Morgunblaðið - 05.01.2018, Side 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2018
✝ Hafdís Jóns-dóttir Bridde
fæddist í Reykjavík
22. júlí 1930. Hún lést
28. desember 2017.
Foreldrar hennar
voru þau Sigurbjört
Clara Lúthersdóttir,
f. 1911, d. 2001, og
Jón Ingi Guðmunds-
son, sundkennari og
málari, f. 1909, d.
1989.
Clara og Jón Ingi eignuðust
tvö börn, Hafdísi og yngri bróður
hennar Lúther, f. 1936. Þau slitu
samvistum. Clara giftist Her-
manni Guðmundssyni, f. 1916, d.
1989, þann 16. nóv. 1940. Fluttist
Hafdís þá til þeirra Clöru og Her-
manns og gekk Hermann henni í
föðurstað. Bjó Hafdís hjá þeim
uns hún hleypti heimdraganum.
Jón Ingi, faðir Hafdísar, kvæntist
aftur og eignaðist fjögur börn,
J. Bridde allar götur síðan.
Þegar þau Hafdís og Guðni
hófu búskap og barneignir ákvað
hún að hætta að vinna og var
heima með börnum sínum lengst
af. Guðna, eiginmann sinn, missti
hún langt fyrir aldur fram, eða
18. október 1985, en hann var að-
eins 53 ára að aldri.
Hafdís starfaði hjá Miklagarði
í Holtagörðum og svo hjá Félags-
þjónustu Reykjavíkurborgar uns
hún dró sig í hlé sjötug að aldri.
Börn Hafdísar og Guðna eru:
Andrés Þór Bridde, f. 1953. Maki
Anna María Hannesdóttir, f.
1955. Hermann G. Bridde, f.
1957. Maki Elín Eiríksdóttir, f.
1964. Alexander Bridde, f. 1961.
Maki Ingibjörg Sigurðardóttir, f.
1962. Þórdís Klara Bridde, f.
1966. Maki Bjarni Júlíusson, f.
1961. Guðni Bridde, f. 1971. Maki
Hrefna Björk Arnardóttir, f.
1970. Barnabörnin eru 20 og
barnabarnabörnin orðin 17.
Útför Hafdísar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 5. janúar
2018, klukkan 13.
þannig að alls
voru systkinin sex.
Hafdís hóf
skólagöngu sína í
farkennslu á Mos-
felli í Svínadal í
Húnavatnssýslu,
þar sem hún var í
sveit. Hún kláraði
síðan Austur-
bæjarskólann og
tók inntökupróf í
Kvennaskólann í
Reykjavík. Þar var hún í fjóra
vetur og lauk þaðan prófi 1949.
Eftir Kvennaskólann vann
Hafdís við ýmis skrifstofustörf.
Á þessum árum kynntist hún
Guðna Bridde rafvirkjameistara
og trúlofaðist honum í London
þann 22. júlí 1952. Hafdís og
Guðni gengu í hjónaband 21.
mars 1953. Þá tók hún upp eftir-
nafn eiginmanns síns, eins og þá
var siður, og skrifaði sig Hafdísi
Þá er kallið komið. Elskuleg
mamma okkar lést aðfaranótt 28.
desember eftir dvöl á hjúkrunar-
heimili. Mamma var komin á þann
stað í lífinu að hún kveið ekki kall-
inu, heldur var hún farin að bíða
eftir því að hitta hann pabba aftur,
en hann dó fyrir 32 árum. Við vit-
um að fólkið hennar tekur vel á
móti henni.
Pabbi og mamma hófu búskap
sinn á Egilsgötu 12. Þau fluttu síð-
ar í nýreista blokk, Álfheima 62,
og þaðan eru bernskuminningar
okkar systkinanna. Að alast upp í
Álfheimunum var yndislegur tími,
krakkar í öllum blokkum og mikið
brallað.
Mamma hugsaði vel um okkur
börnin og var mikil húsmóðir.
Lengstum var hún heimavinn-
andi, af gamla skólanum eins og
stundum er sagt. Hún saumaði og
prjónaði á okkur krakkana og var
mjög vandvirk. Við vorum alltaf í
betri fötum um helgar en skóla- og
leikfötum aðra daga. Hún passaði
líka að við bæði lærðum og lékum
okkur.
