Morgunblaðið - 04.01.2018, Blaðsíða 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2018
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú þarft að setjast niður og fara í
gegnum það hvernig þú verð tíma þínum og
með hverjum. Gefðu þér tíma til að stunda
innhverfa íhugun.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú ert eitthvað pirraður því þér finnst
hlutirnir vera að vaxa þér yfir höfuð. Vertu á
varðbergi gagnvart tilraunum til þess að
leggja steina í götu þína.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Forðastu þá sem eru stöðugt að
etja mönnum saman til þess að skapa sam-
keppni á vinnustað. Láttu ekki draga þig inn í
deilur annarra.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú verður að sætta þig við ákvarðanir
annarra varðandi starfið eða jafnvel heimilis-
lífið í dag. Láttu það ekki bæla þig niður, held-
ur þvert á móti laða fram það sem í þér býr.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Einhver vill vingast við þig í dag. Ein-
hvern misskilning þarf að leiðrétta strax svo
ekki hljótist af skaði. Nú skiptir öllu að hugsa
til framtíðar og spara hverja krónu.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Mundu að þú ert ekki ein/n í heim-
inum og það á ekki síst við um vinnustað
þinn. Mikil hætta er á misskilningi og því er
þetta mjög slæmur dagur fyrir mikilvægar
samræður.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú hefur velt hlutunum nokkuð lengi fyr-
ir þér en verður nú að taka af skarið. Lausnin
er innan seilingar og kemur skemmtilega á
óvart.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú ert ekki ánægður með alla
hluti og skalt skoða þá í víðara samhengi áð-
ur en þú ákveður að láta til skarar skríða.
Ræktaðu fjölskyldu og vini.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú ert ekki jafn jarðbundinn og
vanalega. Reyndu að leita jafnvægis og forð-
ast öfgar á hvern veginn sem er. Dragðu bara
djúpt andann og taktu eitt skref í einu.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú ert þessi trausti og öruggi
náungi sem óhætt er að fela hvaða verkefni
sem er. Vertu því jákvæður gagnvart mönn-
um og málefnum og hugsaðu vel þinn gang.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þér finnst of margir sækja að þér í
einu og vilt því leita uppi einveruna. Endur-
skoðaðu það sem þú hefur verið að gera og
íhugaðu hvort það hafi skilað tilætluðum ár-
angri.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þér gengur margt í haginn og áhrif þín
eru mikil. Ef einhver býðst til að gefa þér gjöf
skaltu þiggja hana.
Einföld sannindi eru best sögðmeð einföldum orðum, – eins
og Sigrún Haraldsdóttir gerir hér:
Þótt víða um vegi skeiðir
vita þetta mátt
að lífsins krókaleiðir
liggja í sömu átt.
Jón Arnljótsson talar um „æski-
legt ármótaveður“:
Um áramótin vantar vind.
Það væri allt í fína,
ef flugeldanna fúla synd
færi beint til Kína.
Sigmundur Benediktsson þakkaði
Jóni margar góðar vísur liðinna ára
og bætti við: „Ekki er ég hrifnari en
þú af skoteldafárinu, ég fæ kvíða-
hnút í magann fyrir hver áramót nú
orðið. Það er sko ekkert þægilegt! –
Stjórnlaus vanvitaskapur!:
Þjóðin tárast banableik,
bölvun sára líður.
Nýja árið ofið reyk
elds úr fári skríður.“
Hér kemur vísnaþrenna eftir Ár-
mann Þorgrímsson. Sú fyrsta frá
liðnu ári:
Oft var glatt í okkar leik
oft á brattann leitað var
oft ég skattinn ekki sveik
oft má satt kyrrt liggja þar.
Síðan:
Sat og horfði á sjónvarpið
sönglög andann hresstu
skemmti ég mér skaupið við
skildi það að mestu.
Og svo um áramótin:
Ár er hafið enn á ný
annað sökk í tímans haf
fyrst samt ætla að fagna því
að flugeldana lifði af.
Ingólfur Ómar Ármannsson sendi
vinum sínum hlýjar nýárskveðjur á
Boðnarmiði:
Kveðju mína vanda vil
vermi ykkur hlýja.
Megi farsæld frið og yl
færa árið nýja.
