Morgunblaðið - 05.01.2018, Blaðsíða 41
MENNING 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2018
Myndasögusýning Arnars Heið-
mars, Here and Back Again, verður
opnuð í Borgarbókasafninu í Gróf-
inni í dag kl. 16. Á sýningunni má
sjá myndasögur sem listamaðurinn
hefur unnið að bæði sem mynda-
söguhöfundur og ritstjóri með lista-
mönnum. Þar sem allir textar verk-
anna eru á ensku var ákveðið að
yfirskrift sýningarinnar væri einn-
ig á ensku. Hún vísar í upphaf ferils
Arnars sem hófst í Grófinni árið
2013 þegar hann tók þátt í mynda-
sögusamkeppni með Elizabeth
Katrínu Mason.
„Áhugi minn á myndasögum snýr
einkum að því að sjá hvernig mynd-
irnar geta bætt við sjálfa frásögn-
ina, t.d. þegar kemur að því að lýsa
tilfinningum sögupersóna. Í því
hafa áhrifavaldar mínir verið
myndasöguhöfundar á borð við
Neil Gaiman auk þess sem mynda-
sögudeildir Borgarbókasafnsins
veittu mér innblástur sem ungum
manni,“ segir Arnar.
Here and Back Again í Borgarbókasafni
Sögupersóna Galaxy Knight.
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Barnaleikritið Ég get eftir Peter
Engkvist verður frumsýnt í Kúl-
unni í Þjóðleikhúsinu á sunnudag-
inn kl. 15. Verkið er ætlað allra
yngstu leikhúsgestum, börnum á
aldrinum tveggja til fimm ára, og
er lýst sem ljóð-
rænni leiksýn-
ingu sem er í
kjörinni lengd
fyrir þennan ald-
urshóp, um 30
mínútur. Leik-
stjóri sýningar-
innar er Björn
Ingi Hilmarsson
og leikarar
María Thelma
Smáradóttir og
Stefán Hallur Stefánsson. Búninga
hannar Leila Arge, leikmynd
Högni Sigurþórsson, Kristinn Gauti
Einarsson hannar hljóðmynd og
lýsing er í höndum Hermanns
Karls Björnssonar.
Gapandi af undrun
„Þau voru alveg stórkostleg,“
segir leikstjórinn Björn Ingi að ný-
afstöðnu rennsli á sýningunni og á
þar við gestina, leikskólabörn á
aldrinum 3-5 ára. Ég get segir af
tveimur litlum manneskjum sem
eru að æfa sig í að vinna saman.
Þær leika sér saman, prófa sig
áfram og komast að því hvað gerist
þegar forsendum í leiknum er
breytt, eins og það er orðað á vef
leikhússins.
Björn Ingi er spurður hvort
þungu fargi hafi verið af honum
létt með góðum viðtökum rennslis-
gesta. „Já, það var gaman að sjá
hvað þau voru mikið með, þau voru
algjörlega með og mér fannst það
bara stórkostlegt. Þá veit ég að við
erum að gera eitthvað rétt,“ segir
hann léttur í bragði.
–Þetta er ekki fyrsta sýningin
sem þú leikstýrir fyrir þennan ald-
urshóp?
„Nei, ég byrjaði á að leikstýra
Lofthrædda erninum Örvari, hann
var fyrir svipaðan aldur,“ svarar
Björn Ingi og á þar við uppfærslu
Þjóðleikhússins á því verki, sem
sýnd var leikárið 2016-17. Hann
segir hópana geta verið ólíka sem
komi á sýningarnar og gaman að
sjá börnin gapa af undrun og fylgj-
ast með einlægum viðbrögðum
þeirra við töfrum leikhússins.
Uppgötvanir
–Titill verksins, Ég get, vísar
væntanlega til þess að verkið snú-
ist um hvað börn geti og að þau
geti kannski meira en þau halda?
„Já, en þetta er líka tengt
ákveðnum aldri, þegar sjálfið fer að
verða til,“ svarar Björn Ingi. Verk-
ið sé upphaflega sænskt og setn-
ingar í því á borð við „ég get“ og
„ég á“ komi upphaflega úr munni
fjögurra ára drengs. Björn segir að
börn á þessum aldri séu að upp-
götva allt í lífi sínu og umhverfi og
hafi óbilandi trú á sjálfum sér sem
sé afar fallegt. „Þetta eru aðstæður
sem maður getur ímyndað sér að
börn lendi í og við erum að endur-
spegla á einhvern hátt þeirra veru-
leika. Ég myndi segja að verkið
væri að einhverju leyti um það að
verða einstaklingur eða öðlast
sjálfsmynd, fyrir utan svo margt
annað,“ segir hann.
Spurður út í búninga og leik-
mynd segir Björn Ingi að hvort
tveggja sé einfalt og fallegt. „Það
er gaman að leika sér með lýsingu
og hljóðmynd og þá lýsinguna sér-
staklega,“ segir hann. Úr leik-
myndinni, sem einkennist einna
helst af pappakössum, sé hægt að
búa til hina ýmsu hluti og aðstæður
og eitt og annað öðlist líf líkt og
fyrir töfra, eins og verða vill í leik-
húsi.
Langt samstarf
Ég get var frumsýnt fyrir tveim-
ur árum í Stokkhólmi, að sögn
Björns Inga, og hafa þeir Engkvist,
höfundur verksins, unnið saman
oftar en einu sinni. „Ég byrjaði að
vinna með honum 1993-4, þá gerð-
um við sýninguna Lofthræddi örn-
inn Örvar, ég lék og hann leik-
stýrði. Svo unnum við aftur saman
í Borgarleikhúsinu í Beðið eftir
Godot og svo var ég að vinna í leik-
húsinu í Stokkhólmi, sem hann er
listrænn stjórnandi við, frá 2010 til
2015,“ segir Björn Ingi og á þar við
Teater Pero.
Engkvist hefur leikstýrt nokkr-
um leiksýningum hér á landi, m.a.
Ormstungu og Mr. Skallagrímsson
og Maðurinn sem hélt að konan
hans væri hattur. „Hann er búinn
að vinna mikið hérna á Íslandi,
hann á íslenska eiginkonu sem er
leikkona í leikhúsinu hjá honum
úti,“ segir Björn Ingi um vin sinn
Engkvist.
Ég get verður frumsýnt í dag
sem fyrr segir og næstu sýningar
verða 14. og 20. janúar.
Ljósmynd/Halldór Örn Óskarsson
Töfraheimur Stefán Hallur Stefánsson og María Thelma Smáradóttir leika í Ég get í Kúlunni. Í leikritinu segir af
tveimur litlum manneskjum sem eru að æfa sig í að vinna saman, leika sér saman og prófa sig áfram.
Mótun sjálfsins
„Þetta eru aðstæður sem maður getur ímyndað sér að
börn lendi í,“ segir leikstjóri barnaleikritsins Ég get
Björn Ingi
Hilmarsson
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
ÞARFTU AÐ LÁTA GERA VIÐ?
ICQC 2018-20
Miðasala og nánari upplýsingar
5%
NÝ VIÐMIÐ
Í BÍÓUPPLIFUN Á ÍSLANDI
LAUGARÁSBÍÓ KYNNIR
DOLBY ATMOS
LUXURY · LASER
Sýnd kl. 7.50, 10.30
Sýnd kl. 5, 8, 10.30 Sýnd kl. 5
Sýnd kl. 5, 8, 10
/////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////