Morgunblaðið - 05.01.2018, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 05.01.2018, Blaðsíða 35
Að námi loknu hóf Bjarni störf að skipulagsmálum hjá borginni og vann við það í rúma tvo áratugi. Hann var m.a. ritstjóri þriggja að- alskipulagsáætlana fyrir Reykjavík- urborg. Bjarni lauk störfum hjá borginni 2004 og sama ár stofnaði hann ráð- gjafafyrirtækið Land-ráð sf sem hefur unnið að ráðgjöf í skipulags- málum og framkvæmt viðhorfskann- anir fyrir Reykjavíkurborg og Vega- gerðina. Bjarni hefur verið stundakennari á háskólastigi í rúma þrjá áratugi, hefur kennt háskólanemum um þró- un og skipulag borga en síðasta ára- tuginn hefur hann stundað jöfnum höndum leiðsögn fyrir erlenda ferðamenn, stundakennslu á há- skólastigi og unnið að ýmsum ráð- gjafastörfum tengdum skipulagi. Bjarni hefur skrifað mikið um skipulagsmál í blöð og tímarit og gefið út tvær bækur um skipulag Reykjavíkur. Árið 2014 kom út bók- in Borgir og borgarskipulag og vorið 2017 ritgerðasafnið Reykjavík á tímamótum, sem hann ritstýrði. Fjölskyldan er samhent og ferðast mikið saman innanlands og utan: „Vinsæll sumardvalarstaður okkar er ættaróðal Jóhönnu, Hvammeyri við Tálknafjörð. Áhuga- málin eru fjölbreytt, auk áhuga á náttúru landsins og sögu byggðar, þá söng ég í Karlakór Reykjavíkur í tvo áratugi og var formaður kórsins um tíma. Mér til heilsubótar syndi ég á morgnana í sundlauginni á Sel- tjarnarnesi þar sem góður hópur hittist daglega og kryfur landsmálin. Ég fer þrisvar í viku í blak með HÍ- kennurum sem kalla sig því lág- stemmda nafni Menningarfélag Há- skóla Íslands. Lífið hefur leikið við mig og á afmælisdaginn verðum við Jóhanna í Marrakesh í Marokkó.“ Fjölskylda Bjarni kvæntist 1975 Jóhönnu Einarsdóttur, f. 11.11. 1952, forseta Menntavísindasviðs HÍ. Foreldrar hennar voru Einar Einarsson, f. 12.5. 1909, d. 26.8. 1994, frá Urr- iðafossi í Flóa, starfsmaður í Iðnó, og Halldóra Jónsdóttir, f. 4.12. 1931, d. 24.9. 2017, frá Hvammeyri við Tálknafjörð, húsfreyja. Bjarni og Jóhanna hafa búið í rúman aldarfjórðung á Ásvallagötu 75 í Reykjavík. Börn þeirra eru 1) Einar Hugi, f. 16.11. 1977, hrl. hjá Lögfræðistofu Reykjavíkur, búsett- ur þar en eiginkona hans er Margrét Þorsteinsdóttir viðskiptafræðingur og eru dætur þeirra Jóhanna Helga og Tinna Margrét en stjúpsynir Ein- ars eru Elías Ýmir og Leó Steinn; 2) Reynar Kári, f. 13. 1. 1982, sálfræð- ingur hjá Líf og Sál í Reykjavík en eiginkona hans er Erla Dís Arnar- dóttir textílkennari og eru dætur þeirra Ísafold Eva, Halldóra Móey og Bjarney Ósk, og 3) Halldóra Sig- ríður, f. 26.1. 1987, prjónahönnuður. Fyrir hjónaband átti Bjarni með Helgu S. Ragnarsdóttur Ragnar Pál Bjarnason, f. 9.2. 1970, kerfisfræð- ing hjá Rarik en kona hans er Hulda G. Valdimarsdóttir hjúkrunarfræð- ingur og þeirra börn eru Arnar Breki, Tindur Helgi og Guðrún Embla. Systkini Bjarna eru 1) Gunnar H. Reynarsson, f. 25.11. 1944, leigubíl- stjóri og söngvari í Mosfellsbæ; 2) Sigrún Reynarsdóttir, f. 15.1. 1947, launafulltrúi á Elliheimilinu Grund; 3) Elís Reynarsson, f. 20.01.1958, fjármálastjóri hjá Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja. Foreldrar Bjarna voru hjónin Reynar Hannesson, f. 26.2. 