Morgunblaðið - 08.01.2018, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.01.2018, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JANÚAR 2018 inn,“ segir höfundurinn og kímir. Sjálfur var hann starfsmaður stofn- unar Árna Magnússonar í íslensk- um fræðum í hartnær fjóra áratugi. Skarðverjar og Dyflinnar- lækningabókin Sverrir hóf að leggja drög að bókinni fyrir um aldarfjórðungi, en hugmyndin kviknaði þegar hann var að ganga frá sínum köflum í Ís- lenska bókmenntasögu I og II, verk sem hann vann með Vésteini Ólafs- syni og Guðrúnu Nordal, en þau fengu Íslensku bókmenntaverðlaun- in í flokki fræðibóka árið 1992 fyrir fyrra bindið. „Þá rann upp fyrir mér að mat- argerðarlist Íslendinga á miðöldum væru hvergi gerð nægilega góð skil. Ég rakst á nokkur rit sem lítið sem ekkert hafði verið fjallað um og höfðu að geyma læknisráð, upptaln- ingar á jurtum og steinum sem nota mátti til lækninga og matarupp- skriftir. Annars er Pipraðir páfugl- ar í rauninni angi af öðru verki sem ég er að semja um bókmennta- starfsemi Skarðverja, aðalsmanna í Vestfirðingafjórðungi á 14. og 15. öld. Þeir létu meðal annars skrifa Skarðsbók postulasagna og Skarðs- bók Jónsbókar í klaustrinu á Helga- felli og áttu frumkvæði að ritun og útgáfu lækningabókar, svokallaðri Dyflinnarbók, elstu uppskriftabók sem til er á íslensku, sem var ein Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Pipraðir páfuglar – Mat-argerðarlist Íslendinga ámiðöldum nefnist nýút-komin bók eftir dr. Sverri Tómasson, miðaldafræðing. „Í ridd- arasagnatextum er þess margsinnis getið að pipraðir páfuglar hafi verið fínustu kræsingarnar sem höfðingj- arnir létu bera fram í matarveislum sínum á miðöldum,“ útskýrir hann og giskar á að þessu „ritklifi“ hafi verið ætlað að undirstrika fínheitin og rausnarskap gestgjafanna. „Titill bókarinnar er einungis táknrænn. Að vísu þekktust páfugl- ar hér á landi, en mér finnst ólík- legt að þeir hafi verið á veislu- borðum íslenskra höfðingja öðruvísi en kannski sem skreytingar með hænsnum, gæsum og álftum, enda þóttu þeir ekkert sérstaklega góðir á bragðið. Piparnum var svo aðeins á færi höfðingja að gæða sér á. Rómverjar voru ekki hrifnari af pá- fuglakjötinu en svo að þeir notuðu það í bollur. Mig langaði að vera svolítið á léttu nótunum, skrifa fræðilega bók sem jafnframt væri skemmtileg. Helga Gerður Magn- úsdóttir hannaði, myndskreytti og braut bókina um í þeim anda og notaði til dæmis bleika litinn til að ljá henni létt yfirbragð. Fræðimenn eru stundum svolítið þurrir á mann- Hvern dag tak kvikan katt . . . Dr. Sverrir Tómasson, miðaldafræðingur, veitir les- endum bókmenntalega leiðsögn um venjur og siði for- feðranna við borðhald í bókinni Pipraðir páfuglar – Matargerðarlist Íslendinga á miðöldum. Þar segir frá höfðingjum sem lifðu í vellystingum praktuglega og gerðu vel við sig í fjölskrúðugum mat og drykk á sama tíma og bláfátækur almúginn þurfti að leggja sér til munns bölvað óæti að hans mati. Ennfremur eru í bókinni 23 uppskriftir úr elstu, íslensku uppskrifta- bókinni, Dyflinnarbókinni, sem jafnframt er lækn- inga- og heilsuræktarbók Hvalreki Myndskreytingar í Pipraðir páfuglar eru úr íslenskum miðaldahandritum þar sem matur kemur við sögu. Rauði krossinn í Hafnarfirði og Garðabæ leitar að körlum til að taka þátt í verkefninu Karlar í skúrum. Af því tilefni er áhugasömum boðið til fundar kl. 17 í dag, mánudaginn 8. janúar, að Strandgötu 24, efri hæð. Kaffi og meðlæti í boði og allir vel- komnir. „Við erum að vinna að því að finna skúra eða annað húsnæði til að gefa körlum stað og stund til að hitt- ast, spjalla og vinna að ýmsum sam- eiginlegum verkefnum,“ segir Hörður Sturluson, umsjónarmaður verkefn- isins. „Verkefnið er að ástralskri fyr- irmynd og hefur gengið mjög vel víðsvegar í Evrópu, t.d. á Bretlandi og Írlandi. Sem dæmi eru á Írlandi 450 „Men’s Shed“ eins og verkefnið kall- ast þar í landi.