menning-
arverðlaun Reykjanesbæjar, Súluna, árið 2002. Ertu enn að mála?
„Já, já. Alltaf eitthvað að dútla. Myndlistin fylgir manni alla tíð.“
Skál Steinar og Vigdís, kona hans, skála fyrir lífinu og tilverunni.
Með myndlistina í
farangrinum alla tíð
Steinar H. Geirdal er áttræður
B
jörgvin Jóhannesson
fæddist í Reykjavík
4.1. 1978 en ólst upp á
Höfðabrekku í Mýrdal.
Hann lauk grunnskóla-
prófi frá Víkurskóla, stúdentsprófi
frá ML 1998 og BSc-prófi í við-
skiptafræði frá HA 2003.
Björgvin hefur verið hótelstjóri á
Hótel Kötlu á Höfðabrekku frá
2003: „Foreldrar mínir voru með
sauðfjárbú á Höfðabrekku fram á
mín unglingsár. Ég ólst því upp við
fjárbúskap. Fyrsta herbergið var
leigt var út á Höfðabrekku árið
1988. Gistingin þar verður því 30
ára á þessu ári. Þar var bætt við
herbergjum smátt og smátt og nú
erum við með 103 herbergi í sex
gistihúsum. Auk þess erum við með
veitingastað með stóru eldhúsi,
þvotthús og aðstöðu fyrir starfsfólk
en nú vinna um 40 manns við hót-
elið. Lengi vel var fjöldi starfs-
manna breytilegur eftir árstíma en
nú er nóg að gera allan ársins hring.
Hér var t.d. allt upppantað í gær og
mjög mikið að gera yfir hátíðarnar.
Við héldum hér hross um skeið og
Björgvin Jóhannesson, hótelstjóri Kötlu á Höfðabrekku – 40 ára
Fjölskyldusveiflan Björgvin, Sandra Lilja, fermingarbarnið Sólbjörg Lind, Selma Lísa og Halla Rós, bregða á leik í
gönguferð í vorsólinni á Laugarvatni í tilefni af fermingu Sólbjargar sl. vor. Og auðvitað öll í sólskinsskapi.
Frá sauðfjárbúskap
í glæsilegt ferðahótel
Hótelstjórinn Björgvin framan við Hótel Kötlu á Höfðabrekku í Mýrdal.
Gerður María Sveinsdóttir og Birna Ólafsdóttir héldu tombólu við Suðurver í
sumar og söfnuðu þar 5.525 kr. sem þær gáfu Rauða krossinum að gjöf.
Hlutavelta
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is