1922, d. 19.9. 2013, stöðvarstjóri hjá Esso á Gelgjutanga í Reykjavík, fæddur á Vaðstakksheiði undir Enni. og Sig- ríður Sigfúsdóttir, f. 9.11. 1921, d. 24.2. 1998, húsfreyja, fædd á Stóru Hvalsá í Bæjarhreppi á Ströndum. Bjarni Reynarsson Sólbjörg J. Vigfúsdóttir húsfr. á Stóru-Hvalsá Guðmundur Nikulásson b. á Stóru-Hvalsá Bæjarhreppi Kristín G. Guðmundsdóttir húsfr. Stóru-Hvalsá Sigfús Sigfússon b. á Stóru-Hvalsá í Bæjarhr. í Strandasýslu Sigríður Sigfúsdóttir húsfr. í Rvík Salóme Þorbergsdóttir húsfr. í Eyjum Sigús Bjarnason b. í Eyjum í Kaldraneshr. Str. Richard Hannesson framkvstj. í Rvík Guðmundur Guðbjörnsson skipstj. á Hellissandi, Keflavík og í Hafnarfirði Ásbjörn Guðmundsson pípulagningam. í Hafnarfirði Sigurður Valur Ásbjörnsson byggingafr. og fyrrv. bæjarstj. í Sandgerði og í Fjallabyggð Lárus Sigfússon b. á Kolbeinsá í Bæjarhr. og ráðherrabílstjóri í Rvík (nú 102 ára) Steingrímur Sigfússon organisti og tónskáld á Patreksfirði Haraldur Sigfússon leigubílstjóri í Rvík og píanóstillingarmaður Hreinn Haraldsson vegamálastjóri G. Helga Jónsdóttir húsfr. á Sveinsstöðum, frá Sauðanesi í Rvík Guðbjörn Ó. Bjarnason bóndi Sveinsstöðum Neshr., Snæfellsnesi Guðrún Guðbjörnsdóttir húsfr. á Vaðstakksheiði og í Rvík Hannes Elísson b. á Vaðstakksheiði í Neshreppi, seinna húsvörður í Rvík Gróa H. Hannesdóttir húsfr. á Berserkseyri Elís Guðnason b. á Berserkseyri á Snæfellsnesi Úr frændgarði Bjarna Reynarssonar Reynar Hannesson stöðvarstj. Esso á Gelgjutanga í Rvík ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2018 Páll Sigurðsson fæddist íReykjavík 4.1. 1918. For-eldrar hans voru Sigurður Ólafsson, rakarameistari í Reykjavík og einn af stofnendum Rakarameist- arafélags Reykjavíkur, og k.h., Hall- dóra Jónsdóttir. Systkini Páls voru Jón Guðmunds- son, vallarvörður við Melavöllinn í Reykjavík; Ásgerður Sigurðardóttir Hafstein, húsfreyja í Reykjavík; Guð- rún Sigurðardóttir, búsett í Reykja- vík; Þorsteinn Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri í Reykjavík, og Ólafía Sigurðardóttir, húsfreyja í Reykja- vík. Eiginkona Páls var Kristbjörg Hermannsdóttir húsfreyja sem lést 1970. Sonur Páls frá fyrra hjónabandi með Sigurlaugu Ingibjörgu Júl- íusdóttur er Brynjar verslunarmaður en börn Páls og Kristbjargar: Kol- beinn Hermann framkvæmdastjóri; Vigdís Valgerður flugfreyja, og Sig- urbjörg innanhússarkitekt. Páll lærði rakaraiðn hjá föður sín- um, Sigurði Ólafssyni, á rakarastof- unni í Eimskipafélagshúsinu. Hann starfaði þar að loknu námi, tók síðar við rekstri rakarastofunnar og starf- rækti stofuna til 1987. Páll gegndi ýmsum félags- og trún- aðarstörfum fyrir Meistarafélag hár- skera um langt árabil en hann var m.a. formaður félagsins um skeið, en faðir hans hafði verið fyrsti formaður þess. Þá var hann einn af stofnendum almenns lífeyrissjóðs iðnaðarmanna og sat í bankaráði Iðnaðarbankans. Páll var elsti heiðursfélagi Meist- arafélags hárskera. Páll hafði mikinn fjölda fastra við- skiptavina enda mjög vinsæll hár- skeri í Miðbæ Reykjavíkur. Um Pál segir Ingi Þorsteinsson m.a. í minn- ingargrein: „Páll var mikið snyrti- menni til orðs og æðis. Hann var drenglyndur, orðvar og nærgætinn, og aldrei heyrði ég hann tala illa eða niðrandi um nokkurn mann. Páls verður minnst sem sanns heið- ursmanns og góðs drengs.