“ Að sögn Harðar er algengast að karlarnir kjósi að smíða, en einnig að baka, prjóna, fást við hljóðfæraleik og sitthvað fleira. Þeirra sé valið. Þótt körlum á öllum aldri sé velkomið að taka þátt í verkefninu gerir hann ráð fyrir að þeir sem eru hættir að vinna eða hafi rúman frítíma verði í meirihluta. „Þeir eru kannski ein- mana og langar til að hafa eitthvað fyrir stafni í góðum félagsskap,“ seg- ir Hörður. Verkefni Rauða krossins í Hafnarfirði og Garðabæ Karlar í skúrum sinna sameig- inlegum áhugamálum Morgunblaðið/Rósa Braga Félagsskapur Verkefnið Karlar í skúrum býður upp á marga möguleika. Sími 555 3100 www.donna.is Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Skjót fyrstahjálp, hjartahnoð og hjartastuðtæki björguðu lífi mínu Ég lifði af Hér er gripið niður í kaflann Íslenskar lækningabækur - Dyflinnarbók í fyrri hluta Pipraðra páfugla: „Mat- reiðslukverið í Dyflinnarbók er eitt sinnar tegundar á Íslandi í lok miðalda. Því gæti maður ályktað sem svo að það væri eindæma verk og ekki marktækt um matarmenningu þess tíma. En á móti mælir að áhöld og búnaður á biskupsstólunum og vísanir í bókmennt- unum benda til þess að íslensk hástétt hafi þegar við lok 15. aldar og í upphafi þeirrar 16. samið sig að hátt- um erlends aðals og borgara, hástéttarinnar. Farm- skrár frá 15. og 16. öld eru vitnisburður um að erlendir kaupmenn hafa flutt inn krydd (sbr. Íslenzkt forn- bréfasafn XVI: 151-152). Og síðast en ekki síst er Dyfl- innarbók dágóður vitnisburður um stéttgreint matar- æði hér á landi, venjur sem virðast hafa tíðkast lengi a.m.k. allt til þess er Þórður Þorláksson tók við emb- ætti biskups á síðari helmingi 17. aldar. […] sendi hann pantanir sínar til kaupmannsins á Eyrarbakka, þar sem meiri hluti þess sem hann vildi fá var sams konar spíss og haft var í hávegum á velmektardögum Skarðverja á 14. og 15. öld.“ Í síðari hluta bókarinnar eru 23 uppskriftir, þ. á m. af „hæns“ og sósu fyrir herramenn: Hæns Hvernig á að undirbúa kjúklinga með mismunandi kryddi Maður skal skera hæns í smástykki og sjóða það í vatni og mala pipar, kanil, sefran og hveitibrauð, og lifrina soðna, og láta aftur í soðið með ediki og salti mátu- lega. Latneska fyrirsögnin, Quo- modo temp<er>entur pulli cum diversis speciebus, þýðir: hvernig skal undir- búa kjúklinga með mis- munandi kryddi. Hliðarfyr- irsögn er: Hæns. Sósa fyrir herramenn Hvernig skal laga sósu fyrir hús- bændur og hversu lengi hún dugar Geroforsnagla skal taka og múskat, kardemonium, pip- ar, kanel, ingifer, sitt jafn vægi af hverju, utan kanel. Skal vera jafn þykkt við allt hitt annað og svo mikið steikt brauð sem allt það er fyrir er sagt, og skera það allt saman, og mala með sterku ediki, og láta í legil. Það er þeirra sals og dugir um eitt misseri. Latneska fyrirsögnin hljóðar svo: Quomodo temperetur salsum dominorum et *quam diu durabit og þýðir: Hvernig skal laga sósu fyrir húsbændur og hversu lengi hún dugar. geroforsnagli = naglagras, nagli, nellika, negull; Har- pestræng: gørfærs naglhæ. ingifer = engifer legill = drykkjarílát, e.k. flaska. Þessi sósa sem í dönsku uppskriftunum er sögð góð fyrir herramenn líkist gulri sósu (cameline sauce) í frönskum og enskum uppskriftum. Dágóður vitnisburður um stéttgreint mataræði MATREIÐSLUKVERIÐ Í DYFLINNARBÓK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.