Við erum fimm systkinin, fjórir
bræður og ein systir. Oft kom það
fyrir að hún þurfti að svara fyrir
bræðurna þar sem þeir höfðu
óvart brotið rúðu eða framið
önnur bernskubrek.
Mikill vinskapur myndaðist
milli fjölskyldna í stigaganginum,
sem varir enn í dag. Mamma tal-
aði um að árin í Álfheimum hefðu
verið bestu árin hennar.
Þarna bjuggum við í nærri
aldarfjórðung. Mamma sá alltaf til
þess að það væri morgunverður,
hádegismatur, miðdagskaffi,
kvöldmatur og kvöldkaffi í boði.
Þau voru mörg verkin sem þurfti
að leysa á stóru heimili, það sem
þykir einfalt í dag var oft meira
verk í þá daga. Það var ekki í boði
að þvo þvotta á hverjum degi, þar
sem mamma hafði aðeins aðgang
að þvottahúsinu á hálfs mánaðar
fresti. Stundum var einhver
bræðranna fenginn til að vinda
þvottinn í handvindu í þvottahús-
inu.
Fjölskyldan á sumarbústað á
Þingvöllum og þangað lá leiðin á
sumrin. Það var alltaf tilhlökkun
að fara í bústað, veiða, sigla á vatn-
inu og ærslast saman.
Mamma og pabbi fengu úthlut-
aða lóð í Víðihlíð árið 1983 og
byggðu þar fallegt heimili. Elstu
strákarnir voru farnir að heiman
og komnir með sínar fjölskyldur
en þau tvö yngstu fluttu inn í Víði-
hlíðina í janúar 1984 og höfðu aldr-
ei átt jafn stór herbergi. Því miður
áttu mamma og pabbi ekki eftir að
fá að njóta samvista þar lengi því
pabbi féll frá 1985, aðeins rúmu ári
eftir að þau fluttu inn.
Mamma var ákaflega trygg-
lynd vinum og fjölskyldu. Þær
voru átta bestu vinkonurnar úr
Kvennó sem héldu alltaf hópinn
og stofnuðu saumaklúbb. Í meira
en hálfa öld hittust þær hálfsmán-
aðarlega yfir vetrartímann. Einn-
ig voru pabbi og mamma saman í
skátafélaginu Rakkar. Með því
fóru þau í ferðalög, innanlands og
utan, og var alltaf mikið fjör þegar
þessi hópur hittist.
Við urðum fullorðin, eignuð-
umst okkar maka og börn og flutt-
um að heiman. Þá fór að róast hjá
mömmu og hún gat farið að sinna
áhugamálum sínum meira.
Mamma hélt áfram að ferðast,
las mikið, fylgdist vel með þjóð-
félagsmálum en naut þess mest að
vera með fjölskyldu sinni og af-
komendum.
Vertu sæl, elsku mamma, og
takk fyrir allt og allt.
Andrés, Hermann, Alexand-
er, Þórdís Klara og Guðni.
Hafdís, tengdamóðir mín,
kvaddi okkur milli jóla og nýárs.
Hún hafði átt ánægjuleg jól á
dvalarheimilinu Eir með afkom-
endum sínum þar sem hún var
bæði hress og kát. Hún hélt meira
að segja þeirri ágætu hefð sinni
við, að borða rjúpur um jólin og
þótti þær einstaklega bragðgóðar
svo notuð séu hennar eigin orð.
Hún veiktist hins vegar annan í
jólum og þá varð fljótlega ljóst
hvert stefndi. Það dró síðan af
henni smátt og smátt og loks
kvaddi hún aðfaranótt 28. desem-
ber.
Lengst af var Hafdís heilsu-
hraust og ern, en síðustu tvö til
þrjú árin glímdi hún við veikindi.
Allt þar til hún veiktist var hún
stálminnug og fylgdist vel með því
sem var að gerast, las blöðin og
fylgdist með þjóðmálunum. Hún
naut þess sérstaklega að ferðast,
hvort sem það var innanlands eða
út í heim. Oftast fór hún með fólk-
inu sínu og það voru ófáar ferð-
irnar sem hún fór með okkur Dísu
og börnunum utan, austur á Þing-
velli eða vestur á Skógarströnd.
