Morgunblaðið - 05.01.2018, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2018
Eikjuvogur 29 - 104 Rvk.
s:781-5100
Opið: Mán-fim: 12-18 - fös: 12-16
Mörkin 6 - 108 Rvk.
s:546-0044
Opið: Mán-fös: 11-18 - lau: 12-16
ÚTSALAN ER HAFIN
30-50% AFSLÁTTUR!
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Árangur af kjaraviðræðum ríkisins
við 17 stéttarfélög háskólamanna og
Félag framhaldsskólakennara hefur
enn sem komið er verið sáralítill sem
enginn, þrátt fyrir að langt sé um
liðið frá því að kjarasamningar
þeirra losnuðu.
Samninganefnd ríkisins lagði þó
fyrir jólin ákveðnar útfærslur fyrir
BHM-félögin í heild, sem félögin
hafa haft til skoðunar hvert fyrir sig
og ætluðu að bregðast við eftir ára-
mótin þegar þráðurinn yrði tekinn
upp að nýju, að sögn Gunnars
Björnssonar, formanns Samninga-
nefndar ríkisins (SNR).
Ekkert verið afskrifað
Ríkið hvikar í engu frá ramma-
samkomulaginu frá 2015 um
launaþróun til ársloka 2018 sem
kennt er við SALEK, þó hvorki
BHM né kennarafélögin eigi aðild að
því samkomulagi.
„Við teljum okkur eðlilega skuld-
bundin af þessu rammasamkomulagi
um að fylgja þeirri tilteknu launa-
stefnu,“ segir Gunnar. „Við höfum
sagt við alla þessa aðila að við erum
bundin af þessari launastefnu, og
ekki bara bundin heldur erum við
hluti af henni og erum þar af leið-
andi mjög áfram um að framfylgja
henni.“
Forystumenn innan BHM sem
rætt var við vilja lítið tjá sig um hug-
mynd SNR um útfærslur í kjara-
viðræðunum og hvort þær geti kom-
ið hreyfingu á viðræðurnar en segja
þær þó enn vera á borði hvers félags
um sig og skoðun þeirra sé ekki lok-
ið. Ýmsar hugmyndir séu í gangi og
ekkert hafi enn verið afskrifað eða
útilokað. Lítið sem ekkert hafi hins
vegar miðað á þeim samningafund-
um sem einstök félög hafa átt með
SNR á undanförnum dögum og vik-
um. Sagðist einn viðmælendanna
hafa miklar áhyggjur af því ef ríkis-
stjórnin ætlaði að líta fram hjá áhrif-
um úrskurða kjararáðs á stöðuna á
vinnumarkaðinum. Stjórnvöld þurfi
einfaldlega að horfast í augu við
áhrif kjararáðs.
Nú er liðið á fimmta mánuð frá því
að gerðardómur um laun 17 BHM-
félaga rann út og Félag framhalds-
skólakennara (FF) vísaði sinni
kjaradeilu við ríkið til sáttasemjara í
nóvember.
„Ekkert að gerast“
Enginn árangur varð af sáttafundi
í kjaradeilu Félags framhaldsskóla-
kennara og ríkisins síðast liðinn mið-
vikudag. ,,Ríkissáttasemjari sleit
fundi og boðaði næsta fund eftir rétt
um hálfan mánuð,“ segir Guðríður
Arnardóttir, formaður FF.
Að sögn hennar hefur ekkert þok-
ast í viðræðunum við samninganefnd
ríkisins að undanförnu. ,,Það er ná-
kvæmlega ekkert að gerast.“
Félag framhaldsskólakennara
ákvað í nóvember að vísa deilunni til
ríkissáttasemjara. Spurð hvort
Samninganefnd ríkisins hafi ekki
komið fram með neinar ákveðnar til-
lögur eða hugmyndir að samningi
segist Guðríður ekki mega tjá sig
um það sem fram fer á fundum hjá
sáttasemjara en í raun sé ekkert á
borðinu.
Þegar Guðríður er spurð hvort
kennarar sé farnir að ræða næstu
skref til að ýta á um gerð samninga
svarar hún: ,,Það er alveg ljóst að við
munum ekki sitja marga svona fundi
án þess að fara yfir næstu skref okk-
ar megin. Við munum ekkert sitja
aðgerðalaus án kjarasamnings.
Kjarasamningurinn okkar losnaði
2016 og þó að við höfum gert sam-
komulag um friðarskyldu til 31.
október 2017 þá er alveg ljóst að það
er alveg kominn tími á að semja við
okkur,“ segir hún.
Að sögn Gunnars hafa menn í við-
ræðunum við framhaldsskólakenn-
ara m.a. verið að reyna að átta sig á
áhrifum breytinga á vinnutíma-
málum sem samið var um á sínum
tíma og hvernig hægt sé að lagfæra
þá hnökra sem upp hafa komið.
Ekki komið að launaliðnum í
viðræðum FG og sveitarfélaga
Samningur grunnskólakennara
við Samband íslenskra sveitarfélaga
rann út í lok nóvember. Viðræður
samninganefndanna eru komnar í
gang en enn er ekkert farið að ræða
launaliðinn samkvæmt upplýsingum
Ingu Rúnar Ólafsdóttur, formanns
samninganefndar sveitarfélaganna.
