Morgunblaðið - 08.01.2018, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.01.2018, Blaðsíða 23
var varamaður í Tryggingaráði 1995-99, sat í stjórn Listskreyt- ingasjóðs 1997-99, í tóbaks- varnanefnd 1997-99, í stjórn Krabbameinsfélags Íslands 1997-99, í verkefnisstjórn Staðardagskrár 21 1998-2000, í Þingvallanefnd 2010 og 2011-2013 og var formaður Garð- yrkjufélags Íslands 2013-2017. Þuríður og Björn, eiginmaður hennar, fluttu að austan er hún lét af þingmennsku 2013: „Þá keyptum við hús með stórri lóð í Kópavogi en þar höfum við verið að koma okkur fyrir í rólegheitum og rækta garðinn.“ Þuríður hefur alla tíð haft gaman af ferðalögum og að kynnast nýjum aðstæðum: „Á síðastliðnu hausti var ég í mánuð í Palestínu og vann sem sjálfboðaliði og stuðningsmaður bænda sem búa í nágrenni land- tökubyggða eða hernuminna svæða við ólífutínslu. Þessir ólífubændur eiga erfitt með að ná uppskerunni, þar sem þeir verða fyrir stöðugu ónæði og árásum frá landtöku- byggðunum, þeir eru frekar látnir í friði við tínsluna ef þeir njóta að- stoðar erlendra sjálfboðaliða, sem taka myndir og semja skýrslur um ólöglegar aðgerðir landtökufólks, lögreglu og herliðs. Að öðru leyti nýt ég þess að vera komin á eftirlaun og hafa meiri tíma fyrir foreldra mína og fjölskyldu.“ Fjölskylda Þuríður giftist 6.1. 1973 Birni Kristleifssyni, f. 1.12. 1946, arkitekt. Foreldrar hans voru Kristleifur Jónsson, 18.11. 1898, d. 29.1. 1978, vegaverkstjóri, og Sigríður Þóra Jensdóttir, f. 27.8. 1910, d. 11.7. 1995. Fyrri sambýlismaður Þuríðar: Bjarni K. Sívertsen, f. 16.11. 1946, tæknifræðingur. Börn Þuríðar eru: 1) Ragnheiður Sívertsen, f. 28.3.1966, íþróttakenn- ari í Kópavogi en maður hennar er Hilmar Sigurðsson vélstjóri og eru börn þeirra Tinna Björk, f. 23.3. 1992, og Hildur Sif, f. 26.11. 1996; 2) Kristleifur Björnsson, f. 12.11. 1973, myndlistamaður í Reykjavík og er dóttir hans Ronja Þuríður, f. 12.2. 2002, og 3) Þorbjörn Björnsson, f. 28.6. 1978, sviðslistamaður í Berlín. Bróðir Þuríðar er Jón Rúnar Backman, f. 6.1. 1951, húsasmiður í Garðabæ en kona hans er Þóra Elín Guðjónsdóttir hjúkrunarfræðingur. Foreldrar Þuríðar eru Ernst Fri- dolf Backman, f. 21.10. 1920, íþrótta- kennari, og Ragnheiður Jónsdóttir, f. 10.4. 1928, sjúkraliði. Þuríður Backman Guðrún Ólína Sveinbjörnsdóttir húsfr. í Haga, Borgum og á Gunnarsstöðum Friðfinnur Kristjánsson b. í Haga og Borgum í Vopnafirði, síðar á Gunnarsstöðum á Langanesi Ólöf Friðfinnsdóttir húsfr. í Berjanesi Jón Einarsson trésmiður í Berjanesi í Vestmannaeyjum Ragnheiður Jónsdóttir sjúkraliði í Garðabæ Einar Einarsson b. á Norður-Fossi í Mýrdal Sigríður Helgadóttir húsfr. í Rvík Magnús Óskar Guð- mundsson Guðmundur Magnússon leikari Þorsteinn Guðmundsson leikari Halldór Sigurður Backman húsasmíðam. á Akranesi og í RvíkInga J. Backman söngkona Arnmundur S.H. Backman hrl. í Rvík Edda Heiðrún Backman leikkona, leikstjóri