Hún var einstaklega dugleg og
alltaf tilbúin að prófa nýja hluti.
Nærri áttræð veiddi hún sjó-
bleikju á þurrflugu og svo er það
mér ákaflega minnisstætt þegar
við fórum með hana í Norðurá.
Hún hafði engan áhuga á að vera
bara uppi í veiðihúsi og drekka
kaffi, nei hún vildi koma með niður
að á. Við fundum á hana vöðlur,
sem reyndust heldur stórar. Þeg-
ar komið var að Laxfossi vandað-
ist málið, því við áttum að veiða
hinumegin árinnar. Svo fór að hún
óð með okkur yfir ána, á vaðinu
fyrir neðan fossinn og veiddi með
okkur Eyrina sem er einn falleg-
asti staðurinn í ánni. Þarna var
hún á áttræðisaldri og henni þótti
þetta brölt ekkert tiltökumál.
Nú er hún Hafdís búin að
kveðja okkur og leggja upp í sína
síðustu ferð. Þó lífið verði fátæk-
legra fyrir vikið hjá okkur hinum
lifa eftir allar góðu minningarnar
um glæsilega konu, ótal ferðalög
og yndislegar samverustundir.
Bjarni.
Kæra tengdamamma.
Þú ert nú sofnuð svefninum
langa eftir viðburðaríka ævi. Þú
skilur eftir þig mikinn fjarsjóð
sem eru börnin þín fimm, barna-
börnin og barnabarnabörnin.
Við viljum þakka þér samfylgd-
ina í yfir 30 ár og vitum að þú ert á
góðum stað.
Þó að kali heitur hver,
hylji dali jökull ber,
steinar tali og allt hvað er,
aldrei skal ég gleyma þér.
(Vatnsenda-Rósa)
Sofðu rótt.
Þínar tengdadætur,
Ingibjörg og Anna María.
Amma Haddý var mjög stór
hluti af lífi okkar systkinanna.
Samband okkar var einstaklega
náið og erum við mjög þakklát fyr-
ir að hafa átt hana að. Þau voru ófá
skiptin sem við sátum saman í eld-
húsinu hennar og hlógum okkur
máttlaus að einhverri vitleysu.
Eða hlustuðum á geisladiska og
sungum með. Reglulega kom hún
heim til okkar í kaffi og reyndi hún
að hitta þannig á að hún kæmi
þegar við værum búin í skólanum
og gat þá gefið okkur far heim,
sem var alltaf vel þegið.
Við gerðum svo margt
skemmtilegt saman og hún ferð-
aðist mikið með okkur fjölskyld-
unni, m.a. til Flórída, Danmerkur,
á Þingvelli og í sumarbústaðinn
okkar á Skógarströnd. Hún hafði
alltaf meðferðis nammidollu sem
hún fyllti af uppáhaldsnamminu
okkar.
Við bjuggum mjög nálægt
ömmu svo það var auðvelt að kíkja
í heimsókn til hennar. Hafþóri
þótti mjög skemmtilegt að hjóla til
ömmu og fóru þau saman í alls
konar leiðangra, eins og til dæmis
á bókasafnið, í sund eða á róluvöll-
inn. Þegar Sigurjón var á smíða-
námskeiði í Foldaskóla, sem var
rétt hjá ömmu, fór hann alltaf
heim til hennar í hádegismat.
Amma sá alltaf til þess að við
borðuðum vel, hún var oft með
kökur og kræsingar á boðstólum
handa okkur. Við gistum mjög oft
hjá henni í Frostafoldinni. Guð-
nýju þótti þá mjög skemmtilegt að
fá að fikta í snyrtidótinu hennar
og fá að máta gullskóna hennar
sem voru þeir flottustu sem hún
hafði nokkurn tímann séð. Í
Frostafoldinni áttum við okkar
eigin tannbursta og náttföt og
hafði hún keypt bedda svo við
gætum gist hjá henni. Hún var
með fullan skáp af alls konar dóti
sem við gátum gengið í og leikið
okkur með.