Hólmfríður Bjartmarsdóttir hafði
þessa sögu að segja 30. desember:
Grænblár var himinn og fönnin svo fín
samt fór aðeins hrollur um mig.
Ég komst þó í Ríkið og keypti mér vín
en kuldinn var 30 stig.
Pétur Stefánsson sagði á gamlárs-
kvöld:
Dönsum saman vítt um völl,
verum ekki á nálum.
Fögnum nýju ári öll
með öl og vín á skálum.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Áramótaveður, vísna-
þrenna og fimbulkuldi
„ÞÚ ÁTT BARA AÐ KVITTA Í
GESTABÓKINA. EKKI SKRIFA UMMÆLI
UM HINN LÁTNA“
„VAKNAÐU! KÖTTURINN ER MEÐ
TENNURNAR ÞÍNAR“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... Hátíðarkvöldverður
til að fagna sambandinu
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
LÍSA GEISPAÐI Á
STEFNUMÓTINU OKKAR
BARA EINU
SINNI
HERRA
SPENNA!
MAMMA, HEFURÐU SÉÐ
PABBA GRÁTA?
JÁ. HANN GRÉT EINS
OG UNGBARN Á
BRÚÐKAUPSDAGINN OKKAR.
BJÓRINN OG VÍNIÐ
KLÁRUÐUST Í MÓTTÖKUNNI
Flugeldar fóru hátt um áramótinog jafnframt fregnir af því að
„Stjörnu-Sævar“ vildi banna sölu
þeirra til almennings og voru skoð-
anir skiptar. Víkverji er nú frekar á
því að leyfa eigi sem flest og var því
ekkert endilega sammála Sævari
um að nauðsynlegt væri að ganga
svo langt að banna flugeldasöluna.
x x x
Ekki að Víkverji sé mikillsprengjukall í sér. Öðru nær.
Faðir Víkverja fór reglulega vestur
í bæ um áramót og keypti einn
pakka hjá KR-flugeldum og Vík-
verji hefur stundum gert það líka
þegar hann hefur „neyðst“ til þess
að vera með flugelda, eins og í þau
skipti sem útlenskir kunningjar
hans hafa eytt áramótunum á Ís-
landi. Þeir hafa enda mjög gaman
af þessari áramótavitleysu í Íslend-
ingunum.
x x x
Víkverji hefur hins vegar sjaldn-ast skilið þessa sprengjuþörf
um áramótin. Hann horfir með gleði
á alla hina kveikja í peningunum
sínum en skilur ekki hvað rekur
fólk til þess að standa úti í kuld-
anum, á miðnætti á gamlárskvöld,
einmitt þegar það gæti verið inni í
hlýjunni að óska ástvinum sínum
gleðilegs nýs árs og skála í kampa-
víni.
x x x
Þá finnst Víkverja það nokkuðkyndugt, að búið er að nefna
allar raketturnar og áramóta-
bomburnar í höfuðið á einhverjum
orustum og atburðum Sturlungaald-
arinnar. „Örlygsstaðabardagi“ mun
vera vinsæll og sjálfur sá Víkverji
„Víg Snorra Sturlusonar“ auglýst.
x x x
Víkverji veit þó ekki hvort það séalveg það besta í stöðunni að
taka hrottalegt morð og atburð sem
satt að segja var áfall fyrir íslenska
bókmenntasögu og breyta því í ein-
hverja tívolíbombu. „Eigi skal
höggva,“ sagði Snorri. Árni beiskur,
banamaður hans, hefur væntanlega
ekki haft hagsmuni björgunarsveit-
anna í huga þegar hann lét höggið
ríða af. vikverji@mbl.is
Víkverji
Enginn er heilagur sem Drottinn,
enginn er til nema þú, enginn er
klettur sem Guð vor.
(Fyrri Samúelsbók 2:2)
Er bíllinn tilbúinn
TUDOR TUDOR
TUDOR er hannaður til þess að þola
það álag sem kaldar nætur skapa.
Forðastu óvæntar uppákomur.
Bíldshöfða 12 • 110 Rvk • 577 1515 • skorri.is
Mikið úrval - Traust og fagleg þjónusta
Veldu
öruggt
start me
ð
TUDOR
fyrir kuldann í vetur?