og myndlistarkona Ernst Jóhannes Backman auglýsingateiknari Einarína Eyrún Helgadóttir húsfr. í Vestmanna- eyjum Álfheiður Ingadóttir fyrrv. alþm Ingi Ragnar Ingason kvikmyndagerðarmaður Ingi R. Helgason hrl. Halldóra Sigurðardóttir húsfr. á Kvíavöllum Helgi Jónsson b. og sjóm. á Kvíavöllum á Miðnesi Jónína Salvör Helgadóttir Backman húsfr. í Rvík Ernst Fridolf Backman verkam. í Rvík Móðir sænsk, nafn hennar ekki þekkt Ernst F. Backman úr Dölunum í Svíþjóð Úr frændgarði Þuríðar Backman Ernst Fridolf Backman íþróttakennari í Garðabæ Gunnar Guttorms- son fyrrv. forstjóri Einkaleyfastof- unnar Loftur Guttormsson prófessor Guðrún M. Pálsdóttir húsfr. á Hall- orms stað Hjörleifur Gutt ormsson fyrrv. alþm. og ráð herra Jón Helgason alþm. og ráðherra í Seglbúðum Gyðríður Pálsdóttir húsfr. í Seglbúðum Margrét Elíasdóttir húsfr. í Þykkvabæ Þuríður Elíasdóttir húsfr. á Norður-Fossi ÍSLENDINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JANÚAR 2018 Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is Þýska merkið Greiff framleiðir hágæða fatnað með áherslur á nútíma hönnun, þægindi og fjölbreytt vöruúrval. Góð þjónusta byrjar með flottum fatnaði. STARFSMANNAFATNAÐUR FYRIR HÓTEL OG VEITINGAHÚS.Sigurður fæddist á Hofi íVopnafirði 8.1. 1912 en ólstupp á Teigi, sonur Þórarins Stefánssonar, bónda þar, og Snjó- laugar Sigurðardóttur. Eiginkona Sigurðar var Inga Backlund frá Svíþjóð og eignuðust þau tvö börn, Snjólaugu og Sven. Sigurður lauk stúdentsprófi frá MA 1931, cand.phil.-prófi frá Hafn- arháskóla, fil.kand.-prófi í almennri jarðfræði, bergfræði, landafræði og grasafræði frá Stokkhólmsháskóla, og fil.lic.-prófi í landafræði og dokt- orsprófi þaðan 1944. Þórarinn var dósent í landafræði við Stokkhólmsháskóla 1944, vann að rannsóknum á Vatnajökli sumrin 1936-38 og í Þjórsárdal 1939, sinnti rannsóknarstörfum í Svíþjóð og vann við ritstjórn Bonniers Kon- versationslexikon 1939-45, var kenn- ari við MR 1945-65, prófessor í landafræði og forstöðumaður landa- fræðideildar háskólans í Stokkhólmi 1950-51 og 1953 og prófessor í jarð- fræði og landafræði við HÍ frá 1968, vann við jökla- og eldfjallarann- sóknir hér á landi frá 1945 og flutti fjölda fyrirlestra víða um heim. Sigurður var einn virtasti vísinda- maður Íslendinga. Hann gerði gjóskulagarannsóknir að mik- ilvægum þætti í fornleifafræði. Skömmu eftir lát hans ákváðu Al- þjóðasamtök um eldfjallafræði (IAVCEI) að heiðra minningu hans með því að kenna æðstu viðurkenn- ingu sína við hann. Hann var virkur náttúruverndarmaður, formaður Hins íslenska náttúrufræðifélags, ritstjóri Náttúrufræðingsins, starf- aði í Jöklarannsóknarfélaginu, sat í stjórn Norrænu eldfjallastöðv- arinnar, Náttúruverndarráði, for- maður Jarðfræðafélagsins og forseti Ferðafélags Íslands. Hann var glað- sinna og prýðilega hagmæltur, samdi fjölda vinsælla söngtexta, svo sem Þórsmerkurljóð, Vorkvöld í Reykjavík og Að lífið sé skjálfandi lítið gras. Þá þýddi hann texta eftir Bellman, gaf út bók um hann og tók þátt í starfsemi Vísnavina. Sigurður lést 8.2. 