Inga Rún tekur í sama streng og
Gunnar Björnsson og segir sveitar-
félögin vinna eftir rammasam-
komulaginu um launaþróun í við-
ræðum við viðsemjendur þeirra en
það gildir fram í mars 2019 hjá sveit-
arfélögunum.
Samtölin við FG gangi ágætlega
fyrir sig ,,en það sér ekkert í land
ennþá,“ segir hún. ,,Þetta er allt í
góðum gangi, í eðlilegu fari og sam-
kvæmt viðræðuáætlun.“
BHM-félög skoða nýja útfærslu
Ríki og sveitarfélög bundin af launastefnu Salek „Munum ekki sitja marga svona fundi,“ segir
formaður FF BHM hefur áhyggjur af að ríkisstjórnin ætli að líta fram hjá áhrifum kjararáðs
Morgunblaðið/Eggert
Blikur á lofti Mikil óvissa er í kjaramálum í upphafi nýs árs. Fjölmennir hópar opinberra starfsmanna eru með lausa
samninga og kjarasamningar á almenna markaðinum renna út í lok ársins verði þeim ekki sagt upp í lok febrúar.
Það styttist í endurskoðun samninga á almenna vinnumarkaðinum, sem
þarf að vera lokið fyrir febrúarlok. Kristján Þórður Snæbjarnarson, for-
maður Rafiðnaðarsambands Íslands, segir í nýárspistli á vefsíðu RSÍ ljóst
að forsendur samninganna séu brostnar. Rafiðnaðarmenn séu afar ósátt-
ir við úrskurði kjararáðs en tími sé kominn á leiðréttingu launa þeirra.
„Þrátt fyrir að kaupmáttur hafi aukist á undanförnum árum þá hafa laun-
in dregist aftur úr þegar horft er til lengri tíma.
Til þess að kjarasamningum verði sagt upp í lok febrúar þá þurfa að-
stæður að vera óbreyttar. Verði hins vegar gerð breyting á úrskurðum
kjararáðs þá getur svo farið að kjarasamningar gildi út árið 2018 en renni
þá úr gildi um áramótin 2018/2019. Forsendunefnd ASÍ hefur það í hendi
sér að úrskurða um hvort forsendur haldi eða ekki.“
Sagt upp að öllu óbreyttu
GÆTU GILT ÚT 2018 EF ÚRSKURÐUM KJARARÁÐS YRÐI BREYTT
Sigurður Kristján
Lárusson, skipa-
smíðameistari og
kunnur knatt-
spyrnumaður á árum
áður, lést á Sjúkrahús-
inu á Akureyri síðdeg-
is í fyrradag, miðviku-
daginn 3. janúar, 63
ára að aldri.
Sigurður hafði ekki
kennt sér meins fyrr
en hann veiktist
skyndilega aðfararnótt
miðvikudagsins.
Sigurður fæddist á
Akureyri 26. júní 1954.
Foreldrar hans voru Sigrún Guðný
Gústafsdóttir og Lárus Marteinn
Marteinsson. Eiginkona Sigurðar er
Valdís Ármann Þorvaldsdóttir.
Sigurður lærði skipasmíði í Slipp-
stöðinni á Akureyri og starfaði þar
en hjá Skipasmíðastöð Þorgeirs og
Ellerts og síðar Henson, á meðan
fjölskyldan bjó á Akranesi þar sem
hann lék knattspyrnu með ÍA um
árabil. Eftir að Sigurður, Valdís og
börnin fluttu til Akureyrar á ný
starfaði Sigurður við smíðar í Vör hf,
þvínæst í eigin fyrirtæki, Trévís, og
síðan hjá Slippnum – Akureyri í
nokkur ár til dauðadags.
Börn Sigurðar og Valdísar eru
Lárus Orri, Sigurlína
Dögg, Kristján Örn og
Aldís Marta. Þrjú
barnanna fetuðu í fót-
spor föðurins á knatt-
spyrnuvellinum; Lár-
us Orri og Kristján
Örn eru báðir fyrrver-
andi landsliðsmenn,
og voru lengi atvinnu-
menn erlendis, og Al-
dís Marta varð Ís-
landsmeistari með
Þór/KA árið 2012.
Barnabörn Sigurðar
og Valdísar eru átta.
Sigurður lék knatt-
spyrnu í meistaraflokki með Íþrótta-
bandalagi Akureyrar 1971 til 1974,
Þór á Akureyri 1975 til 1978 og
Íþróttabandalagi Akraness 1979 til
1988. Með ÍA varð Sigurður Íslands-
meistari 1983 og 1984, bikarmeistari
1982, 1983, 1984 og 1986. Hann var
fyrirliði ÍA í nokkur ár og lyk-
ilmaður í vörn. Sigurður var spilandi
þjálfari síðasta árið sem leikmaður
ÍA og þjálfaði liðið einnig 1989. Sig-
urður lék með Þór á Akureyri á ný
1990 og tók síðan við þjálfun liðsins.
Síðar meir þjálfaði hann einnig Völ-
sung í eitt ár og KA í eitt ár.
Sigurður lék 11 sinnum með
landsliði Íslands frá 1981 til 1984.
Andlát
Sigurður Lárusson
skipasmíðameistari