Og í eldhúsinu var hún með sér
skúffu með litum og teikniblöðum
fyrir barnabörnin. Hún átti marga
skemmtilega hluti og þar á meðal
voru tvær könnur í formi hænsna
sem hún var með til sýnis uppi á
eldhússkáp. Þessar könnur kallaði
hún „púdda-púdd“ og fannst henni
gaman að sýna þær börnum sem
komu til hennar í heimsókn og
reyna að fá þau til þess að segja
þetta skemmtilega heiti. Eldhús-
glugginn hennar ömmu var stór
og þótti henni gaman að horfa út
um hann á mannlífið. Þegar við
vorum lítil fannst henni sérstak-
lega gaman að sýna okkur þegar
strætó keyrði framhjá.
Alltaf, eftir að hafa verið í heim-
sókn hjá ömmu í Frostafold, þá fór
hún út í eldhúsglugga og veifaði
okkur bless þegar við keyrðum
framhjá. Það varð að ómissandi
hefð. Enn þann dag í dag þegar
við keyrum framhjá Frostafold lít-
um við upp í áttina að eldhús-
glugganum af gömlum vana.
Elsku amma, takk fyrir sam-
veruna.
Guðný Klara, Sigurjón
Bjarni og Hafþór Bjarni.
Að eiga að setjast niður og
skrifa einhver orð um ömmu er
skrítin tilfinning. Hvernig eigum
við að koma öllu því fyrir sem við
viljum segja um ömmu í nokkrum
orðum og línum? Amma var ávallt
til staðar og hafði endalausan
tíma, var aldrei að flýta sér og gat
spjallað eins lengi og við vildum.
Að koma í heimsókn til ömmu
var alltaf yndislegt, aldrei kom
maður að tómum kofunum þar á
bæ hvort sem það var í mat eða líf-
legum umræðum við eldhús-
borðið.
Því hún amma hafði ákveðnar
skoðanir á lífinu, bæði okkar og
sínu. Þá héldum við helst að við
hefðum svona lúmskt gaman af
því að vera ósammála henni ömmu
bara til að heyra hvaða skoðanir
hún mundi hafa ef við værum ekki
sammála. Því aldrei stóð á
svarinu.
Elsku amma, þú munt alltaf
eiga stóran stað í hjarta okkar og
þín verður ávallt sárt saknað. Þó
vitum við um einn mann sem hefur
beðið spenntur eftir þér í langan
tíma og er mjög sáttur við að þú
sért komin til hans.
Komi þeir, sem koma vilja,
veri þeir, sem vera vilja,
fari þeir, sem fara vilja,
mér og mínum að meinalausu.
Hafdís Bridde, Hannes Þór
Bridde og fjölskyldur.
Mágkonu minnar vil ég minn-
ast með fáeinum tilvitnunum.
Fyrstu kynni mín af Hafdísi voru
þegar bróðir minn Guðni Bridde
rafvirkjameistari kynnti unnustu
sína á heimili foreldra okar á
Bárugötu 8. Foreldrarnir höfðu
komið sér saman um að vel yrði
tekið á móti hugsanlegum lífsföru-
nautum barna þeirra. Regla og
formsatriði voru í heiðri höfð.
Það var auðvelt fyrir Hafdísi að
falla inn í þann fjölskylduramma.
Hún var hjálpsöm og úrræðagóð
og átti auðvelt með að gleðjast
þegar svo bar við. Fáguð fram-
koma hennar vakti athygli. Hafdís
var valin í hóp glæsilegra yngri
kvenna í Reykjavík á sínum tíma.
Á tímabili fyrir giftingu vann hún
á skrifstofu Egils Vilhjálmssonar,
bílasala og framkvæmdamanns.
Það vakti athygli hvað minni
hennar var gott, m.a. á tölustafi.
Hún lagði á minnið flest bíla-
númer í Reykjavíkurbæ á þeim
tíma og hverjir væru eigendur.
Við fráfall fyrri konu minnar
frá fjórum sonum reyndust Hafdís
og Guðni mér eins vel og hægt er
að hugsa sér. Síðustu ár móður
minnar tók hún drjúgan þátt
ásamt nánum aðstandendum að
létta móður minni lífið. Þegar
móðir mín var 94 ára og næstum
blind hafði hún oft orð á því við
mig hvað Hafdís væri traust og
hefði alltaf reynst sér vel. Þetta
eru falleg meðmæli.