1983. Merkir Íslendingar Sigurður Þórarinsson 90 ára Kristrún Daníelsdóttir 85 ára Ásta Guðmundsdóttir 80 ára Hulda Hatlemark Ólafur Ingvi Ólafsson Steinunn Aðólfsdóttir 75 ára Elías Snæland Jónsson Gísli J. Ellerup Halldór Gíslason 70 ára Ásdís L. Stroebel Snorradóttir Erna Guðrún Árnadóttir Gestur O. Karlsson Gérard Roger Lemarquis Hannes Guðmundsson Hreiðar Jónsson Viktor Már Gestsson Þorbjörg Kristvinsdóttir Þuríður Backman 60 ára Björn Valdimarsson Edda Björk Kristinsdóttir Elínbet Rögnvaldsdóttir Elmars Berzkalns Freyja Bergsveinsdóttir Guðmundur Sigurður Magnússon Halldór Pétursson Jakob Rúnarsson Nimrod Libalib Balsaki Ólafía Þórey Sigurðardóttir Ólöf Aðalheiður Elíasdóttir Sigríður María Jónsdóttir 50 ára Áslaug Ólöf Kolbeinsdóttir Dagbjört Þórunn Þráinsdóttir Dario Kozina Guðrún Elísabet Árnadóttir Helena Eiríksdóttir Jónberg V. Hjaltalín Nína Hrönn Guðmundsdóttir Sigríður M. Ingimarsdóttir Þórður Pálsson 40 ára Agnieszka Hirsz Anna Turowska Basant Raj Shrestha Borgþór Guðmundsson Hafsteinn Már Sigurðsson Hafþór Freyr Víðisson Hlynur Ólafsson Jónas Svanur Albertsson Rita Mieciute Snorri Petersen Stefán Lenar Rúnarsson Tomasz Piechowski 30 ára Aleksandra Rudic Amanda Rosa Egholm Aníta Þórsdóttir Anna Karakulina Arturs Cirulis Daniel Bay Jensen Elín Friðriksdóttir Guðni Þór Grönvold Jónsson Helgi Siemsen Sigurðarson Jón Gunnar Ólafsson Lita Mallari de Jesus Móeiður Sif Skúladóttir Rebekka Katrínardóttir Sigríður Helga Þórhallsdóttir Sigurgeir Bárðarson Snædís Karlsdóttir Tim Sonnemann Til hamingju með daginn 30 ára Snædís ólst upp í Skagafirði og Reykjavík, býr þar, var að ljúka BA- prófi í lögfræði frá HR og er í fæðingarorlofi. Maki: Úlfar Kári Jóhanns- son, f. 1992, nemi í vél- stjórn við Tækniskólann. Dætur: Margrét, f. 2009, og ónefnd dóttir, f. 2017. Foreldrar: Gerður Hauks- dóttir, f. 1958, húsnæð- isráðgjafi hjá Íslands- banka, og Karl Bergmann, f. 1952, bifvélavirki. Snædís Karlsdóttir 30 ára Sigurgeir ólst upp Hafnafirði, býr þar, lauk ML-prófi í lögfræði frá HR og er lögmaður hjá LEX. Maki: Sandra Björk Æv- arsdóttir, f. 1988, sjóðs- stjóri hjá Landsbréfum. Dóttir: Aníta Eik Sig- urgeirsdóttir, f. 2014. Foreldrar: Bárður Sig- urgeirsson, f. 1955, húð- læknir, búsettur í Hafn- arfirði, og Jenný Axelsdóttir, f. 1958, d. 2016, félagsfræðingur. Sigurgeir Bárðarson 30 ára Rebekka rekur verslun á Hvolsvelli. Maki: Magnús Haralds- son, f. 1977, kaupmaður og leigubílstjóri. Börn: Einar Logi, f. 2000 (stjúpsonur) Kristófer Örn Ívarsson, f. 2013 (fóstursonur) og Daníel Ágúst, f. 2015. Foreldrar: Katrín Jónína Óskarsdóttir, f. 1953, og Kolbeinn Andrésson, f. 1949. Stjúpfaðir: Eysteinn F. Arason, f. 1938. Rebekka Katrínardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.