“ Páll lést 19.3. 2000. Merkir Íslendingar Páll Sigurðsson 90 ára Gunnhildur Björnsdóttir Sigríður Benediktsdóttir Sigvaldi Gunnarsson 85 ára Einar Benediktsson Hera A. Ólafsson 80 ára Halldór Þorgils Þórðarson Rannveig Randversdóttir 75 ára Anna Lísa Michelsen Ágúst Rósmann Morthens Elínborg Eyþórsdóttir Gígja Árnadóttir Kristín Carol Chadwick Sigurjón Einarsson Sigurlín E.V. Thacker Trausti Björnsson Þorbjörn Sigvaldason 70 ára Ágústa Hrund Emilsdóttir Áróra Sverrisdóttir Ásvaldur Marísson Bjarni Reynarsson Dagbjört Soffía Sigurðardóttir Elín Ragnarsdóttir Eva Ö. Christensen Guðmundur Magnússon Hugrún Ólafsdóttir Jóhanna Lára Árnadóttir Sigríður Katrín Júlíusdóttir Sigurður A. Kristjánsson Sjöfn Hinriksdóttir 60 ára Birgit Eivor Schov Jan Wieslaw Florczak Sigfús Guðmundsson Svanhildur Karlsdóttir Sverrir Gísli Hauksson Þorbjörg Þorsteinsdóttir 50 ára Anna Einarsdóttir Arndís Bergsdóttir Atli Þór Tómasson Bozena Suszczynska Edward Wawer Elín Valdís Þorsteinsdóttir Klemens Arnarson Kristinn S. Jórmundsson 40 ára Anna Chernysh Gísli Rúnar Guðmundsson Hilmar Þór Guðmundsson Irene Maria Morera Vargas Jón Benjamín Jónsson Kjartan Sverrisson Magnús Ásgeirsson Mikael Jón Jónsson Ólafía Guðbjörg Gústafsdóttir Racel C. Rivera Rut Eiríksdóttir Stefán Aðalsteinsson Sveinbjörn Þ. Einarsson Viggó Örn Guðbjartsson Þórey Bjarnadóttir 30 ára Alexander Jarl Ríkharðsson Dilixiati Remina Guðjón Gunnarsson Hafþór Jónasson Hektor Már Jóhannsson Helga Rún Hjartardóttir Hildur Ýr Arnardóttir Hjördís H. Ásmundsdóttir Hugrún Jóna Hilmarsdóttir Jóhann Berentsson Jónatan Arnar Örlygsson Kristín Elva Sigurðardóttir Monika Helena Jankowska Sigþrúður Elínardóttir Stefán Freyr Michaelsson Vignir Karl Gylfason Til hamingju með daginn 30 ára Stefán ólst upp í Reno í Nevada í Banda- ríkjunum, býr í Garðabæ, er að ljúka námi í íþrótta- fræði við HR og rekur fyr- irtækið True Viking Bus- iness. Maki: Pálína Pálsdóttir, f. 1988, einkaþjálfari í World Class og fram- kvæmdastjóri. Sonur: Anton, f. 2006. Foreldrar: Michael Jo- hnston, f. 1961, og Ásta Freysdóttir, f. 1961. Stefán Freyr Michaelsson 30 ára Kristín ólst upp í Hafnarfirði, býr í Garð- inum og er heimavinnandi um þessar mundir. Maki: Pétur Valur Pét- ursson, f. 1988, húsamál- ari. Börn: Júlíana Líf, f. 2014, og Arnar Breki, f. 2016. Foreldrar: Sigurður Elvar Sigurðsson, f. 1964, sjó- maður, og Kristbjörg D. Þorbjarnardóttir, f. 1966, d. 2017, blómaskreytinga- kona og kaupkona. Kristín Elva Sigurðardóttir 30 ára Jónatan býr í Reykjavík, lauk BA-prófi í vefþróun frá KEA í Kaup- mannahöfn og er verk- efnastjóri við Vefskólann í Tækniskólanum. Maki: María Leifsdóttir, f. 1987, verkfræðingur hjá Icelandair. Börn: Lára Jónatans- dóttir, f. 2014. Foreldrar: Örlygur Jón- atansson, f. 1950, og Lára Sveinbergsdóttir, f. 1956, d. 2015. Jónatan Arnar Örlygsson Skál fyrır hollustu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.