Hafdís hélt fallegt heimil fyrir
Guðna og börnin og sér þess nú
merki hjá fimm börnum þeirra
hjóna og mökum. Regla, ástundun
og vinnusemi er aðalsmerki þeirra
eins og hjá foreldrum þeirra.
Það var tilhlökkun á sínum tíma
þegar hjónin buðu til fjölskyldu-
veislu. Ávallt var glæsilegt veislu-
borð til að gleðja gestina, að hætti
Hafdísar. Eiginmaðurinn settist
við píanóið og veislugestir tóku
undir með söng. Nú að leiðarlok-
um bið ég þess að höfuðsmiður
himins og jarðar fylgi þér, kæra
mágkona, á þeim vegum sem fram
undan eru.
Kæra frændfólk, mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur og megi
samheldni ykkar veita ykkur
styrk.
Hermann Bridde.
Hafdís J. Bridde HINSTA KVEÐJA
Amma elskaði að vera
mamma og það sást langar
leiðir, svo stolt var hún af
börnunum sínum fimm. Er-
um við henni óendanlega
þakklát fyrir pabba okkar.
Amma elskaði að fara á
Þingvelli í sveitina okkar,
amma sitjandi í stól á pall-
inum með derhúfuna sína
og stóru sólgleraugun sín,
horfandi út á Þingvalla-
vatn. Hún átti margar góð-
ar minningar úr sveitinni.
Elsku amma og lang-
amma, sofðu rótt og við
biðjum að heilsa afa Guðna.
Kveðja,
Katrín, Guðni
og fjölskyldur.
Elli vinur okkar er
dáinn. Þessar
hörmulegu fregnir
færði Birna konan
mín mér þegar ég kom inn úr dyr-
unum sunnudagskvöldið 10. þessa
mánaðar á heimili okkar norður á
Akureyri. Þennan sunnudags-
morgun vorum við stödd í Reykja-
vík og vissum af ferðum þeirra
Affíar og Ella á næstu grösum að
sinna hótelrekstrarmálum sem
þau eru tengd. Þar sem veður og
færð var með besta móti lét ég það
eiga sig að reyna að vera í samfloti
með þeim norður til Akureyrar.
Ekkert var betra og öruggara ef
eitthvað var að veðri og færð en að
njóta stuðnings eins besta jeppa-
kalls landsins sem þekkti landið
okkar betur en flestir aðrir.
Kynni okkar hjónanna af Affí
og Ella hófust fyrir aldarfjórðungi
eða svo, þegar þau voru nýflutt í
„Munkann“ handan götunnar.
Þau voru bæði drífandi og dugleg í
öllu sem þau tóku sér fyrir hendur
og áður hafði ég kynnst Ella lítils
háttar meðan hann rak tölvuþjón-
ustu EST við Glerárgötuna. Al-
gjör frumherji þar á ferð með net-
þjónustu og tölvuverslun. Í æsku
Erlingur
Harðarson
✝ ErlingurHarðarson
fæddist 2. mars
1959. Hann lést 10.
desember 2017.
Útför Erlings fór
fram 20. desember
2017.
var pilturinn alinn
upp við vélar og
verkfæri af föður
sem rak slíka verk-
takastarfsemi á Ísa-
firði. Elli byrjaði
fljótt að tileinka sér
þá þekkingu og naut
þess í störfum og
leik alla tíð. Ég varð
þess fljótt var
hversu öruggan og
ábyggilegan mann
hann hafði að geyma, allt stóð eins
og stafur á bók og aldrei neitt van-
hugsað gagnvart þeim verkefnum
sem hann tók sér fyrir hendur.
Elli átti gott með að gera grín
að sjálfum sér og var góður sögu-
maður, alltaf stutt í húmorinn hjá
honum. Um þetta leyti réð Erling-
ur sig til starfa hjá Háskólanum á
Akureyri sem kerfisstjóri og lagði
allan sinn metnað í að halda sem
best og öruggast utan um það sem
snéri að tölvumálum háskólans.
Seinna flutti fjölskyldan í
Hvammshlíðina um skamma hríð
og síðan aftur inn á brekkuna, nú á
Ásveginn. Þar ólu þau börnin sín
tvö á unglingsaldri upp við ástríki
og traust sem var gagnkvæmt.
Þess urðum við hjónin áskynja
einkum og sér í lagi í bílskúrnum
góða sem í senn var menningar-
og umferðarmiðstöð barna þeirra
og vina. Þar áttu þau hjónin líka
góðar stundir með sínum vinum
sem deildu staðnum oft með opn-
um og ferskum unglingum, þar
lærði hver af öðrum, ungir sem
eldri. Tæknivæddari bílskúr var
vart að finna, ágætis hljóðkerfi og
tveir tölvuskjáir hjálpuðu drjúgt
til við að fara rétt með texta lag-
anna sem þar voru kyrjuð. Þarna
var bókstaflega ekkert kynslóða-
bil, unga fólkið kunni eldri lögin og
við þau eldri lærðum að hlusta
betur á nýjabrumið. Nýlega fluttu
þau að nýju í þorpið í eldra einbýli
sem þau hjónin voru langt komin
með að gera upp af fullkominni
natni þeirra beggja.
Elli var mjög mikill fjölskyldu-
maður og bar ávallt hag fjölskyldu
sinnar fyrir brjósti á hverju sem
gekk. Þau hjónin ferðuðust víða
með börnunum sínum og seinna
tvö saman sérlega í sumarferðun-
um en vetrartímann nýtti Elli
mikið í fjallaferðir á jeppum sínum
með 4x4-félögum Eyjafjarðar-
deildar, sem margir urðu hans
bestu vinir í gegnum árin. Það eru
til margar sögur um þessar vetr-
arferðir, þar sem Elli kom við
sögu. Enda nákvæmnismaður
mikill og aðgætinn á ferðalögum,
þar mátti helst engu skeika. Eink-
um og sér í lagi passaði hann upp á
að menn fengju nóg að borða á
fjöllum og það á réttum tíma.
Hann átti það til að stöðva hópinn í
miðri brekku ef klukkan var tólf
og kominn heilagur matmálstími.
Allnokkrar ferðirnar fór ég með
þeim 4x4-félögum inn á hálendið,
ýmist sem vinnu- og/eða skemmti-
ferðir. Réttartorfan, skáli Eyja-
fjarðardeildar inn af Bárðardaln-
um naut heimsóknar okkar oft og
iðulega, alltaf eitthvað reynt að
gera nytsamt þar í hvert skipti.
Elli var að sjálfsögðu sjálfskipað-
ur grillmeistari hópsins, hvað
annað? Sjálfur matmaðurinn. Eitt
sinn er við fórum í Réttartorfuna í
brennuundirbúning og til gisting-
ar áttum við sæla kvöldstund, þar
sem við belgdum okkur út af krás-
unum sem skutust upp úr grillinu
hjá Ella. Einhvern veginn varð
líka að skola niður þessum ókjör-
um af grillmat og einhver göróttur
glær vökvi barst upp í hendur
okkar úr stórum plastbrúsa neðan
úr Bárðardalnum. Það virtist lítt
skemma fyrir að hafa eitthvað að
drekka með öllu þessu kjötmeti.
Einhvern veginn komust allir í
koju og síðan var lagt af stað áleið-
is heim um hádegi daginn eftir.
Ákveðið var að leggja smá lykkju
á leið okkar og skoða Mývatns-
öræfin í leiðinni. Við Elli vorum
ekki búnir að hristast lengi í bíln-
um, reyndar á verulega ósléttum
slóða, þegar mér fór að líða veru-
lega illa og áður en langt um leið
varð ég að fara út og fórna kræs-
ingunum frá kvöldinu áður. Elli
spyr grafalvarlegur, hvort þetta
sé mín allra versta líðan? Ég taldi
svo vera, þá segir hann af sinni al-
kunnu rökvísi: Ef þetta er það
versta, þá er bara bjart fram und-
an … því það eina sem getur gerst
er að hlutirnir smá batna. Þetta
sýndi sig að vera hverju orði sann-
ara. Elli hefði viljað að fjölskylda
og vinir sæju til þessarar birtu í
allri sorginni sem hvílir á okkur
öllum sem hann þekktu og minnt-
ust þeirra gleðistunda sem hann
gaf okkur svo ríkulega af.
Úr Hávamálum:
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
Þórir og Birna.